Morgunblaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 28
Hringdu í vin
Þegar þú hefur ákveðið að halda
þig frá áfengi í janúar er gott að ræða
hugmyndina við vin.
Best er að finna vin sem drekkur
ekki eða hefur skilning á því sem þú
ert að gera. Segðu honum ástæðuna
fyrir þessari ákvörðun og gerðu
samning við hann um að ef þú hringir
og veltir því upp hvort þú eigir að
rjúfa vínbindindið, að hann minni þig
á af hverju þú fórst í þetta.
Gott er að gera samning við sig
sjálfa/n í þessu samhengi. Þar eð: Ef
ég næ ekki að halda mig frá áfengi í
mánuð, mun ég leitast við að kynna
mér betur hvað liggur þar að baki
með góðum ráðgjafa.
Losaðu þig við allt
áfengi á heimilinu
Þegar við förum í gegnum áfeng-
islausan janúar, er mikilvægt að hafa
ekkert áfengi á heimilinu. Biðja vin að
geyma (ekki þann sem þú ert að
hringja í) eða fara með út í skúr. Gott
er að fylla ísskápinn af góðum
drykkjum sem gaman er að drekka ef
vínlöngunin kemur fram í þessum
mánuði. Gott ítalskt sódavatn með
appelsínu- eða sítrónubragði. Forðist
að blanda óáfenga kokteila eða að
vera með mat sem kallar á sérstakt
vín með máltíðinni.
Haltu þig frá
skemmtistöðum
Þegar þú ert tilbúin/n að halda þig
frá áfengi í janúar er gott að ákveða
að halda sig alveg frá freistingum og
finna annað til að gera í staðinn. Ekki
fara á barinn með vinunum þar sem
allir aðrir eru að drekka og reyndu að
sneiða hjá því að fara í veislur sem þú
veist að ganga út á drykkju. Og haltu
þig frá skemmtistöðum í þessum
mánuði. Það getur reynst mörgum
auðvelt að fara á barinn og sleppa að
drekka, en af hverju að vera að taka
áhættuna? Finndu þér eitthvað annað
uppbyggilegt að gera í staðinn.
Farðu í nudd eða gerðu eitthvað
uppbyggilegt með þeim sem þú elsk-
ar, eins og börnunum þínum og maka.
Vertu með fjölskyldunni
Þar sem áfengislaus janúar gefur
þér aukinn tíma mælum við með því
að þú notir hann vel með fjölskyld-
unni. Finndu upp á skemmtilegum
hlutum til að gera með börnunum á
föstudagskvöldi, og þannig verður þú
heilbrigð fyrirmynd fyrir fjölskyld-
una að lífi án áfengis. Við mælum
með bíói, keilu, göngum. Gaman er
að halda fundi um slíkt vikulega,
þar sem í byrjun vikunnar fá
allir í fjölskyldunni að velja
hvað þeir vilja gera og svo
er kosið um hvað er gert
hverja vikuna. Þessi hefð
gæti smitast yfir í fleiri
mánuði, enda er góðum
gæðatíma með fjölskyld-
unni aldrei illa varið.
Gerðu æfingaáætlun
Gerðu áætlun um að mæta í
ræktina, t.d. þrisvar sinnum í viku.
Best er að ákveða fyrirfram þessa
æfingatíma og jafnvel að taka með
sér æfingafélaga, til að halda sér við
efnið. Það getur einnig verið gott að
fara til einkaþjálfara í janúar og gera
matardagbók. Segðu þjálfaranum að
þú sért að sneiða hjá því að drekka
vín og viljir hans hjálp í að borða
hollt þennan mánuð. Það hjálpar til
við að halda sér við efnið. En mundu
að þú vilt ekki gera of mikið í einu
þennan mánuðinn, svo ekki gera ráð
fyrir því að breyta mataræðinu of
mikið á meðan þú ert að sneiða hjá
áfengi.
Bókaðu hitting með vinum
Það er mikilvægt að átta sig á að
það er hægt að hitta vini án þess að
drekka og í áfengislausum janúar
mælum við með því að bóka hitting
með vinum vikulega. Farðu í göngur
með vinum, farið í sund eða gerið
eitthvað uppbyggilegt saman. Að efla
tengsl í þægilegu umhverfi með þeim
sem þér þykir vænt um skiptir máli
Farðu í ráðgjöf
Það getur haft áhrif á taugakerfið
að drekka einungis nokkra drykki.
Þess vegna getur janúar án áfengis
verið góður mánuður að nýta í ráð-
gjöf, til að vinna úr þeim málum sem
hafa flækst fyrir þér á síðustu miss-
erum.
Vikuleg ráðgjöf, þar sem þú ert að
vinna úr streitutengdum vanda-
málum, kvíða eða öðru sem heldur
fyrir þér vöku er frábær hugmynd á
meðan þú sleppir víni. Láttu ráðgjaf-
ann vita að þú sért í heilsueflandi
átaki og þú viljir nota tímann til að
þroskast andlega.
Hugsaðu vel um þig
Í áfengislausum janúar mælum við
með því að þú setjir sjálfa/n þig í
fyrsta sætið. Passaðu vel upp á þig í
þessum mánuði, og reyndu að gera
eitthvað bara fyrir þig á hverjum
degi. Farðu í gott bað, nudd, lestu
góða bók og gerðu það sem þú hefur
látið sitja á hakanum. Ef þú telur þig
ekki hafa efni á þessu, taktu þá sam-
an hverju þú ert vön/vanur að eyða í
áfengi á mánuði og útdeildu því fjár-
magni sem þú ert vanur/vön að eyða í
janúar í dekur. Það sem þú munt
komast að er að eftir því sem þú
hugsar betur um þig, þeim mun
meira hefurðu að gefa öðrum.
Finndu rétta snjallforritið
Það eru til fjölmörg snjallforrit
sem hægt er að hlaða niður í sím-
ann, sem gerir það að hætta að
drekka skemmtilegra. Sem dæmi
má nefna Sobriety Counter sem er
frábært snjallforrit með leikjarsniði
sem sýnir m.a. hvað þú hefur safnað
miklum peningum á því að hætta að
drekka í mánuðinum, þú getur
ákveðið að verðlauna þig í enda jan-
úar með þeim peningum, farið í leik
sem tekur þrjár mín. þegar þig
þyrstir í vín og fleira í þeim dúrnum.
Haltu dagbók
Það getur verið gaman að halda
dagbók fyrir þennan mánuðinn, þar
sem algengt er að fólk upplifir
breytingar á líðan sinni þegar tek-
inn er áfengislaus janúar. Sumir
tala um að þeir hafi meiri orku, og
skýrleikinn verði meiri. Aðrir tala
um að mörg málefni koma upp sem
mikilvægt er að vinna úr á þessum
tíma. En það hjálpar að halda dag-
bók, og gerir ferlið áhugaverðara
fyrir vikið.
Áfengislaus janúar?
Reglulega koma fram greinar sem ýmist hallmæla eða
hvetja til drykkju. Við lesum ýmist um að eitt glas af rauð-
víni á dag eigi að koma skapinu í lag eða að alkóhól sé
slæmt fyrir heilsuna. Hvorum megin við áfengispólitíkina
sem við stöndum, eru án efa margir að velta fyrir sér að
taka áfengis-lausan janúar, til að hreinsa líkama og sál.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Thinkstock/Getty images
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018
Aukin lífsgæði
án verkja og eym
Nutrilenk vörurnar fást í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana.
„Ég er búin að æfa mikið síðustu ár; hlaupa, stöðvarþjálfun, tabata
ofl. og varð alltaf þreytt og aum í liðum og beinum eftir æfingar.
Mér var bent á að prufa Nutrilenk Gold og byrjaði ég á að taka 6
töflur á dag í nokkrar vikur. Ég fann ótrúlega fljótt mun til hins betra
svo ég ákvað að prufa að taka líka 1 töflu af Nutrilenk Active því ég
var enn með verki og eymsl í höndum. Active virkar eins og
smurning fyrir liðina en ég fann mikinn mun á mér og eru verkirnir
nú horfnir.
Í dag tek ég 4 Gold og 1 Active og ekki má gleyma Nutrilenk gelinu
sem ég nota á axlir og hné en það kælir og dregur úr bólgum.
Ég get því hiklaust mælt með öllum Nutrilenk vörunum, án þeirra
gæti ekki hreyft mig eins mikið og ég geri í dag, verkjalaus.“
Erna Geirlaug Árnadóttir, 42 ára innanhúsarkitekt
NUTRILENK
ACTIVE
sla
„Það er góð hugmynd að taka fyrsta
mánuð ársins án áfengis, vegna þess
að þeim mun meira sem fólk verður
meðvitað um áfengisneyslu sína,
þeim mun betur gengur því að
átta sig á að lífsstíll án áfengis er
verðugt viðfangsefni. Ég líki
þessu við sykurlausan sept-
ember. Þegar við breytum
neysluvenjum okkar, fáum við
tækifæri til að skoða okkur sjálf
og taka ákvörðun til framtíðar.
Það er svo mikilvægt að almenn-
ingur átti sig á að þeir sem fara ekki
illa með áfengi, drekka kannski 2-3 vín-
glös í senn, geta upplifað slæm áhrif áfengis
á taugakerfið. Þessi neysla getur verið næg til að
stytta í okkur kveikinn og veikja taugakerfið.“
Kári Eyþórsson, einstaklings-
og fjölskylduráðgjafi, um
áfengislausan janúar