Morgunblaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 16
Sidekick health Snjallforrit sem hjálpar til við að passa upp á mataræðið, róar hugann og hvetur til líkams- ræktar. Félagslegt snjallforrit sem nýtir sér tölvu- leikjatækni. Forritið er búið til af íslenskum frumkvöðlum. Clue Snjallforrit sem hjálpar manni að halda ut- an um tíðarhringinn sem og félagslega hlutann. Að muna að ræða við vini og fjöl- skyldu um stað í tíðahring, tengjast fólki og fleira. Fitbit Snjallforrit sem heldur utan um hreyfingu, svefn og mataræði. Wapp Snjallforrit með ýmsum gönguleiðum um Ísland. Íslenskt hugvit. My fitness pal Snjallforrit sem hjálpar manni að halda utan um kaloríu-inntöku yfir daginn, heldur utan um hvað maður hreyfir sig og er samfélag þar sem maður deilir uppskriftum og hvernig manni gengur. Ragnheiður mælir með Vefsvæðum Heilsuvera.is Vefsvæði sem hægt er að nálgast í tölvu og í síma. Þar fær maður upplýsingar, yfirlit yfir lyfseðla og hægt er að panta tíma hjá heimilislækni. Notandi getur átt samskipti við heilbrigð- isþjónustuna og nálgast eigin sjúkragögn. www.betrisvefn.is Svefnmeðferð á netinu sem bætir heilsu, líðan og lífsgæði. Ragnheiður mælir með sýndarveruleika Flow VR Sýndarveruleiki þar sem maður hugleiðir í náttúrunni. Íslenskt hugvit. Ragnheiður mælir með snjallforritum 16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018 Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“ F rumkvöðlar á sviði heilsu og tækni eru að tala um hvernig hin helstu heimilistæki, sem lengi vel hafa verið eins, eru að snjalltæknivæð- ast, og munu í nánustu framtíð taka reglulega púlsinn á því hvað maður gerir og hvernig maður mælist. Sem dæmi er talað um að ískápurinn muni segja manni hvað hefur farið úr honum í vikunni og hvað vantar nýtt inn. Sýndarveruleiki er sagð- ur verða vettvangur læknisins inni á heimilinu, lyfin verða 3D prentuð inni í stofu og ársskýrslur verða gerðar tengt heilsu og heilsu- fari. Starf lækna að sjálf- virknivæðast „Með tilkomu síma og snjallúra, erum við að fá miklu meiri aðstoð en við erum vön, við erum að safna gögnum og næstu skref í tæknibyltingunni er að starf lækna sjálfvirknivæðist og snjall- forritin byrja að mæla gildi í blóði og gefa viðvaranir tengdar hjartasjúk- dómum og fleiru miðað við venjur okkar og gildi, líkamsþyngd o.fl,“ seg- ir Ragnheiður og bætir við. „Crispr verkefnið er einnig áhugavert í um- ræðunni um framtíð heilsutækninnar. En verkefnið snýst um genasplæsingar, þar sem búið er að finna út leið til að lækna mýs af MS-sjúkdómi. Talið er að þessi leið muni gera okkur kleift að lækna ýmiskonar erfiða sjúk- dóma sem við höfum nú þegar ekki fundið neinar lækningar á,“ segir Ragnheiður en bætir við að það séu ýmsar siðferðislegar spurningar sem við þurfum að svara í þessu samhengi. „Ætlum við að leyfa að foreldrar panti hár- og augnlit á börnin sín? Hvar drög- um við línuna í genasplæsingum?“ Þróun snjallúra Hvaða þróun sérðu með snjallúrin? „Með tilkomu snjallúra, sem við erum að setja á okkur, verður ekki langt í það að við sem sjúklingar komum með gögnin um okkur sjálf til læknis, í staðinn fyrir að læknirinn geri mælingarnar hjá sér. Maður hefur heyrt margar frábærar hugmyndir tengdar þessu, um að úrin muni geta mælt vítamínmagn úr fæðunni á staðartíma. Einnig er verið að þróa mjög hátæknilegar lausnir við að uppgötva krabbamein í ristli, þar sem sjúklingur tekur inn efni, og ef hann er með krabbamein verða hægðirnar bláar, en ekki ef allt er í lagi í kerfinu. Ábyrgðin er því að færast meira til okkar og frá læknum, sem er jákvætt að mínu mati.“ Ragnheiður útskýrir nánar. „Við erum einnig að sjá breytingar verða á upplýs- ingalöggjöfinni, þar sem heilsufarsupplýsing- arnar eru manns einkamál, sem maður getur selt áfram í skiptum fyrir þjónustu, en fólk mun ekki græða leng- ur á heilsufarsupplýs- ingum manns eða þær týnast í skápum hjá læknum á heilsu- gæslunni.“ Ísland fram- arlega í svefn- rannsóknum Eru að verða spennandi tækniþróunarverk- efni til á Íslandi um þessar mundir, tengd heilsu? „Já, ekki spurning, Ísland hefur um tíma verið fram- arlega þegar kemur að heilsutækni. Og má nefna Nox Medical í því sam- hengi. Ég man eftir áhugaverðu verkefni frá Hjartavernd sem ég fylgist spent með þar sem æð í hálsi á 35 ára einstakling gefur forspágildi um kransæðastíflu í framtíðinni,“ segir Ragnheiður og það er greinilegt að fyr- irbyggjandi aðgerðir eru henni að skapi. „Svefnrannsóknir hafa einnig verið áberandi hér á landi og snjallforrit í kringum það. Og benda má á nýjustu snjallsímalausnina frá Mayo Clinic sem býður upp á þjónustu í gegn- um netið.“ Nýsköpun til að hagræða í heilbrigðiskerfinu Ragnheiður segir að teikn séu á lofti með nýjum stjórnarsáttmála um að beita nýsköpun á allar greinar, og þar sé heilbrigðiskerfið ekki undanþegið framþróun. „Tal um að við ætlum að nota nýsköpun til að hagræða í heil- brigðiskerfinu er mér að skapi, enda á Ísland að vera miðstöð rannsókna og þróunar í heim- inum. Slíkt gæti haft hliðaráhrif á svo margt í samfélaginu. Skapað ný vellaunuð störf, stækkað hagkerfið, aukið útflutningstekjur og læknað fólkið okkar hér á landi.“ Tæknin og heilsan Við lifum á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar. Tæknin virðist vera að taka yfir og valmöguleikar á sviði heilsu og tækni að stóraukast. En eftir sitja mörg okkar sem eigum ennþá fullt í fangi með Instagram og Snapchat. Við fengum Ragnheiði H. Magnúsdóttur formann tækninefndar Vísinda- og tækniráðs, varaformann Tækniþróunarsjóðs og formann Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins til að útskýra byltinguna og færa okkur nær sannleikanum um hvað þessi bylting getur gert fyrir okkur. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Ragnheiður H. Magnúsdóttir er einn helsti sérfræðingur á sviði tækni og nýsköpunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.