Morgunblaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018FRÉTTIR Minnsta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) GRND -3,85% 32,5 TM +3,80% 35,55 S&P 500 NASDAQ +0,57% 7.297,607 +0,12% 2.734,44 -0,18% 7.281,31 FTSE 100 NIKKEI 225 22.8.‘17 22.8.‘1721.2.‘18 21.2.‘18 1.700 702.300 2.074,85 2.180,79 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 51,87 65,13+1,15% 21.970,81 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 50 Heimildir ViðskiptaMoggans herma að áætlunarflug íslenskra flugrek- enda til Rússlands, og þá að öllum líkindum til Moskvu, sé forsenda í viðræðum íslenskra og rússneskra stjórnvalda um yfirflugsleyfi yfir Rússland. Slíkt leyfi er aftur for- senda fyrir því að íslensk flugfélög geti byrjað að fljúga til Austur-Asíu, en of óhagkvæmt er að fljúga framhjá Rússlandi til að komast héð- an til landa eins og Japans og Kína. Heimildir ViðskiptaMoggans herma einnig að mögulegt flug til Moskvu tengist nýlegum breytingum á leiðakerfi Icelandair, en eins og fram kom í tilkynningu félagsins til kauphallarinnar á dögunum hefur fé- lagið ákveðið að hætta næturflugi til Evrópu, eða hinum svokallaða seinni tengibanka. Seinni tengibankinn snýst um að flugvélar félagsins, sem fóru frá Keflavík til Bandaríkjanna laust fyrir hádegið, og komu til baka til Keflavíkur að kvöldi sama dags, gáfu möguleika á tengiflugi áfram með vélum Icelandair til Evrópu að nóttu til. Í staðinn var sú ákvörðun tekin nú í byrjun árs 2018 að flytja þetta framboð yfir í hinn svokallaða aðaltengibanka á morgnana. Tíðni í þeim banka er þar með aukin, bæði fyrir og eftir háannatímann í þeim banka. Til að þessi breyting sé möguleg þurftu að vera laus stæði við flugstöð- ina á þessu tímabili, stæði sem WOW air hafði pantað, en ákvað að nýta sér ekki. Í svari við fyrirspurn Viðskipta- Moggans segir Svanhvít Friðriks- dóttir, upplýsingafulltrúi félagsins, að félagið sé að búa til nýjan banka með brottförum til Evrópu frá klukkan 12 en með þeim hætti geti WOW air tengt við fleiri flug sín til Norður- Ameríku. Grundvöllur framtíðaráforma Í tilkynningu Icelandair er sagt að „seinni tengibankinn“ hafi ekki verið jafn arðbær og „aðaltengibankinn“. Meðalfargjöld og sætanýting í nætur- flugi væru lægri og áhafnakostnaður hærri. Jafnframt sé ekki mögulegt að fá aðgang að flugvöllum í London og Amsterdam, sökum þess hvenær þeir eru opnir, og því séu stækkunarmögu- leikar bankans takmarkaðir. Í til- kynningunni segir jafnframt að breytingin myndi „grundvöll fyrir framtíðaráform félagsins […]“. Bæði Icelandair og WOW air hafa viðrað áhuga á að fljúga til Asíu í næstu framtíð, en Björgólfur Jóhannesson, forstjóri Icelandair, minntist á þann áhuga í viðtali við ViðskiptaMoggann fyrr á árinu og sagði þar að verið væri að skoða ákveðna möguleika í Asíu og einnig að fara dýpra inn í Evrópu, eins og hann orðaði það. Samkvæmt heimildum Viðskipta- Moggans er rýmri „aðaltengibanki“ forsendan fyrir því að hægt sé að fljúga til Asíu, eins og fyrr sagði og „dýpra inn í Evrópu“. Vélar félagsins sem fljúga lengra en hefur verið mögulegt til þessa, lengra en til München, Helsinki og Zürich t.d., þurfa að geta skilað sér heim inn í aðaltengibankann til að nýtast fyrir tengiflugið. Með rýmri aðaltengi- banka er þetta hægt, og þá gætu opn- ast möguleikar á að fljúga til borga eins og Rómar, Prag og Moskvu svo dæmi séu tekin. Breytingar á leiðakerfi tengdar Asíuflugi Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Flug til Austur-Asíu er háð því að semjist við Rússa um yfirflugsheimild og áætlunarflug til Rússlands. WOW air hyggst byggja upp nýjan „banka“ með brottförum til Evrópu frá klukkan 12. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stærri aðaltengibanki er forsenda fyrir því að fara dýpra inn í Evrópu. Yfir- flugsleyfi yfir Rússlandi er svo forsenda fyrir flugi til Austur-Asíu. ELDSNEYTISMARKAÐUR Hagnaður N1 á síðasta ári nam 2,1 milljarði króna, sem er 39% minni hagnaður en árið á undan. Þegar kostnaður við kaup á Festi er undanskilinn var rekstrarhagn- aður fyrir afskriftir og fjármagns- liði, EBITDA, 3,6 milljarðar króna og stóð nánast í stað á milli ára. Selt magn af bensíni og gasolíu dróst saman um 4,0% á milli ára en velta annarra vara jókst um 3,0%. Framlegð af vörusölu jókst um 1,2% og nam 11,3 milljörðum króna á síðasta ári. EBITDA nam 31,2% af framlegð síðasta árs. Vaxtaberandi skuldir námu 8 milljörðum króna og minnkuðu um 991 milljón króna. Eigið fé var 13,8 milljarðar í lok síðasta árs og eiginfjárhlutfall var 49,9%. Að gefnum tilteknum skilyrðum um fjölgun ferðamanna og efna- hagsþróun, þá spáir fyrirtækið að EBITDA muni verða á bilinu 3,5 til 3,7 milljarðar króna á þessu ári að undanskildum kostnaði við kaup á Festi. Gangi þau viðskipti eftir gagnvart samkeppnisyfirvöldum er gert ráð fyrir að þeim ljúki í lok annars ársfjórðungs. Stjórn N1 leggur til við aðalfund að ekki verði greiddur arður vegna ársins 2017. Hagnaður N1 var 2,1 milljarður króna í fyrra Morgunblaðið/Eggert Eggert Kristófersson væntir þess að kaupum N1 á Festi ljúki um mitt ár. ELDSNEYTISMARKAÐUR Hagnaður Skeljungs nam 1.143 milljónum króna á síðasta ári og dróst saman um 9,4% milli ára. Að- löguð EBITDA að teknu tilliti til einskiptiskostnaðar var 2,8 millj- arðar króna, en til samanburðar var EBITDA árið á undan 2,6 millj- arðar. Framlegð ársins nam 7,2 millj- örðum króna og lækkaði um 1,4%. Eigið fé í árslok var 7,1 milljarður króna og eiginfjárhlutfallið 38%. Félagið áætlar að EBITDA í ár verði á bilinu 2,6-2,8 milljarðar króna og fjárfestingar liggi á bilinu 750-850 milljónir króna. Hendrik Egholm forstjóri segir í afkomutilkynningu til Kauphallar að síðastliðið ár hafi markast af ýmsum aðgerðum og verkefnum sem hrund- ið var í framkvæmd til þess að styrkja stöðu félagsins og byggja undir þau sóknarfæri sem við félag- inu blasa. Afkoma Skeljungs hafi þó verið góð. Stjórn Skeljungs leggur til arð- greiðslu að fjárhæð 500 milljónir króna, sem er 43,7% af hagnaði árs- ins 2017. Skeljungur hagnaðist um 1,1 milljarð króna Morgunblaðið /Hari Hendrik Egholm segir félagið vinna að nýrri sýn hvað varðar sölustaði. Borgarstjórn samþykkti í fyrra- kvöld breytt deiliskipulag Borgar- túns 24. Félagið EE Development undirbýr þar byggingu 65 íbúða og atvinnuhúsnæðis. Lóðin er hluti af reit sem afmarkast af Katrínartúni, Borgartúni, Nóatúni og Samtúni. Eftir miðjum reitnum endilöngum, sem er þríhyrningslaga, er gert ráð fyrir göngu- og hjólastíg. Jón Norland, forstjóri Smith & Norland, segir samþykkt deiliskipu- lagstillögu fyrir Borgartún 24 með slíku byggingarmagni „harla undar- lega“. Um sé að ræða staka hornlóð sem beri ekki allar þessar íbúðir svo að vel megi fara miðað við að ekki verði farið í aðrar fram- kvæmdir á svæðinu eins og tilgreint sé í rammaskipulagi. Ekki hróflað við bakhúsinu Smith & Norland eigi bakhús á lóð Borgartúns 22 og ekki standi til að hrófla við því. Þar sé vöru- geymsla og þjónustuverkstæði skammt frá verslun fyrirtækisins í Nóatúni 4. Því falli tvöfalt bíla- geymsluhús, sem nái yfir Borgartún 22 og lengra, um sjálft sig sem og hugmyndir um göngu- og hjólastíga. „Álagið verður því mikið á horn- húsið og því spurning hvort skipu- lagsyfirvöld séu ekki komin fram úr sér með því að lofa eigendum B24 ehf. [sem er í eigu EE Develop- ment] framkvæmdum á öðrum lóð- um sem styðji við starfsemi þeirra en síðan verði ekkert af þeim. Þessi deiliskipulagstillaga miðast greini- lega við að ýmislegt fleira verði framkvæmt á svæðinu og fellur því um sjálfa sig. Rétt er að endur- skoða hana og sníða sér stakk eftir vexti.“ Jón segir aðspurður að bakhúsið Borgartún 22 sé ómissandi hluti af rekstri Smith & Norland. Verði það hús rifið sé ekki lengur grundvöllur fyrir rekstrinum í núverandi mynd. „Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir bílakjallara sem nær í gegnum Borgartún 22 og skerðir að auki lóðina hjá okkur í Nóatúni. Þá til- lögu höfum við aldrei samþykkt. Borgin veit að við erum á móti til- lögunni.“ baldura@mbl.is Samþykkja ekki niðurrifið Tölvuteikning/Yrki arkitektar Drög að húsum í Borgartúni 24. Forstjóri Smith & Norland segir niðurrif Borgartúns 22 myndu kippa grundvell- inum undan rekstrinum. Rífa á húseignina vegna uppbyggingar á nýjum þéttingarreit í Borgartúni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.