Morgunblaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018SJÁVARÚTVEGUR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Stema kerrurCompair loftpressur Breitt úrval atvinnutækjaBreit úrval atvinnut kja Stema kerrurCompair loftpressur Við græjumþað Til sjós eða lands Opið 8:30 - 17:00 virka daga - Sími: 562 3833 asafl.is HJALLAHRAUNI 2, 220 HAFNARFIRÐI Íslenskur sjávarútvegur hefur tekið forystu í fullnýtingu sjáv- arafurða og nýtir t.d. um 80% af hverjum veiddum þorski á meðan aðrar þjóðir nýta um 50-70% af aflanum. Sigurjón Arason, yf- irverkfræðingur hjá Matís og pró- fessor við HÍ, segir að á næstu 5- 10 árum gæti nýtingin á hverjum fiski verið komin upp í 90%, en það ráðist þó af áhuga markaðar- ins á þeim vörum sem framleiða má úr því aukahráefni sem í dag fellur til við vinnslu og veiðar. Sigurjón segir árangur íslensks sjávarútvegs hafa náðst með mörgum smáum skrefum: „Rekja má þróunina allt aftur til ársins 1978 þegar byggður var fiskþurrk- ari í Hafnarfirði og gerðar til- raunir með að nýta jarðhita til að framleiða þurrkaðar fiskafurðir á borð við þurrkaða fiskhausa, hryggi og afskurð. Menn leituðu leiða til að skapa verðmæti úr fisk- hausunum því á Íslandi var hefð fyrir því að koma með hausana í land á meðan t.d. í Noregi var hausunum hent jafnharðan yfir borðstokkinn.“ Fiskikeravæðingin átti líka þátt í að bæta nýtinguna: „Þegar skipt var úr kössum, sem voru um 86 cm langir, yfir í 120 cm löng kör varð auðveldara að rúma allan fiskinn enda algengt að stórir þorskar séu 100-110 cm á lengd- ina.“ Rétt meðferð ræður úrslitum Því næst komu framfarir í vinnslutækni og kælingu. Krapa- kæling jók gæði hráefnisins og með fullkomnum skurðarvélum var hægt að nýta hvert flak betur og minnka afskurð. Nýjar fiskvinnslu- vélar taka nú röntgen- og ljós- myndir af hverjum fiski og hverju flaki, og skera bæði og snyrta með hárnákvæmum vatnsskurðarvélum sem lágmarka sóun, auk þess sem kælingin heldur áfram að batna. Næstu stóru stökk munu, að mati Sigurjóns, felast í því að nota aukahráefni sem hingað til hefur aðeins nýst til lýsis- og fiskimjölsgerðar til að framleiða hágæðavöru sem nota má til manneldis. „Hvort sem um er að ræða slóg úr bolfiski eða afskurði frá vinnslu uppsjávarfiska eins og makríls og síldar þá er um mjög dýrmætt hráefni að ræða ef rétt er með það farið, og mögulegt að vinna úr því mikil verðmæti.“ Öll fullnýting veltur á því, að sögn Sigurjóns, að blæðing og kæling sé góð. Með því aukist gæði aukahráefnisins svo að mögulegt verður að búa til úr því betri vöru. „Blæðingin er mjög mikilvæg því í blóðinu eru ensím sem rýra gæði hráefnisins, og járn sem hvetur til þránunar á fitu og gefur óæskilegan lit sem kemur fram með tímanum þó hann sjáist ekki strax.“ Sem dæmi um hvernig bæta megi nýtingu sjávarafurða enn meira nefnir Sigurjón að með- höndla megi aukahráefni með ensímum til að aðskiljað fiskpró- tein frá öðrum efnum. „Með rétt- um aðferðum getur útkoman orð- ið hvítt, fallegt og alveg bragðlaust próteinduft sem nota má í matvælagerð og selja sem heilsuvöru. Með því að framleiða hreinsað fiskprótein úr afskurði verður til vara sem er hæglega fimmfalt eða tífalt verðmætari en fiskmjölsafurðir, og jafnvel meira en það.“ Er markaður fyrir vöruna? Einnig veltur það mikið á vinnslu fisksins um borð í frysti- togurunum hversu hátt nýting- arhlutfall sjávarafurða getur orð- ið. Segir Sigurjón að plássið í lestum togaranna sé af skornum skammti og á meðan eitt tonn af flökum fylli um það bil einn rúm- metra í lestinni þá þurfi eitt tonn af hausum 2,5 rúmmetra. „Til að útgerðirnar fullvinni allan afla þarf að vera hægt að nýta aukahráefnið til að skapa nýja og verðmæta vöru.“ Þar kemur Sigurjón að mik- ilvægu atriði sem oft gleymist í umræðunni um bætta nýtingu sjávarafurða: „Samhliða allri vöruþróun þarf að eiga sér stað markaðsgreining og markaðs- setning. Þetta hangir allt saman og þegar upp er staðið er það markaðurinn sem tekur ákvörðun um hvort hann er reiðubúinn að taka við þeim nýju vörum sem við gætum framleitt,“ segir hann. „Markaðsforsendurnar geta líka breyst, eins og við höfum t.d. séð gerast í Nígeríu þar sem aðgerðir stjórnvalda þar í landi gerðu það að verkum að erfitt hefur verið að selja þangað þurrkaða hausa. Hafa seljendur þurft að leita ann- arra markaða fyrir vöruna á með- an og fundið kaupendur á stöðum eins og Suður-Kóreu.“ Nýtingin gæti brátt farið upp í 90% Morgunblaðið/Skapti Flökin snyrt á Dalvík. Blæðing og kæling úti á sjó er lykilatriði í fullnýtingu aukahráefnis í sjávarútvegi. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Tekist hefur, með mörgum smáum skrefum, að stór- bæta nýtingu á afla. Vinna má enn meiri verðmæti úr aukahráefninu svo fremi sem finna megi markað fyrir nýju vörurnar. Sigurjón segir vöruþróun og markaðsgreiningu verða að haldast í hendur. Það gæti verið flötur á því að nýta ýmsa parta á fiskinum með öðrum hætti. Er Sigurjón t.d. forvitinn um hvort heili, augu eða tálkn fisksins geta orðið að dýrmætri vöru. „Við nýtum nú þegar gellurnar og kinn- arnar, en höfum t.d. lítið sem ekkert gert við heilann sem er þó mjög auðugur af ómega-3 fitusýrum sem mikil eftirspurn er eftir. Það gæti vel verið að þarna leynist gullnáma.“ ER GULL Í HEILANUM?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.