Morgunblaðið - 22.02.2018, Page 9

Morgunblaðið - 22.02.2018, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018 9FRÉTTASKÝRING kveinkuðu sér verulega undan þeim þrönga stakki sem þeim var sniðinn í fjárfestingum og áttu á sama tíma erfitt með að verjast harkalegri gagn- rýni sem laut að miklum umsvifum þeirra í skráðum félögum á markaði hérlendis. En jafnt og þétt vænkaðist hagur íslensks efnahagslífs og stöð- ugleikasamkomulagið við slitabú föllnu bankanna gerði stjórnvöldum kleift að stíga skref sem fyrir þann tíma hefðu reynst ómöguleg. Þannig opnaðist glufa um mitt ár 2015 þegar lífeyrissjóðum var veitt heimild til að fjárfesta fyrir samtals 10 milljarða króna erlendis. Skömmt- unin þótti fremur naum þegar til- kynnt var um þessi áform en þau voru þó talin vísbending um að meira væri í vændum. Það reyndist rétt og fram til ársloka 2016 fjárfestu sjóð- irnir um 95 milljörðum erlendis með fjármagni sem þeim var veitt heimild til að flytja út úr íslensku hagkerfi. Bent var á að þessar heimildir væru í raun dropi í hafið enda eignir sjóðanna yfir 3.000 milljarðar króna og hlutdeild erlendra eigna í raun hverfandi. En þá gerðist það sem fáir sáu fyrir. Lífeyrissjóðirnir, sem höfðu haft sig hæga á lánamarkaði tengd- um húsnæðiskaupum almennings, sneru sér í auknum mæli að því að lána sjóðfélögum á hagstæðum kjör- um. Sjóðirnir geta lánað beint af bók- um sínum og þurfa ekki að fjármagna lánveitingarnar líkt og bankarnir. Hafa kjörin því reynst afar hagstæð. Mikil umsvif á fasteignamarkaði og breyttar reglur um gjaldtöku vegna endurfjármögnunar hafa leitt til þess að sjóðfélagalánin hafa margfaldast. Þannig tvöfölduðust þau milli ár- anna 2014 og 2015, ríflega fjórföld- uðust milli 2015 og 2016 og enn jukust þau í fyrra um 57% milli ára. Þannig nema ný útlán sjóðanna síðustu 24 mánuði ríflega 227 milljörðum króna. Það jafngildir öllu eigin fé Arion banka. Þessi auknu umsvif á markaðnum, sem tosað hefur mikilvæga við- skiptavini frá viðskiptabönkunum og til lífeyrissjóðanna, ásamt stór- auknum fjárfestingum erlendis, svipti Kaupþing einu helsta trompinu í viðræðum við sjóðina. Þeir eru ekki lengur í brýnni þörf fyrir að koma fjármunum sínum fyrir í innlendum hlutabréfum. Sumir þeirra hafa jafn- vel þurft að losa um eignir til að standa undir síauknu útstreymi fjár- magns í formi sjóðfélagalána. Mannabreytingar og allt í frost Eftir að tilkynnt var um viðræður sjóðanna við Kaupþing í janúar 2016 fréttist lítið af gangi mála og samn- ingsaðilar héldu spilunum mjög þétt að sér. Það virðist hafa haft áhrif að í árslok 2015 gekk í gegn nauðasamn- ingur Kaupþings og við það komu ný- ir aðilar að borðum. Samhliða því minnkuðu til muna áhrif Jóhannesar Rúnars Jóhannssonar sem að lokum sagði sig úr stjórn Kaupþings undir lok árs 2016. En þann 16. júní dró þó til tíðinda þegar Arion banki sendi frá sér til- kynningu í gegnum Kauphöll Íslands. Þar kom fram að formlegt söluferli á bankanum væri hafið. Klóruðu sér þá margir í kollinum enda höfðu flestir talið að hið formlega ferli væri löngu hafið og stæði enn yfir gagnvart líf- eyrissjóðunum. Tilkynningin gaf þó ákveðna vísbendingu um að málin væru að þróast í aðra átt en lagt var upp með í upphafi árs. Í sömu til- kynningu var tilkynnt að Citibank hefði verið ráðinn til að veita Kaup- þingi ráðgjöf við söluferlið. Í ágúst, þegar flestir voru að koma sér í gírinn eftir sumarfrí og ótrúlegt ferðalag íslenska fótboltalandsliðsins á EM í knattspyrnu í Frakklandi, greindi Morgunblaðið frá því á grundvelli heimilda sinna að við- ræður lífeyrissjóðanna og Kaupþings væru komnar í algjört frost. Viðræður endurvaktar í plati Þegar nýtt ár gekk í garð virtist gangur komast í viðræður lífeyris- sjóðanna og Kaupþings að nýju. Þannig funduðu t.d. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri og Stefán Pét- ursson fjármálastjóri Arion banka með forsvarsmönnum sjóðanna í fyrri hluta febrúar 2017. Á þeim fundum var m.a. ítrekað að nær allt væri klappað og klárt fyrir fyrirhugaða skráningu bankans á markað á Ís- landi og í Svíþjóð. Þó er ljóst að forsvarsmenn Kaup- þings sýndu ekki nema á hluta þeirra spila sem þeir höfðu á hendi um þess- ar mundir. Þegar tilkynnt var þann 19. mars að fjórir hluthafar Kaup- þings hefðu keypt 29% hlut í bank- anum tilkynnti Kaupþing lífeyrissjóð- unum um leið að viðræðum við þá væri slitið. Rak forsvarsmenn lífeyr- issjóðanna í rogastans og töldu víst að forsvarsmenn Kaupþings hefðu leikið tveimur skjöldum og átt í samninga- viðræðum við eigendur sína á sama tíma og reynt var að fá lífeyrissjóðina um borð. Hluthafarnir fjórir reyndust vera vogunarsjóðirnir Och-Ziff Capital, Taconic Capital, Attestor Capital og fjárfestingabankinn Goldman Sachs. Kaupverðið reyndist 48,8 milljarðar króna. Síðan kom í ljós að hin tilkynntu kaup höfðu í raun gengið í gegn mun fyrr en 19. mars og gögn sýna að sal- an á hlutnum var samþykkt í stjórn- um Kaupþings og Kaupskila þann 12. febrúar eða 35 dögum fyrr. Það þótti sanna að Kaupþing hefði í raun sett á svið leikþátt gagnvart lífeyrissjóð- unum meðan eigendur félagsins sjálfs voru að búa sig undir að taka yfir um- talsverðan hlut í bankanum á hátt í 50 milljarða króna. En af hverju var gengið frá kaup- unum þann 12. febrúar fyrst ekki var tilkynnt um þau fyrr en svo miklu síð- ar. Ástæðunnar er fyrst og fremst að leita í þeirri staðreynd að degi eftir að kaupin voru staðfest, var ársreikn- ingur Arion banka fyrir árið 2016 birtur opinberlega. Kaupverðið, mið- aðist því við óendurskoðað 9 mánaða uppgjör bankans en ekki ársupp- gjörið. Miðað við 9 mánaða uppgjörið var kaupverðið örlítið yfir því marki sem skilyrði var sett um í stöð- ugleikasamningum við stjórnvöld, þ.e. genginu 0,8 miðað við bókfært eigið fé. Alkunna var að ef söluverð á hlut Kaupskila færi undir það viðmið myndu skilyrði fyrir forkaupsrétti ríkisins að hlutnum virkjast. Það varðaði miklum hagsmunum fyrir kaupendurna að geta miðað við 9 mánaða uppgjörið í stað ársuppgjörs- ins þar sem eigið fé bankans hafði hækkað um 4,4 milljarða á mán- uðunum þremur. Forstjóri FME tekur til máls Nokkra athygli vekur í ljósi hinnar sérstæðu atburðarásar að Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeft- irlitsins, tjáði sig í ítarlegu viðtali við Viðskiptablaðið þann 19. janúar sama ár um breytt eignarhald á bönkum á Vesturlöndum. Þar sagði hún m.a.: „En í hinum vestræna heimi eru virtir langtímafjárfestar einfaldlega ekki að fjárfesta í bönkum. Þeir eru að losa sig úr slíkum fjárfestingum. Á sama tíma er áhættusamt fyrir ríkið og skattgreiðendur að sitja uppi með svo stóran hluta fjármálakerfisins í höndunum. Einu aðilarnir sem virð- ast hafa áhuga á því að kaupa banka eru sjóðir, t.d. vogunarsjóðir, sem leggja mikið á sig til að leyna því hverjir þeir eru í raun og veru. Þetta er mikið púsluspil og það er alls ekki einfalt að vinna úr þessu.“ Á sama tíma og forstjóri benti á að áhugi á eignarhlutum í bönkum væri fyrst og fremst hjá vogunarsjóðum voru þrír vogunarsjóðir og Goldman Sachs að búa sig undir umfangsmestu hlutabréfakaup erlendra aðila í sögu Íslands. Ekki hefur komið fram hvort forstjóri FME hafi haft veður af þreifingunum innan Kaupþings en önnur ummæli í fyrrnefndu viðtali við forstjórann struku forsvarsmönnum íslensku lífeyrissjóðanna ekki sér- staklega vel. Þar sagði Unnu: „Líf- eyrissjóðirnir hafa sýnt því áhuga að kaupa virka hluti í bönkunum, en það myndi flækja stöðuna enn meira.“ Töldu þeir sérstakt að forstjóri Fjár- málaeftirlitsins setti meiri fyrirvara við eignarhald íslenskra lífeyrissjóða á bankaeignum en vogunarsjóða sem legðu mikið á sig til að „leyna því hverjir þeir eru í raun og veru“. Kröfðust bóta og Kaupþing greiddi þeim tugi milljóna Forsvarsmönnum lífeyrissjóðanna sjatnaði ekki reiðin vegna þess sem þeir kölluðu „svik“ og „óheilindi“ í sinn garð af hálfu Kaupþings. Sárnaði þeim fyrst og fremst sá beini kostn- aður sem þeir höfðu stofnað til vegna viðræðnanna að ótöldum þeim tíma sem fjölmargir starfsmenn þeirra vörðu til verksins. Varð úr að sjóð- irnir kröfðu Kaupþing um að það stæði straum af þeim útlagða kostn- aði sem hlotist hafði af ferlinu af hálfu sjóðanna. Svo virðist sem Kaupþing hafi met- ið stöðuna svo að ekki væri rétt að loka alfarið á framtíðarmöguleika þess að eiga viðræður við lífeyrissjóð- ina um aðkomu þeirra að eignarhaldi bankans. Var því fallist á að Kaup- þing tæki á sig um 60 milljóna króna kostnað vegna samningaviðræðn- anna. Þótt það hafi ekki fengist stað- fest má gera ráð fyrir að lang- stærstur hluti þeirrar fjárhæðar hafi tengst reikningum gefnum út af Icora Partners og Þórarni Viðari vegna starfa þeirra í þágu sjóðanna. Sögðust ekki ætla að selja Í ítarlegu viðtali sem birt var við Paul Copley, forstjóra Kaupþings, í ViðskiptaMogganum í lok ágúst á síð- asta ári sagði hann að stefnt hefði verið að frumútboði á bréfum í Arion banka í byrjun árs 2016. Það hafi hins vegar farið út um þúfur þegar Panamaskjölin settu allt á annan end- ann í íslensku samfélagi í marsmán- uði það ár. Í sama viðtali lýsti hann því hins vegar yfir að fleiri hlutir yrðu ekki seldir í bankanum fyrr en ákvörðun hefði verið tekin um hvort ráðist yrði í frumútboð eða ekki. Slíkt útboð yrði hins vegar háð þeim skil- yrðum að ákvæðum um forkaupsrétt á bréfunum yrði breytt en þar vísaði hann í forkaupsrétt ríkisins að bréf- um í bankanum. Hann áréttaði einnig að ekki væri nauðsynlegt að fá ís- lenska lífeyrissjóði að eignarhaldinu þótt það kynni að vera æskilegt þar sem það myndi sýna alþjóðlegum fjárfestum að innlendir aðilar sæju möguleika í fjárfestingunni. Þegar Copley veitti Viðskipta- Mogganum viðtal hefur hann án efa talið að meiri ró væri að færast yfir hið pólitíska svið. Það var hins vegar aðeins hálfum mánuði síðar sem Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsam- starfi við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn og hin pólitíska óvissa gerði fjár- festum og fjármálamarkaðnum al- mennt erfitt fyrir. Í byrjun desember var að nýju búið að mynda ríkisstjórn og forsvars- menn Kaupþings voru í óða önn að undirbúa næstu skref í þeirri viðleitni að losa um eignarhaldið á bankanum. Réð félagið Kviku banka til þess að annast samningaviðræðurnar fyrir sína hönd og sendi hann öllum lífeyr- issjóðum landsins tilboð um að kaupa 2014 2015 31. des. 2014 Eigið fé: 162,2 ma. Hagnaður: 28,6 ma. 31. des. 2015 Eigið fé: 201,9 ma. Hagnaður: 52,6 ma. 9. júní Kröfuhafar fallast á stöðugleika- skilyrði stjórnvalda. 7. nóvember Virðing ogArctica Finance vinna að því að koma saman hópi fjárfesta til að gera tilboð í hlut Kaupþings í Arion banka. 14. nóvember Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins ákveða að semja sjálfir við Kaupþing. 8. júní Stjórn- völd hóta stöðugleika- skatti á slita- bú föllnu bankanna. 20. október Breytingar á stöðugleika- framlagi Glitnis leiða til þess að ríkissjóður eignast Íslands- banka að fullu. 12. nóvember Fréttir berast af því að erlendir fjárfestar hafi lýst áhuga á bankanum. 10. desember Jóhannes Rúnar Jóhannesson segir gengið 0,6-0,8 af eigin fé bankans of lágt að mati Kaupþings. 22. janúar Formlegar viðræður hafnar milli sjóðanna og Kaupþings. Þórarinn V. og Icora Part- ners fengnir að borðinu. 16. júní Arion banki sendir tilkynningu gegnum Kauphöll Íslands um að formlegt söluferli sé hafið. 30. október Sigurður Ingi Jóhannsson biðst lausnar fyrir ráðuneyti sitt. 25. ágúst Morgunblaðið flytur fréttir af því að viðræður milli lífeyris- sjóðanna og Kaupþings séu í algjöru frosti. 7. apríl Sigmundur Davíð Gunn- laugsson biðst lausnar sem for- sætisráðherra. 31. des. 2016 Eigið fé: 211,4 ma. Hagnaður: 19 ma. 2016 ða eignarhald á Arion banka Höskuldur Ólafsson Unnur Gunnarsdóttir Paul Copley Ármann Þorvaldsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.