Morgunblaðið - 22.02.2018, Síða 10

Morgunblaðið - 22.02.2018, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018FRÉTTASKÝRING Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhella 9 | 221 Hafnarfjörður Sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is www.kvarnir.is 1996 2016 20 ÁRA RUSLAGÁMUR STEYPU SÍLÓ GEYMSLUBOX Galvaniseraðir ruslagámar Til á lager Auðveldar steypuvinnu. Til í ýmsum stærðum Frábær lausn til að halda öllu til haga á byggingarsvæði. Aukahlutir fyrir byggingakrana Kvarna-tengi 70 kr stk m/vsk. hlut í Arion banka þann 24. janúar. Þá var orðinn forstjóri Kviku Ármann Þorvaldsson, þrautreyndur bankamaður sem reyndar hafði stýrt vinnunni við fyrirhugað tilboð í Arion banka sem Virðing vann að í nóv- ember 2015. Kvað tilboð Kaupþings á um að sjóðirnir gætu keypt hlut í bank- anum, að lágmarki 5% samanlagt, á gengi sem var rétt yfir 0,8 af bók- færðu eigin fé bankans samkvæmt níu mánaða uppgjöri hans fyrir árið 2017. Var lögð áhersla á að svara þyrfti tilboðinu fyrir birtingu ársupp- gjörs bankans þann 14. febrúar. Birt- ist þar kunnuglegt stef frá fyrra ári þegar sölunni á 29% hlut í bankanum var hraðað og frá henni gengið 12. febrúar, degi fyrir birtingu ársupp- gjörs. Holur hljómur í viðtökunum Sem fyrr þótti framkvæmdastjór- um og stjórnum lífeyrissjóðanna óheppilegt að láta stilla sér upp við vegg þar sem tímarammi var settur mjög þröngur. Í fjölmiðlum var hins vegar látið að því liggja að allt stefndi í að lífeyrissjóðir myndu kaupa allt að 10% hlut í bankanum á fyrr- nefndum forsendum. Heim- ildir Morgunblaðsins hermdu hins vegar allan tím- ann að ekki væri sú stemning fyrir kaupum í bankanum eins og haldið var fram. Til þess að gera framlagt tilboð álitlegra en ella var ákveðið að boða til hluthafa- fundar og leggja fram tillögu þess efnis að stjórn Arion banka yrði heimilt að greiða út allt að 25 millj- arða í arð til eigenda og að þeir fjár- festar sem kæmu að bankanum fyrir miðjan apríl næstkomandi myndu fá hlutdeild í herlegheitunum. Arð- greiðslan var hins vegar háð því skil- yrði að Kaupskil myndu selja að minnsta kosti 2% hlut í bankanum. Hin skilyrta arðgreiðsla var einnig tengd annarri tillögu sem gaf bank- anum leyfi til að kaupa allt að 10% hlut í sjálfum sér fyrir allt að 18,8 milljarða króna. Tillagan var reyndar þannig úr garði gerð að kaupin í eigin bréfum og arðgreiðslan gátu aldrei numið hærri fjárhæð en 25 millj- örðum króna. Þegar líða tók að tímamörkunum varð Kviku og Kaupþingi hins vegar ljóst að ekki næðist að tjasla saman nægilega stórum hópi lífeyrissjóða til að koma að bankanum og réð þar mestu að lítil sem engin stemning var fyrir aðkomu af hálfu stærstu lífeyr- issjóðanna sem mesta fjárfestinga- getu hafa. Þar á bæ höfðu menn ekki gleymt „svikunum“ frá því í árs- byrjun 2017. Var þá áfram reynt að fá trygg- ingafélög og aðra fagfjárfesta til þess að koma að kaupunum. Þær þreif- ingar runnu að mestu út í sandinn en til þess að komast skammlaust frá ferlinu varð lendingin sú að tveir stórir hluthafar í bankanum myndu bæta við eignarhlut sinn. Þannig keyptu Goldman Sachs og Attestor Capital 2,8% hlut en inn- lendir sjóðir 2,54%. Athygli vekur að Stefnir, sem er sjóðastýringarfyrirtæki í eigu Arion banka er með 0,73% hlut meðal sjóðanna. Þannig er ljóst að tveir þriðju hlutar þess hlutafjár sem skiptu um hendur í við- skiptunum gengu kaupum og sölum milli aðila sem tengjast Arion banka augljósum böndum. Þegar ljóst var orðið að skilyrði fyr- ir hinni skilyrtu arðgreiðslu voru upp- fyllt með sölu Kaupskila á 5,3% hlut í bankanum var tilkynnt á grundvelli fyrrnefndrar heimildar sem stjórn bankans fékk, að hann myndi kaupa 9,5% af eigin bréfum og að seljandinn væri Kaupskil. Kaupverðið var ákveð- ið 17,1 milljarður króna eða 90,087 krónur á hlut. Þar með var orðið ljóst að stærsti eigandi Arion banka hafði á skömmum tíma losað um 14,8% hlut í bankanum, annars vegar með sölu til bankans sjálfs og hins vegar hóps fjárfesta sem að stærstum hluta eru eigendur bankans og hluthafar í Kaupskilum. Kaupir ríkið út úr bankanum En þar með var eignabreytinga- fléttunni ekki lokið því í tengslum við fyrrgreind viðskipti ákvað Kaupþing að draga á ákvæði í hluthafa- samkomulaginu við ríkissjóð frá árinu 2009 og nýta sér kauprétt að öllum þeim hlut sem ríkið hefur haldið á frá þeim tíma í bankanum eða 13%. Hefur sú ráðstöfun valdið nokkru fjaðrafoki og hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, ásamt ýmsum öðrum, gagnrýnt harkalega að ríkissjóður skuli „láta af hendi“ hlutinn í bank- anum á þessum tímapunkti. Þegar fyrrnefnt hluthafasamkomulag er hins vegar skoðað kemur í ljós að réttur Kaupþings til nýtingar kaup- réttarins er til staðar. Gengur Banka- sýsla ríkisins raunar svo langt að segja að rétturinn sé „einhliða, ótví- ræður og fortakslaus“. Verðmiðinn á hlut ríkisins nemur ríflega 23,4 milljörðum króna og er gengið á viðskiptunum hið sama og þegar Arion banki keypti 9,5% hlut í bankanum fyrr í þessum mánuði. Raunar virðist verðið í þeim við- skiptum hafa byggst á grundvelli þess verðmats sem lagt var til grundvallar á nýtingu kaupréttar Kaupþings gagnvart ríkissjóði. Í mati Bankasýslu ríkisins á virkj- un kaupréttarins birtast hins vegar í fyrsta sinn hvaða forsendur liggja að baki virðismati hlutarins. Þar kemur fram að upphaflegt hlutafjárframlag ríkisins til handa bankanum, 9,8 millj- arðar, skyldi ávaxtast með sama hætti og ríkisskuldabréfið RIKH 18 1009 hefur gert á tímabilinu auk 5% álagi að frádregnum hlut ríkisins í arð- greiðslum bankans á tímabilinu. Út- reikningarnir virðast allir í sam- ræmi við hluthafasamkomulagið frá 2009 þótt sú ákvörðun að leggja fyrrnefndan ríkisskuldabréfaflokk til grundvallar komi þó ekki skýrt fram í hluthafasamkomulaginu. Þægilegur samningur Ýmsar getgátur hafa verið uppi um af hverju Kaupþing ákvað nú í febrúar að nýta kauprétt sinn að hlut ríkisins í bankanum. Hafa þær skýringar verið nefndar að heppi- legra sé að kynna bankann í að- draganda fyrirhugaðs útboðs án þess að ríkissjóður sé með umtals- verðan hlut í honum. Hitt er víst að átök hafa komið upp á vettvangi stjórnar Arion banka, milli fulltrúa ríkisins og annarra, um hvernig ráðstafa skuli afar verðmætum eignum í eigu bankans. Hefur m.a. verið greint frá því í Markaðnum að sú deila snúi að hlutabréfum í Valitor sem ákveðnir hluthafar hafa viljað að verði greidd út í formi arðs sem aftur myndi virkja kauprétt vogunarsjóða að 21,4% hlut í fyrirtækinu. Hefur fulltrúi Bankasýslunnar samkvæmt heim- ildum Markaðarins lagst eindregið gegn því og talað fyrir opnu sölu- ferli á fyrirtækinu. Hvað sem líður ástæðunum að baki kaupunum reyndust þau þægileg fyrir Kaupþing. Á sama tíma og félagið leysti hlut ríkisins til sín lét það bankann, með eigin peningum, kaupa af sér 9,5% hlut og fékk laust fé frá kaupendum að 5,3% hlut til viðbótar. Félagið hef- ur því lítið sem ekkert þurft að reiða af hendi vegna þeirra. Ríkið á enn hagsmuna að gæta Þrátt fyrir að losnað hafi um eignarhald ríkisins á Arion banka með fyrrgreindum fléttum hefur ríkissjóður enn mikilla hagsmuna að gæta. Enn á eftir að greiða millj- arða inn á skuldabréfið sem Kaup- þing gaf út 2015 og enn á eftir að koma í ljós hvaða upphæð ríkið fær úr afkomuskiptasamningi frá sama tíma. Tilsjónarmaður sem ríkið kvaddi til vegna málsins og hefur eftirlit með ferlinu fyrir þess hönd er Steinar Þór Guðgeirsson. Hann þekkir báða enda samningaborðs- ins stóra betur en flestir aðrir því hann var formaður skilanefndar Kaupþings 2008-2012. Söguna um þá aðkomu alla á enn eftir að skrifa en bíður síðari tíma – síðasti kafl- inn er reyndar óskrifaður enn. 2017 2018 31. des. 2017 Eigið fé: 225,7 ma. Hagnaður: 14,4 ma. 12. febrúar Stjórnir Kaupþings og Kaupskila samþykkja sölu á 29% hlut í Arion banka til fjögurra vogunarsjóða. Ekki tilkynnt fyrr en 19. mars. 14. febrúar Morgunblaðið greinir frá því að skriður sé kominn á söluferli Arion banka. Bankastjóri og fjármálastjóri funda með fulltrúum lífeyrissjóðanna. 30. mars Verðmat Icora bendir til að vog- unarsjóðirnir hafi keypt hlutinn á undirverði sem nemur 7,5%. 31. ágúst Paul Copley, for- stjóri Kaupþings, segir að ríkinu hafi staðið til boða að þjóðnýta Arion banka 2015. 25. mars Morgunblaðið fly- tur frétt af því að lífeyrissjóðirnir séu óánægðir með samskiptin við Kaupþing. 13. apríl Morgunblaðið fly- tur frétt af því að lífeyrissjóðirnir krefji Kaupþing um bætur vegna framkomu forsvarsmanna félagsins í sam- ningaviðræðum. 16. september Bjarni Benedikts- son biðst lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Janúar Kvika, fyrir hönd Kaupskila, gerir lífeyris- sjóðum tilboð um að kaupa að minnsta kosti 5% hlut í bankanum. 25. janúar Morgunblaðið flytur frétt af því að lítil stemning sé fyrir því meðal stærstu lífeyris- sjóða landsins að kaupa í Arion. 12. febrúar Morgunblaðið flytur frétt af því að ekkert verði af aðkomu lífeyris- sjóðanna að Arion banka að sinni. 14. febrúar Kaupskil selja 5,3% hlut í Arion banka til sjóðastýringarfyrirtækja og hluthafa í Kaupskilum. 8. febrúar Capacent metur Arion banka á 194 milljarða króna. 13. febrúar Sjóðirnir segja að skort hafi á gagnsæi við söluferlið. 15. febrúar Arion banki kaupir 9,5% hlut í sjálfum sér. Kaupþing nýtir forkaupsrétt að 13% hlut ríkissjóðs í Arion banka. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Jón Gunnar Jónsson Steinar Þór Guðgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.