Morgunblaðið - 22.02.2018, Side 11
Á hverjum tíma verður okkur tíðrætt um leiðtoga ogþá ekki aðeins forystu Katrínar Jakobsdóttur for-sætisráðherra fyrir land og þjóð. Daglega berast
fréttir af þjóðhöfðingjum sem við dáumst að fyrir víðsýni og
visku, eða hneykslumst yfir vegna spillingar og heimsku. Í
fyrri hópnum má nefna Merkel, kanslara Þýskalands,
Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og Macron Frakklands-
forseta. Í seinni hópnum má nefna Jacob Zuma, fyrrverandi
forseta Suður-Afríku, öfga Receps Tayyip Erdogans, for-
seta Tyrklands, eða óskiljanleg tíst frá Donald Trump.
Þegar horft er til öflugra leiðtoga – Churchill, Gandhi,
Franklin D. Roosevelt – eru flestir sammála um að þeir hafi
verið mikilmenni. En einn er sá leiðtogi sem lengi hefur ver-
ið fyrirmynd annarra; Abraham Lincoln. Það er því for-
vitnilegt að rýna aðeins í þá eiginleika sem eru taldir hafa
gert Lincoln að þeim mikla leiðtoga sem hann var.
Fyrir nokkrum árum kom út ævisaga Lincolns eftir Doris
Kearns Goodwin, þar sem höfundur
dregur skemmtilega saman þá eig-
inleika sem Lincoln hafði til að bera.
Skoðum þá aðeins.
Hluttekning; oft talin sá þáttur í
eðli Lincoln sem hafði mest áhrif á
árangur og orðspor hans. Hann var
afbragðsgóður hlustandi og átti
mjög gott með að setja sig í spor
annarra. Þannig hafði hann einstakt
lag á að ná tilfinningalegu sambandi
við alla, ekki síst andstæðinga sína, og koma orðum að hlut-
um sem allir skildu.
Húmor; þó Lincoln hafi alla tíð verið dálítið melankólskur
þá var hann mikill húmoristi og fléttaði húmor inn í þær
ótalmörgu dæmisögur sem hann sagði. Frægar frá fundum
hans voru leiftrandi skemmtilegar sögur sem undirstrikuðu
oftar en ekki einhvern boðskap sem Lincoln vildi koma á
framfæri.
Stórmennska; Lincoln sýndi alla tíð að hann var ekki að-
eins góður mannþekkjari, heldur leitaðist hann alla tíð að
velja besta teymið, burtséð frá því hvar það stóð í pólitísku
litrófi eða flokkum. Þegar hann varð forseti þá valdi hann
þrjá helstu andstæðinga sína í ríkisstjórn með þeim orðum
að þetta væri hæfasta fólkið og hann ætti engan rétt á að
útiloka framlag þess fyrir þjóð sína. Lincoln horfði á sameig-
inlegan styrk hópsins, en lét ekki einstrengingsleg flokks-
sjónarmið þvælast fyrir sér.
Gjafmildi; Lincoln gætti þess ávallt að láta þá njóta verka
sinna sem þau unnu, og beindi stundum kastljósi og heiðri
að öðrum, fremur en sjálfum sér, jafnvel þó að hann hefði
vel getað eignað sér heiður. Auk þess var hann aldrei feim-
inn við að viðurkenna að hann hefði haft rangt fyrir sér.
Yfirsýn; Lincoln var þekktur fyrir að sjá alltaf stóru
myndina. Það sem máli skipti í stóra samhenginu, en láta
ekki dægurþras, einstök tilfelli í framkomu eða nöldur hafa
áhrif á sig. Fræg er sagan af því að nokkrir í innsta hring
hans höfðu áhyggjur af drykkju Ulysses S. Grant hershöfð-
ingja. Lincoln kynnti sér málið og komst að því að þetta
væri ekki vandamál sem hann þyrfti að hafa áhyggjur af og
Grant væri frábær hershöfðingi. Engu að síður héldu marg-
ir áfram að hafa af þessu áhyggjur þangað til Lincoln hafði á
orði að ef menn kæmust að því hvaða tegund af viskíi Grant
væri að drekka, þá myndi hann vilja gefa hinum hershöfð-
ingjum sínum það.
Sjálfsstjórn; þó að Lincoln hafi verið skapmaður sýndi
hann alla tíð mikla sjálfsstjórn.
Mörg dæmi eru um að hann hafði
skrifað harkaleg bréf til að láta í
ljós reiði sína, en beið með að
senda þau þangað til hann gat
metið aftur stöðu og framhald.
Oftar en ekki voru slík bréf ekki
send.
Jafnvægi; þrátt fyrir miklar
annir sem leiðtogi á við-
sjárverðum tímum var Lincoln
mjög meðvitaður um mikilvægi hvíldar, að dreifa hug-
anum við listir og félagsskap góðra vina. Á þann hátt safn-
aði hann orku, hlóð rafhlöðurnar og naut lífsins. Lincoln
hefði fallið ágætlega að áherslum núvitundar í dag.
Samfélagsleg ábyrgð; Lincoln lagði sig alla tíð fram um
að vinna fyrir heildina, samfélagið allt en ekki þrönga sér-
hagsmuni. Hann barðist fyrir hugsjónum og réttlæti fyrir
samfélagið allt, en lét aldrei freistast til að hygla sér eða
vinum sínum.
Abraham Lincoln var umdeildur á sínum tíma og sagn-
fræðingar hafa lengi rýnt í ýmsa þætti í hegðun hans sem
vakið hafa spurningar og vangaveltur. Allir eru þó sam-
mála um að Lincoln hafi verið leiðtogi sem bjó yfir eigin-
leikum sem margt forystufólk samtímans mætti horfa til.
Forvitnilegt er að spyrja m.a. hvað stjórnendur samtím-
ans geta lært af Lincoln, hvar við sjáum skóinn helst
kreppa hjá leiðtogum okkar í dag, og hvort sömu eigin-
leikar eigi við í viðskiptum og stjórnmálum.
Hvað hafði Lincoln til að bera?
STJÓRNUN
Þórður Sverrisson
ráðgjafi í stjórnun og stefnumót-
un hjá Capacent
”
Það er forvitnilegt að
rýna aðeins í þá eigin-
leika sem eru taldir hafa
gert Lincoln að þeim
mikla leiðtoga sem
hann var.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018 11SJÓNARHÓLL
BÓKIN
Líbansk-bandaríski stærðfræðing-
urinn, fræðimaðurinn og rithöfund-
urinn Nassim Taleb er í uppáhaldi
hjá mörgum. Honum skaut upp á
stjörnuhimininn
með Fooled by
Randomness ár-
ið 2001, sló síðan
í gegn með met-
sölubókinni The
Black Swan árið
2007 og sendi
síðast frá sér
Antifragile árið
2012- allt stór-
merkileg rit um
líkindaútreikn-
ing, áhættu og
hugsunarvillur.
Nýjasta bókin
kemur í versl-
anir í lok febr-
úar og að þessu
sinni beinir Taleb spjótum sínum
að þeim sem fá að ráða og ákveða
án þess að eiga nokkuð undir sjálf-
ir. Að mati Talebs ætti að hlusta af
mikilli varkárni á málglaða hag-
fræðinga, stjórnmálamenn og
blaðamenn sem halda að þeir viti
hvernig hlutirnir eiga að vera en
gjalda ekkert sérstaklega fyrir það
ef hugmyndir þeirra komast í
framkvæmd og mistakast síðan
hrapallega.
Bókin heitir Skin in the Game:
Hidden Assymet-
ries in Daily
Life.
Taleb gerir
fleira en að beina
spjótum sínum
að misvitrum
pólitískum leið-
togum og glæfra-
legum spöðum í
fjármálaheim-
inum. Hann tæp-
ir t.d. á siðferð-
islegum og
samfélagslegum
reglum, varar
lesandann við
flóknum lausnum
og hámenntuðum
vitleysingum, og veltir vöngum yfir
tengslum trúar, persónlegrar
ábyrgðar og áhættu. Allt þetta
gerir hann í sínum skemmtilega
hortuga stíl, og á máli sem hinn al-
menni lesandi á auðvelt með að
skilja. ai@mbl.is
Taleb skrifar um
ábyrgð og afleiðingar
ÁRNI SÆBERG
Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is
FJÖLPÓSTUR
SEM VIRKAR
*könnun Zenter apríl 2016.
61% landsmanna lesa fjölpóst
70% kvenna lesa fjölpóst
58% neytenda taka eftir tilboðum á
vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst*
Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili
MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR
EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR
Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar