Morgunblaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.02.2018, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018FRÉTTIR ©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim. Af síðum Masayoshi Son líkir sjálfum sér gjarnan við Warren Buffett, þar sem hann ber saman ört vaxandi umfang SoftBank, sem á rætur sín- ar í tækniiðnaði, og iðnveldi Buf- fetts, Berkshire Hathaway. Ekki fer milli mála að samsteyp- urnar byggjast á mjög ólíkum stoð- um, annað á japanskri hugbún- aðargerð á 9. áratugnum og hitt á bandarískri textílgerð á 7. áratugn- um. En Son, sem náði því um skamma hríð að verða ríkasti maður heims þegar hlutabréfaverð Soft- Bank rauk upp í netbólunni snemma á árinu 2000, er þess fullviss að fyrirtæki hans muni geta orðið hið nýja Berkshire á öld stafrænnar tækni. Nýlegar tilraunir hans til þess að kaupa 20-30% hlut í end- urtryggingafélaginu Swiss Re eru vissulega í samræmi við forskrift Buffetts. Tryggingafélög eru kjarninn Það var með kaupunum á Nation- al Indemnity fyrir 50 árum, sem síð- ar voru styrkt með kaupum á hlut- um í Government Employees Insurance Company og endurtrygg- ingafélaginu General Re, sem grunnurinn var lagður að velgengni Buffetts. Hið mikla fjármagn og iðgjaldatekjur sem tryggingafélögin höluðu inn gáfu hinum útsjónarsama Buffett bolmagnið til að gera lang- tímaveðmál í öðrum fyrirtækjum. Á yfirborðinu virðist tilraun Soft- Bank til að eignast hlut í Swiss Re á svipuðum rökum reist. Allt síðan á námsárum sínum í Kaliforníu hefur hinn útsjónarsami Son verið dugleg- ur að leggja mikið undir með ann- arra manna fé, allt frá því að fá pen- inga að láni til að fjármagna tölvuleikjafyrirtæki fyrir náms- menn, yfir í að setja á laggirnar Vision Fund, 93 milljarða dala tæknisjóð sem fjármagnaður er af ríkisfjárfestingasjóðum í Mið- Austurlöndum og SoftBank. Jap- anska samsteypan sækist eftir að minnsta kosti tveimur sætum í stjórn Swiss Re og er freistandi að trúa því að Son vilji gjarnan hrista upp í starfsemi þessa íhaldssama endurtryggingafyrirtækis og láta það taka upp djarfari fjárfesting- arstefnu. Þrjár líklegar skýringar Það væri vissulega freistandi, en einfeldningslegt. Og þá einkum vegna þess að lög um svissnesk fjár- málafyrirtæki myndu standa í vegi fyrir mjög áhættusömum fjárfest- ingum. Það má hins vegar finna þrjár aðrar sannfærandi skýringar á þessum fyrirhuguðu kaupum: 1. Tæknivinkillinn. Son veit vel að tryggingafyrirtæki eiga heilan fjár- sjóð af gögnum. Rétt eins og kín- verska samsteypan Alibaba, sem SoftBank á 28% hlut í, gefur dýr- mætar upplýsingar um eyðslu- mynstur neytenda, þá getur Swiss Re verið leið til að sjá hvaða áhættu fólk og fyrirtæki taka á heimsvísu. Swiss Re gæti verið viljugt að tæknivæðast betur, hafandi farið sér hægt í fjárfestingum í tæknisprot- um, ekki síst í samanburði við aðal- keppinautinn Munich Re sem rekur sprotasjóð sem fjárfestir gagngert í stafrænni tækni. 2. Samgönguvinkillinn. Áhættu- dreifing SoftBank hefur miðað að því að fara úr hugbúnaði og fjar- skiptum yfir í annars konar innviði, með miklum fjárfestingum í Uber og kínversku „skutl-þjónustunni“ Didi Chuxing, ýmist með beinum hætti eða í gegnum Vision Fund. Að komast yfir meiri gögn spilar hér inn í að hluta. En þetta eru líka ört vaxandi fyrirtæki sem slík, sem fela í sér mikla möguleika til að móta markaðinn fyrir ökutækjatrygg- ingar. 3. Kielholz-vinkillinn. Walter Kiel- holz, stjórnarformaður Swiss Re, er lykilmaður í áætlunum Sons. Hann er 66 ára gamall, lét fyrst að sér kveða sem forstjóri Swiss Re og síð- ar í tiltektarhlutverki sem stjórnar- formaður hjá Credit Suisse. Hann gæti verið fús til að gera djarfan samning með það fyrir augum að setja mark sitt á fyrirtækið áður en hann sest í helgan stein. Hremmingar hjá Deutsche Það gæti vissulega gerst að samn- ingar tækjust ekki – fregnir herma að viðræðurnar séu enn á fyrstu stigum. En ef af kaupunum verður, hvað ætti fjárfestum að finnast? Það má vissulega halda því fram að vit sé í þeirri stefnu að tengja saman fjölbreytilega starfsemi SoftBank og endurtryggingarekstur. Fram til þessa virðast hluthafar vera áhuga- samir, því hlutabréfaverð Swiss Re er komið upp í methæðir. En nokkuð varnaðarorð: Yfirlýs- ingaglaðir og mjög skuldsettir as- ískir kaupendur eigna á evrópskum fjármálamarkaði eru ekki alltaf til gagns. Spyrjið bara Deutsche Bank. Kínverska fyrirtækjasamsteypan HNA varð stærsti hluthafi Deutsche Bank fyrir ári (sæti í stjórninni fylgdi með), og var það hluti af skuldsettu fyrirtækjakaupaæði um allan heim sem fljótt kom í ljós að reyndist ekki sjálfbært. Fyrst fóru stjórnvöld í Kína að sjá fyrirtækja- kaup HNA í neikvæðu ljósi. Síðar virtist fyrirtækið lenda í lausafjár- vanda svo það þurfti að selja frá sér fjölda eigna og endurfjármagna skuldir. Hlutabréfaverð Deutsche Bank, sem undir venjulegum kring- umstæðum hefði átt að styrkjast með komu nýs kjölfestuhluthafa, virðist núna þvert á móti gjalda fyr- ir yfirvofandi sölu á hlutabréfunum. Gengi hlutabréfa í bankanum hefur lækkað um nærri 20% frá því sem það var fyrir ári, og er nálægt sögu- legu lágmarki. Ekki ósvipað og SoftBank hefur Adam Tan, hvatvís forstjóri HNA, reynt að fylgja fordæmi Berkshire Hathaway við uppbyggingu fyrir- tækis síns. Swiss Re mun þurfa á allri þekkingu sinni á sviði áhættu- stýringar að halda til að geta lagt mat á hvort Son er líkari Tan eða Buffett. Verður forstjóri SoftBank næsti Buffett? Eftir Patrick Jenkins Masayoshi Son, forstjóri SoftBank, er þess fullviss að fyrirtæki hans geti orð- ið hið nýja Berkshire Hathaway og hefur í því skyni meðal annars gert tilraun til að kaupa stóran hlut í Swiss Re. AFP Masayoshi Son hefur gert SoftBank að stórveldi í tæknigeiranum og nú gerir hann tilraun til þess að taka stóra stöðu í endurtryggingafélaginu Swiss Re.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.