Morgunblaðið - 22.02.2018, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018 13FRÉTTIR
Það er ekki að undra að Warren Buffett
hafi eitt sinn kallað flugfélög „dauðagildru
fyrir fjárfesta“. Um áratuga skeið hefur
vægðarlaus samkeppni valdið því að hlut-
hafar flugfélaga hafa fengið lítið í sinn hlut.
En síðastliðin ár hefur fjöldi farþega vaxið
hraðar en flutningsgeta flugfélaganna. Árið 2018 gæti þó orðið fjórða árið í
röð þar sem flugfélögin geta látið eigendur sína fá einhverja umbun.
Nú má greina merki þess að geirinn sé að komast út úr vítahring upp- og
niðursveiflna. Á Bandaríkjamarkaði hafa samrunar flugfélaga orðið til þess
að framlegð þeirra af rekstri hefur meira en fjórfaldast á undanförnum sex
árum. Meira að segja Véfréttin frá Omaha hefur látið verða af því að fjár-
festa á þessu sviði.
Í Evrópu hefur framlegðin aukist enn hraðar en er samt aðeins 6,3%,
eða helmingi minni en hjá bandarísku flugfélögunum. Það endurspeglar
að hluta þá hörðu samkeppni sem hefur verið á milli lágfargjaldaflug-
félaga á styttri flugleiðum.
Gjaldþrot Monarch, Air Berlin og Alitalia hafa létt ögn á þrýstingnum
á markaðinum. En það er ástand sem ætti ekki að vara lengi. Ryanair
hefur nú þegar boðað verðstríð á flugmarkaði yfir hina afar mikilvægu
sumarmánuði. Á föstudag undirstrikaði Air France hvað samkeppnin
hefur harðnað, en félagið hefur staðið í niðurskurðaraðgerðum og hleypt
af stokkunum sínu eigin lágfargjaldaflugfélagi. Afkoma undir vænt-
ingum og fyrirheit um að „fylgja eftir sókninni“ urðu svo til þess að
hlutabréfaverð félagsins féll um 6%.
Alþjóðasamband flugfélaga, Iata, segir að á þessu ári ættu flugfélög
aftur að skila arðsemi umfram fjármagnskostnað. En hærra eldsneyt-
isverð mun þrengja að framlegðinni alls staðar, þar á meðal á Asíu-
markaði sem vaxið hefur hratt að undanförnu. Hagnaður flugfélaga er að
jafnaði minni en 9 bandaríkjadalir á hvern farþega. Það er frekar
takmarkaður stuðpúði – sér í lagi ef það verður ókyrrð í lofti.
LEX
AFP
Flugfélög og flugrými:
Á fjúgandi siglingu
Tilraun Walmart til að skora
Amazon á hólm í netverslun heppn-
aðist ekki nógu vel í jólavertíðinni
og varð það til þess að hlutabréf fé-
lagsins féllu í verði.
Walmart, sem er stærsti smásali
heims mælt í sölutekjum og með
höfuðstöðvar í Arkansas, upplýsti á
þriðjudag að hægt hefði töluvert á
vexti netverslunar fyrirtækisins,
sem hafði vaxið hratt fram að því.
Vandamál við vöruflutninga juku
enn frekar á erfiðleikana í hörðu
samkeppnisumhverfi.
Eykur á áhyggjur smásala
Þegar mest var lækkuðu hluta-
bréf Walmart um 10% á þriðjudag,
og hafði það þau áhrif að markaðs-
virði fyrirtækisins dróst saman um
30 milljarða bandaríkjadala. Vakti
það enn frekari áhyggjur margra í
smásölu vegna þeirrar röskunar
sem Amazon er að valda í greininni.
Walmart hefur fjárfest mikið í
netverslunarrekstri og hefur á
sama tíma þurft að heyja verðstríð
á kjarnasviði sínu. Salan hjá net-
verslun Walmart jókst aðeins um
23% á þriggja mánaða tímabilinu til
og með janúar, sem er mun hægari
vöxtur en sú yfir 50% aukning sem
mældist síðustu þrjá ársfjórðung-
ana þar á undan.
Aukin áhersla á eigið vefsvæði
Doug McMillon, forstjóri fyrir-
tækisins, segir Walmart hafa fjár-
fest meira í eigin vefsvæði, þar sem
ódýrara er að laða að nýja
viðskiptavini, en dregið úr út-
gjöldum til markaðsmála vegna
sprotafyrirtækisins Jet.com sem
Walmart keypti árið 2016. Jet þykir
einkum höfða til yngri og fjársterk-
ari viðskiptavina í borgum á borð
við New York.
„Þegar komið er til Oklahoma, úti
í miðjum Bandaríkjunum, er ein-
faldlega skynsamlegra að fjárfesta
frekar í [Walmart] vörumerkinu“,
segir hann. „Jet mun ekki halda
áfram að vaxa eins hratt og það
gerði í byrjun.“
McMillon segir „lítinn hluta“ þess
sem rekja má til minni vaxtar í net-
verslun hafa komið á óvart, en fyr-
irtækið sé enn að laga sig að þeim
áskorunum sem fylgja því að selja
vörur yfir netið. Walmart glímdi við
erfiðleika í birgðahaldi þegar eftir-
spurnin eftir raftækjum og gjafa-
vöru náði hámarki, segir hann.
„Við erum að læra á eitthvað
nýtt. Netverslun hefur ekki verið
okkar sérsvið fram til þessa.“
Enn lítill hluti sölu á netinu
Netverslun myndar aðeins 4% af
um 500 milljarða dala árlegum sölu-
tekjum Walmart, en mikill vöxtur
hafði gert fjárfesta vongóða um að
fyrirtækið gæti farið að saxa á það
mikla forskot sem Amazon hefur.
Gengi hlutabréfa í Walmart hefur
hækkað um 51% undanfarið ár.
Um hádegisbil í New York á
þriðjudag kostuðu hlutabréf Wal-
mart 94,75 dali eftir að hafa lækkað
um 9% frá opnun markaða.
Markaðsgreinendur eiga von á
því að afkoma Walmart verði áfram
undir þrýstingi enda hefur versl-
anakeðjan þurft að lækka hjá sér
verð, sér í lagi á matvöru sem
myndar meira en helminginn af
sölutekjunum. Árstíðabundnir af-
slættir dempuðu svo hagnaðartöl-
urnar enn frekar. Framlegðin lækk-
aði um 61 punkt síðustu þrjá
mánuði rekstrarársins og fyrirtækið
segir tvo þriðju af þeirri lækkun
stafa af „verðfjárfestingu“.
Verðstríð dregur úr framlegð
Charlie O’Shea, smásölugreinandi
hjá Moody‘s, segir minni framlegð
skýrast af „markaðsútgjöldum í
Bandaríkjunum í aðdraganda jóla,
og af áframhaldandi verðstríði við
Amazon“.
Walmart segir leiðréttan hagnað
hafa hækkað um 9% upp í 1,33 dali
á hlut á fjórða ársfjórðungi, sem er
minna en 1,37 dala meðaltalsspá
markaðsgreinenda hljóðaði upp á.
Heildartekjur hækkuðu um 3% og
námu 136,3 milljörðum dala, sem er
meira en þeir 134,9 milljarðar sem
spáð hafði verið.
Tölurnar ollu vonbrigðum því að
heilt yfir var jólavertíðin tiltölulega
góð í Bandaríkjunum. Smásala óx
um 5,5% í nóvember og desember,
og er það hraðasti vöxtur á milli ára
síðan fjármálakreppan skall á, sam-
kvæmt gögnum National Retail
Federation.
Asda að ná sér aftur á strik
Matvöruverslanakeðjan Asda,
sem er í eigu Walmart og er fjórða
stærsta stórmarkaðakeðjan í Bret-
landi, upplýsti að salan þar hefði
aukist um 0,5% á síðasta ársfjórð-
ungi. Hún hefur því hækkað í fjóra
fjórðunga samfellt en þó hægar en
fjórðungana tvo þar á undan þegar
aukningin nam 1,1% annars vegar
og 1,8% hins vegar. Asda er að ná
sér aftur á strik eftir þriggja ára
tímabil þar sem salan var á
niðurleið.
Walmart fipast
í slagnum við Amazon
Eftir Önnu Nicolaou
í New York
Markaðsvirði Walmart
dróst saman um 30 millj-
arða bandaríkjadala á
þriðjudaginn þegar í ljós
kom að hægt hefði veru-
lega á vexti netverslunar
fyrirtækisins í samkeppni
við Amazon.
AFP
Walmart, stærsta smásölufyrirtæki heims, hefur ekki enn tekist að fóta sig í
netsölu og hefur meðal annars lent í erfiðleikum vegna stýringar á birgðahaldi.
Af síðum