Morgunblaðið - 22.02.2018, Side 14

Morgunblaðið - 22.02.2018, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018FÓLK SPROTAR Já Hreinn Gúst- avsson hefur verið ráðinn vöru- og við- skiptaþróunarstjóri Já og mun hann einnig taka sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Hreinn var áður framkvæmdastjóri og einn af stofnendum hugbún- aðarfyrirtækisins Stokkur Software sem hefur þróað mörg vinsæl öpp meðal annars Alfreð, Púlsinn, Strætó og Leggja. Áður starfaði Hreinn sem forritari hjá Vodafone, TM Software og Nova. Hreinn út- skrifaðist með BSc í kerfisfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2002. Hreinn verður vöru- og viðskiptaþróunarstjóri H:N Markaðs- samskipti Birgir Þór Harðarson hef- ur verið ráðinn sem framleiðslustjóri hjá H:N Markaðs- samskiptum. Birgir Þór er með BA- gráðu í stjórnmálafræði frá Há- skóla Íslands. Birgir Þór hóf ungur störf í um- broti á Fréttablaðinu en starfaði síðar sem blaðamaður þar. Hann er einn stofnenda Kjarnans og starf- aði þar sem vefstjóri um fjögurra ára skeið áður en hann færði sig um set yfir til H:N Markaðs- samskipta. Birgir Þór ráðinn sem framleiðslustjóri VISTASKIPTI Í álveri framtíðarinnar má reikna með að róbótar sjái um mörg erf- iðustu störfin, sjálfakandi flutn- ingabílar ferji hráefni hratt og örugglega á milli staða og full- komin gervigreind leiti í sífellu leiða til að bæta framleiðsluferlið. Þetta segir Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri fjárfestinga og framleiðsluþróunar hjá Alcoa, en hann verður einn af frummæl- endum á árlegu Nýsköpunarmóti Álklasans sem haldið verður í Há- skólanum í Reykjavík í dag. „Eftir tíu ár hugsa ég að verði komin mun meiri sjálfvirkni í fram- leiðslunni, og að störfin muni þróast yfir í að snúast einkum um eftrilit með vélum og búnaði frekar en að mannshöndin þurfi að vinna verkin,“ segir Kristinn. Auk hans flytja framsöguerindi Guðrún Sævarsdóttir, forseti tækni- og verkfræðideildar HR, Houshang Darvishi Alamdari, framkvæmdastjóri REGAL rann- sóknarmiðstöðvar áliðnaðarins í Kanada, Carl Duchesne, pró- fessor við Laval- háskóla í Quebec, Markús Garð- arsson, forseti verkfræði- og náttúruvís- indasviðs HÍ, og Þorsteinn Ingi Sigfússon, for- stjóri NMÍ. Þá munu frumkvöðlar og nemendur halda örkynningar á verkefnum sínum. Tæknin léttir erfiðu störfin „Á undanförnum árum hefur átt sér stað mikil nýsköpun hjá álver- um bæði við að auka framleiðslu, oft með straumhækkun, og einnig í rannsóknum á hráefnum og betri nýtingu þeirra, og svo allri stýringu framleiðslunnar. Nú eru aftur á móti að koma í ljós tækifæri af nýj- um toga, sérstaklega á sviði upp- lýsingatækni og sjálfvirkni og eiga eftir að hafa mikil áhrif á áliðn- aðinn rétt eins og allan annan iðn- að,“ segir Kristinn. Sem dæmi um þá þróun sem þegar hefur átt sér stað nefnir Kristinn hvernig gervigreind er notuð til að meta ástand skaut- gaffla. „Hjá Alcoa á Reyðarfirði er- um við nú að setja upp fullkominn myndavélabúnað sem tekur þrí- víðar myndir af skautgöfflunum. Gervigreind skoðar þessar myndir og leggur mat á það, miðað við ákveðnar forsendur, hvort tíma- bært sé að gera við skautgaffalinn eða ekki. Án búnaðarins þarf starfsmaður að meta ástand skaut- gaffla með eigin augum og þykir það ekki sérlega skemmtilegt starf. Allir verða því mjög fegnir þegar ferlið verður sjálfvirknivætt.“ Kristinn sér líka fyrir sér að nota megi tæknina til að skapa verð- mæti úr þeim gögnum sem verða til í starfsemi álveranna. Með því að safna gögnunum betur og greina þau á ýmsa vegu geti komið í ljós nýjar leiðir til að gera framleiðsl- una betri og skilvirkari. „Mig grun- ar að það leynist mikil verðmæti í gögnunum, og t.d. ímynda ég mér að betri notkun gagna geti hjálpað til að draga úr viðhaldskostnaði með því að hjálpa okkur að meta betur ástand búnaðarins. Í dag byggjum við ákvörðun um það hve- nær skal viðhalda búnaði á ástand- sskoðunum og mælingum en einnig á ráðleggingum framleiðanda, en erum hugsanlega að skipta út vél- arpörtum oftar en þörf er á.“ Auk þess að bæta reksturinn og létta störfin vonar Kristinn að þessar auknar tækiframfarir í ál- framleiðslu geri álverin líka að öruggari vinnustöðum. Sér hann fyrir sér að flutningar á hráefni með sjálfakandi ökutækjum geti t.d. dregið úr líkunum á slysum og óhöppum. „Til að svo verði þarf vitaskuld fyrst að leysa ýmsar praktískar áskoranir svo að t.d. veðurfar og hálka geti ekki sett strik í reikninginn.“ Má læra af Noregi og Kanada Mikilvægt er að skapa umhverfi þar sem hlúð er að nýsköpun í ál- iðnaði, s.s. með því að tryggja gott samstarf milli álveranna og háskól- anna, og jafnvel skapa fjárhagslega hvata sem ýta undir nýsköpun, rannsóknir og þróun. Kristinn segir að nú þegar hafi margt gott verið gert til að hlúa að nýsköpun í greininni. „Samstarfið við há- skólana er gott og yfirleitt hafa meistaranemar getað unnið með ál- verunum að hagnýtum rannsókn- arverkefnum.“ Kristinn segir að gera megi enn betur, og t.d. hægt að fylgja for- dæmi Kanada og Noregs en þar hefur áliðnaðurinn sótt fram af miklum krafti í nýsköpun. Í Kan- ada er t.d. starfrækt sérstök rann- sóknarmiðstöð áliðnaðarins, þar sem kröftum, þekkingu og fjár- magni er beint á einn stað. „Bæði í Noregi og Kanada hafa stjórnvöld stutt nýsköpun í greininni í formi styrkja, og ýtt undir mjög náið samstarf háskólanna við áliðn- aðinn.“ Morgunblaðið/ÞÖK Menn að störfum í álveri Alcoa í Reyðarfirði. Í framtíðinni gætu sálfakandi ökutæki séð um hráefnisflutninga innan álversins og sjálfvirk tæki unnið mörg erfiðustu störfin á meðan gervigreind vaktar og greinir alla ferla. Von á meiri sjálfvirkni í álframleiðslu Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Á næstu árum gæti ásýnd álveranna breyst mikið og gervigreind leikið stórt hlut- verk í starfseminni. Áhuga- verð tækifæri eru fólgin í því að vinna betur úr þeim gögnum sem verða til við framleiðsluna. Kristinn Harðarson Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com Wow air Tómas Ingason hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri viðskiptasviðs WOW air. Undir viðskiptasvið mun heyra sala, markaðssetning, þjónusta og tekjustýring. Tómas starfaði áður hjá Arion banka sem forstöðumaður Stafrænnar framtíðar. Þetta er í annað sinn sem Tómas kem- ur til liðs við WOW air en árið 2014 starfaði hann sem fram- kvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs WOW air. Á árunum 2011 til 2013 starf- aði hann sem stjórnunarráðgjafi hjá Bain & Company í Kaupmannahöfn. Áður leiddi Tómas tekjustýringu og verðlagningu hjá Icelandair. Tómas hefur MBA gráðu frá MIT Sloan School of Management í Boston en auk þess hefur hann lokið MS gráðu í verkfræði frá MIT með áherslu á flugrekstur og aðfangakeðjur. Tómas er með BS gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Tómas ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptasviðs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.