Morgunblaðið - 05.02.2018, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 05.02.2018, Qupperneq 6
6 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2018 „Ég er í raun alveg orðlaus,“ sagði LeBron James eftir að lið hans, Cleveland Cavaliers, steinlá gegn Houston Rockets í NBA- deildinni í körfubolta. Cleveland hefur þar með tapað 12 af síðustu 18 leikjum sínum, og virðist ekki eiga mikið erindi í bestu lið deildarinnar þrátt fyrir að hafa leikið um meistaratitilinn síðustu þrjú ár. James sagði: „Við höfum tapað átta leikjum í röð í beinni útsendingu. Það ætti að hætta að sýna leiki okkar það sem eftir er leiktíðar. Við höfum ekki spilað vel og erum flengdir í hvert sinn sem við spilum í beinni.“ James orðinn alveg orðlaus 19. UMFERÐ Kristján Jónsson kris@mbl.is Sigurganga Hauka í Dominos-deild kvenna hélt áfram í gær en liðið vann þá sinn áttunda sigur í röð í deildinni. Haukar heimsóttu Breiðablik í Smár- ann í Kópavogi og höfðu betur 74:57. Með sigrinum renndu Haukar sér upp að hlið Vals á ný á toppi Dom- inos-deildar kvenna í körfuknattleik með sigri á Breiðabliki í Smáranum 74:57. Haukar og Valur eru með 28 stig eftir 19 umferðir en Breiðablik er með 18 stig. Leikstjórnandinn Þóra Kristín Jónsdóttir var stigahæst með 19 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar. Helena Sverrisdóttir skoraði 17 stig, tók 14 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Sól- lilja Bjarnadóttir var stigahæst Blika með 17 stig og Auður Íris Ólafsdóttir var með 13 stig og 5 fráköst. Síðasta tap Hauka var á móti Val hinn 2. desember. Ingvar Guðjóns- son, þjálfari Hauka, segir liðið vera orðið sterkara eftir að Helena Sverrisdóttir fór til Slóvakíu í mánuð eða svo. Fyrir vikið hafi aðrir leik- menn þurft að taka meira af skarið og séu nú atkvæðameiri eftir að Helena snéri aftur. „Já, sigrarnir eru orðnir átta í röð. Þar af voru þrír án Helenu sem var risastórt fyrir sjálfstraustið hjá öðrum leikmönnum. Aðrar risu upp þegar þurfti í janúar og hafa haldið áfram að spila vel eftir að Hel- ena kom heim. Voru til dæmis frá- bærar gegn Val í síðustu umferð. Í rauninni er það lykillinn að þessu því í síðustu leikjum höfum við fengið gott framlag frá mörgum leikmönnum. Samstaðan í hópnum er virkilega góð og þær eru tilbúnar að leggja mikið á sig til að ná árangri,“ sagði Ingvar þegar Morgunblaðið tók hann tali í gærkvöldi en hann var ekki eins ánægður með frammistöðuna gegn Blikum eins og gegn Valskonum. „Við vorum ekkert frábær og ég var því ekki himinlifandi með frammi- stöðuna. En við gerðum nóg til þess að sigla sigrinum heim nokkuð þægi- lega í seinni hálfleik.“ Íslands- og bikarmeistararnir úr Keflavík eru aðeins tveimur stigum á eftir Haukum og Val. Útlit er fyrir af- ar harða baráttu um efsta sætið í deildakeppninni sem gefur heima- leikjarétt í úrslitakeppninni ef á þarf að halda. „Við eigum Keflavík í næstu umferð. Það verður hörkuleikur. Eru þetta liðin sem hafa spilað jafnast og best hingað til í vetur. Liðin mega lít- ið misstíga sig held ég til að missa ekki af efsta sætinu. Þetta verður örugglega brjáluð barátta fram að síðasta leik,“ sagði Ingvar. Öruggt hjá Snæfelli Gott gengi Vals heldur áfram eins og hjá Haukum en Valskonur unnu Njarðvíkinga örugglega 69:47 á Hlíðarenda. Aalyah Whiteside var stigahæst með 22 stig og Hallveig Jónsdóttir skoraði 11. Athygli vakti að Guðbjörg Sverrisdóttir stal bolt- anum átta sinnum af Njarðvíkingum. Shalonda R. Winton átti stórleik hjá Njarðvík en það dugði skammt. Skor- aði hún 23 stig, tók 15 fráköst og stal boltanum sjö sinnum. Leikirnir í umferðinni voru ójafnir en meistararnir skelltu Skallagrími 98:69 í Keflavík. Thelma Dís Ágústs- dóttir átti frábæran leik hjá Keflavík og skoraði hún 26 stig og tók sex frá- köst. Brittanny Dinkins átti líka mjög góðan leik og náði í þrefalda tvennu. Hún skoraði 23 stig, tók 11 fráköst og gaf 17 stoðsendingar. Carmen Tyson- Thomas skoraði 28 stig fyrir Skalla- grím og Jóhanna Björk Sveinsdóttir bætti við 17 stigum. Óvæntustu úrslitin í umferðinni komu í Stykkishólmi þar sem Snæfell vann stórsigur á Stjörnunni sem er í 4. sæti deildarinnar. Snæfell lagði grunninn að sigrinum strax í 1. leik- hluta, en staðan að honum loknum var 29:12 og var Stjarnan ekki nálægt því að jafna eftir það. Kristen Denise McCarthy skoraði 28 stig, tók 16 fráköst og gaf átta stoðsendingar fyrir Snæfell og Berg- lind Gunnarsdóttir bætti við 14 stig- um. Danielle Rodriguez var atkvæða- mikil hjá Stjörnunni og skoraði 31 stig, tók 19 fráköst og gaf fjórar stoð- sendingar. Þrátt fyrir tapið er Stjarn- an í 4. sæti með 22 stig, en Snæfell fór upp að hlið Skallagríms og Breiða- bliks í 5.-7. sæti með 16 stig. Áttundi sigur Hauka í röð  Útlit fyrir mikla baráttu hjá Haukum, Val og Keflavík um efsta sætið í úrvals- deildinni  Ójafnir leikir í umferðinni  Fleiri leggja í púkkið hjá Haukum Morgunblaðið/Árni Sæberg Atkvæðamiklar Auður Íris Ólafsdóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir í Smáranum í gær. Smárinn, úrvalsdeild kvenna, Dom- inos-deildin, sunnudaginn 4. febr- úar 2018. Gangur leiksins: 4:3, 8:9, 10:13, 10:17, 17:21, 22:24, 26:29, 28:37, 33:39, 33:46, 33:52, 39:55, 44:63, 48:66, 52:71, 57:74. Breiðablik: Sóllilja Bjarnadóttir 17, Auður Íris Ólafsdóttir 13/5 fráköst, Whitney Kiera Knight 12/10 frá- köst/5 stolnir/3 varin skot, Telma Lind Ásgeirsdóttir 9, Isabella Ósk Sigurðardóttir 6/4 varin skot. Fráköst: 19 í vörn, 5 í sókn. Haukar: Þóra Kristín Jónsdóttir 19/7 fráköst/5 stolnir, Helena Sverrisdóttir 17/14 fráköst/9 stoð- sendingar, Whitney Michelle Frazier 14/11 fráköst/10 stoðsendingar, Dýrfinna Arnardóttir 6, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 5, Fanney Ragn- arsdóttir 5, Rósa Björk Pétursdóttir 4, Anna Lóa Óskarsdóttir 3, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 1. Fráköst: 30 í vörn, 11 í sókn. Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Jón Guðmundsson og Sveinn Björns- son. Breiðablik – Haukar 57:74 TM höllin, úrvalsdeild kvenna, Dom- inos-deildin, laugardag 3. feb. 2018. Gangur leiksins: 8:5, 18:8, 20:13, 24:19, 34:24, 37:31, 41:36, 44:40, 52:44, 63:48, 71:48, 77:48, 77:54, 82:61, 88:67, 98:69. Keflavík: Thelma Dís Ágústsdóttir 26/6 fráköst, Brittanny Dinkins 23/ 11 frák./17 stoðs., Birna Valgerður Benónýsdóttir 14/4 fráköst, Embla Kristínardóttir 12/7 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsd. 7, Irena Sól Jóns- dóttir 5, Svanhvít Ósk Snorradóttir 5, Kamilla Sól Viktorsdóttir 3, Anna Ingunn Svansd. 2, Elsa Albertsd. 1. Fráköst: 31 í vörn, 4 í sókn. Skallagrímur: Carmen Tyson- Thomas 28/8 frák., Jóhanna Björk Sveinsdóttir 17/10 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9/5 frák., Guð- rún Ósk Ámundadóttir 4/7 fráköst, Jeanne Lois Figueroa Sicat 4, Árnína Lena Rúnarsd. 3, Bríet Lilja Sigurð- ard. 2, Heiðrún Harpa Ríkharðsd. 2. Fráköst: 21 í vörn, 18 í sókn. Dómarar: Halldór Geir Jensson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Georgia Olga Kristiansen. Keflavík – Skallagrímur 98:69 Valshöllin, úrvalsdeild kvenna, Dom- inos-deildin, laugardaginn 3. febrúar 2018. Gangur leiksins: 2:3, 5:8, 11:11, 17:14, 21:22, 26:26, 32:30, 39:32, 43:36, 45:36, 48:36, 55:36, 55:39, 57:39, 63:43, 69:47. Valur: Aalyah Whiteside 22/6 frá- köst/6 stoðs., Hallveig Jónsdóttir 11/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/6 frák./8 stolnir, Kristrún Sigur- jónsdóttir 7, Elín Sóley Hrafnkels- dóttir 6/5 frák., Dagbjört Samúelsd. 4, Bergþóra Holton Tómasdóttir 3/5 frák./5 stoðs., Ásta Júlía Grímsdóttir 2/4 varin, Regína Ösp Guðmundsd. 2, Ragnheiður Benónísd. 2/5 frák. Fráköst: 32 í vörn, 9 í sókn. Njarðvík: Shalonda R. Winton 23/16 fráköst/7 stolnir, Erna Freydís Traustadóttir 6, Björk Gunnarsdóttir 5/5 fráköst, María Jónsdóttir 4/6 fráköst, Aníta Carter Kristmunds- dóttir 4, Ína María Einarsdóttir 3, Hulda Bergsteinsdóttir 2/4 fráköst. Fráköst: 22 í vörn, 13 í sókn. Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Ísak Ernir Kristinsson, Jón Guðmundss. Valur – Njarðvík 69:47 Dominos-deild karla Höttur – Haukar.............................. Frestað Staðan: Haukar 16 12 4 1438:1271 24 ÍR 16 12 4 1338:1287 24 KR 16 12 4 1355:1221 24 Tindastóll 16 11 5 1365:1252 22 Njarðvík 16 9 7 1383:1335 18 Grindavík 16 9 7 1414:1367 18 Stjarnan 16 8 8 1353:1308 16 Keflavík 16 8 8 1393:1382 16 Þór Þ. 16 6 10 1304:1370 12 Valur 16 5 11 1337:1443 10 Þór Ak. 16 3 13 1239:1424 6 Höttur 16 1 15 1214:1473 2 Dominos-deild kvenna Snæfell – Stjarnan................................ 83:64 Keflavík – Skallagrímur ...................... 98:69 Valur – Njarðvík................................... 69:47 Breiðablik – Haukar............................. 57:74 Staðan: Haukar 19 14 5 1524:1337 28 Valur 19 14 5 1520:1369 28 Keflavík 19 13 6 1569:1417 26 Stjarnan 19 11 8 1425:1318 22 Snæfell 19 8 11 1373:1420 16 Skallagrímur 19 8 11 1392:1469 16 Breiðablik 19 8 11 1332:1413 16 Njarðvík 19 0 19 1151:1543 0 1. deild karla Snæfell – FSu.................................... 100:101 Staðan: Skallagrímur 18 15 3 1791:1610 30 Vestri 18 14 4 1638:1532 28 Breiðablik 18 13 5 1661:1488 26 Hamar 17 13 4 1601:1468 26 Snæfell 18 9 9 1737:1693 18 Fjölnir 18 8 10 1552:1550 16 Gnúpverjar 17 5 12 1468:1596 10 FSu 18 3 15 1543:1636 6 ÍA 18 0 18 1341:1759 0 1. deild kvenna KR – Grindavík................................... 110:49 Hamar – ÍR........................................... 49:53 Staðan: KR 17 17 0 1473:848 34 Fjölnir 16 13 3 1170:928 26 Þór Ak. 17 10 7 1104:1061 20 Grindavík 16 8 8 1086:1093 16 ÍR 17 7 10 846:1032 14 Hamar 17 3 14 912:1151 6 Ármann 16 0 16 738:1216 0 Spánn Valencia – Real Betis ........................ 103:67  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 2 stig og tók 2 fráköst á 6 og hálfri mínútu fyrir Val- encia. B-deild kvenna: Leganés – Santa Gema ....................... 71:52  Hildur Björg Kjartansdóttir lék 24 mín- útur fyrir Leganés og skoraði 6 stig, tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Danmörk Sisu – Hörsholm .................................. 55:65  Sandra Lind Þrastardóttir skoraði 4 stig og tók 4 fráköst á 16 mínútum fyrir Sisu. NBA-deildin LA Clippers – Chicago 113:103 Detroit – Miami 111:107 Orlando – Washington 98:115 Cleveland – Houston 88:120 Indiana – Philadelphia 100:92 Minnesota – New Orleans 118:107 San Antonio – Utah 111:120 Denver – Golden State 115:108 Sacramento – Dallas 99:106 KÖRFUBOLTI HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Vallaskóli: Selfoss – Afturelding......... 19.30 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót karla, úrslitaleikur: Egilshöll: Fjölnir – Fylkir ........................ 20 Í KVÖLD! Stykkishólmur, úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin, laugardaginn 3. febrúar 2018. Gangur leiksins: 7:5, 13:10, 22:12, 29:12, 31:19, 33:22, 39:24, 47:31, 55:34, 57:43, 59:45, 65:50, 71:54, 78:54, 83:60, 83:64. Snæfell: Kristen Denise McCarthy 28/16 fráköst/8 stoðsendingar/8 stolnir, Berglind Gunnarsdóttir 14/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 10/7 fráköst, Rebekka Rán Karls- dóttir 9, Sara Diljá Sigurðardóttir 8, Gunnhildur Gunnarsdóttir 5, Anna Soffía Lárusdóttir 4, Júlía Scheving Steindórsdóttir 3, Alda Leif Jónsd. 2. Fráköst: 29 í vörn, 11 í sókn. Stjarnan: Danielle Victoria Rodrigu- ez 31/19 fráköst, Bríet Sif Hinriks- dóttir 10, Jenný Harðardóttir 8/7 frák., Ragna Margrét Brynjarsdóttir 6/11 fráköst, Bryndís Hanna Hreins- dóttir 5, Valdís Ósk Óladóttir 2, María Lind Sigurðardóttir 2/7 frák. Fráköst: 33 í vörn, 15 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Herberts- son, Einar Þór Skarphéðinsson og Friðrik Árnason. Snæfell – Stjarnan 83:64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.