Morgunblaðið - 05.02.2018, Síða 8

Morgunblaðið - 05.02.2018, Síða 8
8 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2018 Eitt undarlegasta atvik í sögu heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu átti sér stað í leik Kúveits og Frakklands á mótinu sem haldið var á Spáni árið 1982. Þegar staðan var 3:1, Frakklandi í vil, bættu Frakkar við fjórða marki sínu í leiknum. Alain Giresse slapp einn í gegnum vörn Kúveits og skoraði með föstu og hnitmiðuðu skoti. Leikmenn Kúveits stóðu stein- runnir á meðan Giresse skoraði, en fljótlega kom í ljós að þeir töldu að dómari leiksins, Miros- lav Stupar, hefði flautað og dæmt leikbrot. Uppi varð fótur og fit á vellinum og Kúveitar gerðu sig líklega til þess að yfirgefa leik- völlinn í mótmælaskyni. Þegar þeir áttuðu sig á því að það dugði ekki til þess að markið myndi ekki standa leituðu þeir til forseta knattspyrnusambands Kúveits, sem var augljóslega óánægður með gang mála í heiðursstúku leikvangsins. Fahid prins vatt sér úr heiðursstúkunni og niður á leik- völlinn sjálfan og blandaði sér í málið. Eftir japl, jaml og fuður ákvað Stupar að fallast á mót- mæli Kúveita og svo virtist sem nærvera Fahid hefði haft úr- slitaáhrif á ákvörðun Stupar. Mark Frakka sem dæmt hafði verið löglegt fékk ekki að standa, en það hafði þó ekki áhrif á það hvorum megin sigurinn lenti þar sem Frakkar fóru með 4:1-sigur af hólmi. Það er erfitt að ímynda sér að fari svo að Íslendingar fái á sig mark í Rússlandi í sumar sem leikmenn og forráðamenn liðsins verða ósáttir við geti Guðni Bergsson, formaður Knatt- spyrnusambands Íslands, haft erindi sem erfiði í þeim efnum að markið fái ekki að standa vegna mótmæla hans. BAKVÖRÐUR Hjörvar Ólafsson hjorvaro@mbl.is HANDBOLTI Hjörvar Ólafsson hjorvaro@mbl.is ÍBV hélt muninum milli sín og Sjtörnunnar í Olísdeild kvenna í handbolta í fimm stigum með glæsi- legum 25:14-sigri sínum gegn Hauk- um, en þrír leikir fóru fram í deild- inni á laugardaginn var. ÍBV og Stjarnan eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni deildarinnar. Haukar misstu hins vegar Val tveimur stigum á undan sér í barátt- unni um toppsæti deildarinnar. ÍBV er í fjórða sæti deildarinnar með 22 stig og er eins og áður segir með fimm stigum meira en Stjarnan, en efstu fjögur lið deildarinnar kom- ast í úrslitakeppni deildarinnar í vor. ÍBV hefur jafn mörg stig og Fram sem situr í þriðja sæti deildarinnar, en Fram á leik til góða á liðin í kringum sig. Eins og tölurnar gefa til kynna þá var varnarleikur ÍBV afar þéttur í leiknum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Haukar skoruðu einungis fjögur mörk í fyrri hálfleik, en stað- an í hálfleik var 11:4 ÍBV í vil. „Varnarleikurinn okkar var alger- lega magnaður. Þá var tölfræðin í markvörslunni hjá Guðnýju Jennýju Ásmundsdóttur á fyrstu tuttugu mínútum leiksins líklega í kringum 90%. Það er ótrúlegt hlutfall. Hauk- ar höfðu skorað eitt mark eftir tutt- ugu mínútna leik og á þeim tíma voru úrslitin í raun ráðin,“ sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálf- ari ÍBV, um spilamennsku liðsins í samtali við Morgunblaðið. „Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur upp á baráttuna um sæti í úr- slitakeppninni og hvað það varðar að eiga enn möguleika á að fikra okkur upp töfluna,“ sagði Hrafnhildur Ósk enn fremur um mikilvægi sigursins. Sandra Erlingsdóttir og Ester Óskarsdóttir voru atkvæðamestar í sóknarleik ÍBV, en Sandra skoraði átta mörk og Ester sjö mark. Karól- ína Bæhrenz Lárudóttir bætti svo fimm mörkum við fyrir ÍBV. Guðrún Erla Bjarnadóttir skoraði mest fyrir dapurt lið Hauka eða þrjú mörk tals- ins. Stjarnan hélt lífi í von sinni um að komast í úrslitakeppni deildarinnar með sannfærandi 36:22-sigri gegn lánlausu liði Gróttu. Solveig Lára Kjærnested raðaði inn mörkum fyrir Stjörnuna, en þegar upp var staðið hafði hún skorað 12 mörk í leiknum. Slavica Mrkikj var markahæst í liði Gróttu með sex mörk, Lovísa Thompson skoraði fimm mörk og Slavica Mrkikj skoraði fjögur mörk. Grótta er í harðri fallbaráttu, en liðið situr á botni deildarinnar ásamt Fjölni. Grótta og Fjölnir eru hvort um sig með fjögur stig og verma botnsætið saman. Valur situr einn á toppi deildar- innar eftir öruggan 28:13-sigur liðs- ins gegn Selfossi. Valur hefur 26 stig eftir þennan sigur og er tveimur stigum á undan Haukum sem eins og greint var frá hér að ofan mis- steig sig gegn ÍBV. Díana Dögg Magnúsdóttir og Vigdís Birna Þor- steinsdóttir drógu vagninn í sókn- arleik Vals, en þær skoruðu sjö mörk hvor í leiknum. Ída Bjarklind Magnúsdóttir var aftur á móti at- kvæðamest í liði Selfoss með fjögur mörk. Selfoss er með sjö stig í sjötta sæti deildarinnar og er þremur stig- um frá fallsvæði deildarinnar. Síðasti leikur umferðarinnar fer fram á föstudaginn kemur þegar Fram tekur á móti Fjölni í Fram- húsinu. Fram getur með sigri í þeim leik komist upp að hlið Hauka í öðru sæti deildarinnar og minnkað bilið í topplið deildarinnar, Val, í tvö stig. Fjölnir getur á hinn bóginn komist upp úr botnsæti deildarinnar og minnkað bilið í Selfoss í eitt stig. ÍBV minnti hressilega á sig í toppbaráttunni  Valur trónir á toppi deildarinnar Stjarnan á enn von um sæti í úrslitakeppni Ljósmynd/Sigfús Gunnar Öflug Ester Óskarsdóttir lét mikið að sér kveða fyrir ÍBV bæði í vörn og sókn í góðum sigri liðsins gegn Haukum. Esja sem á titil að verja á Íslands- mótinu í íshokkí karla bætti forskot sitt á toppi Hertz-deildarinnar með því að leggja SA að velli eftir víta- keppni í Skautahöllinni í Laugardal á laugardagskvöldið. Þegar venjulegum leiktíma lauk var staðan jöfn, 3:3, og þar af leið- andi var leikurinn framlengdur. Ekkert var skorað í framlenging- unni og af þeim sökum þurfti víta- keppni til þess að knýja fram úrslit- in. Þar voru það Esjumenn sem voru sterkari á svellinu. Það voru Daniel Kolar, Robbie Sigurðssson og Petr Kubos sem skoruðu mörk Esju í opnum leik. Jussi Sipponen skoraði hins vegar tvö marka SA og Jordan Steger bætti þriðja markinu við fyrir norðanmenn. Andri Mikaelsson skoraði úr fyrsta víti SA-manna, en Robbie Sigurðsson jafnaði metin úr næsta víti. Eftir nokkur mislukkuð víti í röð var það síðan Daniel Kolar sem skoraði úr lokavítinu og tryggði Esju sigurinn og aukastigið sem í boði var fyrir sigur í vítakeppninni. Esja náði fimm stiga forskoti á SA á toppi deildarinnar með þess- sum sigri, en SA er átta stigum á undan Birninum sem er í þriðja sæti deildarinnar. Ásynjur unnu öruggan 9:3-sigur á Reykjavík þegar liðin mættust í Egilshöll á laugardagskvöldið. Birna Baldursdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Ásynjur og Alda Arn- arsdóttir tvö. Kristín Ingadóttir gerði tvö marka Reykjavíkur. Með sigrinum náðu Ásynjur fimm stiga forskoti á toppi deildarinnar, en Reykjavík er stigalaus á botni deildarinnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hnífjafnt Egill Þormóðsson og Sigurður Sigurðsson bítast um pökkinn í spennuleiknum um helgina. Esja hafði betur í toppslagnum Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, lagði upp síðasta mark leiksins þegar PSV vann 4:0-sigur á Zwolle í hollensku úrvalsdeild- inni um helgina. Albert lék síðustu 13 mínútur leiksins. Þetta var hans sjötti deildarleikur fyrir aðallið PSV í vetur, og lengsti tími sem hann hefur fengið innan vallar í þeim leikjum. Sigur PSV var 21. heimasigur liðsins í röð og er það jöfnun á félagsmeti. PSV hefur unnið 18 af 21 leik sínum í deildinni í vetur og er með öruggt forskot á toppnum, sjö stigum á undan næsta liði, Ajax. Hinn 18 ára gamli Kristófer Ingi Kristinsson var í fyrsta sinn í leik- mannahópi Willem II í hollensku úrvalsdeildinni er liðið tapaði 1:0 fyrir Sparta Rotterdam í gær, en kom ekkert við sögu. sindris@mbl.is Albert tók þátt í metjöfnun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.