Morgunblaðið - 20.02.2018, Side 1

Morgunblaðið - 20.02.2018, Side 1
ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2018 ÍÞRÓTTIR Íþróttir mbl.is HANDBOLTI Ívar Bendiktsson iben@mbl.is „Ég hlakka fyrst og fremst til vegna þess að ég hef góða tilfinningu fyrir þessari breytingu,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson, handknattleiks- maður, sem skrifað hefur undir tveggja ára samning við norska meistaraliðið Elverum. Sigvaldi Björn gengur til liðs við liðið í sumar þegar samningur hans við Århus Håndbold í Danmörku rennur út. „Mig langaði til þess að takast á við eitthvað nýtt eftir þrjú ár hjá Århus. Takast á við nýja áskorun í öðru landi. Toppliðið í Noregi býður upp á ýmsa möguleika eins og til dæmis að leika í Meistaradeild Evrópu,“ sagði Sigvaldi Björn sem er örvhentur og leikur í stöðu hægri hornamanns. Elverum, sem hefur borið æg- ishjálm yfir önnur lið í norsku úrvals- deildinni síðustu árin, er sem stendur í efsta sæti norsku úrvalsdeild- arinnar, tveimur stigum á undan ÖIF Arendal, og á auk þess tvo leiki til góða á Arendal-liðið. Elverum lék í vetur í Meistaradeild Evrópu en er úr leik í keppninni um að tryggja sér keppnisrétt í 16-liða úrslitum. Hjá El- verum hittir Sigvaldi Björn fyrir Gróttumanninn Þráin Orra Jónsson sem gekk til liðs við norsku meist- arana á síðasta ári. „Ég lít á það sem framfaraskref á mínum ferli að ganga til liðs við El- verum. Þótt norska deildin sé ekki eins sterk og sú danska þá hefur það mikið að segja að komast í lið sem leikur í Meistaradeild Evrópu. Von- andi gengur það eftir. Meistaradeild Evrópu er stór gluggi fyrir hand- knattleiksmenn,“ sagði Sigvaldi Björn sem verður 24 ára gamall í sumar. Stóð til boða nýr samningur Hann hefur búið í Danmörku frá 12 ára aldri en hóf æfingar með HK í Kópavogi sem barn áður en fjöl- skylda hann flutti til Danmerkur. Þegar foreldrarnir fluttu heim varð Sigvaldi Björn eftir þar sem hann hefur stundað nám og vinnu samhliða handknattleiksiðkun. Sigvaldi Björn lýkur þriggja ára samningi sínum År- hus Håndbold um mitt þetta ár. „Mér stóð til boða nýr samningur hjá År- hus en mér fannst vera kominn tími til að reyna eitthvað nýtt, fara út úr vissum þægindaramma sem ég er í þessar mundir og taka nýtt skref til að þróast áfram sem handboltamað- ur,“ sagði Sigvaldi Björn. „Ef ég ætla að bæta mig sem handboltamaður þá þarf maður að þróast og vera óhræddur við að takast á við nýjar áskoranir.“ „Eftir því sem forráðamenn Elver- um segja þá ætla þeir mér stórt hlut- verk í liðinu á næstu tveimur árum. Ég kem inn í ungt og skemmtilegt lið á skemmtilegum stað í Noregi,“ sagði Sigvaldi Björn og bætir við að samn- ingarnir við Elverum hafi ekki átt sér langan aðdraganda. Fékk stuttan umhugsunartíma „Það er um hálfur mánuður síðan ég og umboðsmaður minn ræddum fyrst saman um þetta mál. Í fram- haldi má segja að viðræður við Elver- um hafi farið á fullt. Þær gengu bara hratt og vel fyrir sig. Ég fékk ekki mikinn umhugsunartíma enda þurfti ég þess ekki. Um leið og Elverum kom inn í dæmið þá var enginn vafi í mínum huga enda er Elverum eitt af stóru handboltaliðunum á Norður- löndum.“ Sigvaldi Björn lék með íslenska landsliðinu á æfingamóti í Elverum í byrjun júní á síðasta ári. Hann var í hópi leikmanna sem þáverandi lands- liðsþjálfari valdi til þátttöku í mótinu en hópurinn var skipaður yngri og óreyndari leikmönnum. Sigvaldi Björn segist ala þá von í brjósti að með því að ganga til liðs við sterkara lið sem hefur mörg járn í eldinum vaxi möguleikar sínir á að dyrnar að íslenska landsliðinu ljúkist upp. „Hugur minn stefnir á íslenska landsliðið, komast í hópinn og öðlast fast sæti. Það var virkilega gaman með landsliðinu í Noregi í júní á síð- asta ári. Þá fékk maður smjörþefinn. Mig langar í meira,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson, handknattleiks- maður og tilvonandi leikmaður Nor- egsmeistara Elverum, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Framfaraskref að fara til Elverum“  Sigvaldi samdi við norsku meistarana til tveggja ára Ljósmynd/Ole Nielsen Skiptir Sigvaldi Björn Guðjónsson í leik með Århus gegn Randers í dönsku úrvalsdeildinni. Í sumar færir hann sig yfir til Noregs, til Elverum. Sigvaldi Björn Guðjónsson » Fæddur 4. júlí 1994 og lék með HK til 12 ára aldurs en flutti þá til Danmerkur. » Hefur leikið með Vejle, Bjerringbro/Silkeborg og síð- ustu þrjú ár með Århus Hånd- bold í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. » Auk þess að leika með yngri landsliðum Íslands á hann þrjá A-landsleiki að baki. minn síðustu þrjú ár. Hann sýndi aldrei merki um uppgjöf heldur hertist við hverja raun, gafst aldrei upp á þessum langa tíma,“ sagði Pål Lorentzen, bróðir gullverðlaunahaf- ans, í samtali við norska fjölmiðla í gær. Nokkrar aðgerðir á fótum Lorentzen er 25 ára gamall. Hann varð annar í 1.000 m skauta- hlaupi á HM ungmenna 2012 en var seinna dæmdur sigur eftir að rúss- neskur keppandi, sem kom fyrstur í mark, féll á lyfjaprófi. Frá árinu 2014 hefur ferill Lorentzen verið þyrnum stráður vegna meiðsla. Hefur hann m.a. þurft að gangast undir nokkrar aðgerðir á fótum en verið heill heilsu í vetur. Af því leið- ir að Norðmenn gerðu sér vonir um að hann gæti verið í fremstu röð á leikunum, gengi allt upp.  Bandaríkin leika til úrslita við Kanada í íshokkí kvenna þriðju Vetrarólympíuleikana í röð. Banda- arólympíuleikum árið 1948. Þess má til gamans geta að sigurtími Helge- sen fyrir 70 árum var 43,1 sekúnda. Tuttugu árum síðar hreppti Magne Thomassen silfrið í sömu grein. Nær verðlaunum í 500 m skauta- hlaupi hafa Norðmenn ekki komist síðan. Þess utan hafa Norðmenn ekki hlotið gullverðlaun í nokkurri grein skautahlaups í 20 ár, eða síð- an Ådne Søndrål kom fyrstur í mark í 1.500 m hlaupi karla. „Lorentzen tókst á ótrúlegan hátt að halda yfirvegun í stemningunni í skautahöllinni. Þar skildi á milli hans og annarra,“ sagði Skarli. „Síðustu 50 metrana vissi ég að verðlaun kæmu í minn hlut en ég lét mig ekki endilega dreyma um gullið,“ sagði Lorentzen. Leið Lorentzen að gullverðlaun- unum hefur ekki verið bein og breið leið. Hann hefur barist við erfið meiðsli síðustu þrjú árin. „Saga hans er mögnuð í ljós þeirra meiðsla sem hafa plagað bróður PYEONGCHANG Ívar Benediktsson iben@mbl.is Norðmenn unnu í gær sín fyrstu gullverðlaun í 500 m skautahlaupi í karlaflokki á Vetrarólympíuleikum í 70 ár þegar Håvard Holmefjord Lorentzen kom fyrstur í mark í æsilegri keppni í Pyeongchang. Hann var aðeins 1/100 úr sekúndu á undan Kóreumanninum Min Kyu Cha sem varð annar. „Þetta er mesta afrek Norð- manns í skautakeppni Vetrarólymp- íuleikanna síðan Johann Olav Koss vann þrenn gullverðlaun á leikunum í Lillehammer 1994,“ sagði Sondre Skarli, landsliðsþjálfari Norð- manna, í samtali við TV2. Lorent- zen setti um leið ólympíumet, fór metrana 500 á 34,41 sekúndu. Norðmaðurinn Finn Helgesen vann síðustu gullverðlaun Norð- manna í 500 m skautahlaupi á Vetr- ríkin unnu öruggan sigur á Finn- landi, 5:0, í fyrri undanúrslita- leiknum í gær. Bandaríkin eygja þar með von um sín fyrstu gull- verðlaun í íshokkí kvenna Vetraról- ympíuleikum í 20 ár. Hin viðureign undanúrslitanna var einnig fremur ójöfn þar sem kandíska liðið vann Rússa, 5:0, eftir að hafa skorað þrjú mörk í þriðja og síðasta leikhluta.  Franski skíðamaðurinn Mat- hieu Faicre var sendur heim af leik- unum í gær eftir að hafa tjáð sig fullfrjálslega við franska fjölmiðla. Faicre, sem er sambýlismaður Mi- kaela Shiffrin, ólympíumeistara í stórsvigi, sagði eftir að hafnað í sjö- unda sæti í stórsvigi á laugardaginn að liðsandinn innan franska keppn- ishópsins væri lélegur. Forráða- mönnum franska keppnishópsins þótti Faicre hafa fara yfir strikið með þessum ummælum sínum og sendu kappann heim til Frakklands. Engu máli skipti þótt Faicre bæðist afsökunar á ummælum sínum. AFP Fyrstur Håvard Lorentzen fagnar sigrinum í Pyeongchang í gær. Sjötíu ára bið er á enda  Leið Norðmannsins Lorentzen að gullinu hefur verið þyrnum stráð Ryan Taylor Fær að halda í leikstílinn og hefur svigrúm til athafna hjá ÍR-ingum. Umboðsmaðurinn taldi gott að hefja atvinnuferilinn á Íslandi. Fékk menningarsjokk. Vanur veðurfarinu frá Indianapolis. Stefnir á sterkari deild. 3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.