Morgunblaðið - 20.02.2018, Page 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2018
KAPLAKRIKI/MÝRIN
Kristján Jónsson
Jóhann Ingi Hafþórsson
Hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðs-
son tryggði FH sigur á Val 31:30 á ell-
eftu stundu þegar liðin mættust í
Kaplakrika í Olís-deildinni í hand-
knattleik í gær. Einar Baldvin Bald-
vinsson, markvörður Vals, varði skot
og boltinn barst út í horn til Óðins sem
fór beint inn úr horninu og skoraði á
síðustu sekúndu leiksins.
Óðinn, sem er framtíðarlandsliðs-
maður ef ferill hans heldur áfram að
þróast eðlilega, hefur átt það til í vetur
að spila handbolta í fyrirsögnum. Sig-
urmarkið var keimlíkt því sem hann
skoraði í grannslagnum við Hauka
fyrr á tímabilinu. Náði þá frákasti og
skoraði á síðustu sekúndunni. Ætlar
Óðinn bara að vera í þessu hlutverki?
„Vonandi en samt vonandi ekki því
ég var ekki góður í dag þótt gaman
hafi verið að enda þetta á flautumarki.
Ég brenndi af þremur skotum í leikn-
um en svolítið týpískt kannski að skot-
ið fari inn undir lokin,“ sagði Óðinn og
reyndi heldur að draga úr því hvernig
hetjuhlutverkið hefur elt hann uppi.
„Þessar æsilegu lokamínútur í vetur
hafa ekki allar verið góðar. Við töp-
uðum til dæmis Evrópuleikjunum
gegn Tatran Preson á færri skoruðum
mörkum á útivelli. Þá brenndi ég af í
síðasta skotinu. En það er alltaf
geggjað að spila hérna í Krikanum og
ég myndi halda að langbesta mæt-
ingin í deildinni væri hjá okkar áhorf-
endum.“
Bæði lið voru nokkuð löskuð en leik-
urinn varð engu að síður mjög
skemmtilegur. Þjálfararnir voru lík-
lega ekki í skýjunum með vörnina hjá
liðunum en áhorfendur fengu á hinn
bóginn nokkuð fyrir aurinn þegar
mörkunum rigndi. Gísli Kristjánsson
og Jóhann Karl Reynisson voru ekki
með FH en Arnar Freyr Ársælsson
lék sinn fyrsta leik í langan tíma og
gerði vel.
Ýmir Örn Gíslason lék ekki með Val
vegna hnémeiðsla og bróðir hans Orri
Freyr fékk rauða spjaldið í fyrri hálf-
leik. Alexander Júlíusson leysti þá
hlutverk línumanns sem eftir var og
tvítugur leikmaður, Þorgils Jón Svölu
Baldursson, kom inn í miðja vörnina
við hlið Alexanders og komst vel frá
því. Valsmenn voru yfir svo gott sem
allan leikinn en hrukku í baklás í sókn-
inni og skoruðu ekki síðustu sjö mín-
úturnar. FH gerði síðustu fjögur
mörk leiksins og tryggði sér stigin.
Stjörnumenn gerðu nóg
Í Garðabænum voru heimamenn í
Stjörnunni aðeins sterkari en gest-
irnir úr Fjölni og urðu lokatölur 31:28.
Fjölnismenn áttu fína kafla í leiknum
og voru yfir á tímabili, en tilfinningin
var alltaf sú að gæði Stjörnumanna
yrðu nægilega mikil til að taka stigin
tvö og sú varð raunin. Fjölnismenn
eru fjórum stigum frá öruggu sæti í
deildinni þegar liðið á aðeins fjóra
leiki eftir og er brekkan orðin brött.
Þrátt fyrir fína spilamennsku á köfl-
um í vetur hefur Fjölnir aðeins unnið
einn leik og er orðið líklegt að dvölin á
meðal þeirra bestu verði aðeins eitt
ár.
Stjörnumenn eru í fínum málum
eftir tvo sigra í röð og þarf ansi margt
að gerast til að liðið verði ekki með í
úrslitakeppninni. Þeir geta spilað bet-
ur en þeir gerðu í gær, en gæðin voru
nóg til að komast yfir marklínuna með
stigin tvö. Ari Magnús Þorgeirsson og
Egill Magnússon skiptust á að rífa sig
upp og skora með hörkuskotum og
Lárus Gunnarsson byrjaði að verja
þegar það skipti mestu máli. Stjarnan
lék án Sveinbjörns Péturssonar og
Arons Dags Pálssonar í gær og er
ljóst að þeirra er saknað og þá sér-
staklega Arons, sem heilinn í sókn-
arleik liðsins. Allar líkur eru á því að
Stjarnan mæti einu af þremur bestu
liðum deildarinnar í úrslitakeppninni
og þarf liðið að spila betur en í gær til
að eiga möguleika á að komast í und-
anúrslit.
Óðinn spilar
handbolta í
fyrirsögnum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Rautt spjald Orri Freyr Gíslason fékk að líta rauða spjaldið fyrir þetta brot á
Einari Rafni Eiðssyni í Kaplakrika í gærkvöld, undir lok fyrri hálfleiksins.
Óðinn skoraði sigurmarkið í lokin
Stjarnan gerði nóg gegn Fjölni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skot Ari Magnús Þorgeirsson skoraði níu mörk fyrir Stjörnuna í gærkvöld.
Christian Prokop heldur áfram starfi sínu sem landsliðsþjálf-
ari Þjóðverja í handknattleik karla. Það var ákveðið á stjórn-
arfundi þýska handknattleikssambandsins í gær þar sem
greidd voru atkvæði um framtíð hins 39 ára gamla þjálfara
sem tók við af Degi Sigurðssyni fyrir ári.
Megn óánægja var með árangur þýska landsliðsins á EM í
Króatíu. Ekki bara þótti árangurinn, 9. sæti, vera óviðunandi
heldur hrifust menn ekki af leik liðsins. Upp úr dúrnum hef-
ur komið að landsliðsmenn hafa átt erfitt með að vinna með
Prokop sem á enn fjögur ár eftir af óuppsegjanlegum samn-
ingi sínum við þýska handknattleikssambandið.
„Ég á ekki von á öðru en að leikmenn gefi áfram kost á sér
í landsliðið. Ég er viss um að landsliðið mun gera betur eftir þann lærdóm sem
dreginn verður af samtölum síðustu vikna,“ sagði Andreas Michelmann, for-
maður þýska handknattleikssambandsins, á blaðamannfundi í Hannover í gær.
Þjóðverjar og Danir verða gestgjafar HM karla í byrjun næsta árs. iben@mbl.is
Engin uppsögn hjá þýskum
Christian
Prokop
Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skor-
aði fyrra mark varaliðs PSV í gær þegar liðið vann 2:1-
sigur á Den Bosch í næstefstu deild Hollands.
Albert skoraði markið úr vítaspyrnu strax á 8. mínútu en
gestirnir jöfnuðu metin skömmu síðar. Sigurmark PSV
skoraði svo Sam Lammers um miðjan seinni hálfleik með
fallegu skoti.
Þeir Albert og Lammers eru meðal ungra leikmanna
PSV sem hafa bankað á dyrnar hjá aðalliðinu og fengið að
spreyta sig aðeins með því í úrvalsdeildinni í vetur. Albert
hefur fengið fleiri tækifæri en hann hefur komið við sögu í
sjö leikjum með aðalliðinu í vetur, þó alltaf sem varamaður.
Hann hefur hins vegar spilað tíu leiki með varaliðinu í B-deildinni og skorað í
þeim sjö mörk.
Varalið PSV komst með sigrinum í gær upp í 5. sæti B-deildarinnar en það
skiptir litlu máli þar sem liðið má ekki fara upp um deild.
Albert kominn með sjö í tíu
Albert
Guðmundsson
Danmörk
AGF – SönderjyskE..................................0:0
Björn Daníel Sverrisson var ekki í leik-
mannahópi AGF.
Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leik-
inn fyrir SönderjyskE.
Staðan:
Midtjylland 21 16 2 3 53:24 50
Brøndby 21 14 5 2 46:20 47
Nordsjælland 21 13 3 5 54:37 42
Horsens 21 7 9 5 27:29 30
København 21 8 5 8 39:29 29
OB 21 7 7 7 27:22 28
Hobro 21 7 7 7 27:26 28
AaB 21 6 9 6 21:25 27
SønderjyskE 21 6 7 8 32:29 25
Silkeborg 21 7 3 11 27:40 24
AGF 21 6 5 10 21:34 23
Lyngby 21 4 7 10 29:45 19
Helsingør 21 5 1 15 16:40 16
Randers 21 3 6 12 18:37 15
Holland
B-deild:
Jong PSV – Den Bosch............................ 2:1
Albert Guðmundsson skoraði fyrra mark
PSV og lék fram á 84. mínútu.
England
Bikarkeppnin, 16-liða úrslit:
Wigan – Manchester City........................ 1.0
Ítalía
Lazio – Hellas Verona.............................. 2:0
Staðan:
Napoli 25 21 3 1 55:15 66
Juventus 25 21 2 2 62:15 65
Roma 25 15 5 5 40:19 50
Lazio 25 15 4 6 61:33 49
Inter Mílanó 25 13 9 3 40:21 48
Sampdoria 25 12 5 8 44:33 41
AC Milan 25 12 5 8 35:30 41
Atalanta 25 10 8 7 37:29 38
Torino 25 8 12 5 35:30 36
Udinese 25 10 3 12 36:36 33
Fiorentina 25 8 8 9 34:32 32
Genoa 25 8 6 11 21:25 30
Bologna 25 9 3 13 31:38 30
Cagliari 25 7 4 14 23:36 25
Chievo 25 6 7 12 23:42 25
Sassuolo 25 6 5 14 15:43 23
Crotone 25 5 6 14 21:44 21
SPAL 25 3 8 14 23:47 17
Hellas Verona 25 4 4 17 22:50 16
Benevento 25 3 1 21 18:58 10
Spánn
Getafe – Celta Vigo .................................. 3:0
KNATTSPYRNA
Olísdeild karla
FH – Valur ............................................ 31:30
Stjarnan – Fjölnir................................. 31:28
Staðan:
FH 18 15 1 2 593:477 31
ÍBV 16 12 2 2 459:405 26
Selfoss 18 13 0 5 537:487 26
Haukar 18 11 1 6 516:448 23
Valur 17 11 1 5 472:457 23
Afturelding 18 9 1 8 478:492 19
Stjarnan 18 7 3 8 504:484 17
ÍR 17 7 1 9 460:457 15
Fram 17 4 2 11 460:526 10
Grótta 17 4 1 12 431:470 9
Fjölnir 18 1 4 13 468:547 6
Víkingur 18 1 3 14 422:550 5
HANDBOLTI
1. deild karla
Hamar – Breiðablik.............................. 94:91
Fjölnir – Vestri ..................................... 62:72
FSu – Gnúpverjar............................... 113:92
Staðan:
Skallagrímur 20 17 3 2017:1791 34
Vestri 21 15 6 1884:1805 30
Breiðablik 21 15 6 1949:1754 30
Hamar 20 14 6 1889:1771 28
Snæfell 20 11 9 1920:1866 22
Fjölnir 21 8 13 1783:1796 16
Gnúpverjar 20 7 13 1764:1863 14
FSu 21 5 16 1848:1915 10
ÍA 20 0 20 1484:1977 0
KÖRFUBOLTI
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
Schenker-höllin: Haukar – Fjölnir ..... 19.30
Vestmannaeyjar: ÍBV – Selfoss .......... 19.30
Hertz-höllin: Grótta – Fram................ 19.30
Valshöllin: Valur – Stjarnan................ 19.30
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild kvenna:
Mustad-höllin: Grindavík – ÍR ............ 19.15
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót karla, Hertz-deildin:
Akureyri: SA Víkingar – Esja ............. 19.30
Í KVÖLD!
TM-höllin Garðabæ, Olísdeild karla,
mánudaginn 19. febrúar 2018.
Gangur leiksins: 5:3, 6:6, 9:7, 11:11,
14:14, 15:16, 17:19, 21:21, 23:23,
25:23, 27:25, 31:28.
Mörk Stjörnunnar: Ari Magnús Þor-
geirsson 9/3, Egill Magnússon 8, Leó
Snær Pétursson 4, Andri Hjartar Grét-
arsson 3, Birgir Steinn Jónsson 3,
Sverrir Eyjólfsson 2, Garðar Benedikt
Sigurjónsson 1, Starri Friðriksson 1.
Varin skot: Lárus Gunnarsson 8, Ólaf-
ur Rafn Gíslason 1.
Utan vallar: 10 mínútur
Mörk Fjölnis: Kristján Örn Krist-
jánsson 10, Sveinn Þorgeirsson 5,
Bjarki Lárusson 3, Sveinn Jóhannsson
3, Arnar Snær Magnússon 2, Breki
Dagsson 2, Andri Berg Haraldsson
1/1, Sigfús Páll Sigfússon 1, Bergur
Snorrason 1.
Varin skot: Bjarki Snær Jónsson 14.
Utan vallar: 10 mínútur
Dómarar: Sigurgeir M. Sigurgeirsson
og Ægir Sigurgeirsson.
Áhorfendur: 240.
Stjarnan – Fjölnir 31:28
Kaplakriki, Olísdeild karla, mánudag-
inn 19. febrúar 2018.
Gangur leiksins: 3:3, 6:8, 9:11, 12:14,
14:15, 15:17, 19:20, 21:23, 24:27,
26:28, 29:30, 31:30.
Mörk FH: Einar Rafn Eiðsson 8, Ísak
Rafnsson 6, Arnar Freyr Ársælsson 5,
Ásbjörn Friðriksson 4/3, Ágúst Birg-
isson 4, Óðinn Þór Ríkharðsson 4.
Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson
10, Birkir Fannar Bragason 3.
Utan vallar: 6 mínútur
Mörk Vals: Magnús Óli Magnússon 6,
Alexander Örn Júlíusson 5, Anton
Rúnarsson 3/1, Ólafur Ægir Ólafsson
3, Sveinn Aron Sveinsson 3, Orri
Freyr Gíslason 3, Vignir Stefánsson
3, Stiven Tobar Valencia 2, Snorri
Steinn Guðjónsson 2.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvins-
son 12/1, Sigurður Ingiberg Ólafsson
3.
Utan vallar: 8 mínútur
Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og
Jónas Elíasson.
Áhorfendur: 563.
FH – Valur 31:30