Morgunblaðið - 20.02.2018, Side 3
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2018
skólaboltanum hafði ég annað hlutverk
inni á vellinum. Mitt hlutverk var ekki
ósvipað og Draymond Green hefur hjá
Golden State. Ég var alltaf að kljást við
hávaxnari menn en hér er ég oftar að
glíma við lágvaxnari menn. Þjálfararnir
leyfa mér að spila minn leik hjá ÍR. Ég
var ekki bara settur í að taka fráköst og
koma boltanum á leikstjórnandann. Ég
get þess vegna farið með boltann fram
völlinn, ég hef leyfi til að keyra á vörn-
ina, skjóta þriggja stiga skotum og gera
nánast hvað sem er. Ég verð að hrósa
þjálfarateyminu fyrir það í stað þess að
breyta mínum leikstíl. Þetta atriði auð-
veldaði aðlögunina fyrir mig inni á vell-
inum,“ útskýrir Taylor sem var ráðlagt
af umboðsmanni sínum að taka tilboði
ÍR-inga.
Rétt metið hjá umbanum
„Umboðsmaður minn hringdi í mig
seint í september og sagði mér frá ís-
lensku deildinni því hann talda hana
vera heppilega til að byrja atvinnu-
mannaferilinn. Flóknara var það
nú eiginlega ekki og ég veit ekki
einu sinni hvort mér bárust önnur
tilboð eða aðrar fyrirspurnir. Ég
stökk á þetta tækifæri og reyni að
vinna eins vel úr því og ég get,“ sagði
Taylor og að hans sögn er umboðsmað-
urinn með leikmenn á sínum snærum
víða um heim og þekkir því landslagið í
bransanum.
„Ég vissi lítið sem ekkert um Ísland
en þegar ég kom hingað þá sá ég kunn-
uglegum andlitum bregða fyrir í leikj-
um. Fyrsti leikur minn var á móti
Tindastóli og þar var Antonio Hester en
við höfðum verið í sömu æfingabúð-
unum í Miami á Flórída um sumarið.
Ég kannaðist við tvö önnur andlit frá
Bandaríkjunum, leikmenn sem ég hafði
spilað á móti.“
Allt opið í úrslitakeppninni
Nú er farið að styttast í að úr-
slitakeppnin hefjist með tilheyrandi
skemmtun. ÍR er eitt þeirra fjögurra
liða sem sýnt hafa mestan stöðugleika í
deildinni ásamt Haukum, Tindastóli
og KR. Taylor segist ekki sjá fyrir sér
eitt lið sem eigi afgerandi mesta
möguleika á titlinum í vor.
„Öll lið sem komast í úrslita-
keppnina eru nógu góð til að vinna.
Maður verður að koma rétt stilltur
inn í leikina, ekki of spenntur né of slak-
ur. Við þurfum að vera einbeittir. Það
skemmtilegasta við íþróttir er að þótt
eitt lið sé sigurstranglegra en annað þá
er ekki sjálfgefið að úrslitin verði í takti
við það. Ég sé ekki að neitt lið sé sigur-
stranglegast. Við höfum spilað vel og ég
tel okkur því eiga fína möguleika þótt
ég vilji ekki
hljóma
hroka-
fullur. Allt getur gerst og það hefur til
dæmis gerst í NBA-deildinni að lið í átt-
unda sæti hafi slegið út lið í fyrsta sæti í
úrslitakeppninni.“
Veðrið er ekki vandamál
Taylor kann alveg ágætlega við sig í
Reykjavík. Hann kemur frá Indianapol-
is í Indianaríki, einni fjölmennustu
borginni í miðvesturríkjum Bandaríkj-
anna. Engin sérstök viðbrigði fylgja því
veðurfarinu fyrir Taylor. „Ég kann
ágætlega við mig í Reykjavík. Ég er
vanur þessu veðurfari en ég var reynd-
ar ekki hérna allan tímann sem skamm-
degið er sem mest því ég fór heim í
jólafrí. Ekki þarf að hafa mikið fyrir
mér til að ég sé sáttur. Á meðan ég
hef rúm til að sofa í og sturtu til
að baða mig þá spjara ég mig.
Fólkið er vinalegt, til dæmis
allir í kringum ÍR og almennt
séð tala Íslendingar ensku,“
sagði Taylor sem safnar
kröftum í frítíma sínum en
fylgist auk þess vel með
bandarískum íþróttum í sjón-
varpi.
„Ég tel mig vera frekar ró-
legan og afslappaðan að eðlisfari.
Ég reyni að fá góðan svefn en ég
spila tölvuleiki eins og menn af
minni kynslóð gera flestir. Ég hef
kynnt mér matarmenninguna hérna
og það sem þar er í boði. Ég horfi á
bandarískar íþróttir, körfubolta en
einnig ameríska fótboltann. Ég fer á
American bar til að sjá leikina.“
Opinn fyrir áframhaldandi veru
Spurður um hvað taki við hjá honum
að keppnistímabilinu loknu segist Tay-
lor vera opinn fyrir því að spila áfram
hérlendis en horfir skiljanlega til þess
að spila í deildum þar sem meira er um-
leikis.
„Ég hef ekki trú á öðru en að ég geti
verið atvinnumaður í körfubolta næstu
árin og það verður erfitt fyrir mig þegar
ég þarf að hætta í íþróttinni. Ég mun
leitast við að byggja ofan á mína getu og
komast í hærri gæðaflokk. Vonandi
verð ég í sterkari deild á næsta tímabili
en ef það gerist ekki þá hefði ég ekkert
á móti því að koma aftur hingað. Aðal-
atriðið er að byggja upp sinn feril á
skynsaman hátt,“ segir Ryan Taylor
ennfremur við Morgunblaðið.
Fær svigrúm til athafna
Bandaríkjamaðurinn Ryan Taylor féll eins og flís við rass við ÍR-liðið
Fékk menningarsjokk við komuna til Íslands Heppilegt að hefja ferilinn hér
Lykilmaður
Ryan Taylor hefur
skorað 22 stig og tekið
11 fráköst í leik fyrir ÍR
í vetur.
Karlalið ÍBV í handbolta verður í skálinni í
dag þegar dregið verður í 8-liða úrslit Áskor-
endabikars Evrópu. Raunar verður einnig
dregið til undanúrslita við þetta tækifæri, í
höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evr-
ópu í Vínarborg í hádeginu.
ÍBV, sem sló Ramhat frá Ísrael út í 16-liða
úrslitum, getur mætt eftirfarandi liðum: AEK
Aþenu (Grikklandi), Berchem (Lúxemborg),
Fyllingen (Noregi), Madeira Andebol (Portú-
gal), Potaissa Turda (Rúmeníu), Dynamo-
Victor (Rússlandi), Krasnodar (Rússlandi).
Eins og sjá má er mikill munur á hugsanlegu ferðalagi sem bíð-
ur Arnars Péturssonar og hans lærisveina, allt frá því að fara til
Noregs eða til Rússlands. Fyrri leikir 8-liða úrslita fara fram 24.
og 25. mars, og seinni leikirnir viku síðar. sindris@mbl.is
Hvert fara Eyjamenn?
Arnar
Pétursson
Topplið ensku úrvalsdeildarinnar í
knattspyrnu, Manchester City, féll úr
leik í 16-liða úrslitum ensku bik-
arkeppninnar í gærkvöld þegar liðið
tapaði 1:0 fyrir C-deildarliði Wigan.
Norður-Írinn eldheiti Will Grigg
skoraði sigurmarkið tíu mínútum
fyrir leikslok.
City, sem er langefst í ensku úr-
valsdeildinni og hafði aðeins tapað
tveimur leikjum í öllum keppnum á
leiktíðinni, á þrátt fyrir tapið enn
möguleika á að vinna fjóra titla á leiktíðinni. Það verð-
ur hins vegar Wigan sem mætir Southampton í 8-liða
úrslitum bikarkeppninnar sem fara fram dagana 16.-
19. mars. sindris@mbl.is
Grigg felldi Golíat
Will
Grigg
Íslensk knattspyrnufélög geta nú sótt um styrki frá UEFA, Knattspyrnu-
sambandi Evrópu, sem samtals geta numið allt að 50 þúsund evrum, jafnvirði
um 6,25 milljóna króna.
KSÍ auglýsti í gær eftir umsóknum um styrkina en þeir eru ætlaðir aðild-
arfélögum sem vinna að verkefnum er snúa að háttvísi eða samfélagslegri
ábyrgði. Heildarupphæðin, 50 þúsund evrur, getur svo skipst niður á eitt eða
fleiri verkefni.
Íslensku félögin eru með þessu verðlaunuð af UEFA fyrir háttvísi íslenskra
landsliða og félagsliða í leikjum á vegum UEFA frá 1. júlí 2016 til 30. júní 2017.
Ísland endaði nefnilega í efsta sæti sérstaks háttvísilista UEFA fyrir þetta
tímabil með 8,51 í einkunn eða 0,04 stigum á undan næstu þjóð, Hollandi.
Á tímabilinu sem um ræðir lék A-landslið kvenna til að mynda þrjá síðustu
leiki sína í undankeppni EM án þess að fá gult eða rautt spjald, og A-landslið
karla fékk átta gul spjöld en ekkert rautt í sex leikjum í undankeppni HM.
Heildarfjöldi leikja íslenskra landsliða og félagsliða sem taldi í einkunninni var
42. sindris@mbl.is
Milljónir vegna háttvísi
Handknattleiksdómararnir Anton
Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson
dæma viðureign HBC Nantes og Evr-
ópumeistarar HC Vardar í A-riðli
Meistaradeildar Evrópu í handknatt-
leik á sunnudaginn. Viðureign liðanna
fer fram á heimavelli Nantes í Frakk-
landi. Vardar er í efsta sæti A-riðils
þegar tvær umferðir eru eftir með 20
stig. Nantes er í öðru sæti, þremur
stigum á eftir. Um verður að ræða
fimmta leikinn sem þeir félagar dæma
í Meistaradeildinni á keppnis-
tímabilinu.
Víkingar í Reykjavík hafa samið við
norska knattspyrnumanninn Jörgen
Richardsen um að leika með þeim
næstu tvö árin. Hann er 29 ára gamall,
hægri bakvörður, og hefur leikið með
Kongsvinger í B-deildinni undanfarin
þrjú ár.
Ísland verður í riðli með Þýskalandi,
Svíþjóð og Rúmeníu í úrslitakeppni
Evrópumóts U20 ára liða karla í hand-
knattleik sem fram fer í Slóveníu 19.-
29. júlí. Íslenska liðið var í öðrum
styrkleikaflokki fyrir dráttinn. Tvö
efstu lið riðilsins komast í 8 liða úrslit.
Mótið fer fram í Celje sem er 40.000
manna borg í 80 km fjarlægð frá
höfuðborginni Ljubljana. Bjarni Fritz-
son er þjálfari U20 ára liðsins.
Hinn 21 árs gamli Christian Cole-
man frá Bandaríkjunum bætti heims-
metið í 60 metra hlaupi innanhúss á
bandaríska meistaramótinu í frjálsum
íþróttum sem fram fór um síðustu
helgi. Coleman kom í mark á 6,34 sek-
úndum og bætti heimsmetið um 0,05
sekúndur. Gamla metið átti Maurice
Green frá árinu 1998. Coleman náði
besta tíma ársins í 100 metra hlaupi á
síðasta ári þegar hann hljóp vega-
lengdina á 9,82 sekúndum en í úr-
slitahlaupinu á HM í London á síðasta
ári hafnaði hann í öðru sæti á eftir
Bandaríkjamanninum Justin Gatlin en
á undan Usain Bolt frá Jamaíku.
Körfuknattleiksmaðurinn Logi
Gunnarsson ætlar að leggja landsliðs-
skóna á hilluna að loknum leiknum við
Tékka á sunnudaginn. Logi staðfesti
þetta í samtali við Vísi í
gær. Hann á 146 lands-
leiki að baki á átján ár-
um og er fjórði leikja-
hæsti landsliðsmaður
Íslands. Íslenska liðið
mætir Finnum í Laug-
ardalshöll á föstudags-
kvöld og Tékkum á sunnu-
dag á sama stað en leikirnir
eru liðir í undankeppni
heimsmeistaramótsins.
Eitt
ogannað
Ryan Taylor tjáði Morgunblaðinu
að hann hefði á yngri árum lagt
mesta stund á þrjár fremur ólíkar
íþróttagreinar: Körfuboltann, am-
erískan fótbolta og golf.
Skemmtilegt er frá því að segja
að Taylor fékk fyrirspurn frá at-
vinnumannaliði í ameríska fótbolt-
anum, Chicago Bears sem leikur í
NFL-deildinni, um að koma í æf-
ingabúðir hjá félaginu. Vinnulagið
er með þeim hætti hjá liðum í
deildinni að haldnar eru æfinga-
búðir á milli tímabila þar sem leik-
menn geta reynt fyrir sér. Takist
þeim að heilla þjálfarana þá geta
þeir fengið samning hjá viðkom-
andi félagi.
Taylor fékk tölvupósta frá
„njósnara“ Bears um að koma til
æfinga en Taylor gaf það frá sér
enda með hugann við körfuboltann
og hafði kosið að keppa í þeirri
íþrótt í menntaskóla og háskóla.
Segir það hins vegar nokkuð um
íþróttamanninn Ryan Taylor að at-
vinnumannalið úr annarri íþrótt
skuli vilja skoða hann þótt hann
hafi ekki spilað þá íþrótt af krafti
síðan hann var 15 ára gamall.
„Margir sögðu við mig að mistök
hefðu verið að hafna þessu boði,“
segir Taylor en er hógvær varð-
andi þetta þótt augu blaðamanns-
ins hafi stækkað nokkuð þegar
Taylor hafði orð á þessu. Sjálfur
styður hann lið Indianapolis Colts í
NFL enda uppalinn í borginni.
„Ágætt lið þótt þetta tímabil hafi
verið slakt.“
Chicago Bears bauð Taylor til æfinga
Morgunblaðið/Hari
VIÐTAL
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
„Deildin er góð. Hér eru margir góðir
leikmenn og þessi deild býður upp á
hörkuleiki í hverri umferð. Nokkuð sem
er heppilegt fyrir mig á fyrsta ári sem
atvinnumaður. Ég vil fá áskoranir og
erfiða leiki sem ýta við mér. Slíkt er já-
kvætt og laðar fram það besta í manni
sem leikmanni. Ekki er hægt að koma
hingað með því hugarfari að maður geti
rölt í gegnum leikina bara af því maður
er frá Bandaríkjunum. Alls staðar er
hægt að finna góða körfuboltamenn og
íslensku leikmennirnir kunna ýmislegt
fyrir sér. Þeir geta nánast allir skotið
nokkuð vel. Við komuna til landsins
fékk ég menningarsjokk en ég hef að-
lagast vel,“ segir Bandaríkjamaðurinn
Ryan Taylor sem leikið hefur við hvern
sinn fingur með ÍR í Dominos-deildinni
í körfuknattleik í vetur. Hefur hann
skorað tæplega 22 stig að meðaltali í
leik og tekið tæp 11 fráköst að jafnaði.
Mestu máli skiptir þó að gamla körfu-
boltastórveldið ÍR hefur ekki spilað jafn
vel í áratug eða svo og er í baráttunni
um efsta sætið í deildakeppninni.
„Við höfum spilað góðan körfubolta
allt tímabilið en við viljum auðvitað ekki
verða of heitir of snemma. Mér reyndist
auðveldara að finna taktinn með liðinu
heldur en ég bjóst við fyrir fram. Við
skemmtum okkur vel og það er mikil-
vægast í þessu. Maður verður að njóta
þess að vinna leiki því þetta er ekki eins
skemmtilegur heimur þegar illa geng-
ur. Við eigum þrjá leiki eftir í deildinni
áður en úrslitakeppnin skellur á. Fram
að því reynum við að fínpússa okkar leik
eins og hægt er. Andinn er góður í okk-
ar liði og leikmenn og þjálfarar ná vel
saman sem er ávallt mikilvægt. Um leið
og liðinu gengur vel eru ungir leikmenn
einnig að fá tækifæri til að þróa sinn
leik. Þeir hafa fengið dýrmæta reynslu
og hafa bætt sig síðan ég kom.“
Fær að halda í leikstílinn
Taylor er afskaplega ánægður með
hlutverk sitt í ÍR-liðinu og hrósar þjálf-
arateyminu. Ekki er óvarlegt að segja
að hann sé naut að burðum en hreyfi-
getan er engu að síður góð og hann get-
ur auk þess skotið fyrir utan. „Í há-