Morgunblaðið - 20.03.2018, Síða 37

Morgunblaðið - 20.03.2018, Síða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018 Vor 2018 Opið virka daga frá 10-18, laugardag 11-15. Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Forvitni þín leiðir þig á ókunnar slóðir þar sem óvænt verkefni bíða þín. Andagiftin fær þig til að skara fram úr á ótrúlegan hátt. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú vilt koma hlutunum í verk í dag og gera þá almennilega. Mundu að hlutirnir ger- ast ekki sjálfkrafa og þú þarft að hafa fyrir þeim. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ef þú ert fastur einhverra hluta vegna, er dagurinn í dag sá rétti til þess að losa sig. Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Fólk lítur til þín um forustu og þú vilt ógjarnan valda því vonbrigðum. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Dagurinn hentar vel til samvista og samræðna við vini þína og maka. Innra með þér bærast rómantískar tilfinningar og hugs- anlega leyndarmál af einhverju tagi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ættir að reyna að hvíla þig eitt- hvað í dag, því þú hefur satt að segja gengið ansi nærri þér. Leitaðu ráða hjá vini um hvað gera skuli í framhaldinu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú átt einstaklega auðvelt með öll sam- skipti í dag, bæði við ókunnuga og þína nán- ustu. Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Hlutirnir ganga oft betur og hraðar fyrir sig ef þú reynir að verja þig fyrir umhverfinu. Það eru lausir endar, sem þú þarft að hnýta í dag. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur nóg á þinni könnu þessa dagana og skalt ekki taka meira að þér í félagsstarfinu en þú ert fær um að standa við. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert eitthvað utan við þig í dag en ættir þó ekki að gera lítið úr þeim hug- myndum sem þú færð. Notaðu daginn til að koma reglu á hlutina hjá þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú getur ekki skilið af hverju fólk getur ekki haldið sig við plön. Það hefur verið mikið að gera hjá þér að undanförnu og það verður það áfram næstu vikurnar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú finnur löngun hjá þér til að gera eitthvað nýtt og gætir fengið tækifæri til þess fyrr en síðar. Ef þú heldur að eitthvað sé ekki eins og það á að vera er það líklega rétt. Hér eru þrjár limrur eftir Helga R.Einarsson, – fyrst er „Sleggjan“: Uggandi’ á sleggjuna starð ’ann , en steinhissa fyrst þó varð ’ ann er ástin hans eina hin einlæga Steina brosandi með henni barð ’ann. Síðan „Þvermóðska“: Ég þoli’ ekki boðin og bönn, sagði Birna í dagsins önn. Hún er svo þver, því er nú ver, að þokast frá rassi ei spönn. Og síðast en ekki síst „Me too boð- skapur“: Hann vildi gjarnan háttana, en hann því miður ei áttana. Ef hún er ill og ekki neitt vill: Vinur minn, vera þá láttana. Þannig er ort með hækkandi sól, – Sigmundur Benediktsson gefur tón- inn: Burt af himni skunda ský, skelfast geislaþætti, skuggar flýja skældir í skjól af öllum mætti. Vindar stilla veðragný, virðast frekar staðir. Ljóssins þræðir laugast í lindaspegli glaðir. Undir þetta geta flestir tekið með Ármanni Þorgrímssyni: – „Þá verð ég nú langt leiddur ef ég ber mig ekki eftir matnum“: Þó að ég sé elliær og ekki klár til ferða matarbitinn mér er kær, mun svo lengi verða. Hér hittir Gunnar J. Straumland naglann á höfuðið á Boðnarmiði: Nú er volað, nú er skælt, næm er karlmannslundin. Kjökrað, grátið, kúrt og vælt. Karlmennskan er fundin. Reir frá Drangsnesi yrkir: Vanti efni er vitund dvín vísur úr að prjóna yrkja má um víf og vín og vakra klárinn Skjóna Ólafur Friðrik Magnússon svaraði: Fjölhæfur ég ekki er, ei ég kann að prjóna. Viltu væni lofa mér að vísnaklárnum þjóna! Kristján frá Djúpalæk orti: Og þú munt leita og leita hvort langt eða stutt þig ber að nýrri tækni og töfrum uns týnir þú sjálfum þér. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Þrjár limrur með hækkandi sól „ÞEGAR ÉG FÆDDIST NÁÐU ÞEIR MÖMMU MINNI ÞAR SEM HÚN REYNDI AÐ YFIRGEFA SPÍTALANN ÁN MÍN. HÚN VAR KÆRÐ FYRIR AÐ REYNA AÐ YFIRGEFA SLYS.“ „ÁTTU EINHVERJAR BÆKUR MEÐ STÓRUM OG GÓÐUM LITMYNDUM Í SEM GOTT VÆRI AÐ SETJA Í RAMMA?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... það sem lætur frídaginn þinn byrja vel. JÆJA, SLAKA Á, GRETTIR HROTUR SKRAMBANS, NÚ ÞARF ÉG AÐ BYRJA UPP Á NÝTT B Ó K A S A F N Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HVERNIG VAR LEIKRITIÐ? ÉG HLÓ! ÉG GRÉT! HANN GRÉT ÞEGAR HANN MISSTI POPPIÐ SITT Á GÓLFIÐ! L E I K H Ú S L E I K H Ú S Er Theresa May, forsætisráðherraBreta, á sama báti og Makbeð, það er á valdi afla sem hún hefur enga stjórn á sjálf? Þessari spurn- ingu varpaði Yanis Varoufakis, fyrr- verandi fjármálaráðherra Grikk- lands, fram í fyrirlestri sem hann flutti í Bretlandi í gærkvöldi. Um- gjörðin er Brexit sem Varoufakis bar saman við hið goðsagnakennda leikrit Williams Shakespeares. „Mikilleiki þessa leikrits er fólginn í því að það sýnir að vald getur leitt af sér algjört þróttleysi. Ég veit ekki hvort Theresa May hefur gert sér grein fyrir því ennþá!“ sagði hann í samtali við breska blaðið The Guardian um helgina. x x x Hafa ber í huga að Varoufakis vará sínum tíma andvígur Brexit, sem vakti mikla athygli í ljósi fram- komu Evrópusambandsins í garð Grikkja þegar þjóðin rambaði á barmi gjaldþrots fyrir fáeinum ár- um. Varoufakis var eftir sem áður sannfærður um að hagsmunum Breta væri betur borgið innan ESB og er það bersýnilega ennþá. Það er þó aukaatriði í þessu sam- bandi, hitt er áhugaverðara að stjórnmálamaður sé sér til ánægju og yndisauka að kafa í verk löngu látins leikskálds og finna í þeim hlið- stæður í samtímanum. Að vísu er Varoufakis ekki lengur í stjórn- málum; sagði af sér þegar tilraunir hans til að semja við lánardrottna Grikkja runnu út í sandinn. Auk þess að snúa sér aftur að sínu fyrra starfi, hann var prófessor í hagfræði í Aþenu, hefur Varoufakis verið vin- sæll fyrirlesari vítt og breitt um heiminn. x x x Bretum þykir að vonum mikiðkoma til dálætis hans á Shake- speare enda er verkum kappa á borð við Æskýlos og Sófókles mun frekar haldið að grískum skólabörnum. Á unglingsaldri rakst Varoufakis hins vegar á rykfallna þýðingu á Hamlet á heimili foreldra sinna og eftir það varð ekki aftur snúið. Hann lærði síðar og bjó í Bretlandi og hefur því bæði horft á samfélagið að innan og utan. vikverji@mbl.is Víkverji Og Jesús sagði við alla: „Hver sem vill fylgja mér afneiti sjálfum sér, taki kross sinn daglega og fylgi mér.“ (Lúkasarguðspjall 9.23)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.