Morgunblaðið - 20.03.2018, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018
Við erum á facebook
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Peysur
Kr. 8.990
Str. 38/40-50/52
Litir: bleikt, dökkblátt
STAÐSETNING:
H Ó T E L R E Y K J AV Í K N AT U R A
TÍMASETNING
2 3 . M A R S K L . 12
SKRÁNING FER FRAM Á
I S AV I A . I S/ V E I T I N G A R E K S T U R
K Y N N I N G A R F U N D U R V E G N A
Ú T B O Ð S Á R Ý M I U N D I R
V E I T I N G A R E K S T U R Í S U Ð U R -
B Y G G I N G U F L U G S T Ö Ð V A R
L E I F S E I R Í K S S O N A R
Isavia leitar að aðilameð góða reynslu af veitingarekstri og hefur
yfir að ráða vörumerki sembýður upp á afgreiðslu ámat úr fersku
hráefni á innan við tveimurmínútum. Gerð er krafa um að viðkom-
andi bjóði upp á pítsur í sneiðum, fersk salöt o.fl.
Nánari upplýsingar verða kynntar á fundinum.
V I Ð S K I P T A T Æ K I F Æ R I Á K E F L A V Í K U R F L U G V E L L I :
G E T U R Þ Ú E L D A Ð F Y R I R
M I L L J Ó N I R FA R Þ EG A ?
Grasrótin er að vakna varðandi leit
að lækningu við mænuskaða og betri
umönnun mænuskaddaðra, að sögn
Auðar Guðjónsdóttur, stjórnarfor-
manns Mænuskaðastofnunar Ís-
lands. Hún er nýkomin frá Banda-
ríkjunum ásamt þeim Oddnýju
Arthúrsdóttur og Soffíu Arnar-
dóttur. Þær komust m.a. í samband
við Christopher & Dana Reeve
Foundation sem styður við leit að
lækningu við mænuskaða og bættri
umönnun mænuskaddaðra. Þær
hittu einnig talskonur bandarískra
baráttusamtaka fyrir málefnum
mænuskaddaðra.
„Allt þetta fólk vissi af þeirri póli-
tísku leið sem við á Íslandi höfum
talað fyrir. Ef íslensk stjórnvöld
vilja vinna áfram að því að vekja at-
hygli á mænuskaða og leit að lækn-
ingu við honum hjá alþjóðastofn-
unum þá er Christopher
Reeve-stofnunin tilbúin að styðja
það. Sjóðurinn á mikið fé og hefur
góð sambönd,“ sagði Auður. Ís-
lensku konurnar fóru m.a. á fundi í
bandaríska þinghúsinu.
„Spinal United, regnhlífarsamtök
50 mænuskaðafélaga, vilja að virkni-
meðferð verði beitt í meiri mæli í
endurhæfingu,“ sagði Auður. „Við
kynntum hina pólitísku leið Íslend-
inga og hvert við stefnum. Amerísku
konurnar vilja líka fara þessa póli-
tísku leið og leita pólitísks stuðnings
við betri endurhæfingu og meðferð.
Það verður að vekja athygli á þessu.
Deborah Flynn á lamaðan son og er
stofnandi QUAD-stofnunarinnar.
Hún er baráttukona og hefur sterk
pólitísk tengsl. Deborah og fleiri
ætla að vinna að því að Bandaríkin
beiti sér innan alþjóðastofnana, eins
og Ísland hefur gert. Þá vinna
Warrior Momz að því að betri end-
urhæfing og lækning við mænu-
skaða verði alheimsverkefni.“
gudni@mbl.is
Mikill áhugi á íslensku leiðinni
Grasrótin tekur
upp málefni
mænuskaddaðra
Ljósmynd/Mænuskaðastofnun
Þinghús Bandaríkjanna F.v.: Justin Beland almannatengill, starfar fyrir
Christopher & Dana Reeve Foundation, Oddný Arthúrsdóttir, Eduardo Sa-
casa, lögfræðilegur ráðgjafi Marco Rubio þingmanns frá Florida, Auður
Guðjónsdóttir, Soffía Arnardóttir, Deborah Flynn, stofnandi Quad Founda-
tion. Neðri röð f.v.: Shelly Kerchner og Tracy Tredennick.
Kvikmynda-
leikarinn
Christopher
Reeve (f.
1952, d.
2004) var
þekktur fyrir
leik sinn í
kvikmynd-
unum um
Superman.
Hann lam-
aðist 1995 eftir fall af hestbaki.
Eftir það var hann bundinn við
hjólastól og þurfti að notast
við færanlega öndunarvél til
hinsta dags. Reeve nýtti frægð
sína og fjármuni til að styrkja
stofnfrumurannsóknir og rann-
sóknir á mænuskaða. Einnig
barðist hann fyrir ýmsum hags-
munum lamaðra. Stofnun hans,
Christopher Reeve Foundation,
síðar Christopher & Dana
Reeve Foundation, vinnur
áfram að því að styrkja hans
hjartans mál.
Dana Reeve (f. 1961, d.
2006) var bandarísk leik- og
söngkona og baráttukona fyrir
réttindum fatlaðra. Hún var gift
Christopher Reeve og áttu þau
einn son. Dana Reeve lést af
völdum lungnakrabbameins,
þrátt fyrir að hafa aldrei reykt.
Hugsjóna- og
baráttufólk
REEVE-HJÓNIN
Christohper og
Dana Reeve