Morgunblaðið - 27.03.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.03.2018, Blaðsíða 1
HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Það var þungu fargi létt af mér,“ sagði Sverre Andreas Jakobsson, þjálfari Akureyrar handbolta- félags, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær og spurði út í liðanina eftir að lið hans tryggði sér sæti í Olísdeild karla á næstu leiktíð. Akureyri innsiglaði sigur og efsta sæti næst efstu deildar, Grill 66-deildarinnar, með sigri á HK í Höllinni á Akureyri á föstu- dagskvöldið, 26:20. Akureyri handboltafélag féll úr Olísdeildinni fyrir ári og í fram- haldinu ákvað KA, sem var annar angi liðsins, að hætta samstarfinu við Þór um Akureyrarliðið. KA hóf á ný eigin útgerð með meistara- flokkslið í karlaflokki. Þeir sem voru á annarri skoðun en KA- menn ákváðu að halda ótrauðir áfram keppni undir merkjum Ak- ureyrar handboltafélags. Þegar upp var staðið á föstudagskvöldið hafnaði Akureyri í efsta sæti en KA í öðru sæti og fer í umspil ásamt þremur öðrum liðum um eitt laust sæti í efstu deild á næsta keppnistímabili. Framan af leiktíðinni var Akur- eyrarliðið í öðru sæti en hélt uppi dampi eftir áramótin og fékk 15 af 16 stigum mögulegum í síðustu átta leikjunum eftir áramót. Sigur á heimavelli á móti KA og á úti- velli gegn ungmennaliði Hauka skiptu nánast sköpum. „Eftir þetta var það í okkar höndum að halda efsta sætinu með tveggja til þriggja stiga forskot á næsta lið. Þessi staðreynd hélt okkur við efn- ið allt til loka,“ sagði Sverre og viðurkenndi að í lokaleiknum við HK á föstudaginn í Höllinni á Ak- ureyri hefðu menn lítið oft á leik- klukkuna, oftar en venjulega að minnsta kosti. Fundum styrkinn þegar á leið „Það var alltaf markmiðið að endurheimta sæti í deildinni þrátt fyrir það sem á undan var gengið. Við vorum hinsvegar ekkert vissir um að við værum með lið til þess að vinna deildina. Þegar á keppn- istímabilið leið þá fundum við að það var nægur styrkur í liðinu til þess að ná efsta sætinu. Ég er mjög ánægður með að okkur tókst að halda dampi til loka. Ég er viss um að við áttum sigurinn skilið,“ sagði Sverre sem ákvað í umbrot- unum fyrir ári að standa við sinn samning og þjálfa Akureyrarliðið þrátt fyrir að óljóst væri hvaða leikmönnum hann hefði úr að spila. Nokkrir leikmenn þáverandi Ak- ureyrarliðs fóru í KA og aðrir fluttu suður til náms. „Þegar ég skrifaði undir samn- ing þess efnis að halda áfram að þjálfa Akureyarliðið lá ekki skýrt fyrir hvaða leikmenn myndu skipa liðið þegar æfingar hæfust um sumarið. Þegar frá leið skýrðist hvaða leikmenn ætluðu að vera um kyrrt og þá var unnið út frá því. Ég er bara þakklátur þeim fyrir að hafa gefið kost á sér á að vera áfram og halda í þessa vegferð með mér sem keppnistímabilið hef- ur verið,“ sagði Sverre og bætti við. „Menn náðu fljótt vel saman. Við ýttum öllum ríg eða sundr- ungu frá okkur og einbeittum okk- ur að því sem skipti máli sem var að búa til handboltalið. Vinnan hófst og uppskeran liggur nú fyrir. Veturinn hefur verið afar skemmtilegur að mörgu leyti,“ sagði Sverre sem hefur haft fyrr- verandi samherja og fóstbróður úr vörn landsliðsins, Ingimund Ingi- mundarson, sér við hlið við þjálf- unina. „Ég reikna með að verða áfram þjálfari Akureyrarliðsins. Ég hef ekki gengið frá einu né neinu í þeim efnum ennþá en hef rætt við forráðamenn félagsins og sé ekki fram á annað en að halda áfram mínu starfi. Vonandi verður form- lega gengið frá samkomulagi á næstu dögum,“ sagði Sverre. Byrjað að skipuleggja næsta tímabil Sverre segir menn vera byrjaða að velta næstu leiktíð fyrir sér. Þrír leikmenn Akureyrar þurfa að gangast undir smáaðgerðir vegna meiðsla. Þar sem keppnistíma- bilinu sé lokið sé lögð áhersla á að þeir komist sem fyrst undir lækn- ishendur svo þeir verði klárir í slaginn þegar æfingar fyrir næstu leiktíð hefjast. Eins þarf að kanna möguleika á styrkingu liðsins. „Stjórnin er að vinna í sínum málum varðandi styrktarsamninga og við að þreifa fyrir okkur með að fá leikmenn til okkar. Við þurfum ekki marga leikmenn en réttu mennina. Meðal annars þurfum við að fá meiri reynslu í hópinn sem er að mestu skipaður ungum leik- mönnum,“ sagði Sverre sem legg- ur áherslu á að liðið verði áfram að mestu byggt upp á heimamönn- um. „Við erum með fjölmennan hóp af yngri leikmönnum, meðal annars í ungmennaliði okkar, sem geta vel komið inn í aðalliðið á næstu tveimur árum. Við erum að minnsta kosti bjartsýnir um þessar mundir,“ sagði Sverre Andreas Jakobsson, þjálfari Akureyrar handboltafélags. Erum bjartsýnir núna  Sverre verður áfram þjálfari Akureyrar handboltafélags  Stór áfangi að end- urheimta sæti í Olísdeildinni  Nægur efniviður en þarf meiri reynslu í hópinn Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ánægður Sverre Jakobsson faðmar Hafþór Má Vignisson liðsmann sinn þegar sigur í Grill 66-deildinni var í höfn. Gleði F.v.: Patrekur Stefánsson, Jóhann G. Sævarsson, Hilmir Kristjánsson, Lukas Simanavicius, Arnþór Gylfi Finnsson, Friðrik Svavarsson, Brynjar Hólm Grétarsson, Arnþór Þorri Þorsteinsson og Arnar Þór Fylkisson. ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2018 ÍÞRÓTTIR Knattspyrna Hinn 33 ára gamli Jefferson Farfán er þekktasti leikmaður perúska landsliðsins í knattspyrnu sem mætir Íslandi í vináttulandsleik í New Jersey í nótt. Hann hefur ekki alltaf verið til fyrirmyndar. 4 Íþróttir mbl.is Lærisveinar Lars Lagerbäck í norska karla- landsliðinu í knattspyrnu fögnuðu í gær 1:0 sigri á Albön- um í vináttu- landsleik í Elbes- an í Albaníu. Sigurd Rosted, leikmaður belg- íska liðsins Gent, skoraði sig- urmarkið á 70. mínútu leiksins en þetta var hans fyrsti landsleikur. Rosted kom inná á 62. mínútu og hann var ekki lengi að stimpla sig inn. Þetta var annar sigur Norð- manna á fjórum dögum en þeir unnu öruggan 4:1 sigur gegn Ástr- ölum á föstudagskvöldið. Aftur fagnaði Lagerbäck Lars Lagerbäck Atvinnukylfing- urinn Ólafía Þór- unn Kristins- dóttir keppir á sínu fyrsta risa- móti á árinu á LPGA-mótaröð- inni í vikunni en hún er á meðal keppenda á ANA Inspiration sem hefst í Kaliforníu í Bandaríkjunum á fimmtudaginn. Mótið fer fram á Mission Hills Country Club í Rancho Mirage í Kaliforníu. Þetta verður frumraun hennar á þessu móti. Hún er þar með fyrsti íslenski kylfingurinn sem leikur á þessu risamóti. gummih@mbl.is Á stórmót í Kaliforníu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Evrópumeistarar Portúgala stein- lágu fyrir Hol- lendingum, 3:0, þegar þjóðirnar áttust við í vin- áttuleik sem fram fór í Sviss í gærkvöld. Memphis Depay, Ryan Babel og Virgil van Dijk skoruðu mörk Hollend- inga í fyrri hálfleik en Portúgalar léku manni færri síðasta hálftíma leiksins eftir að Joao Cancelo var vikið af velli. Cristiano Ronaldo fór af velli á 68. mínútu í liði Evrópumeist- aranna eftir að hafa átt erfitt upp- dráttar. Hann verður í eldlínunni með Real Madrid í Las Palmas á laugardagskvöld. sport@mbl.is Ronaldo og félagar stein- lágu í Sviss Cristiano Ronaldo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.