Morgunblaðið - 05.04.2018, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018FRÉTTIR
SVEIGJANLEGOGLIPUR
INNHEIMTUÞJÓNUSTA
Hafðu samband, við leysum málin með þér!
Laugavegur 182, 105 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is
Mesta lækkun Mesta hækkun
VIKAN Á MÖRKUÐUM
AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn)
ORIGO
-4,45%
23,6
HAGA
+2,38%
43,05
S&P 500 NASDAQ
-1,80%
6.936,272
-1,35%
2.605,35
-0,15%
7.034,01
FTSE 100 NIKKEI 225
5.10.‘17 5.10.‘1728.3.‘18 4.4.‘18
1.700
702.300
2.171,5
1.993,53
Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær.
57,0 67,64
-0,63%
21.319,55
BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)
50
Innflutningur á tengiltvinnbílum á
fyrstu þremur mánuðum ársins nálg-
ast heildarinnflutning slíkra bíla allt
árið 2016. Í janúar, febrúar og mars
voru fluttir inn 718 tengiltvinnbílar,
en árið 2016 voru 782 slíkir bílar flutt-
ir inn. Á síðasta ári tók innflutningur
tengiltvinnbíla kipp, en þá voru fluttir
inn 2.136 bílar. Á fyrstu þremur mán-
uðum síðasta árs voru fluttir inn 494
tengiltvinnbílar.
Samdráttur varð í innflutningi
hreinna rafbíla á fyrstu þremur mán-
uðum ársins, en 101 bíll af slíkri gerð
var fluttur inn. Á sama tíma í fyrra
voru fluttir inn 190 hreinir rafbílar.
Innflutningur á hreinum rafbílum
tvöfaldaðist rúmlega á síðasta ári
þegar fluttir voru inn 854 bílar.
Rafbílar enn óhentugir
til lengri ferðalaga
Özur Lárusson, framkvæmdastjóri
Bílgreinasambandsins, segir að
tengiltvinnbílar séu ákveðið millistig í
rafbílaþróuninni og að net hleðslu-
stöðva sé enn í uppbyggingu.
„Tvinnbílarnir eru þannig að í
besta falli er hægt að keyra fimmtíu
kílómetra á rafmagninu einu og þá
tekur mótorinn við. Fólk sem ætlar
að keyra lengri leiðir getur ekki alveg
nýtt sér hreina rafmagnsbíla óhindr-
að þó hleðslustöðvar séu nú um allt
landið. Þær munu ekki gagnast öllum
eins og staðan er núna. Í millitíðinni,
þar til þetta kerfi verður þéttara og
betra, þá henta tvinnbílarnir mjög
vel. Ég spái því að í framtíðinni snúist
þetta við og þá verði meiri aukning í
sölu rafbíla heldur en tvinnbíla,“ seg-
ir hann.
Özur telur að kerfi hleðslustöðva
sem nú hefur verið komið á fót anni
enn ekki miklum fjölda rafbíla.
„Það eru komnar hleðslustöðvar í
alla stærri þéttbýliskjarna landsins,
en víða er þó bara einn staur. Það
dugar ekki fyrir mikinn fjölda rafbíla.
Þetta er samt bara byrjunin, ein-
hvers staðar þarf að byrja,“ segir Öz-
ur.
Orka náttúrunnar (ON) tilkynnti í
síðustu viku að nú væri hægt að aka
hringinn um landið á rafmagnsbíl, en
þá var opnuð hraðhleðslustöð við Mý-
vatn. Stendur hún við Fosshótel í
Reykjahlíð, en þar er einnig hefð-
bundin hleðslustöð.
Alls rekur ON nú þrjátíu hleðslu-
stöðvar víðsvegar um landið.
Samdráttur í sölu nýrra bíla
Í tilkynningu frá Bílgreina-
sambandinu segir að í mars hafi
reynst 11,9% samdráttur í sölu nýrra
bíla almennt. Nýskráðir bílar á tíma-
bilinu voru 1.833 samanborið við
2.081 á sama tíma í fyrra, þ.e. sam-
dráttur um 248 bíla. Á fyrstu þremur
mánuðum ársins voru skráðir 4.615
nýir bílar, 42 bílum færri en á sama
tíma í fyrra. Af nýskráðum bílum á
þessu ári voru 1.685 bílar skráðir sem
bílaleigubílar.
Flestir seldir bílar frá Toyota
Flestir bílar sem nýskráðir hafa
verið eru af gerðinni Toyota, eða 938
talsins. Þar á eftir koma KIA með 522
bíla og Nissan með 421 bíl.
Mest seldi tengiltvinnbíllinn á Ís-
landi á síðasta ári var Mitsubishi Out-
lander PHEV, en 884 slíkir seldust,
29,6% allra seldra tengiltvinnbíla. 523
bílar af gerðinni Nissan Leaf voru
seldir eða 17,5%, 271 bíll af gerðinni
Volvo XC90 PHEV, eða 9,1%, 122
bílar af gerðinni Audi A3 e-Tron og
106 bílar af gerðinni Volkswagen Golf
GTE, eða 3,5%. Rúmlega þriðjungur
af seldum tengiltvinnbílum á síðasta
ári var af öðrum tegundum.
Kippur í innflutningi
á tengiltvinnbílum
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Fjöldi innfluttra tengiltvinn-
bíla er næstum jafn mikill
og allt árið 2016. Sam-
dráttur er í innflutningi
hreinna rafbíla, en net
hleðslustöðva vex hratt.
Morgunblaðið/Ófeigur
Innflutningur á tengiltvinnbílum stórjókst á fyrstu mánuðum ársins saman-
borið við sama tímabil í fyrra. Samdráttur varð í innflutningi hreinna rafbíla.
KAUPHÖLL
Mest velta var með hlutabréf Sýnar,
sem áður hét Vodafone, á meðal
minni fyrirtækja sem skráð eru í
kauphallir Nasdaq Nordic í mars-
mánuði. Að meðaltali nam velta með
bréfin 0,9 milljónum evra á dag eða
rúmlega hundrað milljónum króna.
Það er tæplega 30% meiri velta á
dag en hjá sænska tæknifyrirtækinu
Invuo Technologies AB sem skipaði
annað sætið og 50% meiri velta en
með bréf Fjarskipta í febrúar. Þetta
kemur fram í yfirliti frá Nasdaq.
Hluthafafundur Sýnar samþykkti
að breyta nafni félagsins hinn 22.
mars í kjölfar sameiningar við 365
miðla. Af þessu tilefni verður nafni
félagsins ásamt auðkenni tilboða-
bókar í viðskiptakerfi Nasdaq Ice-
land breytt frá og með 9. apríl 2018.
Fyrirtækjum sem skráð eru í
Kauphöll er skipað í þrjá flokka eftir
stærð: stórfyrirtæki, meðalstór og
lítil. Marel er eina félagið á íslenska
hlutabréfamarkaðnum sem flokkast
sem stórfyrirtæki, markaðsvirði
þess er 274 milljarðar króna. Þrjú
félög eru flokkuð sem lítil, þau eru
Sýn, Origo og Skeljungur. Markaðs-
virði Sýnar er 21 milljarður króna.
Það sem af er ári hafa bréfin hækk-
að um 4%.
Sýn veltumest smærri
félaga í Nasdaq Nordic
Morgumblaðið/Vodafone
Markaðsvirði Sýnar er 21 milljarður
króna og jókst um 4% frá áramótum.
SEÐLABANKI
Enn mun verða dráttur á birtingu
skýrslu þeirrar sem Seðlabanki Ís-
lands tilkynnti að í smíðum væri á
vettvangi hans árið 2015, og varðar
500 milljóna evra neyðarlán sem
bankinn veitti Kaupþingi í október
2008. Þetta staðfestir Stefán Jóhann
Stefánsson, ritstjóri á skrifstofu
seðlabankastjóra, í samtali við Við-
skiptaMoggann.
„Skýrslan liggur að verulegu leyti
fyrir í drögum en lokayfirferð er eft-
ir. Þegar skýrslan verður tilbúin
verður hún fyrst kynnt bankaráði
Seðlabanka Íslands með öllum trún-
aðarupplýsingum sem þar kunna að
vera. Eftir það verður tekin ákvörð-
un um birtingu. Allt tekur þetta tíma
og verkefni þeirra sem geta sinnt
þessu verki eru oft veruleg. Það set-
ur svo oft strik í reikninginn að
óvænt verkefni koma upp sem lúta
að vandamálum samtímans sem
verður að sinna. Oft er þar um að
ræða nýjar beiðnir frá Alþingi, rík-
isstjórn og ráðuneytum. Þetta eru
allt ástæður þess að ekki er hægt að
gefa bindandi tímasetningar varð-
andi fortíðarverkefni eins og þessi.
Þar er meira um að ræða áform, en
verkið er mjög langt komið þótt það
sé ekki hægt að festa útgáfu-
dagsetningu nú.“
Á síðustu árum hefur bankinn
ítrekað fullyrt að skýrslunnar yrði
að vænta innan skamms. Það var
síðast gert í samtali við Morgun-
blaðið í haust og því slegið föstu að
skýrslan yrði birt í janúar síðast-
liðnum. ses@mbl.is
Geta engu svarað um
neyðarlánsskýrsluna
NÝSKÖPUN
Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið App
Dynamic hefur kynnt nýja vöru í
samstarfi við Intel, eitt af stærstu
tæknifyrirtækjum heims. Pratik
Kumar, framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins, segir í samtali við Við-
skiptaMoggann að samstarfið hafi í
raun hafist fyrir einu og hálfu ári.
App Dynamic framleiðir hug-
búnað sem þjónustar AirPlay.
Fyrirtækið, sem var stofnað af hjón-
unum Kumar og Kristínu Ósk Ósk-
arsdóttur, hefur frá árinu 2011
þróað vöruna AirServer sem auð-
veldar notendum að varpa mynd,
myndbandi eða tónlist á milli skjáa,
bæði í gegnum Google Cast, Mira-
cast og AirPlay.
Kumar segir að með samstarfinu
geti fyrirtæki sem noti Intel Unite
boðið upp á svokallað „snjallt
fundarherbergi“ en með hjálp Air-
Server sé hægt að spegla eða varpa
allt að sex tækjum samtímis beint í
gegnum Intel Unite, án þess að nota
utanaðkomandi forrit eða viðauka.
Unnið sé að fleiri samstarfsverk-
efnum.
Að hans sögn hefur sala Intel
Unite tvöfaldast á hverju ári um
nokkurt skeið. Í fyrra voru 400 þús-
und eintök seld og er búist við að
varan verði komin í 800 þúsund
fundarherbergi.
App Dynamic skipaði 262. sætið á
lista Financial Times síðastliðið vor
yfir þau fyrirtæki sem vaxa hraðast í
Evrópu. Vöxturinn var 471% á ár-
unum 2012-2015.
Kumar segir að viðskiptavinir
App Dynamic séu um þrjár millj-
ónir. Starfsmenn séu tíu.
Tekjur félagsins voru 226 millj-
ónir árið 2016 og hagnaður var 34
milljónir króna, samkvæmt árs-
reikningi. helgivifill@mbl.is
Íslendingar í samstarfi við Intel
Kumar segir að unnið sé að fleiri
samstarfsverkefnum með Intel.