Morgunblaðið - 05.04.2018, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018FRÉTTIR
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Snögg
og góð
þjónusta
Stafrænt prentaðir
límmiðar á rúllum
Vantar þig lítið upplag?
Stafræn límmiðaprentun hentar vel fyrir minni upplög.
Pappír, hvítt plast, glært plast og fl. þú velur!
Sími 540 1818 | Skemmuvegi 4 | Kópavogi
midaprent@midaprent.is | midaprent.is
FERÐAFÉLAGI
Aðbúnaður flugferðalanga hefur
batnað svo um munar síðustu árin,
bæði á flugvöllum og í sjálfum flug-
vélunum. Tæknifyrirtækið Travel-
Mate Robotics hefur nú stigið gríð-
arstórt skref flugfarþegum til geðs
því nú hefur litið dagsins ljós fyrsta
snjallferðataskan, TravelMate.
Taskan er ýmsum kostum gædd,
en grunnhugmyndin að baki henni
byggist á því að eigandi hennar þurfi
ekki að draga hana með sér í ferða-
lög, heldur fylgi hún í humátt á eftir
honum.
Að því er fram kemur á vefsíðu
fyrirtækisins er taskan sú fyrsta í
heiminum sem er að öllu leyti sjálf-
keyrandi og kemst hún leiðar sinnar
sjálf, hvort sem hún liggur á bakinu
eða stendur upprétt.
Gervigreind að baki tækninni
Á vefsíðu TravelMate segir að
taskan sé búin fullkomnum staðsetn-
ingarbúnaði og forrituð með hjálp
gervigreindar svo hún geti auðveld-
lega skynjað umhverfi sitt í flug-
stöðvum, en þar er oft mannmargt
sem kunnugt er. Taskan er rafknúin,
en rafhlaðan er utanáliggjandi og
má hlaða með USB-tengi.
Hafi farangur týnst á flugferða-
lagi getur reynst ómögulegt að finna
hann aftur sé hann ekki merktur.
TravelMate leysir þennan vanda
með staðsetningarbúnaðinum, en
með upplýsingum úr GPS-kerfinu
má finna ferðatöskuna auðveldlega.
Töskunni eru gefnar skipanir með
snjallforriti fyrir snjallsíma, snjallúr
og spjaldtölvu og þar má einnig
finna upplýsingar um staðsetningu.
Fyrir þá sem hafa með sér mikinn
farangur er taskan einnig búin
snjallvigt. Einnig er hún þakin
LED-ljósum sem gefa til kynna raf-
hleðslu hennar á hverjum tíma.
TravelMate fæst í þremur stærð-
um og er minnsta gerðin sögð upp-
fylla alla staðla um handfarangur.
Sú stærsta hefur málin 75x31x52
cm. Minnsta gerð töskunnar kostar
um 1.100 bandaríkjadali, sú í miðið
kostar röska 1.300 dali og sú stærsta
tæplega 1.500 dali.
Gervigreind gerir töskunni kleift að
fylgja eiganda sínum hvert fótmál.
Ferðataska sem fylgir
fast á hæla farþeganna
samband. Þar þarf að hafa að-
eins meira fyrir hversdags-
legum hlutum eins og að hella
upp á kaffið. Þetta er yndislegt
svæði og bústaðurinn utan al-
faraleiðar.
Hvaða lögum myndirðu
breyta ef þú værir einráð
í einn dag?
Ég myndi setja strangari
skilyrði um athafnir og upp-
byggingu á vatnsvernd-
arsvæðum.
SVIPMYND Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Inga Dóra bendir á að hitaveituvæðing höfuðborgarsvæðisins hafi spar-
að mikinn útblástur koltvísýrings.
Krefjandi verkefni eru fram und-
an hjá Veitum og þarf Inga Dóra
að tryggja að fyrirtækið geti
haldið í við aukna eftirspurn eftir
heitu og köldu vatni, rafmagni og
fráveitum í vaxandi byggð.
Hverjar eru stærstu áskoran-
irnar í rekstrinum þessi miss-
erin?
Vatnsvernd er númer eitt, tvö
og þrjú. Margir taka því sem
sjálfsögðum hlut að vera alltaf
með hreint vatn en það er alls
ekki sjálfsagt og við viljum auka
vitund um það. Við finnum líka
vel fyrir auknum umsvifum í
samfélaginu og erum að glíma við
vaxtarverki vegna þeirra. Áhersl-
an nú er þétting byggðar sem
kallar á framkvæmdir á þegar
byggðum svæðum sem geta vald-
ið íbúum, fyrirtækjum og vegfar-
endum ónæði.
Hver var síðasta ráðstefnan
sem þú sóttir?
Hélt erindi á ársfundi Samorku
um daginn um framlag orku- og
veitufyrirtækja til loftslagsmála í
fortíð, nútíð og framtíð. Það er
gaman að hugsa til þess að hita-
veituvæðingin var stærsta fram-
lag Íslands til loftslagsmála og er
t.d. hitaveituvæðing höfuðborg-
arsvæðisins að spara útblástur
koltvísýrings sem nemur þremur
milljónum tonna á ári m.v. að
húshitun væri með olíu.
Hvaða hugsuður hefur haft
mest áhrif á hvernig þú starf-
ar?
Held að ég nefni Dale Carne-
gie hér. Þegar ég var nýskriðin
út úr skóla og var að fóta mig á
vinnumarkaðinum hjálpaði þessi
aðferðafræði mér mikið og gerir í
raun enn.
Hvernig heldurðu þekkingu
þinni við?
Ráðstefnur og námskeið eru
gulls ígildi og maður tekur alltaf
eitthvað með sér frá þeim. Þekk-
ing kemur líka með samvinnu
með fróðu fólki og öll reynsla
bætir í þekkingarbrunninn.
Hugsarðu vel um heilsuna?
Ég mætti hugsa betur um
hana, en einhvern veginn hef ég
komist í gegnum erfiðar margra
daga göngur og gengið tugi kíló-
metra með þyngdir á bakinu.
Líklega hef ég farið það meira á
seiglunni, þolinmæðinni og vilja-
styrknum!
Hvernig færðu orku
og innblástur?
Það geri ég í sumarbústaðn-
um okkar í Tungudal í Fljótum.
Þar er hvorki rafmagn né hita-
veita þannig að maður kemst í
allt annan gír og meira að segja
stutt síðan þar komst á síma-
NÁM: Stúdent frá Flensborg 1987; byggingarverkfræði frá HÍ 1993;
MS frá Chalmers tekniska högskola í Gautaborg 1996.
STÖRF: Hef starfað hjá Veitum og forverum hennar frá útskrift.
Byrjaði hjá Hitaveitu Reykjavíkur árið 1996 og vann þá við þróun
landupplýsingakerfis hitaveitunnar. Varð deildarstjóri þegar Orku-
veita Reykjavíkur varð til við samruna Hitaveitu Reykjavíkur og Raf-
magnsveitu Reykjavíkur. Hef gegnt ýmsum stjórnendastörfum inn-
an fyrirtækisins sem deildar-, sviðs- eða framkvæmdastjóri. Varð
framkvæmdastjóri Veitna þegar fyrirtækið var stofnað árið 2014.
ÁHUGAMÁL: Samvera með fjölskyldunni í frítímanum er dýrmæt-
ust af öllu. Syng í sönghópnum Spectrum sem gefur mér mikið og
er skemmtilegur félagsskapur. Finnst yndislegt að ganga á fjöll og
fara lengri ferðir með bakpoka. Almennt finnst mér gott að vera úti í
náttúrunni hvort sem það er hérlendis eða erlendis.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Gift Axel Jónssyni og eru dæturnar fjórar
talsins.
HIN HLIÐIN
LEIKFANGIÐ
Skylmingar þykja mjög holl hreyf-
ing, reyna bæði á liðleika, snerpu
og úthald. Skemmir heldur ekki
fyrir hvað skylmingar eru glæsileg
íþrótt, og leyfa iðkendum að kom-
ast í samband við sinn innri d‘Ar-
tagnan á sama tíma og þeir stæla
vöðvana og brenna fitu.
En nú er sverðaframleiðandinn
Leon Paul búinn að stíga merkilegt
skref sem brúar bilið á milli hefð-
bundinna ólympískra skylminga og
vísindaskáldskapar. Um er að ræða
n.k. geislasverð sem nota má til að
skylmast á sama hátt og Svarthöfði
og Logi geimgengill í Stjörnu-
stríðsmyndunum.
Sverðið samanstendur af hand-
fangi úr áli og sterku „blaði“ úr
hörðu og endingargóðu plasti. Inni í
blaðinu eru ljósdíóður og hægt að
stilla díóðurnar til að sýna tíu mis-
munandi liti „svo að hæfi bardaga-
stíl notandans“, eins og Leon Paul
orðar það. Velja má 87 cm eða 57
cm langt blað og á rafhlaðan að
duga fyrir 45-60 mínútna notkun.
Sverðið kostar 179 pund, um 25.000
kr. í netverslun Leon Paul, og vita-
skuld þarf að fjárfesta í skylm-
ingagrímu og hlífðarbúnaði til að
nota þetta ævintýralega
æfingatæki á öruggan hátt.
ai@mbl.is
Haltu þér í formi með geislasverði
Hleður rafhlöðurnar
í sumarbústaðnum