Morgunblaðið - 05.04.2018, Side 9

Morgunblaðið - 05.04.2018, Side 9
símarnir komu á markaðinn, en Apple hafði sent frá sér fyrsta iPhone-símann tveimur ár- um fyrr. „Einnig fóru Spotify og Netflix að gera sig meira og meira gildandi og fólk fór að þekkja þetta áskriftarmódel sem við höfðum alla tíð verið að reyna að kynna fyrir fólki. Sömuleiðis varð tæknin öll betri og þroskaðri.“ Í lok árs 2010 komst reksturinn í jafnvægi, tekjur dugðu fyrir kostnaði. „Þá vorum við orð- in sannfærð um að viðskiptamódelið virkaði. Viðskiptavinirnir voru orðnir um 15 þúsund talsins. Þarna vorum við þó enn bara með starf- semi í Svíþjóð og starfsmenn enn ekki mjög margir. Upp úr þessu fórum við að feta okkur yfir í önnur lönd með þjónustuna. Fórum til Danmerkur, Noregs og Hollands. Við festum kaup á mörgum fyrirtækjum, þar á meðal öðr- um hljóðbókafyrirtækjum eins og sænsku fyr- irtækjunum Massolit, Storyside, Earbooks og Barnbolaget í Svíþjóð, ásamt hljóðbóka- fyrirtækinu Rubinstein Audio í Hollandi og danska forlaginu Mofibo, en þau eru nú öll dótturfélög okkar.“ Keyptu Astrid Lindgren-bókaforlagið Næst á dagskrá hjá Storytel voru kaup á hefðbundnum bókaforlögum í þeim tilgangi að komast yfir meira af efni til að færa yfir á hljóð- bókaformið. Fyrir valinu varð rótgróið forlag, Norstedts Förlagsgrupp, elsti bókaútgefandi í Svíþjóð, stofnað árið 1890. Þau kaup vöktu mikla athygli enda um stórt félag að ræða með ýmsa þekkta rithöfunda á sínum snærum. Kaupverðið var jafnvirði hátt í tveggja millj- arða íslenskra króna. Í tilkynningu til kaup- hallar í Svíþjóð var sagt að kaupin væru liður í því hjá Storytel að „flýta fyrir vexti“. „Þarna fengum við líka stórt safn af áður út- gefnu efni. Norstedts gefur út höfunda eins og David Lagercrantz, sem er höfundur fram- haldsins af Karlar sem hata konur – Millenni- um-þríleik Stiegs Larssons, ásamt nokkrum nóbelsverðlaunahöfundum eins og Mario- Vargas Llosa og Jean-Marie Gustave Le Clé- zio. Barnabókaforlagið Rabén & Sjögren, sem er í eigu Norsteds, gefur síðan út marga af helstu barnabókahöfundum Svíþjóðar, þar á meðal bækur Astrid Lindgren.“ Norstedts er með um 100 starfsmenn, rétt eins og Storytel, og velti um fimm milljörðum íslenskra króna árið 2015. Í tilkynningu þegar forlagið var keypt sagði Jonas Tellander, forstjóri Storytel, að „draum- ur væri að rætast“: „Þessi kaup samþætta framúrskarandi tækni Storytel og marga af bestu höfundum Svíþjóðar. Norstedts Förlags- grupp býður upp á frábæra höfunda og glæsi- legt safn eldra efnis og Storytel mun núna gefa mun fleira fólki möguleika á að uppgötva sögur þeirra,“ sagði Jonas í tilkynningunni. „Það er nauðsynlegt að hafa aðgang að eigin efni og rithöfundum,“ segir Jón til útskýringar. „Þetta er ekki ósvipað því sem Netflix- streymisþjónustan gerir, sem er í sívaxandi mæli að framleiða eigið efni eða kaupa útgáfu- rétt að bíómyndum og sjónvarpsþáttaröðum.“ Auk þess að kaupa forlög á Storytel einnig í góðu sambandi við önnur forlög á hverjum markaði fyrir sig og gefur út þeirra efni sam- kvæmt samningi um tekjuskiptingu. Sögur með „cliffhanger“ Eitt af því sem er nýtt hjá Storytel er þjón- usta sem þeir kalla Storytel Original. „Við byrjuðum með þetta fyrir um ári. Þarna biðjum við höfunda að semja sögu sérstaklega fyrir hljóðbókaformið. Þetta eru þá um klukkutíma langir þættir. Það er búið að greina ítarlega hvað heldur fólki við efnið og einn galdurinn er að enda hvern kafla á svokölluðum „cliff- hanger“, eins og menn þekkja kannski úr spennuþáttum í sjónvarpi eða í framhalds- kvikmyndum. Lengdin, einn klukkutími, er passleg fyrir fólk sem er kannski á leið í vinn- una, gangandi, í strætó eða bíl. Hver saga er oftast um 20 klukkutímar. Þetta gengur mjög vel. Þarna fáum við líka annars konar við- skiptavini, fólk sem ekki hefur hlustað á hljóð- bækur áður. Þannig stækkar markaðurinn hjá okkur. Við erum núna komnir upp í 530 þúsund viðskiptavini sem borga fast mánaðargjald, samtals á öllum mörkuðum. Í fyrra tókum við inn 200 milljónir sænskra króna í hlutafé til að stækka enn frekar á mörkuðum utan Svíþjóðar og til að framleiða nýtt efni. Helmingurinn af því sem hlustað er á er þó efni sem er eldra en eins árs og því má segja að það sé góður mark- aður fyrir safnefnið. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur.“ Spurður út í nafnið sjálft, Storytel, segir Jón að upphaflega hafi fyrirtækið heitið öðru nafni. „Við hétum upphaflega „BookiLur“, sem þýðir Bók í símtól. Svo áttuðum við okkur á því að það myndi ekki virka mjög vel í útlöndum og skiptum því alfarið yfir í Storytel, en það nafn höfðum við samt sem áður átt frá byrjun líka. Með því að skipta alfarið yfir í Storytel-nafnið varð þetta alþjóðlegra. Storytel vísar bæði í ensku hugtökin story-telling og story í tele- phone.“ Nú er tónlistarstreymisfyrirtækið Spotify einnig frá Svíþjóð. Því liggur beint við að spyrja hvort einhver tengsl séu á milli fyrir- tækjanna. „Nei það eru engin tengsl, en við þekkjum stofnendurna lauslega. Þeir byrjuðu einu til tveimur árum á eftir okkur. Þeir voru með skrifstofur sínar hinum megin götunnar við okkur. Við erum hins vegar ekki í miklu sambandi við þá.“ Jón minnir á að Spotify hafi upphaflega ætl- að sér að fara líka inn í hljóðbókabransann. „Þeir hættu við það til að einbeita sér að tón- listinni. Við erum þó komnir með aðra sterka keppinauta á Norðurlöndunum, en við erum enn stærstir, bæði á Norðurlöndum og á öðrum mörkuðum þar sem við erum með starfsemi.“ Spurður nánar um sambærileg fyrirtæki nefnir Jón fyrst risann á markaðnum, Audible, sem er í eigu Amazon. Munurinn sé hins vegar sá að Audible býður ekki sama streymis- fyrirkomulag og Storytel gerir. „Þeir eru með annað viðskiptamódel. Þú færð eina bók fría á mánuði og kaupir svo bækur til viðbótar sem þú vilt hlusta á. Við erum annars ekki á sama markaði og Audible. Við erum nýlega komnir á markaði eins og Rússland og Indland, sem er mjög stór og spennandi markaður, og svo fullt af öðrum löndum. Við höfum hingað til ekki far- ið inn í lönd þar sem fyrir er eitthvert risa- fyrirtæki í hljóðbókabransanum.“ Hvernig berið þið ykkur að þegar þið herjið á ný lönd? „Við erum farnir að gera þetta alltaf með sama staðlaða hættinum. Við finnum fyrirtæki á heimamarkaði, eins og við gerðum hér á Ís- landi þegar við keyptum Skynjun. Þar er aðili sem er þegar byrjaður að vinna á markaðnum og kominn með reynslu og þekkingu. Svo er farið á fullt í að framleiða fleiri hljóðbækur.“ Tölfræðin yfir bókneyslu í Svíþjóð er at- hyglisverð að sögn Jóns. Hann segir að önnur hver bók sem „lesin“ er í Svíþjóð sé hljóðbók. „Bókamarkaðurinn var á niðurleið, en nú er hann á uppleið á ný, sem nemur fjórum pró- sentum, og það er allt út af hljóð- og rafbókum. Þess ber að geta að Storytel virkar þannig að ef þú hættir að hlusta á ákveðnum stað í sögunni geturðu byrjað að lesa bókina sem rafbók á sama stað og þú hættir að hlusta og öfugt. For- ritið man alltaf hvar maður er staddur. Hlust- unin er þó langmest notaða fyrirkomulagið.“ Hver eru helstu tækifærin fram undan fyrir Storytel að mati Jóns? „Það eru áframhaldandi landvinningar. Við erum að byrja á Spáni, svo eru það öll arabísku málin. Við erum að kíkja á það. Það tekur samt tíma að kenna fólki á hverjum markaði á hvern- ig þetta virkar. Það tekur skemmri tíma fyrir tónlistina að ná til fjöldans. Það þarf meiri þol- inmæði í þetta. En þegar fólk hefur áttað sig á fyrirkomulaginu gengur allt eins og í sögu.“ Hættur afskiptum af félaginu Jón er í dag hættur opinberum afskiptum af Storytel, en hann fór frá félaginu fyrir um ári. „Já, ég ákvað að hætta á þessum tíma. Þetta var rétti tíminn fyrir mig. Ég vildi fara að taka því rólegar fyrst ég hafði tök á því. Það var líka vegna fjölskyldunnar. Ég bý í Lundi, en var alltaf aðra hverja viku í Stokkhólmi. Þetta var mikil vinna. Ákvörðunin var samt erfið, en þeg- ar ég var búinn að taka hana var eftirleikurinn auðveldur,“ segir Jón en hann var fram- kvæmdastjóri tæknimála hjá Storeytel áður en hann hætti, eða Central Technical Officer, CTO, eins og það heitir á frummálinu. „Jonas er þarna ennþá að vinna á fullu og er forstjóri fyrirtækisins. Rustan Panday er einnig á kafi í fyrirtækinu. Hann er bæði formaður stjórn- arinnar og viðskiptastjóri á heimsvísu. Hann hefur reynst mikill stuðningur fyrir Jonas og mjög mikilvægur, ekki síst fyrst eftir að hann gekk til liðs við okkur.“ En nú þegar Storytel er komið af stað fyrir alvöru á Íslandi, hvernig líst honum á viðtök- urnar? „Mér finnst þetta frábært. Það eru komnir nú þegar rúmlega 3.000 viðskiptavinir, sem er mjög mikið fyrir svona lítið land. Íslendingar eru fljótir að tileinka sér tækninýjungar og ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu. Hér sé ég fyrir mér að verði hægt að prófa fullt af nýj- ungum, hvort sem er ný tækni í Storytel- appinu, nýjar bækur eða annað.“ Jón kom eins og fyrr sagði sérstaklega til landsins til að vera viðstaddur opinbera opnun Storytel hér á landi á dögunum, en kemur hann oft til landsins? „Já, ég geri það. Þetta er til dæmis í fjórða skiptið sem ég kem bara á þessu ári. Amma mín býr á Akureyri og pabbi minn og hálf- systur búa hér í Reykjavík. Þannig að ég kem reglulega í heimsókn til þeirra og þau til mín til Svíþjóðar.“ ð við sér á nýjan leik í Svíþjóð Morgunblaðið/Hanna MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 9VIÐTAL Síðan Jón yfirgaf Storytel hefur hann mest sinnt eigin fjárfestingum og þá helst sem englafjárfestir. „Ég fjárfesti mest í ungum sænskum netfyrirtækjum.“ En hvað með Ísland. Hefur Jón eitthvað fjárfest á Íslandi? „Nei, ekki ennþá. En það væri gaman. Ég þarf að kanna markaðinn. Ég vil gjarnan komast í samband við góð netfyrirtæki hér, helst fyrirtæki sem eru komin aðeins á legg. Ég á í nógu mörgum fyrirtækjum í bili sem eru að taka sín fyrstu skref.“ Jón á enn hlut í Storytel. „Ég seldi aðeins af hlut mínum eftir að ég hætti en ég á enn um 4% hlut, því ég hef mikla trú á fyrirtæk- inu til framtíðar.“ Ætla mætti að Jón hefði hugsað sér að hafa það náðugt héðan í frá, huga að eigin fjárfestingum og njóta lífsins í rólegheitum. En lítið fer fyrir því. „Ég er með hugmynd að nýju fyrirtæki,“ segir Jón. „Ég er að skoða mjög náið núna möguleika í gervigreind og notkun hennar í tengslum við verðbréfa- markaði.“ Hefur áhuga á að fjárfesta í íslenskum netfyrirtækjum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.