Morgunblaðið - 05.04.2018, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018FÓLK
Fréttir undanfarnar vikur af mik-
illi gagnasöfnun Facebook og
Google, hafa vakið bæði fólk og
fyrirtæki til vitundar um hve
miklu máli skiptir að fara varlega
með persónuupplýsingar.
Jón S. von Tetzchner, forstjóri
Vivaldi sem gefur út samnefndan
vafra, segir mega greina að við-
horf almennings sé að breytast –
og ekki seinna vænna.
„Það átti sér stað hugarfars-
breyting eftir hryðjuverkaárásir-
nar í Bandaríkjunum í september
2001, og fólk fór að hugsa sem
svo að nauðsynlegt væri að fórna
gagnavernd til að gera heiminn
öruggari. Smám saman hefur við-
horfið tekið að breytast aftur til
þess sem áður var, og fólk ekki
aðeins orðið betur meðvitað um
mikilvægi gagnaverndar heldur
er söfnun gagna orðin svo um-
fangsmikil að hún er orðin að
nýju öryggisvandamáli,“ segir
Jón. „Er skemmst að minnast
fjargviðrisins í kringum Cam-
bridge Analytica og hvernig það
fyrirtæki hefur blandað sér inn í
kosningar, og á vissan hátt
vopnavætt netið með þeim gögn-
um sem þar hafa verið gerð að-
gengileg.“
Símar og tölvur sem njósna
Jón segir allan þorra fólks ekki
gera sér grein fyrir umfangi
þeirrar gagnasöfnunar sem á sér
stað. Hann bendir líka á að oft sé
neytendum varla gefinn kostur á
öðru en að leyfa fyrirtækjum að
safna öllum þeim upplýsingum
sem þau vilja. „Sá sem kaupir sér
nýjan síma þarf oft að fallast á að
gefa framleiðandanum símans
alls kyns leyfi til gagnasöfnunar,
ella geta hreinlega ekki notað
símann. Oft eru skilmálar og leyfi
líka þannig orðuð að venjulegur
notandi skilur ekki hvað hann er
að heimila fyrirtækjunum sem
hann á í samskiptum við. Alls
kyns forrit safna síðan upplýs-
ingum langt umfram það sem
nauðsynlegt getur talist, geyma
þær miklu lengur en þörf er á, og
gefa notendum litla eða enga
möguleika á að fallast ekki á
gagnaöflunina. Nú síðast ákvað
Microsoft að gera það að sjálf-
krafa stillingu í nýja Windwos 10
stýrikerfinu að það safni per-
sónuupplýsingum um notandann,
og undarlegt að það sé hægara
sagt en gert fyrir neytendur að
kaupa tölvu sem ekki njósnar um
þá á einhvern hátt.“
Að mati Jóns er það líka
áhyggjuefni hve mörg fyrirtæki
virðast byggja viðskiptamódel
sitt á öflun og sölu persónu-
upplýsinga. Meðfram störfum
sínum hjá Vivaldi fylgist Jón
vandlega með sprotasamfélaginu
og segir hann mörg ný fyrirtæki
gera út á að nýta möguleika
tækninnar til hins ýtrasta. „Einn
áhugaverður sproti í Noregi not-
ar blátannartækni til að fylgjast
með ferðum fólks og safna gögn-
um úr ýmsum áttum, og hefur
þannig tekist að kortleggja líf og
hegðun fólks þegar það er ekki á
netinu,“ segir hann. „Nú þegar
eru í notkun forrit sem nota
hljóðnema snjallsímans til að vita
t.d. hvar fólk er statt inni í versl-
un og hvaða hillurekka það er að
skoða, og svo að um leið er hægt
að senda þeim auglýsingar í sím-
ann fyrir vörur sem eru innan
seilingar.“
Jón segir þjónustu sem byggist
á gagnaöflun oft nýtast fólki á
ýmsan hátt, en það ætti að vera
hægt að gera sama gagn með
mun minni gögnum, eða með því
að geyma gögnin skemur. „Leið-
söguforritið í símanum mínum
gæti t.d. fylgst með því hversu
hratt ég hreyfist í bílnum mínum
á leiðinni á milli staða til að geta
hjálpað öðrum notendum að átta
sig á umferðarþunganum, en það
eru ekki upplýsingar sem þarf að
geyma í marga mánuði eða ár.“
Betri reglur myndu
leysa vandann
Bráðum tekur gildi ný Evrópu-
reglugerð um meðferð persónu-
upplýsinga og leggur hún enn
ríkari skyldur á fyrirtæki og
stofnanir um ábyrga öflun og
geymslu persónuupplýsinga. Jóni
þykir reglugerðin framfaraskref
en að hún gangi ekki nógu langt.
Hann segir að það þurfi þó ekki
að vera flókið að laga það vanda-
mál sem víðtæk gagnasöfnun hef-
ur skapað. „Setja þarf reglur um
að fyrirtæki megi ekki safna öðr-
um gögnum en þeim sem þau
þurfa á að halda til að veita sína
þjónustu, að ekki megi blanda
saman gögnum sem safnað hefur
verið á ólíkum stöðum, og ekki
selja upplýsingarnar,“ segir
hann. „Fjölmörg fyrirtæki eru að
safna ógrynni upplýsinga, og
eyða þeim ekki. Á meðan þessum
gögnum er safnað, og þau geymd,
er alltaf hætta á að einhver geti
brotið sér leið inn í tölvukerfi
tæknirisanna og stolið þeim.“
Vivaldi hefur synt á móti straumn-
um í tækniheiminum með því að
bjóða upp á vafra sem ekki safn-
ar gögnum um notandann. Í nýj-
ustu uppfærslu Vivaldi var gerð
sú breyting að leitarvélin Duck-
DuckGo er sjálfkrafa valin sem
leitarvél þegar notaður er svokall-
aður „leynigluggi“ í vafranum (e.
private browsing). „DuckDuckGo
er vönduð leitarvél sem safnar
ekki upplýsingum um notendur
ólíkt t.d. Google. Það sem margir
átta sig ekki á þegar þeir opna
leyniglugga í öðrum vöfrum er að
þó svo að vafrinn safni ekki upp-
lýsingum um notandann á meðan
veitir leyniglugginn aðeins tak-
markaða vernd og vita t.d. Go-
ogle eða Facebook um leið hver
notandinn er ef hann skráir sig
inn í kerfi þeirra í gegnum leyni-
gluggann.“
Gögnum safnað við hvert fótspor
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Fólki er gert erfitt fyrir að
meina fyrirtækjum að afla
alls kyns persónuupplýs-
inga í gegnum forrit og raf-
tæki. Jón S. von Tetzchner
segir nýja Evrópureglugerð
ekki ganga nógu langt, en
leysa megi vandann með
nokkrum einföldum reglum.
„Sá sem kaupir sér nýjan síma þarf oft að fallast á að gefa framleiðandanum símans alls kyns leyfi til gagnasöfn-
unar, ella geta hreinlega ekki notað símann“ segir Jón von Tetzchner og segir það sama gilda um sumar tölvur.
Leyniglugginn veitir
falskt öryggi
Sterkir í stálinu
Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn
Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar
Svört- og ryðfrí rör og fittings
Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur
POM öxlar • PE plötur
Lokar af ýmsum gerðum
Opið virka daga kl. 8-17
Skútuvogi 4, Rvk
Rauðhellu 2, Hafnarfirði
Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is
1.259.000
Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
Verð frá
m. vsk
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Atvinnublað
alla laugardaga
Sendu pöntun á augl@mbl.is eða
hafðu samband í síma 569-1100
Allar auglýsingar birtast bæði í
Mogganum og ámbl.is
ER ATVINNUAUGLÝSINGIN
ÞÍN Á BESTA STAÐ?