Morgunblaðið - 17.04.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 17.04.2018, Síða 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is F yrir bankahrun fór fram vetrarhreinsun á götunum þegar aðstæður leyfðu og ég man ekki eftir að þá hafi verið sams konar umræða og í dag um svifryksmengun í borg- inni,“ segir Lárus Kristinn Jóns- son hjá Hreinsitækni ehf. „Við vorum þá að ná fleiri rúmmetr- unum af drullu og óhreinindum af götunum með einni umferð í nóv- ember, desember eða janúar.“ Mikið hefur verið kvartað yfir svifryki í vetur og ástandið á köfl- um orðið svo slæmt að ein- staklingum sem veikir eru fyrir hefur verið ráðlagt að vera innan- dyra. Bætt þrif og betri vegir gætu verið lykilinn að því að leysa vandann. Í svifryksumræðunni hefur ver- ið bent á ýmsa sökudólga. Hefur m.a. verið nefnt að umferð á höf- uðborgarsvæðinu hefur farið vax- andi og með því að meiri útblástur fer út í loftið og fleiri dekk eru á götunum til að slíta malbikinu. Samkvæmt Skýrslu sem Efla gerðir árið 2017 myndar umferð bíla um 80% af svifryki í Reykja- vík, en samsetning svifryksins skiptist þannig: 48,8% malbik; 31,2% sót; 7,7% jarðvegur; 1,6% bremsur og 3,9% salt. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, segir þó of einfalt að ætla að skella skuldinni á bílaflota borgarbúa, og eðlilegt að skoða að hvaða marki t.d. ástand vega og lítil þrif stuðla að meiri svifryksmengun. Hann nefn- ir líka að umferð þungra vöru- flutningabíla hefur aukist mikið vegna byggingaframkvæmda í miðborginni og kunni að eiga stóra sök á vandanum. „Svifryksmengunin í Reykjavík hefur verið borin saman við Rot- terdam og Helsinki sem eru marg- falt fjölmennari borgir. Jafnvel þó að bílaeign kunni að vera hlutfalls- lega algengari í Reykjavík en þar þá skýrir það ekki hvernig borgir með liðlega 600 þús. og 1,4 millj- ónir íbúa eru með álíka góð tök á svifryksmengun og höfuðborg- arsvæðið þar sem búa samtals um 200 þúsund,“ segir Runólfur. „Fær ekki staðist að segja að ástæðan sé of margir bílar á göt- unum, eða of margir bílar á nagla- dekkjum.“ Vantar rykbindingu í kringum framkvæmdir Runólfur telur að til að draga úr svifyrki sé vert að skoða hvort megi t.d. grípa til ráðstafana til að minnka þá mengun sem verður af ferðum flutningabíla með jarð- vegsefni til og frá framkvæmda- stöðum í miðborginni, og sem staf- ar frá framkvæmdunum sjálfum. „Í öðrum löndum eru gerðar mjög strangar kröfur til verktaka um rykbindingu þegar unnið er í þétt- býli og myndi ekki leyfast, eins og hefur t.d. mátt sjá á Hörp- ureitnum, að hafa malarefni óbyrgt, hvað þá þar sem sterkir vindar geta blásið. Er þá rykbind- ing gerð að skilyrði og t.d. not- aður búnaður eins og litlir úðarar á gröfum sem væta sand og jarð- veg jafnóðum, og malarflutn- ingabílar látnir fara í gegnum vatnsgildru áður en þeir halda út í almenna umferð.“ Runólfur nefnir líka ástand gatnanna og telur næsta víst að þegar saman fara slitnar götur, sem salt og sandur eru borin á og sjaldan þrifið, þá verði til n.k. sandpappírsáhrif sem auki slitið enn frekar og svifryksmengunina um leið. Ættu betri götur úr sterkari efnum að hjálpa. „Raunar er ástand gatnanna orðið svo slæmt að við höfum ákveðið að at- huga, fyrir hönd nokkurra um- bjóðenda okkar, hvort ekki hafi skapast skaðabótaábyrgð af hálfu hins opinbera. Hefur enda verið upplýst að dregið var úr þykkt yf- irborðsslitlags í sparnaðarskyni, en vegirnir fyrir vikið gerðir veik- byggðari og gjarnari á að skemm- ast með tilheyrandi hættu á grjót- kasti og skemmdum á bílum.“ Myndi samt hjálpa mest af öllu ef göturnar væru þrifnar oftar og betur. Segir Runólfur að þær göt- ur sem heyra undir Reykjavík- urborg séu aðeins þrifnar tvisvar á ári sem sé alls ekki nóg. Þá sé ný tegund hreinsibíla komin til landsins sem þrífi göturnar mun betur en áður hefur þekkst svo að varla situr arða af óhreinindum eftir. Spúlað og ryksugað Lárus hjá Hreinsitækni, sem vitnað var í hér að framan, flutti inn einn slíkan bíl. Bíllinn er bú- inn háþrýstisprautum við hlið- arbursta að framan og getur spúl- að veginn alveg út að kantsteini. Að aftan er síðan háþrýstiknúin ryksuga sem nær yfir alla akrein- ina. „Með þessum hreinsibíl er í raun verið að háþrýstiþvo og þurrka götuna, og nánast allt ryk tekið upp. Víða í Evrópu eru svona bílar ekki aðeins notaðir við daglega götuhreinsun, heldur er sett sem skilyrði við lagningu vega að hreinsað sé með svona bíl- um áður en yfirborðslagið er lagt og má jafnvel leggja samdægurs því gatan er snertiþurr eftir hreinsunina. Fullyrðir framleið- andinn að með því að hreinsa svona vel og fjarlægja allt rykið fyrir lagningu fáist 30-40% betri líming og ætti vegurinn að endast betur sem því nemur.“ Lárus segir að í dag séu þjóð- vegir í þéttbýli sem heyra undir Vegagerðina, s.s. Kringlumýr- arbraut, Sæbraut og Miklabraut, þrifnir fjórum sinnum á ári, en vegir borgarinnar aðeins tvisvar; á vorin og haustin. Á það sama við um flest önnur sveitarfélög á höf- uðborgarsvæðinu. Er þetta allt of lítið að mati Lárusar og óhreinindi á götum farin að valda bæði ama og tjóni, að ekki sé talað um svif- rykið sem valdið getur heilsutjóni. „Steinkast er orðið vandamál í borginni og hitti ég t.d. nýlega mann sem hafði fengið stein í ann- að framljósið svo það mölbrotnaði. Óhreinir vegir þýða líka að erf- iðara er fyrir bílaeigendur að halda bílunum sínum hreinum og fallegum. Eftir ferð á bílaþvotta- stöðina þarf ekki nema örlitla vætu á göturnar og þá er eins og bíllinn hafi aldrei verið þrifinn.“ Fengi Lárus að ráða myndi hann telja eðlilegt að þvo helstu götur vandlega tvisvar á ári og sópa að lágmarki fjórum sinnum. Sum svæði, þar sem umferð er mikil og þar sem óhreinindi virð- Hvernig má losna við svifrykið? Eru léleg loftgæði óhjákvæmilegur fylgifiskur vorkomunnar í Reykjavík og nágrenni? Strangari kröfur um efnisval og munu smám saman skila betri götum sem ætti að draga úr svifryki. Tíðari og betri þrif myndu hjálpa stórlega og hjálpa til að halda bílunum hreinum. Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/Heiddi Það eykur á vandann þegar grasið vex hátt upp fyrir götukantinn. Grasið safnar óhreinindum sem leka, með moldinni, út á götu þegar rignir. Runólfur Ólafsson Lárus Jónsson Glíman við svifrykið er ekki auðveld. Ný kynslóð hreinsunarbíla gæti hjálpað til að hreinsa enn betur, en það er erfitt að finna frostlausar glufur yfir vetrarmánuðina til að ráðast í þrif.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.