Morgunblaðið - 21.04.2018, Síða 8

Morgunblaðið - 21.04.2018, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 Þ egar haldið er út að hjóla eru fjölmargir kostir í stöðunni. Sumir vilja fara í þægilegan bæjarhjólatúr og virða fyrir sér mann- lífið meðan aðrir sækja í að fá sem mesta líkamsrækt á sem stystum tíma. Þá vilja enn aðrir blanda þessu tvennu saman og helst njóta náttúrunnar um leið. Hér eru nokkrar leiðir sem vinsælt er að hjóla og ættu flestir að geta fundið sér leið og vegalengd við hæfi. Stuttir hringir Þessir hringir eiga það sameig- inlegt að þeir eru ekki hentugir fyrir mikla spretti. Á sumum stöð- um eru reyndar aðgreindir hjóla- stígar, en oft deila hjólreiðamenn stígunum með gangandi. Fossvogur-Kópavogur – 12 km Byrjað við N1 í Fossvogi og hjólað á göngubrúnni yfir Kringlumýr- arbraut. Góður hjólastígur er eftir öllum Fossvogi, en passa þarf upp á gangandi vegfarendur sem geta krossað stíginn. Rétt áður en kom- ið er að Víkingssvæðinu er beygt til hægri og stefnan tekin á neðsta hluta Smiðjuvegarins. Stígurinn liggur svo fyrir ofan Tengi og með- fram Reykjanesbrautinni í gegnum tvenn undirgöng þar til maður er kominn fyrir ofan Dalveginn. Í Kópavogsdalnum þarf að huga vel að gangandi vegfarendum, en velja má nokkra stíga til að koma sér að undirgöngunum undir Hafnarfjarð- arveginn. Að lokum er farinn hringur á Kársnesinu meðfram sjónum, en sérstaka aðgát þarf að hafa þegar farið er yfir Vesturvör, rétt áður en komið er inn á Kárs- nesstíginn að norðan. Laugardalur-Vogar – 10 km Byrjað við Glæsibæ og hjólað í átt að Grand Hótel á hjólastígnum fyr- ir neðan Suðurlandsbraut. Þegar komið er að Kringlumýrarbraut er beygt í átt að Sæbraut og hjólað niður að henni og yfir gönguljósin. Hjólastígurinn farinn til austurs og beygt niður Klettagarða og aftur upp hjá hringtorginu hjá Eimskip. Beygt inn Vatnagarða, framhjá Holtagörðum og inn Skútuvog og síðar Súðarvog. Þessi misserin eru framkvæmdir í Súðarvogi sem gæti þurft að varast. Við gatnamót Súð- arvogs og Sæbrautar er Sæbrautin þveruð og komið inn á stíg sem svo liggur meðfram Suðurlandsbraut- inni að Glæsibæ á ný. Elliðaárdalur – 10 km Byrjað við Sprengisand og haldið undir Reykjanesbrautina inn í El- liðaárdal og yfir nýju göngu- og hjólabrýrnar yfir á Rafstöðvarveg. Klifrað upp brekkuna og undir Höfðabakka. Haldið áfram norðan megin við árnar og upp meðfram æfingasvæði Fylkis og alla leið upp að gömlu brúnni við Breiðholts- braut. Þar þarf að fara af hjólinu til að komast yfir. Leiðin til baka er svo sunnan megin við Elliðaárn- ar, en þegar komið er fram hjá Höfðabakka er hægt að velja að fara niður stíginn meðfram ánni, eða taka hliðarstíg og fara að Stekkjarbakka og þar niður nýleg- an stíg. Millilangar leiðir Á nokkrum stöðum í Reykjavík- urhringnum getur hjólreiðafólk tekið ágætlega á því, en á milli eru kaflar þar sem huga þarf vel að gangandi og ætti hraði að vera í samræmi við það. Á seinni tveimur leiðunum er meira um kafla þar sem hægt er að keyra upp tempóið, svo sem í Mosfellsdalnum, á Álfta- nesvegi og Flóttamannaleið. Flottir hringir fyrir þá sem eru að byggja upp formið eða þá sem vilja aðeins lengri túra á þægilegum hraða. RVK hringur – 27 km Byrjað við N1 í Fossvogi og hjólað meðfram strandlengjunni í vest- urátt. Farið fram hjá Nauthólsvík og flugvellinum og beygt inn á göt- una Skeljanes, þaðan á Einarsnes og inn á Suðurgötu. Til móts við Þorragötu er beygt inn á Ægisíðu. Hringur tekinn um Faxaskjól og Sörlaskjól og svo út á Nesveg upp að gatnamótunum við Suðurströnd. Farið alla leið út að bílastæðinu áð- ur en komið er út á golfvöllinn á Seltjarnarnesi og þaðan farið í átt að Gróttuvita. Á þessum slóðum þarf að huga sérstaklega vel að gangandi vegfarendum sem eru fjölmargir. Nýi hjólastígurinn tek- inn frá Gróttu og út á Granda þar sem hægt er að velja um að taka auka kílómetra um Fiskislóð og Grandagarð, eða fara beint á Mýr- argötu. Aftur þarf sérstaka aðgát gagnvart gangandi meðfram gömlu höfninni og að Hörpu. Farinn hjólastígur meðfram Sæbraut þar sem aftur þarf að hafa sérstaka að- gát við Sólfarið. Vinsælt er að fara Klettagarða, Vatnagarða, Skútuvog og Súðarvog í stað Sæbrautarinnar. Við Endurvinnsluna er beygt inn á hjólastíg sem liggur í átt að Bílds- höfða, en svo er beygt inn á Raf- stöðvarveg og yfir nýju brýrnar yf- ir Elliðaár. Fossvogurinn tekinn til baka að N1. Hægt að lengja leiðina um 5 km með að taka aukalega Kópavogsdal og Kársnes í staðinn fyrir Fossvogsdal. Álftanes-Flóttamannaleið – 40-45 km Aftur er byrjað miðsvæðis við N1 í Fossvogi. Farið um Kársnes og yfir Arnarnesið og inn á nýjan hjólastíg meðfram Hafnarfjarðarveginum. Beygt inn á Vífilsstaðaveg og í gegnum tvö hringtorg fram hjá Sjálandshverfinu. Við hringtorgið á Álftanesvegi er gamli vegurinn í átt að Garðaholti tekinn og svo inn á göngu- og hjólastíg sem liggur meðfram veginum og fer að lokum undir nýja Álftanesveginn og fylgir honum út að Bessastaðaafleggjara. Þar er hægt að velja um að fara í heimsókn til forsetans, hring um Álftanesið eða beint til baka. Beygt upp Garðaveginn og yfir hæðina og framhjá Hrafnistu. Vegna fram- kvæmda nú er hjáleið við gamla Álftanesveg. Niður Herjólfsgötu á stígnum meðfram sjónum og allri Strandgötunni langleiðina að Ás- völlum. Á fyrsta hringtorgi eftir að hafa farið undir Reykjanesbrautina er farið inn í Áslandshverfið, ann- aðhvort upp og niður Ásbrautina, eða stígana meðfram Ástjörn. Síð- ari kosturinn kallar á talsvert erf- iðara klifur. Komið niður á Kald- árselsveg og þaðan farið inn á gömlu flóttamannaleiðina/ Elliðavatnsveg, þaðan upp Vífils- staðabrekkuna og inn í Kórahverf- ið. Hægt að fara bæði Vatns- endaveg eða stíga í gegnum hverfið þangað til komið er að göngunum undir Breiðholtsbraut. Þaðan liggur leiðin niður Elliðaárdal og Foss- vogsdal að upphafsreit. Sprengisandur-Gljúfrasteinn – 40 km Leiðin hefst við Sprengisand þaðan sem farið er undir Reykjanesbraut- ina og yfir nýju brýrnar yfir Elliða- ár. Stefnan tekin á Sævarhöfða og framhjá Bryggjuhverfinu, inn á stíg meðfram Gullinbrú og yfir í Graf- arvog. Hjólað á stígum meðfram voginum að Keldum og þaðan upp smá klifur að Vesturlandsvegi. Beygt og farið undir Vesturlands- veginn rétt eftir slaufuna við Vík- urveg og farið áfram upp meðfram Bauhaus. Stígurinn hjólaður alla leið í Mosfellsbæ, en við Lágafell er farið aftur undir Vesturlands- veginn og í átt að miðbæ Mosfells- bæjar. Hægt er að fara niður Há- holtið þar sem önnur undirgöng eru undir Vesturlandsveg og farið upp frá Álafossi á stíg austan við Vesturlandsveg. Beygt inn Mos- fellsdalinn og hjólað sem leið liggur að Gljúfrasteini. Hægt er að fara sömu leið til baka, eða taka stígana í Mosfellsbæ og Grafarvogi sem liggja við sjávarsíðuna. Ef seinni leiðin er valin er farið í gegnum listaverkagarðinn við Gufunes og þaðan meðfram Strandvegi og Gull- Fjölbreyttar hjólaleiðir um höfuðborgarsvæð Höfuðborgarsvæðið STUTTIR HRINGIR Fossvogur-Kópavogur 12 km Laugardalur-Vogar – 10 km Elliðaárdalur 10 km MILLILANGAR LEIÐIR Reykjavíkurhringur 27 km Álftanes-Flóttamannaleið – 40-45 km Sprengisandur-Gljúfrastein – 40 km Viðgerðastandar Fyrirhugaðir viðgerðarstandar Olís - Ánanaust Olís - Olís - Garðabæ N1 - Borgartún N1 - Ægissíða N1 - Fossvogur Kópavogur - Kópavogstún HÍ - Háskólatorg Reykjavík - Klambratún ÖR 0 1 2 3 km RNARNES Bessastaðir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.