Morgunblaðið - 21.04.2018, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 MORGUNBLAÐIÐ 9
inbrú þangað til komið er undir
brúna sjálfa og inn í Bryggjuhverfi
á ný.
Stóru leiðirnar
Fyrir hjólreiðafólk sem vill ögra
sjálfu sér og er að byggja upp þol
og getu fyrir keppnir sumarsins. Í
huga margra sem fara út í hjólaæf-
ingar er markmiðið sett á að fara
100+ km í einum túr. Fyrir þá sem
eru komnir lengra eru þetta góðar
æfingar um helgar.
Krýsuvík 50-100 km
Hægt er að taka upphitun innan-
bæjar, en svo er haldið út á Velli í
Hafnarfirði. Mjög gott er að æfa
samhjól upp Krýsuvíkurveginn, en
hafa þarf í huga að hæðin eftir af-
leggjarann að Vigdísarvöllum er
enn ómalbikuð. Þetta er þó aðeins
um einn kílómetri samtals, en fara
þarf varlega á götuhjólum til að
sprengja ekki. Þaðan liggur leiðin
niður að Suðurstrandarvegi, en þó
með fjölda hækkana inn á milli.
Þegar komið er á Suðurstrand-
arveg er hægt að fara bæði til
austurs og vesturs, en það fer svo
eftir því hversu langt á að hjóla
hvenær snúið er við og farið aftur í
bæinn.
Þrengslin-Suðurstrandarvegur-
Krýsuvík – 110-120 km
Hjólað út úr bænum inn á Suður-
landsveg og alla leið upp að
Þrengslaafleggjara. Hér þarf að
hafa í huga að mikil umferð er á
veginum og vegöxlin getur víða
verið full af óhreinindum og á
nokkrum stöðum nokkuð sprung-
in. Þegar þessi kafli er búinn er
hins vegar um fínustu hjólaleið að
ræða. Farið í gegnum Þrengslin
og niður að Þorlákshöfn, þar sem
jafnframt er hægt að fá sér
hressingu. Svo er Suðurstrand-
arvegurinn hjólaður þangað til
beygt er inn á Krýsuvíkurveg og
þaðan í Hafnarfjörð.
Þingvellir-Nesjavellir –
90-120 km
Leiðin hefst eins og þegar farið
er upp í Gljúfrastein, en í stað
þess að snúa við er haldið áfram
yfir Mosfellsheiði. Sumir vilja
fara alla leið niður í þjónustu-
miðstöðina og fá sér hressingu
þar, meðan aðrir velja að taka
beint beygjuna inn á Grafnings-
veg og að Nesjavöllum og fá sér
hressingu á ION hótel. Eftir að
hafa notið einnar fallegustu hjóla-
leiðar landsins á Grafningsvegi er
komið að raunveruleikanum á ný:
Nesjavallarbrekkunni. Hún er 3,1
kílómetri að lengt með meðalhalla
upp á um 7% og eru bröttustu
kaflarnir yfir 15%. Þegar komið
er framhjá Dyrfjöllunum eru
næstu rúmlega 20 kílómetrar af-
líðandi niður á við þangað til
komið er á Suðurlandsveg, þaðan
sem aftur er hjólað inn í borgina.
Vegalengdin fer eftir því hvort
farið er niður á Þingvelli, á ION
eða öllum útúrdúrum sleppt.
Hvalfjörður – 120 km
Þægilegast er að koma keyrandi
og leggja við Tíðaskarð. Hjólaður
er allur fjörðurinn fram og til
baka, en einnig er hægt að
stoppa og snúa við t.d. í botninum
eða í Ferstiklu. Einstaklega
skemmtileg leið í góðu veðri með
fjölbreyttum áskorunum.
Reykjaneshringur – 150 km
Byrjað við Fjörð í Hafnarfirði og
farið meðfram Hvaleyrarvelli og
út á Reykjanesbrautina. Líkt og
með Hellisheiðina þarf að passa
sig á mikilli bílaumferð og veg-
öxlum sem geta verið óhreinar og
í mismunandi ósigkomulagi fyrir
götuhjólreiðar. Mælt er með að
taka hringinn um Voga á Vatns-
leysuströnd og fara í gegnum
Reykjanesbæ. Farið er þaðan í
Sandgerði og svo til suðurs, veg
45, framhjá Höfnum og Reykja-
nesvita og í Grindavík. Þar er
gott að stoppa stutt og fá sér
hressingu áður en haldið er
áfram Suðurstrandarveginn og
beygt upp Krýsuvíkurveg og
haldið yfir í Hafnarfjörð á ný.
ðið og suðvesturhorn landsins
Garður
Sandgerði
Reykjanes-
bær
Vogar
Grindavík
Kleifarvatn
Þorlákshöfn
Þingvalla-
vatn
Hafnarfjörður
Akranes
Selfoss
Suðvesturhornið
Krýsuvík 50-100 km
Þrengslin-Suðurstrandarvegur-Krýsuvík 110-120 km
Þingvellir-Nesjavellir 90-120 km
Hvalfjörður 120 km
Reykjaneshringur 150 km
Reykjavík
H v
a l
f j ö
r ð
u r
- Sæbraut
Olís - Álfheimar
Olís - Gullinbrú
Olís - Mjódd
Olís - Norðlingaholt
N1 - Skógarsel
N1 - Mosfellsbær
Gljúfrasteinn
Mosfellsbær - Þingvallavegur
Mosfellsbær - Háholt
Mosfellsbær - Úlfarsfell
Standar Viðgerðarstandar sem þessi
hafa undanfarin ár risið víðsvegar.