Morgunblaðið - 21.04.2018, Page 14
U
ndanfarin ár hefur Gylfi
Ólafsson hagfræðingur
notast að mestu við reið-
hjól sem samgöngumáta
innanbæjar á höfuðborg-
arsvæðinu. Hann segist velja þenn-
an lífstíl umfram bílinn vegna þæg-
inda, til að vefa líkamsrækt inn í
daglegt líf og þá séu börnin sín
miklu ánægðari með að ferðast á
hjóli en í bíl. Þá komist hann allt án
þess að klæða sig sérstaklega upp í
hjólafatnað.
Í fyrra keypti hann svokallað
kassahjól, en það er hjól með stórum
kassa fyrir framan stýrið sem hægt
er að geyma talsvert magn af far-
angri í, eða jafnvel nota til að skutl-
ast með tvö til þrjú börn milli staða.
Hjólið bara samgöngumáti
Gylfi hefur frá menntaskólaárunum
notað hjól sem samgöngumáta, en
aldrei farið í þá átt að keppa á hjól-
um. „Ég hugsa hjólið bara sem sam-
göngumáta,“ segir hann. Eftir að
Gylfi eignaðist dóttur sína hjólaði
hann með hana í stól sem festur var
á hjólið. Þegar annað barnið kom
fyrir tveimur árum sá hann aftur á
móti fram á að þurfa að uppfæra
hjólabúnaðinn eitthvað. Það sumar
hafði hann verið á ferð í Amsterdam
og heillast af fjölda kassahjóla sem
voru í notkun og því afslappaða and-
rúmslofti sem ríkti gagnvart hjól-
reiðafólki. „Þetta var svo afslappað,
hluti af hversdagsleikanum,“ segir
hann.
Hann rakst fljótlega á hjólið Ur-
ban Arrow sem hann taldi uppfylla
allar sínar kröfur og þarfir sem hann
hafði til kassahjóls, en hann þurfti að
sérpanta hjólið í gegnum verslun í
Bretlandi. Eins og sjá má á með-
fylgjandi myndum er hjólið nokkuð
stórt og með talsvert burðarrými.
Hægt er að fá slík hjól í mismunandi
stærðum og gerðum. Hjólið vegur
um 40 kíló og er búið rafmagns-
mótor sem auðveldar að hjóla upp
brekkur og stiglausum gírum.
Gylfi tekur undir að hjólið geti
verið nokkuð þungt í vöfum og virki
ekki eins og hefðbundin hjól ef þú
vilt taka á krappar beygjur eða
hoppa upp og niður af gangstéttum.
Aftur á móti hafi það virkað frábær-
lega í allt snatt fyrir sig. Hann skutli
og sæki dóttur sína í leikskólann og
hjóli fram hjá umferðateppum á
stofngötum. Hann telur þetta eiga
við nokkuð stóran hluta höfuðborg-
arbúa og að rafmagnsmótor hjólsins
komi að mestu í veg fyrir að hann
svitni þrátt fyrir brekkur eða þegar
hann fer lengri leiðir.
Rekstrarkostnaður um 50 þúsund
Hjólið kostaði 600 þúsund komið
hingað til lands. Hann segist hafa
notað það daglega allan ársins hring
frá því síðasta sumar, ef frá er talinn
einn dagur þar sem Veðurstofan gaf
út appelsínugula viðvörun vegna
hvassviðris. Hann fer með hjólið
reglulega í yfirferð á reiðhjólaverk-
stæði þar sem diskabremsum er við-
haldið og þá þurfti hann að kaupa
nagladekk fyrir veturinn. Allt í allt
var rekstrarkostnaðurinn á milli 30
og 50 þúsund þetta fyrsta ár, auk
þess sem aukatrygging kosta 10-15
þúsund fyrir árið.
Gylfi segir að hugmynd hans hafi
aldrei verið að losa sig við bílinn og
taka upp bíllausan lífstíl. Aftur á
móti hafi það mögulega komið í veg
fyrir að fjölskyldan keypti sér bíl
númer tvö. Þá sé rekstrarkostnaður
hjólsins aðeins brotabrot af því sem
kostar að nota bílinn öllum stundum.
Kostnaðurinn var þó ekki aðal-
atriðið í ákvörðun hans um að velja
þessa leið, en Gylfi segir að það hafi
verið þægindin. „Ég vildi líka vefa
líkamsrækt inn í daglegt líf, þetta
auðveldar allt snatt og börnunum
mínum finnst þetta skemmtilegt og
þetta er útivera fyrir þau,“ segir
hann.
Ekki er óalgengt að þeir sem
mæti til vinnu á hjólum skipti þar
um föt og fari í sturtu. Gylfi segist þó
ekki vilja fara þessa leið og að hann
hafi alltaf klæðst hefðbundnum föt-
um á hjólinu. „Ég nenni ekki að
standa í að skipta um föt þar sem
það eyðileggur hversdagsleikann við
þetta,“ segir hann og bætir við að ef
hann komi að brekku skrúfi hann
rafmagnsstuðninginn bara upp.
Að meðaltali segist hann vera á
um 20 km/klst. hraða og að raf-
magnsstuðningurinn hætti þegar
hann fari upp í 27 km/klst. Vegna
stærðar hjólsins segist Gylfi frekar
velja að hjóla á götum frekar en
gangstéttum. Bæði sé hjólið fyr-
irferðamikið fyrir aðra sem séu á
gangstéttum og ekki síður vegna
þess að erfiðlega geti gengið að fara
upp og niður af gangstéttum. Mið-
svæðis segir hann að þetta valdi því
að hann sé oftar en ekki á umferð-
arhraða en gangi bílaumferðin greitt
setji hann stuðninginn í hæstu still-
ingu. Þegar komi að helstu stofnæð-
um sé hann hins vegar ekki á göt-
unum, en í mikilli umferð fari hann
jafnan fram úr umferðarteppum auk
þess sem þetta sé mun afslappaðri
ferðamáti.
Kassahjólið hluti af hversdagslífi Gylfa
Hvort sem það er sumar eða vetur, sól eða snjór, þá
fer Gylfi til og frá vinnu, skutlar börnunum á leik-
skóla og sinnir öðrum erindum á kassahjóli í stað
þess að vera alla daga á bíl. Hann segir þetta
hennta sínum lífstíl fullkomlega þó hann tali ekki
fyrir algjörlega bíllausum lífstíl og eigi sjálfur bíl.
Ljósmynd/Aðsend
Lítill bílastæðavandi Kassahjólið kemst vel fyrir á milli bilastæða
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018