Morgunblaðið - 02.05.2018, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2018
✝ GuðmundurKarl Jón-
atansson var fædd-
ur á Ísafirði 24.
september 1947.
Hann lést á Land-
spítalnum við
Hringbraut eftir
skammvinn veik-
indi 20. apríl 2018.
Foreldrar hans
voru hjónin Jón-
atan Ingvar Guð-
mundsson, f. 21.1. 1923 á Foss-
um í Skutulsfirði, d. 23.5. 1972,
og Marta Rósa Guðmundsdóttir,
f. 9.9. 1919 í Flatey á Skjálf-
anda, d. 7.11. 1984.
Systkini Guðmundar eru: 1)
Anna Rannveig, f. 30.6. 1945 á
Ísafirði, gift Vernharði Anton, f.
20.4. 1947. Börn þeirra eru Jón-
atan, f. 31.3. 1966, Anna Sigríð-
ur, f. 30.6. 1969 og Aðalsteinn, f.
27.4. 1977, d. 1.9. 1997. 2) Helgi
Ellert, f. 24.2. 1951, d. 27.1.
2015. Börn Helga eru Einar, f.
14.12. 1970, og Linda Björg, f.
16.8. 1974.
Guðmundur giftist Maríu
Guðmundsdóttur, f. 16.12. 1950
í Reykjavík, þann 20.9. 1969.
Þau skildu. Börn þeirra: 1) V.
Auður, f. 8.5. 1969. Börn hennar
eru a) Íris Björk, f. 18.11. 1985,
samhliða námi í Iðnskólanum í
Reykjavík 1966-70 en hann lauk
sveinsprófi 6.6. 1970. Hann
starfaði þar til 1974 er hann
skipti yfir í Blikkver hf. í Kópa-
vogi. Hann starfaði einnig í Rás-
verk í Hafnarfirði uns hann
söðlaði um og fluttist til Kefla-
víkur og hóf störf fyrir JPK
verktaka. Síðustu ár starfaði
Guðmundur að hluta til við
kennslu í blikksmíði við Borgar-
holtsskóla meðfram vinnu sinni
hjá Blikkás-Funa og var hann
enn við störf á báðum stöðum er
hann lést. Hann varð meistari í
iðninni 1984 og í kjölfarið læri-
meistari margra nema í iðninni.
Hann var virkur í störfum fyrir
Félag blikksmiða um árabil og
sat um tíma í stjórn félagsins.
Eins sat hann í ýmsum nefndum
tengdum iðninni í gegnum árin.
Hann var virkur í fé-
lagsmálum og starfaði m.a. með
Slysavarnafélaginu í Kópavogi
og svo með Hjálparsveit skáta í
Garðabæ í fjöldamörg ár og
gegndi þar m.a. formennsku.
Hann var í Lionsklúbbnum Óðni
í Keflavík um árabil er hann var
búsettur þar og hin síðari ár var
hann virkur meðlimur í Kiw-
anishreyfingunni og starfaði
með Kiwanisklúbbnum Eldey í
Kópavogi. Þá eru ótalin öll þau
starfsmannafélög sem hann léði
krafta sína í gegnum árin.
Guðmundur verður jarðsung-
inn frá Kópavogskirkju í dag, 2.
maí 2018, og hefst athöfnin kl.
15.
gift Ege Oliver, f.
1.8. 1987, börn
þeirra eru Valdi-
mar Ake, f. 13.1.
2012, Jón Elimar, f.
11.2. 2014 og Vík-
ingur Ege 18.9.
2015. Fyrir á Íris
þau Ara Frey, f.
19.11. 2006, og
Snædísi Evu, f.
19.12. 2008. b) Jón
Ingi, f. 8.3. 1991. c)
Berglind Nanna, f. 23.6. 1992,
sambýlismaður hennar er
Haukur Ingi, f. 25.6. 1986, barn
þeirra er Jökull Ingi, f. 9.8.
2016. 2) Rósa, f. 7.2. 1973, gift
Jóni Fannari, f. 15.7. 1976. Börn
þeirra eru a) Eliza Liv, f. 26.1.
2002, b) Anita Ýrr, f. 21.5. 2004,
og c) Sóley Von, f. 27.4. 2010. 3)
Guðmundur Alfreð, f. 15.7.
1976.
Guðmundur sleit barns-
skónum í vesturbæ Kópavogs
eftir að hafa flust þangað rétt
fjögurra ára gamall þar sem
faðir hans hafði veikst alvar-
lega. Lengst af bjó fjölskyldan í
Melgerði 3.
Guðmundur lauk gagnfræða-
prófi frá Gagnfræðaskóla Kópa-
vogs árið 1964. Hann var við
nám í Blikksmiðjunni Vogi hf.
Elsku pabbi, kallið kom alltof
fljótt, mun fyrr en við vorum
búin að gera okkur í hugarlund.
Bara rétt nokkrum tímum áður
en þú kvaddir svo hljóðlega sát-
um við að spjalli, þú orðinn það
hress að þú áttir von á því að
vera sendur heim daginn eftir.
Skjótt skipast veður í lofti og
símtalið morguninn eftir var
sem þruma úr heiðskíru lofti.
Sárt, já svo ofur sárt var að fá
fregnina.
Minningar hafa verið á
sveimi undanfarna daga og
margar góðar stundir komið
upp í huga mér. Þú varst alltaf
tilbúinn til að aðstoða okkur í
öllu sem við tókum okkur fyrir
hendur. Hvort sem það voru
framkvæmdir á byggingartíma,
smíðar, viðgerðir, samsetningar
á húsgögnum og innréttingum,
flutningar eða ráðleggingar um
hin ýmsu mál, þá varstu alltaf
fyrsti maður á vettvang til að
ljá hjálparhönd. Já, það var
einn af þínum stóru kostum,
hjálpsemin, alltaf boðinn og bú-
inn að aðstoða þá sem þurftu á
hjálp að halda, hvort það voru
börnin þín, fjölskylda eða vinir,
á þig mátti alltaf treysta í þeim
efnum. Já, máltækið eitt sinn
skáti, ávallt skáti átti sko vel
við þig.
Ferðalög voru þitt hugðar-
efni og þér fannst fátt
skemmtilegra en að ferðast um
landið okkar, hvort sem var í
sumarbústaði eða með tjald. Þú
varst alfróður um örnefni og
fjallstinda og þekktir nánast
hverja einustu þúfu með nafni.
Já, við komum sko ekki að auð-
um kofunum hjá þér á ferðalög-
um. Þórsmörk var í sérstöku
uppáhaldi hjá þér og voru ófáar
ferðirnar þangað í gegnum ár-
in. Síðustu árin naustu þess að
ferðast um landið á húsbílnum
þínum og hlakkaðir mikið til að
fara í fleiri ferðir á honum á
komandi sumri og varst á fullu
að skoða hugsanlega Evrópu-
reisu. En ferð í sumarlandið
varð raunin, sumarið kom og
þú fórst í ferðina löngu, en ekki
þá sem þú varst að undirbúa.
Elsku pabbi, vonandi spila
þeir brids þar sem þú ert núna
því ég veit að það mun eiga vel
við þig, spilamennska í góðra
vina hópi eins og þú hafðir svo
gaman af. Afastelpurnar sakna
þín og senda þér stórt afaknús.
Við hittumst aftur síðar.
Þótt minn elskulegi faðir
og kæri vinur
hafi nú kallaður verið heim
til himinsins sælu sala
og sé því frá mér farinn
eftir óvenju farsæla
og gefandi samferð,
þá bið ég þess og vona
að brosið hans blíða og bjarta
áfram fái ísa að bræða
og lifa ljóst í mínu hjarta,
ylja mér og verma,
vera mér leiðarljós
á minni slóð
í gegnum
minninganna glóð.
Og ég treysti því
að bænirnar hans bljúgu
mig blíðlega áfram munu bera
áleiðis birtunnar til,
svo um síðir við ljúflega
hittast munum heima á himnum
og samlagast í hinum eilífa
ljóssins yl.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Þín
Rósa.
Tengdapabbi er látinn. Það
eru erfið orð, en þó er ég skrifa
þessi orð er þakklæti það sem
helst kemur upp í hugann,
þakklæti fyrir góðan tengdaföð-
ur og afa dætra minna.
Ég fékk að þekkja þig í um
20 góð ár. Fljótlega eftir að við
Rósa fluttum til London fórst
þú að heimsækja okkur, ávallt
tilbúinn að taka til hendinni og
hjálpa með hin ýmsu verkefni.
Ekki síst þegar við keyptum
húsið þar og nóg var af verk-
efnum. Sama átti við er við
fluttum aftur heim, þú varst
strax kominn að gera og græja,
hjálpa til að gera okkur gott
heimili. Handlaginn og ná-
kvæmur (stundum um of). Þeg-
ar verkefni var annars vegar
varst þú verkstjórinn og kenn-
arinn, af þér lærði ég mikið.
Þér þótti skemmtilegt að
ferðast og reyndum við að fara
með sem oftast. Við eigum þar
góðar minningar af skemmti-
legum ferðum. Afastelpunum
þínum þótti líka gaman að því
að ferðast með þér, fórum við
víða og var ávallt stutt í fróð-
leiksmola frá þér.
Okkur brá mjög þegar þú
sagðir okkur af veikindum þín-
um fyrr í vor. Við áttum þó von
á að geta notið nærveru við þig
mun lengur en raunin varð. Þú
fórst fyrr en okkur óraði fyrir.
Nú þarft þú ekki að standa í
frekari bardaga við þennan ill-
víga sjúkdóm. Þú fórst í friði og
skildir eftir þig góðar minn-
ingar sem okkur þykir vænt
um.
Jón Fannar.
Ein af fyrstu minningum
mínum: Ég er þriggja ára og
sit í fanginu á mömmu, lasin og
vafin inn í sæng. Við mamma
sitjum í framsætinu á Volvon-
um hans Gumma frænda.
Gummi er að keyra. Við fjöl-
skyldan erum að flytja úr
Lundarbrekkunni í Holtagerðið
og Gummi frændi er að hjálpa.
Það er gott að eiga góða að.
Gummi frændi var einn af þeim
sem hægt var að treysta á.
Þegar ég var lítil stelpa var
Gummi frændi hetja í mínum
huga. Mamma sagði mér oft frá
því að Gummi væri úti í vonda
veðrinu að leita að týndu fólki
eða hjálpa því að rata heim til
sín. Það hvarflaði ekki að litlu
frænku þá að hún ætti sjálf eft-
ir að feta í þessi fótspor stóra
frænda.
Gummi ferðaðist töluvert og
naut þess síðustu ár að ferðast
um landið á húsbílnum sínum.
Hann átti stóran þátt í því að
haldin voru ættarmót bæði í
föðurætt sinni og móðurætt.
Við eigum skemmtilegar minn-
ingar frá þessum ættarmótum
þar sem frændur og frænkur
slógu upp tjöldum, kynntust
betur og skemmtu sér saman.
Gummi bjó til og hélt utan um
ættartal fjölskyldnanna og
lagði í það mikla alúð og ná-
kvæmni. Það er dýrmætt fyrir
okkur öll sem tengdust Gumma
ættarböndum.
Það var yfirleitt glatt á hjalla
í kringum Gumma frænda. Allt-
af stutt í húmor, glens og gleði.
Hann hafði einstaklega góða
hæfileika til að segja skemmti-
lega frá og klikkaði aldrei á
smáatriðunum í frásögnum sín-
um. Allar sögur urðu aðeins
betri þegar hann sagði þær.
Með Gumma frænda er far-
inn einstaklega skemmtilegur,
traustur og eldklár maður. Nú
verða sagðar skemmtisögur og
framin prakkarastrik í himna-
ríki, ef ég þekki frænda minn
rétt. Við sem eftir lifum yljum
okkur á góðum minningum og
eigum örugglega oft eftir að
hlæja þegar við rifjum upp sög-
ur af Gumma frænda. Hvíl í
friði, kæri frændi.
Anna Sigríður
Vernharðsdóttir.
Kveðja frá Skýjaglópum.
Það kvarnast enn úr sam-
hentum hópi æskuvina sem
slitu barna- og unglingaskónum
á miðju Kársnesinu á sjötta og
sjöunda áratug síðustu aldar.
Nú hefur Guðmundur Karl Jón-
atansson kvatt þessa jarðvist.
Það er erfitt að skilgreina
hvernig vinahópar barna og
unglinga sem halda saman alla
ævi myndast. Þar er einhver
óútskýrð félagsfræði en Gummi
Karl varð frá fyrstu kynnum
traustur og góður vinur og
sterk stoð í hópnum.
Í fjölmörgum ferðalögum
hópsins var Gummi í essinu
sínu, kunni vel að gleðjast á
góðri stund og var einkar úr-
ræðagóður ef upp komu tækni-
leg vandamál, eins og oft var
með aldraðan og bilanagjarnan
bílaflota ferðalanganna.
Enda hafði hann alist upp við
bílaviðgerðir Jónatans föður
síns sem var með verkstæði
heima. Í einni eftirminnilegri
ferð norður á gömlum Benz,
sem hann átti reyndar sjálfur,
þurfti að snúa við og súrra
brotna stýrisenda saman með
tilfallandi gaddavír.
Gummi hékk svo hálfur út
um gluggann og stjórnaði að-
stoðarmönnum sem hlupu með
og spörkuðu í hjólin eftir því
sem beygjur Hvalfjarðar kröfð-
ust. Þetta hefðu fáir leikið eftir.
Það var því eðlilegt að iðn-
nám yrði fyrir valinu hjá hon-
um þegar kom að framhalds-
námi og hann þurfti ekki að
leita langt eftir námsplássi því
að í næsta húsi við heimilið var
blikksmiðjan Vogur. Gummi
starfaði svo við blikksmíðina til
dauðadags og var afbragðsfag-
maður.
Síðustu árin annaðist hann
einnig fagkennslu í iðninni við
Borgarholtsskóla enda jafnvíg-
ur í handverkinu, flóknum iðn-
teikningum og ekki síst tölvu-
og tæknihlið iðngreinarinnar.
Eins og algengt var fyrir
nær fimmtíu árum stofnaði
ungt fólk heimili og hóf barn-
eignir samhliða námi og þar var
Gummi ekki undantekning því
hann var einn sá fyrsti úr hópn-
um sem var orðinn ráðsettur
fjölskyldufaðir kornungur.
Eðlilega dró því úr samvistum
æskuvinanna enda hafði hver
nóg með sitt. En smátt og
smátt náðum við saman aftur
en nú var áhyggjuleysi æskuár-
anna að baki.
Nú voru unnustur, eigin-
konur og börn orðin fjölmennur
hluti hópsins. Við spiluðum
saman og ferðuðumst með fjöl-
skyldurnar.
Stóra rútu þurfti undir hers-
inguna ef farið var í Þórsmörk,
sem hafði alla tíð verið vinsæll
áfangastaður hjá okkur; áður
til að djamma og djúsa en nú til
að sýna börnum okkar náttúru-
fegurð landsins og njóta sam-
vistanna á hófstilltan hátt.
En með árunum urðu sam-
verustundirnar allt of fáar og
því var það kærkomin og ynd-
isleg upplifun að hafa náð að
ferðast saman eina ferðina enn
með Gumma Karli en í lok síð-
asta árs fór stór hluti hópsins
aðventuferð til Týról á svipaðar
slóðir og við höfðum farið um
fyrir rúmlega hálfri öld.
Þá fimm ungir menn í fjög-
urra vikna ævintýralega tjald-
ferð um Evrópu á VW-rúg-
brauði með óráðna framtíð og
lífið fram undan.
Andlátsfregnin kom ekki á
óvart því hann hafði barist
lengi hetjulega við alvarleg
veikindi.
Við kveðjum Gumma með
þakklæti fyrir vináttuna og all-
ar samverustundirnar.
Börnum hans Auði, Rósu og
Guðmundi , fjölskyldum þeirra
og öðrum aðstandendum send-
um við okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Arnór, Ester, Gunnar,
Ingi, Jónína, Lárus,
Þorsteinn og Örn.
Guðmundur Karl
JónatanssonÞann 18. apríl
síðastliðinn lést
Hervé Delambre á
81. aldursári. Hann
verður borinn til
grafar 2. maí í Par-
ís. Þótt hann hafi
óskað þess heitt og
innilega að eiga
þess kost að koma
til Íslands, og hafi
átt hér heimboð
norðan heiða og
sunnan, varð ekki úr því.
Hervé Delambre var kosinn
forseti Alþjóðasambands hesta-
ferðamanna (Fédération Int-
ernationale de Tourisme Eque-
stre (FITE)) árið 2003, eða
rúmu ári áður en ég tók við
sendiráði Íslands í París. Að
beiðni Landssambands hesta-
mannafélaga hafði ég samband
við flesta helstu forystumenn í
samtökum hestamanna og
hestaíþróttafélaga í Frakklandi
með það fyrir augum að kort-
leggja stöðu íslenska hestsins í
því mikla reiðmennskulandi sem
Frakkland er. Hervé Delambre
var einn af þessum forystu-
mönnum.
Þótt ég eignaðist í þessum
hópi marga vini og góða og þeir
væru allir mjög áhugasamir um
að efla sambandið við íslenska
hestamenn, hafði Hervé De-
lambre mikla sérstöðu þeirra á
meðal. Þótt maðurinn væri að
upplagi mjög fágaður og hlýr,
setti hann upp sérstakan hátíð-
arsvip, þegar Ísland og íslenska
hestinn bar á góma. Hvorugt
þekkti hann þó nema af afspurn.
Hann var sannfærður um að á
Íslandi þrifist sérstakt samband
milli manns og hests, sem
naumast ætti sér hliðstæðu ann-
ars staðar, og er þá langt til
jafnað.
Hann gladdist mjög þegar Ís-
land gerðist aðili að FITE og
bauð formanni landssambands-
ins Haraldi Þórarinssyni og Sig-
urði Ægi Ægissyni að koma sem
heiðursgestir á Evrópumót í
þeirri íþróttagrein sem nefnist
alþjóðlega „TREC.“ Sú grein er
Hervé Delambre
í raun þríraun í
hestaferða-
mennsku, sem
varpar ljósi á sam-
band manns og
hests, á traustið
sem þarf að ríkja
milli knapa og reið-
skjóta og á það hve
langt maður og
hestur geta náð
með traustu sam-
starfi í erfiðum og
krefjandi ferðalögum.
Þeim Haraldi og Sigurði og
þar með Landssambandi hesta-
mannafélaga sýndi Hervé De-
lambre margvíslegan sóma á
þessu móti og gerði hlut ís-
lenskrar hestamennsku sem
mestan. Minnisstætt er mér
þegar hann kynnti mig fyrir
svissneskri stúlku, sem hafði
unnið svissneskan og evrópskan
tiltil í TREC á íslenskum hesti.
Hervé Delambre lét af for-
mennsku árið 2015. Það var sá
sem tók við kyndlinum, Frédér-
ic Bouix, sem sendi mér andláts-
fregnina. Þar sýnist mér að Ís-
lendingar eigi einnig hauk í
horni.
Fyrir utan störf sín sem for-
seti FITE gegndi Hervé De-
lambre ýmsum trúnaðarstörfum
á vettvangi hestaferðamennsku
í Frakklandi. Hann var fram-
kvæmdastjóri Landssambands
hestaferðamennsku („Associa-
tion Nationale pour le Tourisme
Equestre Française“, sem síðar
varð „le Comité National de To-
urisme Euquestre“).
Fyrir utan áhuga á öllu sem
snerti hestamennsku og sérlega
hestaferðamennsku var Hervé
listhneigður höggmyndasmiður,
áhugasamur um sagnfræði og
lagði mikið af mörkum til að
endurreisa þrettándu aldar
kastalann í Ghédelon, í Treigny
í Búrgund (sem nú heitir víst
Bourgogne-Franche-Comté).
Ég minnist með hýju og
þakklæti þessa vinar míns og
velvildarmanns íslenskrar
hestamennsku.
Tómas I. Olrich.
Einn kemur og
annar fer, þannig
eru örlög okkar sem
byggjum þennan
heim. Ég kynntist
Önnu Egilsdóttur
eftir áföll í lífi mínu. Tilgangur
lífsins er stór spurning. Hvernig
lífið er; einn kemur og annar fer,
æðri máttur sem útskýrir það og
við börn almættisins.
Hún var svo kærleiksrík, lét
ekki veikindin buga sig, lífsglöð
kona og sinnti starfi sínu af
þrautseigju og dugnaði. Elsku
Anna Egilsdóttir
✝ Anna Egils-dóttir fæddist
28. mars 1955. Hún
lést 20. mars 2018.
Útför Önnu fór
fram 3. apríl 2018.
Ari minn, nú átt þú
um sárt að binda
eftir fráfall Önnu.
Megi algóður Guð
vera þér nálægur í
þessari hörmulegu
sorg og börnum
Önnu og barnabörn-
um. Þú ert ljós í sál
minni, Anna mín,
sem aldrei slokknar.
Þú varst í kór og
núna syngur þú með
englunum í ljósi Guðs. Þökk sé
þér fyrir það hvað þú varst mér
góð, líka fyrir rausnarlega vináttu
á allan hátt, með hlýju og kær-
leika. Þú varst mamma svo
margra sem til þín leituðu í erf-
iðleikum. Guð blessi þig og þína
minningu.
Jónas Gunnarsson.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017