Morgunblaðið - 02.05.2018, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2018
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
Góð þjónusta
byrjar með
flottu útliti.
Fatnaður fyrir fagfólk
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
20% afslátturaf öllum CHANELvörum
Chanel kynning í
Snyrtivöruversluninni
Glæsibæ miðvikudag,
fimmtudag og föstudag
Gréta Boða kynnir
spennandi nýjungar
fyrir sumarið
Verið velkomin
Um 80 samningamenn sitja næstu
þrjá daga saman á námstefnu í
samningagerð sem ríkissáttasemjari
skipuleggur. Þar verða samninga-
menn verkalýðsfélaga og vinnuveit-
enda, bæði á almenna og opinbera
vinnumarkaðnum, nýliðar í kjara-
samningum og
reynsluboltar.
„Við vonumst
til þess að þetta
verði til að gera
undirbúning
kjarasamnings-
gerðar betri.
Fólk komi vel
verkfærum búið
til næstu samn-
inga,“ segir
Bryndís Hlöð-
versdóttir ríkissáttasemjari.
Námstefnan var undirbúin í sam-
vinnu við heildarsamtök á vinnu-
markaði. Þar verður komið víða við.
Meðal annars er farið yfir lagaum-
hverfið, efnahagslegt samhengi,
hvernig hugmyndafræðin um teym-
isvinnu getur nýst til að efla samn-
inganefndir, samskipti við samn-
ingaborðið, grunnatriði samninga-
tækni og hvernig best er að setja
fram kröfugerð. Þá verður ein mál-
stofa um reynslu Norðmanna af
undanfarasamningum.
Bryndís tekur fram að ekki verði
fjallað um kröfugerð eða verkalýðs-
pólitík, það séu mál sem samninga-
nefndir ákveði hver fyrir sig.
250 manns skráð sig
Ástæðan fyrir því að svo fjöl-
breyttur hópur situr saman á nám-
stefnu er að Alþjóðavinnumálastofn-
unin hvatti til hennar. Bryndís segir
að það sé ákveðið fag að vera í
samninganefnd. Sömu grunnatriðin
eigi við um alla sem eru í því hlut-
verki.
Áformað var að halda eina nám-
stefnu í þessari viku og aðra í haust.
Námstefnurnar eru haldnar á Bif-
röst í Borgarfirði. Um 80 manns
skráðu sig á fundinn núna og um
170 manns hafa skráð sig í haust og
verða því haldin þrjú námskeið alls.
Bryndís er ánægð með þátttökuna.
Samningar flestra verkalýðs-
félaga verða lausir um eða eftir ára-
mót. Bryndís viðurkennir að tíma-
setning námstefnanna taki að
einhverju leyti mið af því. Fræðslan
geti verið upphaf að undirbúningi
fyrir kjarasamningagerð. helgi-
@mbl.is
Reynt fólk og ný-
liðar á námstefnu
Læra tækni við kjarasamningsgerð
Bryndís
Hlöðversdóttir
tekur þátt Vestur-Íslendingurin Jo-
Ann Johnson, prófessor frá Calgary
í Kanada, og segir frá skimun fyrir
meðgöngueitrun, leiðum til að skima
fyrir sjúkdómnum og meðferð fyrir
konur í áhættu. Einnig fjallar hún
um nýjar aðferðir við greiningar á
óeðlilegri litningagerð fósturs, þar
sem hægt er að styðjast við blóð-
prufur frá móður, en sú aðferð ryður
sér nú til rúms. Rannsóknin stendur
ekki til boða á Íslandi, að minnsta
kosti ekki enn sem komið er. Þá
Fjöldi fæðingarlækna, með fóstur-
greiningu og meðgöngusjúkdóma
sem sérgrein, tekur þátt í norrænni
ráðstefnu sem verður í vikunni á
Hótel Natura. „Þessi grein læknis-
fræðinnar er í mikilli framþróun,“
segir Hildur Harðardóttir, fæð-
ingar- og kvensjúkdómalæknir, sem
er meðal frummælenda.
Annar málshefjandi er Bo Jakobs-
son frá Svíþjóð sem talar um lýð-
heilsu í tengslum við fósturgrein-
ingu og meðgöngusjúkdóma. Þá
verður fjallað um vaxtarskerðingu
sem greinist á fósturskeiði og þar
eru bæði sænskir og breskir fyrir-
lesarar. Einnig verður fjallað um
framþróun í erfðalækningum og sið-
fræði fósturgreininga.
Að sögn Hildar Harðardóttur
taka um 140 manns þátt í ráðstefn-
unni; erlendir læknar að stórum
hluta en einnig ljósmæður sem
starfa við fósturgreiningu á Land-
spítalanum auk lækna sem hafa
áhuga á að kynna sér efnið.
Fjalla um fósturgreiningu
Fjöldi sérfræðilækna væntanlegur á norræna ráðstefnu
Ingvar J. Rögn-
valdsson hefur
verið settur ríkis-
skattstjóri frá og
með 1. maí. Ingv-
ar hefur verið
vararíkisskatt-
stjóri frá 1. ágúst
2000.
Ingvar á að
baki nær fjögurra
áratuga starf inn-
an skattkerfisins. Hann lauk lög-
fræðiprófi frá Háskóla Íslands árið
1977 og stundaði framhaldsnám við
Kaupmannahafnarháskóla á árunum
1977 til 1979. Hann varð starfsmaður
Skattstofu Reykjavíkur 1979 og fór
síðar til embættis ríkisskattstjóra.
Skúli Eggert Þórðarson, fráfar-
andi ríkisskattstjóri, hefur verið
kjörinn ríkisendurskoðandi af Al-
þingi og lét hann af störfum sem rík-
isskattstjóri um mánaðamótin, eftir
ríflega 11 ár í starfi. Alls á hann að
baki 37 ára starfsferil innan skatt-
kerfisins.
Í dag, miðvikudag kl. 10, mun
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Al-
þingis, setja nýjan ríkisendurskoð-
anda í embætti. Sveinn Arason, frá-
farandi ríkisendurskoðandi, lét af
störfum 30. apríl sl.
sisi@mbl.is
Ingvar sett-
ur ríkis-
skattstjóri
Ingvar J.
Rögnvaldsson
Sanna Magdalena Mörtudóttir,
námsmaður og málsvari fátækra
barna, leiðir lista Sósíalistaflokks Ís-
lands í borgarstjórnarkosningunum í
ár. Í tilkynningu segir að framboðs-
listinn samanstandi af baráttufólki
fyrir hagsmunum láglaunafólks,
leigjenda, öryrkja, lífeyrisþega, fá-
tækra og annarra hópa sem haldið
hefur verið frá völdum. Helsta erindi
framboðsins er krafa um að hin verr
settu komist til valda, að borgin
byggi húsnæði þar til húsnæð-
iskreppan sé leyst og borgi starfs-
fólki borgarinnar mannsæmandi
laun. Listinn er fullskipaður 46 ein-
staklingum en tuttugu efstu eru eft-
irfarandi:
1. Sanna Magdalena Mörtudóttir
2. Daníel Örn Arnarsson, bílstjóri og
stjórnarmaður í Eflingu stéttarfélagi
3. Magdalena Kwiatkowska, af-
greiðslukona og stjórnarmaður í Efl-
ingu stéttarfélagi
4. Hlynur Már Vilhjálmsson, í starfs-
endurhæfingu og stofnandi Fóstur-
heimilisbarna
5. Ásta Þórdís Guðjónsdóttir, sam-
hæfingarstjóri Pepp á Íslandi, sam-
taka fólks í fátækt
6. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður
Eflingar stéttarfélags
7. Reinhold Richter, aðaltrúnaðar-
maður í ISAL
8. Anna Maria Wojtynska, há-
skólanemi og lausamanneskja
9. Laufey Líndal Ólafsdóttir náms-
maður
10. Natalie Gunnarsdóttir diskótekari
11. Styrmir Guðlaugsson öryrki
12. Kristbjörg Eva Andersen Ramos
námsmaður
13. Erna Hlín Einarsdóttir þjónustu-
fulltrúi
14. Hólmsteinn A. Brekkan, blikkari
og framkvæmdastjóri Samtaka leigj-
enda
15. Elsa Björk Harðardóttir öryrki
16. Jón Kristinn Cortez, tónlistar-
kennari og eftirlaunamaður
17. Ella Esther Routley dagmamma
18. Pálína Sjöfn Þórarinsdóttir
verkakona
19. Þórður Alli Aðalbjörnsson, í
starfsendurhæfingu
20. Ósk Dagsdóttir kennari
Sósíalistaflokkurinn
kynnir framboðslista
Sanna Magdalena leiðir í Reykjavík
2018