Morgunblaðið - 02.05.2018, Page 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2018
Ég sleit krossbönd
og fór í fimm
liðþófaaðgerðir.
Samt hljóp ég
hálft maraþon
í sumar verkjalaust.
Jóhann Gunnarsson – sölustjóri hjá Pennanum
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
„Þessi sería heitir í rauninni
„Hringtorg ekkert“ og er ljós-
myndir af hringtorgum án bygg-
inga og bíla og það er ekkert um að
vera,“ segir Svavar Pétur Eysteins-
son, betur þekktur sem Prins Póló,
og sýnir blaðamanni fallegar svart-
hvítar ljósmyndir sem hann er
nýbúinn að sækja úr prentun. Við
erum staddir í Gallery Porti á
Laugavegi á miðvikudegi, degi fyrir
opnun myndlistarsýningar Svavars
sem ber sama titil og nýútkomin
breiðskífa hans, Þriðja kryddið.
Hún kom út á föstudaginn var og
er Svavar í tónleikaferð um landið
til að fagna útgáfunni.
Snýst um flæði
Ljósmyndirnar eru af hring-
torgum við Reykjanesbrautina sem
Svavar segir tíu talsins, jafnmörg
myndunum í syrpunni. Enga bíla
eða byggingar er að sjá, kyrrðin
alltumlykjandi. „Þær eru mis-
skemmtilegar en þessi er með þeim
skemmtilegri,“ segir Svavar og
dregur ljósmynd upp úr umslagi.
„Það er þessi strúktúr í þessu,
þessar mjúku línur og þetta flæði.
Hringtorg hefur náttúrlega ekkert
annað en flæði og snýst um að
halda flæðinu,“ útskýrir Svavar.
Ljósmyndirnar af torgunum eru
af allt öðrum toga en önnur verk
Svavars á sýningunni, málverk sem
á stendur „Er of seint að fá sér
kaffi núna?“ sem er titill á einu laga
plötunnar nýju. Undir setningunni
er hin góðkunna kóróna prinsins og
málverkin nokkur og í breytilegum
litum.
Svavar segist upphaflega hafa
ætlað að ljósmynda sjoppur sem
hann hafi verið tíður gestur í á sín-
um yngri árum, hann hafi ætlað að
ljósmynda minningar. „En ég bara
týndist í hugmyndinni, vissi ekki
hvernig ég ætlaði að forma hana
þannig að þegar ég var að keyra
Reykjanesbrautina um daginn og
hugsa um þessi hringtorg hugsaði
ég með mér að nú myndi ég láta af
þessu verða, mynda hringtorgin og
ramma þau inn í þetta konsept,“
segir Svavar og talið berst að plöt-
unni, Þriðja kryddinu. „Konseptið
með þessari plötu er að við erum
alltaf að velja hagkvæmustu og
auðveldustu leiðina að einhverju
takmarki og hérna erum við með
nokkrar leiðir, það eru nokkrar
leiðir í boði út úr hringtorgi,“ segir
Svavar og bendir á ljósmyndirnar.
Eltist ekki við myntu og salvíu
–Það má þá líka skilja þetta sem
hug listamannsins?
„Já, það má svolítið gera það.
Það eru nokkrar leiðir út úr þessu
og þú velur í rauninni bara þína
léttustu leið. Þú ferð ekki lengstu
leiðina, reynir að taka stystu leiðina
og þá ertu kominn að þriðja krydd-
inu. Þú vilt frekar nota þriðja
kryddið en að vera að eltast við
myntu og salvíu, ferskar krydd-
jurtir,“ svarar Svavar. Það sé bölv-
að vesen að vera að rækta þær eða
kaupa dýrum dómum. Þriðja
kryddið sé einfaldara. „Og það er
alltaf ákveðin leið að settu marki,“
bætir Svavar við, snýr sér aftur að
ljósmyndunum og bendir á að veg-
irnir hverfi í sumum tilfellum, líkt
og þeir gufi upp. „Mér hefur alltaf
þótt þetta heillandi mannvirki,
hringtorgin,“ segir hann hugfang-
inn.
Hversdagsleg verkefni
„Þegar ég hlustaði á plötuna full-
kláraða og var að velta henni fyrir
mér fattaði ég um hvað hún snerist,
um hversdagsleg verkefni sem fólk
er að kljást við frá degi til dags og
mörg hver mjög hversdagsleg. Hún
fjallar um að fara einfalda leið að
einhverju settu marki og þá fannst
mér þriðja kryddið vera samnefnari
yfir það, ef við tölum um það sem
lífsstíl eða hugmyndafræði,“ segir
Svavar um titil plötunnar og hvers
vegna hann hafi orðið fyrir valinu.
Og þessa einföldu leið hefur
Svavar farið áður. Hann nefnir
fyrstu breiðskífu sína, Jukk, að við
gerð hennar hafi hann líka notað
þriðja kryddið. „Ég samdi hana á
örfáum dögum með opinni stillingu
sem gerði þetta einfaldara því gít-
arinn spilaði sig hálfpartinn sjálfur.
Ég tók allt upp á eina eða tvær
trommur, notaði eins einfalda nálg-
un og ég mögulega gat og kannski
er það það sem ég hef alltaf verið
að reyna í tónlistarsköpuninni, að
reyna að fara alltaf einföldustu leið,
ekki flækja málin. Ef ég er kominn
með fleiri en fjórar rásir er betra
að henda en bæta við. Ef lagið virk-
ar ekki á fjórum rásum er betra að
nota það ekki. Og ég geri þetta
ítrekað, ef ég er kominn með of
margar rásir ákveð ég frekar að
henda en byggja ofan á,“ útskýrir
Svavar og heldur áfram með mat-
arsamlíkinguna. „Ef þú ert að
blanda öllum kryddunum í súpuna
ertu kannski bara að eyðileggja
hana meira og meira og þá er
kannski betra að nota bara þriðja
kryddið, fara einfalda leið.“
Svavar segir einfaldleikann líka
mikilvægan þegar komi að tón-
leikum. Ef lögin séu einföld geti
hann „sónað út“ og verið meðvit-
undarlaus í því sem hann er að
gera.
Langaði óskaplega í kaffi
En hvort kemur á undan, lag eða
texti? „Það er mjög mismunandi,“
segir Svavar og nefnir sem dæmi
lagið „Er of seint að fá sér kaffi
núna?“. „Þessi lína kom þannig að
ég sat heima seint um kvöld, það
var að koma nótt og ég sprett á
fætur, er að spá og spekúlera og
labba að kaffivélinni og ætla að
hella upp á. Þá kemur upp þessi
spurning: Er of seint að fá sér kaffi
núna? Þetta var um eða eftir mið-
nætti og mig langaði rosalega í
kaffi en átti að fara að sofa. Ég
skrifaði þessa setningu hjá mér og
samdi svo lag um þetta en það var
enginn texti í því nema þessi setn-
ing, aftur og aftur. Ég samdi fyrst
setningu og svo lag og svo mörgum
mánuðum seinna varð sagan til og
þá þurfti ég að setja mig í ákveðnar
stellingar. Um hvað er þetta eig-
inlega? Ég varð að semja einhverja
sögu og gerði það. Þetta er ein leið
en svo er líka leiðin þar sem ég sem
lag og skrifa svo textann ofan á
það,“ útskýrir Svavar.
„Ég er langfljótastur að semja
lagið og ef ég væri að gera instrú-
mental músík myndi ég örugglega
afkasta tífalt meira því textagerðin
tekur mestan toll og tíma. Stundum
er ég lengi að láta texta passa við
lag sem ég er búinn að semja, finna
réttu stemninguna. Svo eru önnur
lög þannig að það kemur bara lag
og texti og lagið er tilbúið fyrir há-
degi. Það eru oft skemmtilegustu
lögin mín, þegar ég sest niður, dett
í einhvern gír og þau bara bullast
út.“
Prinsinn má eitt en annað ekki
Svavar hefur áður haldið mynd-
listarsýningar, sem hann segir hafa
flogið heldur lágt. Hann er graf-
ískur hönnuður að mennt og hefur
unnið töluvert í hönnun og í sjón-
ræna miðla; vídeó, grafík og ljós-
myndir og þá mikið fyrir sjálfan sig
en líka aðra. Og hönnunaráhrifin
má greina í málverkum Svavars á
sýningunni, sem minna á vegg-
spjöld og skilti. „Ég hef verið með
mikla þráhyggju fyrir því að mála
skilti undanfarið,“ segir hann.
En hefur hann þá þörf fyrir að
snúa sér reglulega að öðru listformi
en tónlist og textaskrifum?
„Já, algjörlega, vegna þess að
tónlistin fullnægir ákveðinni sköp-
unarþörf en þetta er allt annað. Þú
býrð þér til annað egó og leyfir þér
að hugsa aðeins öðruvísi. Þegar þú
gerir tónlist undir alter-egói eins og
Prins Póló ertu svolítið fastur, fest-
ist í honum. Þetta verður karakter
og hann má eitt og má ekki annað,
sumt segir hann en annað ekki og
þetta verður eitthvert handrit. Þá
verður maður að gera eitthvað ann-
að til að geta opnað á eitthvað alveg
nýtt. Og það er ég kannski að gera
hér með því að vinna með liti en
ekki hljóð,“ svarar Svavar.
–Þú ert ekki Svavar lengur þegar
kórónan er komin á höfuðið?
„Nei, og til þess er kórónan, til
að ég geti farið í karakter og leyft
mér að vera prins. Svo get ég farið
heim og fengið mér soðna ýsu.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kaffi? Svavar Pétur Eysteinsson, Prins Póló, og þrjú málverk eftir hann óupphengd í síðustu viku.
Einfaldasta leiðin að settu marki
Prins Póló gefur út breiðskífuna Þriðja kryddið og heldur myndlistarsýningu með sama titli
Getur verið betra að nota þriðja kryddið en að blanda öllum kryddunum í súpuna, segir prinsinn
Ljósmynd/Svavar Pétur Eysteinsson
Flæði Ein af ljósmyndum Svavars af hringtorgum Reykjanesbrautar.