Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018SJÁVARÚTVEGUR
Samhliða aðalfundi HB Granda á
dögunum gaf félagið út sína fyrstu
skýrslu um sam-
félagslega
ábyrgð. Skýrslan
nær til starfsemi
HB Granda, án
dótturfélaga, á
árinu 2017 og er
komið víða við í
þessu ítarlega
plaggi sem að öll-
um líkindum er
það fyrsta sinnar tegundar sem ís-
lenskt útgerðarfélag semur.
Sjá hvar skórinn kreppir
„Það var vissulega mikið fyrir
skýrslunni haft, og skipti tíu manna
ritnefnd gerð skýrslunnar með sér.
En um leið komum við upp sjálf-
virkum ferlum sem munu eftirleiðis
safna helstu upplýsingum inn í
gagnagrunn. Með því móti verður
ekki bara mun léttara verk að
semja næstu samfélagsskýrslu
heldur munum við geta fylgst með
enn fleiri þáttum í rekstrinum í
rauntíma,“ segir Svavar Svav-
arsson, framkvæmdastjóri við-
skiptaþróunar hjá HB Granda.
Skýrslan tekur saman þætti á
borð við umhverfisáhrif starfsem-
innar, orkunotkun, og úrgangsmál,
og birtir umhverfisuppgjör fyrir
síðasta og þarsíðasta ár. Einnig er
kafli um starfsmannamál, þ. á m.
jafnlaunavottun og persónuvernd;
kafli um ábyrgar veiðar og um ör-
yggi og heilbrigði á vinnustaðnum.
Er líka að finna í skýrslunni til-
vísunartöflu eftir svokölluðum GRI-
staðli (e. Global Reporting Initia-
tive) þar sem sjá má af töluverðri
nákvæmni hvort, og þá hvernig,
fyrirtækið tekur á málum sem
varða allt frá góðum stjórn-
arháttum yfir í fræðslu um mann-
réttindi. Svavar segir þetta end-
urspegla hvað samfélagsleg ábyrgð
er víðtækt hugtak, og hvað félag
eins og HB Grandi hefur marga
snertifleti við samfélagið, hvort
heldur þegar kemur að kjörum
starfsmanna eða stuðningi við
björgunarsveitir, menningarstofn-
anir og íþróttastarfsemi.
„Skýrslan leiðir líka í ljós að á
mörgum sviðum megum við og vilj-
um gera betur, og er t.d. skemmst
að minnast hvernig hallar á konur í
starfsmannahópi fyrirtækisins. Við
viljum líka gjarnan fá jákvæða
gagnrýni á efni skýrslunnar og
ábendingum um hverju mætti ef til
vill bæta við í næstu skýrslu.“
Skaðlegar veiðar skapa vanda
Það er ekki bara af hugsjóninni
einni saman að stjórnendur HB
Grandi réðust í að semja skýrsluna.
Svavar segir ljóst að kaupendur
muni gera æ ríkari kröfur til fram-
leiðenda sjávarafurða um að þeir
geti sýnt fram á það, svart á hvítu,
að starfsemin hafi ekki neikvæð
samfélagsleg áhrif: „Víða úti í heimi
eru samfélagsleg áhrif sjáv-
arútvegsins allt annað en góð og
spanna vandamálin allt frá óábyrg-
um fiskveiðum sem ógna við-
kvæmum stofnum yfir í hættuleg
vinnuskilyrði úti á sjó og í landi og
jafnvel í verstu tilfellunum að fólk
er hneppt í þrældóm til að veiða og
verka fisk,“ útskýrir Svavar. „Um-
hverfisáhrifin spila líka inn í og
sóknarfæri fólgin í því að geta t.d. í
framtíðinni sýnt fram á það með
vönduðu bókhaldi að varan okkar sé
orðin kolefnishlutlaus.“
Svavar segir stórar erlendar mat-
vöruverslanakeðjur gera í dag ský-
lausa kröfu um að með öllum þeim
fiski sem þær kaupa fylgi vottun
um að veiðarnar hafi verið ábyrgar
og sjálfbærar og allar líkur á að áð-
ur en langt um líður verði gerð
jafnrík krafa um samfélagslega
ábyrgð. „Það fylgir því greinilega
viðskiptalegur ávinningur að huga
rétt að samfélagslegri ábyrgð, en er
líka um leið að hjálpa okkur að
verða betra og öruggara fyrirtæki.“
Samfélagslegri ábyrgð fylgir
viðskiptalegur ávinningur
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.Is
Erlendir kaupendur sjáv-
arafurða munu í vaxandi
mæli gera kröfu um að selj-
endur sýni fram á að rétt sé
hugað að samfélagslegum
áhrifum veiða og vinnslu.
HB Grandi er fyrsta útgerð-
in hér á landi sem gerir
samfélagsskýrslu.
Neytendur og stórar verslunarkeðjur hafa af því áhyggjur að mannréttindi
séu brotin við veiðar og vinnslu sjávarafurða víða um heim, m.a. í SA-Asíu.
Svavar segir það ekki bara geta veitt HB Granda forskot að huga að samfélagslegri ábyrgð, heldur hjálpi það líka til að gera fyrirtækið betra og öruggara.
Svavar
Svavarsson