Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018FRÉTTIR
SVEIGJANLEGOGLIPUR
INNHEIMTUÞJÓNUSTA
Hafðu samband, við leysum málin með þér!
Laugavegur 182, 105 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is
Mesta lækkun Mesta hækkun
VIKAN Á MÖRKUÐUM
AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn)
REITIR
-0,56%
89,0
HAGA
+7,85%
42,6
S&P 500 NASDAQ
-0,38%
7.374,432
-0,44%
2.715,83
+0,12%
7.734,2
FTSE 100 NIKKEI 225
17.11.‘17 17.11.‘1716.5.‘18 16.5.‘18
1.900
752.500
2.103,85
2.325,74
Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær.
78,27
-0,18%
22.717,23
BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)
55
62,72
PENINGAMÁL
Peningastefnunefnd Seðlabanka
Íslands kynnti í gær ákvörðun sína
um að halda stýrivöxtum óbreyttum.
Meginvextir á sjö daga bundnum inn-
lánum verða áfram 4,25% og hafa þeir
verið óbreyttir frá því í október á síð-
asta ári.
Í greiningu Íslandsbanka er bent á
að stefna bankans og peningastefnu-
nefndar virðist lítið hafa breyst á
undanförnum mánuðum og að horfur
í hagkerfinu séu svipaðar og við síð-
ustu spá bankans í febrúar.
Bankinn gerir ráð fyrir 3,3% hag-
vexti í ár en telur að hann muni finna
nýtt jafnvægi í 3%. Verðbólga muni
verða í kringum 2,5% verðbólgu-
markmið Seðlabankans á næstu miss-
erum, en verðbólgan var 2,5% á
fyrsta fjórðungi ársins og 2,3% í apríl
síðastliðnum. Ný verðbólguspá Seðla-
bankans gerir hins vegar ráð fyrir
2,6% verðbólgu á næsta ári í stað
2,2% sem fyrri spá gerði ráð fyrir.
Bankinn gerir ráð fyrir minnkandi
viðskiptaafgangi, en telur þó að það
verði afgangur af utanríkisvið-
skiptum út spátímann.
Svipaður tónn og áður
Í umfjöllun greiningardeilda Arion
banka og Íslandsbanka má merkja að
þær telji að lítið hafi bori til tíðinda á
vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans
og tónninn hafi verið svipaður og í
febrúar þrátt fyrir að nokkrar lykil-
forsendur séu breyttar.
Arion banki bendir á það, í Mark-
aðspunktum sínum, að í hagvaxtarspá
Seðlabankans sé endapunkturinn sá
sami, en leiðin þangað öðruvísi. Út-
flutningsvöxtur sé hægari en áður var
talið, aðallega vegna ferðaþjónust-
unnar, en á móti vegur veruleg inn-
spýting í fjárfestingu hins opinbera.
Þannig bendir greiningardeild Arion
banka á það að samsetning hagvaxtar
hafi tekið breytingum. Áhyggjur pen-
ingastefnunefndar séu þó minni sök-
um þess að það sé fjárfesting en ekki
einkaneysla sem að ýti undir þjóðar-
útgjöld.
Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að
hlutfall íbúðafjárfestinga muni nema
rúmlega 5% af landsframleiðslu í ár,
sem er um einu prósentustigi hærra
en langtímameðaltal þess. Framlag
íbúðafjárfestingar til hagvaxtar hefur
aukist verulega síðastliðin tvö ár og
var í fyrra orðið svipað og á árunum
fyrir fjármálakreppuna samkvæmt
tölum úr Peningamálum, riti Seðla-
bankans, sem út kom í gær.
steingrimur@mbl.is
Litlar breytingar í
stefnu Seðlabankans
Morgunblaðið/Hari
Seðlabankinn spáir því að verð-
bólga verði 2,6% á næsta ári
FJARSKIPTI
Fjarskiptafélagið Sýn hf. hagnaðist
um 56 milljónir króna eftir skatta á
fyrsta fjórðungi ársins, að því er
fram kemur í afkomutilkynningu
félagsins til Kauphallar Íslands. Í
desember 2017 keypti félagið til-
teknar eignir og rekstur 365 miðla
hf. og gætir áhrifa af því á saman-
burð fjárhæða á milli ára, eins og
fram kemur í tilkynningunni. Hagn-
aður ársfjórðungsins leiðréttur fyrir
einskiptisliðum er eftir skatta 150
milljónir króna sem er 33% lækkun
frá sama tímabili á fyrra ári.
Tekjur félagsins á fjórðungnum
námu rúmum 5,3 milljörðum króna,
og hækkuðu um 69% á milli ára.
Eigið fé í lok tímabilsins voru
rúmir 10 milljarðar króna, og eig-
infjárhlutfall var 39,7%.
„Það er ánægjulegt að sjá fyrsta
fjórðung sameinaðs fyrirtækis skila
tekjuaukningu upp á 69% sem er
umfram væntingar,“ segir Stefán
Sigurðsson forstjóri félagsins í af-
komutilkynningunni. Þá segir hann
kostnað fjórðungsins háan, enda
samlegðar ekki tekið að gæta í nein-
um mæli.
Sýn hagnast um 56
milljónir króna
Morgunblaðið/Kristinn
Stefán segir tekjuaukningu Sýnar
umfram væntingar á fjórðungnum.
SAMKEPPNI
Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í
gær að Byko hefði framið alvarleg
brot á samkeppnislögum og hækkaði
álagða sekt í 400 milljónir króna, en
áfrýjunarnefnd samkeppnismála
hafði áður talið 65 milljóna króna sekt
hæfilega, segir í tilkynningu frá Sam-
keppniseftirlitinu.
Í tilkynningunni segir að í maí 2015
hafi eftirlitið komist að þeirri niður-
stöðu að Byko hafi brotið gegn sam-
keppnislögum og EES-samningnum
með umfangsmiklu ólögmætu sam-
ráði við gömlu Húsasmiðjuna. Lagði
eftirlitið 650 milljóna króna sekt á
Norvik, móðurfélag Byko, sem kærði
ákvörðunina til áfrýjunarnefndar
samkeppnismála. Í október 2015
komst nefndin að þeirri niðurstöðu að
Byko hefði tekið þátt í ólögmætu
verðsamráði. Hins vegar féllst nefnd-
in ekki á að ákvæði EES-samningsins
hefðu verið brotin. Einnig taldi
nefndin að brot Byko hafi ekki verið
jafn alvarleg og Samkeppniseftirlitið
lagði til grundvallar. Taldi nefndin
því hæfilegt að lækka sekt Byko úr
650 milljónir króna í 65 milljónir.
Brot Byko gegn sam-
keppnislögum staðfest
Morgunblaðið/Ómar
Málið hófst þegar Múrbúðin snéri
sér til Samkeppniseftirlitsins.
Hagnaður Haga dróst saman um 41%
milli rekstrarára, en reikningar fé-
lagsins spanna frá 1. mars til loka
febrúar ár hvert. Verslunum fækkaði
úr 52 niður í 46 á síðasta rekstrarári
og dróst sala saman um 4,5% ef tekið
er tillit til aflagðrar starfsemi. Lokað
var meðal annars Hagkaupum í
Holtagörðum, Zöru í Kringlunni,
Debenhams í Smáralind og nokkrum
tískuvöruverslunum félagsins. Mark-
aðsaðilar eru þó sammála um að-
félagið stefni í rétta átt í ljósi þess að
rekstrarárið litaðist af endur-
skipulagningu félagsins og verð-
hjöðnun á matvörumarkaði.
„Uppgjörið í gær var betra en við
áttum von á og í rauninni líka betra
en félagið sjálft gerði ráð fyrir ef litið
er til afkomuáætlunar þess,“ segir
Elvar Ingi Möller í greiningardeild
Arion banka.
Áætlun Haga fyrir næsta rekstr-
arár er að EBITDA verði 5 milljarðar
króna og segir Elvar að það sé hærra
en flestir markaðsaðilar gerðu ráð
fyrir. Hlutabréf í Högum hækkuðu í
gær um 7,17% í rúmlega 507 milljóna
króna viðskiptum í Kauphöllinni eftir
uppgjör félagsins. „Það má leiða líkur
að því að afkomuáætlun félagsins hafi
einnig spilað inn í þá hækkun sem
varð á gengi bréfanna í dag [miðviku-
dag],“ segir Elvar.
Sala dróst saman
Vörusala Haga nam 73,8 millj-
örðum króna samanborið við 80,5
milljarða króna árið á undan. Fram-
legð var 18,3 milljarðar króna, sam-
anborið við 20,0 milljarða króna
rekstrarárið áður. Framlegðarhlut-
fallið var 24,8% og stóð í stað milli
ára. EBITDA-hagnaður félagsins
lækkaði úr 6.024 milljónum króna
niður í 4.139 milljónir en gert er ráð
fyrir að EBITDA hækki um tæp 20%
á komandi ári ef áætlanir félagsins
ganga eftir. Laun og launatengd
gjöld hækkuðu um 255 milljónir
króna milli ára og stóð launahlutfallið
í 11% miðað við 9,7% árið áður.
„Costco-áhrif“ óveruleg
„Fyrstu viðbrögð eru þau að mér
finnst Hagar vera að ná vopnum sín-
um aftur með þessu uppgjöri,“ segir
Jóhann Viðar Ívarsson hjá hluta-
bréfagreiningu IFS, „þó að upp-
gjörið líti ekki þannig út við fyrstu
sýn.“
Jóhann segir það eflaust koma
mörgum á óvart að „Costco-áhrifin“
virðast ætla að verða minni þegar til
kastanna kemur heldur en menn
bjuggust við. „Lækkunin á sölu með
tilliti til aflagðar starfsemi er ein-
ungis 4,4% milli ára sem má að
mestu leyti skrifa á verðhjöðnun sem
hefur átt sér stað á matvörumarkaði,
fyrst og síðast vegna styrkingar
krónu. Hagar halda álagningu sinni
að fullu milli ára, sem verður að telj-
ast góðs viti fyrir þá.“
Uppgjöri Haga vel
tekið á markaðnum
Steingrímur Eyjólfsson
steingrimur@mbl.is
Hlutabréf í Högum hækk-
uðu um liðlega 7% í kjölfar
ársuppgjörs þar sem
hagnaður dróst verulega
saman á milli ára.
Morgunblaðið/Ómar
Hagnaður Haga dróst saman milli ára en framlegðarhlutfall stendur í stað.