Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018 11FRÉTTIR
TIL LEIGU
Lyngháls 10 – 110 Reykjavík
Iðnaðar- og lagerhúsnæði
Stærð: 318 fm
Leiguverð: Tilboð
534 1020
Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is
Ólafur
S: 824 6703
Magnús
S: 861 0511
Sigurður J.
S: 534 1026
Helgi Már
S: 897 7086
Bergsveinn
S: 863 5868
Ólafur Jóhannsson
Rekstrarfræðingur,
löggiltur fasteignasali og
löggiltur leigumiðlari
534 1023 / 824 6703
olafur@jofur.is
Til leigu 318 fm lagerhúsnæði við Lyngháls 10 í Reykjavík. Góð aðkoma fyrir ofan húsið.
Laust frá 1. júní. Ekki vsk húsnæði. Húsnæðið er mest einn salur í dag. Innkeyrsludyr með
inngöngudyr. Tvö salerni og ræstikompa. Útgengi er út á sér svalir í húsnæðinu. Auðvelt að
koma fyrir skrifstofum í húsnæðinu. Lyfta er í sameign. Gólf er lakkað. Lofthæð er um 3,5 m.
Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði
Pantaðu verðmat eða skoðun - 534 1020 // sala@jofur.is
Af síðum
Það mætti segja að Facebook hafi valið
undarlegan tíma til að ákveða að notfæra
sér enn meira af persónuupplýsingum
notenda sinna. En kannski er samfélags-
vefurinn að reyna að kveikja aftur neist-
ann í ört kulnandi ástarsambandi við not-
endur. Fyrr í mánuðinum tilkynnti Mark
Zuckerberg að fyrirtækið vildi hjálpa um
200 milljón einhleypum notendum sam-
félagsvefsins að færa vináttuna á næsta
stig með nýrri stefnumótaþjónustu. Þegar þetta fréttist lækkaði hluta-
bréfaverð Match, sem er best þekkt fyrir Tinder-snjallforritið, um
fimmtung.
Á tæplega þremur árum hafa hlutabréf Match nærri fjórfaldast í
verði. Í ljósi þess að stefnumótavörumerki félagsins á netinu hafa ráð-
andi stöðu á markaðinum, þá gæti félagið mögulega staðið uppi í hárinu á
heimsins stærsta netfyrirtæki. Match Group spratt upp úr IAC, félagi
Barry Diller, árið 2015. Í eignasafni Match má m.a. finna Match.com og
OkCupid. En afar gott gengi félagsins að undanförnu skýrist aðallega af
snjallforritinu Tinder, sem IAC þróaði innanhúss árið 2012 og leyfir not-
endum að gefa til kynna hverjum þeir laðast að með því að renna fingr-
inum til vinstri eða hægri á skjánum.
Tinder, sem var ókeypis í fyrstu, er í dag með meira en 50 milljón not-
endur. Árið 2015 var bætt við nýjum þjónustuflokki með fleiri notk-
unarmöguleikum og áskriftargjaldi. Í dag eru um þrjár milljónir manna
sem borga fyrir áskrift að Tinder af þeim sjö milljónum sem eru í áskrift
að stefnumótavörum Match. Tekjurnar tvöfölduðust og gott betur árið
2017 og námu 400 milljónum dala. Markaðsgreinendur hjá Piper Jaffray
áætla að árið 2020 geti þessi tala verið komin upp í 1,4 milljarða dala. Það
virðist ekki vera of dýrt fyrir fyritækið að laða til sín nýja viðskiptavini,
sem sést m.a. á 35% framlegð af rekstrinum.
Það er ekki skrítið að svona rekstrartölur hafi vakið áhuga Facebook.
Þar verður stefnumótaforritið aðskilið frá samfélagsvefnum, en auðvelt
fyrir Facebook-notendur að kjósa að nýta sér stefnumótaþjónustuna.
Hvort notendur munu treysta Facebook eða yfirhöfuð hafa trú á að þar
sé góður vettvangur til að finna ástina, er eitthvað sem á eftir að koma í
ljós. En Facebook þarf bara lítið brot af tveimur milljörðum notenda
sinna í þessa nýju þjónustu til að fyrirtækið hafi erindi sem erfiði.
Auk Tinder má finna ýmsa aðra lofandi sprota sem nálgast stefnu-
mótamarkaðinn hver með sínum hætti, svo sem Bumble og Coffee Meets
Bagel. Sú mikla lækkun sem varð á gengi hlutabréfa í Match virðist hafa
verið fullharkaleg. Markaðsráðandi staða félagsins mun ekki gufa upp í
einni svipan. En fjárfestar láta tilfinningarnar ekki flækjast fyrir
sér þegar þeir slíta sambandinu við hlutabréf vaxtarfyrirtækja.
LEX
AFP
Facebook og Tinder:
Rennt til hliðar
Elon Musk tilkynnti á mánudaginn
að hann stæði nú í breytingum á
yfirstjórn Tesla. Þannig skýrði hann
brotthvarf fjölda yfirmanna að
undanförnu, sem kveikt hefur í
gagnrýnisröddum sem segja yfir-
stjórn félagsins í upplausn.
Í stuttum tölvupósti til starfsfólks
segir forstjórinn að hann „standi nú
í umfangsmikilli endurskipulagn-
ingu“ í því skyni að undirbúa fyrir-
tækið fyrir framtíðina.
„Hluti af endurskipulagningunni
er að fletja út skipuritið til þess að
auka samskipti, samræma starfsemi
þar sem það á við og draga úr vinnu
sem hefur ekki úrslitaþýðingu til
þess að við náum markmiðum okk-
ar,“ stóð í póstinum.
Kapphlaupið með Model 3
Skilaboð Elon Musk koma í kjöl-
far þess að Doug Field, yfirmaður
verkfræðisviðs, lagði niður störf á
afar viðkvæmum tíma fyrir fyrir-
tækið, þegar það keppist við að ná
framleiðslumarkmiðum sínum fyrir
lok júní. Félagið reynir nú að auka
framleiðslu á Model 3 bílum upp í 5
þúsund á viku, en það er um 150%
aukning frá lokum mars.
Tesla segir að Doug Field „taki
sér nú leyfi til þess að endurhlaða
batteríin og verja tíma með fjöl-
skyldu sinni“. Field er fyrrverandi
yfirmaður framleiðslu Macintosh-
vélbúnaðar hjá Apple. Þó svo að
Tesla hafi fullyrt að Field hefði „ekki
sagt skilið við“ fyrirtækið, voru ekki
gefnar neinar vísbendingar um hve-
nær hann myndi snúa aftur né hvort
hann myndi halda sama starfi í kjöl-
far endurskipulagningar á yfir-
stjórninni.
Jafnvel áður en Field hvarf á
braut hafði Musk tekið vandamál
vegna Model 3 á sínar herðar og
reynt að leiða fyrirtækið í gegnum
það sem hann kallaði „framleiðslu-
helvíti“. Hann tók við ábyrgð á fram-
leiðslunni af Field fyrr á þessu ári.
Hins vegar hefur reynsluleysi
Musks sjálfs í fjöldaframleiðslu á
bílum aukið enn á vandann við að
koma framleiðslu Model 3 á skrið.
Hann neyddist til þess að viður-
kenna fyrr á árinu að Tesla hefði
gengið of langt í sjálfvirknivæðingu í
framleiðsluferlinu, sem gert hefur
það flóknara að leysa flöskuhálsa.
Þurfti að stíga skref til baka og auka
handvirkni í framleiðslunni á ný.
Brotthvarf lykilstarfsmanna
Doug Field var einn af fimm
æðstu stjórnendum fyrirtækisins í
ársbyrjun. Annar, Jon McNeill,
framkvæmdastjóri sölu og þjónustu,
yfirgaf fyrirtækið í febrúar. Aðrir
sem nýlega hafa látið af störfum eru
meðal annars Matthew Schwall, sem
stýrði tæknilegum samskiptum
fyrirtækisins við öryggiseftirlits-
stofnanir, en hann fór yfir til keppi-
nautarins Waymo fyrr í þessum
mánuði, mitt í viðamiklum rann-
sóknum stjórnvalda á óhöppum sem
tengjast farartækjum Tesla.
Fyrir tveimur vikum greindi
Musk greiningaraðilum frá því að
hann hygðist „fara í einskonar
endurskipulagningu á skipulagi
fyrirtækisins“, án þess að fara út í
nánari útfærslu eða að minnast á
uppstokkun á yfirstjórn.
Vísbendingar um umrót í yfir-
stjórninni samtímis því sem Tesla
reynir að ná tökum á framleiðslu-
vandamálum sínum hafa hleypt
krafti í fjölmarga gagnrýnendur
fyrirtækisins á Wall Street á liðnum
vikum. Fjárfestar höfðu skortselt
hlutabréf í Tesla fyrir andvirði um
12 milljarða dala í lok apríl. Bréfin
eru þau sem mest eru skortseld á
markaði.
Af þeim sökum hafa ýfingar milli
Musks og fjárfesta aukist enn frek-
ar, og hefur það sett stjórnendur fé-
lagsins í þá stöðu að virka í sífellt
meiri vörn.
„Látum þá iðrast“
Doug Field reyndi sjálfur að nota
sívaxandi skortstöðu fjárfesta til
þess að blása starfsmönnum Tesla
eldmóð í brjóst þegar ná þurfti há-
leitum framleiðslumarkmiðum. „Ég
tek þetta sem perónulega móðgun
og það skuluð þið gera líka,“ sagði
hann. „Látum þá iðrast þess að hafa
tekið stöðu gegn okkur. Þið eigið eft-
ir að sýna fram á að hatursmenn-
irnir hafa rangt fyrir sér.“
Musk hefur sjálfur gefið í í árás-
um sínum á skortsala og aðra gagn-
rýnendur á Wall Street. Á símafundi
með greiningaraðilum fyrr í þessum
mánuði svaraði hann ekki tveimur
fyrirspyrjendum og kvartaði yfir
„bjánaspurningum“. Síðar reyndi
hann að útskýra undarlega hegðun
sína í tísti, þar sem hann hélt því
fram að greiningaraðilarnir hefðu
haft uppi „skortsölu-fullyrðingar“
um hlutabréf fyrirtækis hans. Lofaði
hann „skort-bruna aldarinnar“ þeg-
ar Tesla myndi loks ná mark-
miðum sínum með Model 3.
Musk endurskipuleggur
yfirstjórn Tesla
Richard Waters
í San Francisco
Ítrekaðar tafir á fram-
leiðslu á Model 3 bíl Tesla
og brotthvarf lykilstjórn-
enda hafa aukið á tor-
tryggni gagnvart félaginu
og er skortsala hvergi
meiri en í hlutabréfum í
Tesla um þessar mundir.
AFP
Tafir í framleiðslu hafa aukið enn á tortryggni fjármálamarkaðarins gagnvart
Elon Musk og nemur skortsala hlutabréfa í Tesla nú um 12 milljörðum dala.