Morgunblaðið - 17.05.2018, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2018FRÉTTIR
Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is
FJÖLPÓSTUR
SEM VIRKAR
*könnun Zenter apríl 2016.
61% landsmanna lesa fjölpóst
70% kvenna lesa fjölpóst
58% neytenda taka eftir tilboðum á
vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst*
Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili
MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR
EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR
Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar
©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim.
Af síðum
Warren Buffett segist óska að hann
ætti jafnvel enn fleiri hlutabréf í
Apple. Goldman Sachs er að fara að
gefa út nýtt greiðslukort í samstarfi
við bandaríska tæknirisann. Og á
komandi vikum, með fyrirvara um
hvernig markaðir munu þróast, er
hugsanlegt að Apple verði fyrsta
fyrirtækið í heiminum til að ná 1.000
milljarða dala markaðsvirði. En
hvort sem það tekst eða ekki, þá er
Apple nú þegar skólabókardæmi á
marga vegu. Með því að rýna í þetta
eina hlutafélag má átta sig á þeim
fimm atriðum sem vega þyngst í
markaðsþróun samtímans.
Gríðarleg kaup á eigin bréfum
Fyrst ber að nefna fjármálaverk-
fræðina. Eins og flest stærstu og
arðbærustu alþjóðafyrirtæki heims
situr Apple á heilum haug af lausafé,
285 milljörðum dala, og líka miklu
magni af skuldum (nálægt 122 millj-
örðum dala). Það kemur til af því,
rétt eins og hjá öllum öðrum stórum
og vel stæðum fyrirtækjum, að und-
anfarin tíu ár hefur félagið geymt
megnið af umframfé sínu í skulda-
bréfasöfnum utan Bandaríkjanna. Á
sama tíma hefur það sjálft gefið út
skuldabréf sem bera lága vexti og
hefur allt frá fjármálahruninu notað
þá til að ganga lengra en nokkur
annar í arðgreiðslum og endur-
kaupum hlutabréfa. Apple á heið-
urinn af nærri fjórðungnum af þeim
407 milljarða dala uppkaupum hluta-
bréfa sem hafa átt sér stað síðan
skattafrumvarp Trumps varð að lög-
um í desember.
En endurkaup hlutabréfa hafa
aðallega komið sér vel fyrir þau 10%
hluthafa sem eiga 84% af öllu hlutafé
félagsins. Sú staðreynd að endur-
kaup hlutabréfa eru orðin stærsti
útgjaldaliðurinn sem fyrirtæki verja
lausafé sínu í hefur hjálpað til að
lyfta markaðinum undanfarinn ára-
tug. En uppkaupin hafa líka aukið
bilið á milli þeirra sem eiga meira og
þeirra sem eiga minna, sem margir
hagfræðingar telja að sé ekki bara
helsta skýringin á að hagvöxtur hef-
ur verið undir sögulegu meðaltali
heldur að það hafi líka verið drif-
krafturinn að baki þeim lýðskrums-
stjórnmálum sem núna eru farin að
ógna sjálfu markaðshagkerfinu.
Óefnislegar eignir fara vaxandi
Það fyrirbæri er síðan magnað
upp af annarri áhugaverðri þróun
sem Apple er lýsandi fyrir: vaxandi
vægi óefnislegra eigna eins og hug-
verkaréttinda og vörumerkja (og á
fyrirtækið meira en nóg af hvoru
tveggja) í alþjóðahagkerfinu, í hlut-
falli við áþreifanlegar eignir. Eins og
Johnathan Haskel og Stian West-
lake sýna fram á í afbragðsgóðri
nýrri bók; Capitalism Without Capi-
tal, þá mátti greina að þessi breyting
var farin af stað árið 2000, en hún fór
fyrst á flug eftir að iPhone var
kynntur til sögunnar árið 2007.
Stafræna hagkerfið á það til að
búa til stórstjörnur, því hlutir eins
og hugbúnaður og þjónusta á netinu
eru auðskalanlegir og njóta þess líka
að verða hlutfallslega verðmætari
eftir því sem notendurnir eru fleiri.
En að sögn Haskel og Westlake
virðist stafræna hagkerfið líka hafa
dregið úr fjárfestingum í hagkerfinu
heilt á litið. Það kemur ekki bara til
af því að bankar séu hikandi við að
lána til fyrirtækja sem eiga óefnis-
legar eignir sem gætu hreinlega guf-
að upp ef þau fara á hausinn, heldur
líka vegna svokallaðra „sigurveg-
arinn-fær-allt“ áhrifa sem örfá fyr-
irtæki, eins og Apple (eða Amazon,
eða Google) njóta góðs af. Þetta er
líklega helsta ástæðan fyrir því að
sprotafyrirtæki skuli ekki vera fleiri,
að hægt hefur á sköpun nýrra starfa,
að eftirspurn fer minnkandi og að
margt annað bjátar á í þessu tví-
skipta hagkerfi okkar.
Samþjöppun valds af þeirri gerð
sem fyrirtæki eins og Apple og
Amazon búa yfir er lykilástæða að
baki þriðja atriðinu í markaðsþróun
sem er að eiga sér stað: yfirtökur og
samrunar hafa aldrei verið fleiri. Á
undanförnum mánuðum höfum við
séð marga slíka samninga eða þreif-
ingar, frá T-Mobile og Sprint yfir í
AT&T og Time Warner, kaup CVS á
Aetna og kaup Walmart á Flipkart.
Þær snúast um stór fyrirtæki sem
eru að reyna að keppa við enn stærri
stafræn fyrirtæki sem hafa komið
róti á þeirra hefðbundna viðskipta-
módel.
Næsta kreppa ekki hjá bönkum
Hvergi má sjá þetta betur en í
geirum eins og fjarskiptum og
afþreyingu, þar sem mörg fyrirtæki
hafa tekið á sig miklar skuldir til að
vígvæðast og geta keppt í þessu nýja
markaðsumhverfi myndstreymis og
stafrænna miðla. Sumar þessara há-
vaxta skulda virðast nú frekar
ótraustar, sem undirstrikar fjórða
atriðið sem við þurfum að gefa gaum
á mörkuðum í dag: að næsta stóra
kreppa mun líklega ekki verða til hjá
bönkunum, heldur hjá fyrirtækj-
unum.
Í sögulegu tilliti hefur hröð aukn-
ing skulda verið skýrasti fyrirboði
kreppu. Á þessu ári hefur markaður-
inn með skuldabréf fyrirtækja verið
á miklu flugi og gáfu þau út bréf
fyrir nærri 1.700 milljarða dala á síð-
asta ári, og meira en 500 milljarða
það sem af er þessu ári. Jafnvel
fyrirtæki í meðallagi hafa notið góðs
af því hvað lánsfé er ódýrt. En lána-
markaðurinn mun breytast, ef til vill
hraðar en margur heldur, og gætu
þá margir lent í erfiðri stöðu.
Alþjóðagreiðslubankinn hefur
varað við því að langt tímabil lágra
vaxta hafi valdið því að svokölluð
„uppvakningafyrirtæki“ eru fleiri en
venjulega. Þetta eru félög sem gætu
ekki greitt afborganir af skuldum
sínum ef skyndilega yrði breyting á
vaxtaumhverfinu. Þegar það gerist
mun tapið sem það veldur, og keðju-
verkunin sem fylgir í kjölfarið, verða
alvarlegri en alla jafna, því dregið
hefur úr lagalegri vernd lánar-
drottna og fjölgað hefur í hópi óvæg-
inna sjóða sem hagnast á fyrir-
tækjum í vanda.
Tæknin þrýstir vöxtum niður
Og vitaskuld mun það gerast, ef
og þegar næsta kreppa dynur á okk-
ur, að verðhjöðnunareiginleikar
tækninnar, sem fyrirtæki eins og
Apple eru gott dæmi um, gætu gert
það erfiðara að ná tökum á niður-
sveiflunni. Þetta er fimmta atriðið á
listanum. Verðhjöðnun tengd tækni
á stóran þátt í því að vextir hafa ver-
ið svona lágir í þetta langan tíma, og
tæknin hefur ekki bara haldið verð-
lagi niðri heldur launum líka.
Sú staðreynd að vextir skuli vera
svona lágir þýðir að seðlabankar
munu hafa mun minna svigrúm til að
takast á við næstu kreppu. Apple og
aðrir seljendur óáþreifanlegra vara
hafa notið góðs af því, meira en önn-
ur fyrirtæki, að stýrivextir hafi verið
lágir, lánsfé ódýrt og hlutabréfaverð
hátt undanfarin tíu ár. En styrkur
þessara fyrirtækja hefur líka búið í
haginn fyrir það sem gæti orðið
næsta stóra sveiflan á mörk-
uðum.
Apple sáir fræjum fyrir næstu markaðssveiflu
Eftir Rönu Foroohar
Það stefnir í að Apple
verði fyrsta fyrirtækið í
sögunni sem nær því að
verða 1.000 milljarða dala
virði en líta má á félagið
sem einskonar mælistiku á
þá þróun sem nú ríkir á
markaði.
AFP
Með því að rýna í rekstur Apple má átta sig á þeim fimm atriðum sem vega þyngst í markaðsþróun samtímans.