Morgunblaðið - 26.05.2018, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018
MANNAUÐSSTJÓRI
Upplýsingar veitir:
Þórir Þorvarðarson, thorir@hagvangur.is
Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og
kynningarbréf.
Umsóknarfrestur er til og með 31. maí nk.
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
Helstu verkþættir:
• Ábyrgð á þróun og eftirfylgni starfsmannastefnu
Reykjanesbæjar
• Ábyrgð á helstu mannauðsferlum - þróun þeirra,
innleiðingu, þjálfun og umbótum
• Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur varðandi ráðningar,
þjálfun, fræðslu og þróun starfsmanna
• Aðkoma að launasetningu og málum er tengjast starfsmati
• Þátttaka í stefnumótun fyrir sveitarfélagið í heild
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf á sviði mannauðsmála,
vinnusálfræði eða sambærileg menntun
sem nýtist í starfi
• Yfirgripsmikil reynsla af mannauðsmálum
• Þekking og/eða reynsla á sviði opinberrar
stjórnsýslu
• Reynsla og hæfni til að innleiða breytingar
og stjórna þeim
• Samskiptahæfni, frumkvæði, metnaður,
sjálfstæði og skipulagshæfni
Reykjanesbær er fimmta stærsta sveitarfélag á Íslandi með rúmlega 18.000 íbúa. Vöxtur sveitarfélagsins hefur
verið fordæmalaus undanfarið og mikið um að vera meðal annars vegna aukinnar flugumferðar og uppbyggingar
á Keflavíkurflugvelli. Spár gera ráð fyrir áframhaldandi miklum vexti. Það eru því spennandi og krefjandi tímar framundan.
Við ráðningar er ávallt höfð hliðsjón af jafnréttisáætlun og starfsmannastefnu Reykjanesbæjar.
Reykjanesbær óskar eftir metnaðarfullum og kraftmiklum einstaklingi í starf mannauðsstjóra.
Mannauðsstjóri leiðir daglegan rekstur, uppbyggingu og þróun mannauðsmála í samstarfi við
sviðsstjóra, deildarstjóra og forstöðumenn stofnana. Um er að ræða spennandi starf á miklum
uppbyggingartímum. Starfið tilheyrir stjórnsýslusviði Reykjanesbæjar.