Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 1
NETVERSLUN FYLGJAVAXTARVERKIR
Virðulegt veski fyrir vandláta vindlaunnendur. 4
Unnið í samvinnu við
Kaup sjávarútvegsfyrirtækja á hvers
kyns búnaði og veiðarfærum skila að
líkindum um 1.500 störfum. 14
VIÐSKIPTA
Sverrir Auðunsson, framkvæmdastjóri DHL, segir
vöxt í netverslun síðastliðin tvö ár hafa ver
mikla áskorun og vaxtarverkir fylgi.
SKILA FJÖLDA STARFA
ið
4
FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
Íslandsbanki brúar bilið
Íslandsbanki greiðslutryggir þá
fjárhæð sem Brim mun þurfa að
leggja út í tengslum við yfir-
tökutilboð það sem fyrirtækið hefur
gert til annarra hluthafa sjávar-
útvegsfyrirtækisins HB Granda.
Íslandsbanki er umsjónaraðili með
yfirtökutilboðinu sem Brimi ber að
gera öðrum hluthöfum í kjölfar þess
að fyrirtækið keypti 34,01% hluta-
fjár í HB Granda af Vogun hf. og
Fiskveiðihlutafélaginu Venusi hf.
4. maí síðastliðinn. Kaupverð hlut-
anna nam 21,7 milljörðum króna.
Markaðurinn, fylgirit Frétta-
blaðsins, greindi frá því að Lands-
bankinn hefði fjármagnað kaup
Brims á hlutnum í HB Granda en að
heimildir blaðsins hermdu að bank-
inn væri ekki tilbúinn til þess að
lána frekari fjármuni til viðskipta
með bréf í fyrirtækinu. Það réðist
m.a. af því að lán bankans til Brims
nálguðust verulega 25 prósent af
eiginfjárgrunni bankans en þar
liggur leyfilegt hámark sem Fjár-
málaeftirlitið setur við áhættu-
skuldbindingum útlánsstofnana.
Ekki liggur fyrir á þessari stundu
hversu margir hluthafar í HB
Granda hyggjast nýta sér yfirtöku-
tilboðið sem Brim hefur nú þurft að
gera. ViðskiptaMogginn hefur hins
vegar heimildir fyrir því að stærstu
eigendur félagsins, að Brimi undan-
skildu, hafi nú þegar lýst því form-
lega yfir að þeir hyggist ekki draga
á hið lögbundna yfirtökutilboð. Það
á m.a. við um Lífeyrissjóð
verslunarmanna sem á 13,66% í fé-
laginu, Lífeyrissjóð starfsmanna
ríkisins sem fer með 12,72%, Gildi
lífeyrissjóð sem á 8,62% og Birtu líf-
eyrissjóð sem á 3,95%. Ekki hafa
fengist upplýsingar um hvaða
tryggingar Brim hf. leggur fram
gagnvart greiðslutryggingu Ís-
landsbanka í tengslum við yfir-
tökutilboðið. Hins vegar er ljóst að
þótt stærstu hluthafar félagsins
hafi lýst því yfir að þeir hyggist
ekki selja hluti sína geta verulegar
skuldbindingar hlaðist upp ef stór
hópur minni hluthafa, eða ein-
hverjir í hópi 20 stærstu hluthafa
ákveða að selja. Meðal stærstu hlut-
hafa á skrá eru Arion banki og
Landsbankinn. Á bak við þá eign-
arhluti, sem nema ríflega 1% af út-
gefnu hlutafé HB Granda, eru hins
vegar framvirkir samningar og því
geta bankastofnanirnar ekki skilyrt
eignarhaldið á bréfunum, enda for-
ræði yfir þeim í raun ekki í þeirra
höndum.
Ákveði 5% hluthafa, svo dæmi sé
tekið, að losa um eign sína í félaginu
í tengslum við yfirtökutilboðið, kall-
ar það á að Íslandsbanki greiðslu-
tryggi 3,2 milljarða króna. Þann 29.
júní næstkomandi kemur svo í ljós
hversu stór hluti eigenda HB
Granda hyggst hverfa úr hluthafa-
hópnum í kjölfar hinnar óvæntu
innkomu Brims hf. í eigendahópinn.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Íslandsbanki greiðslutryggir
yfirtökutilboð það sem Brim
hf. hefur gert í hlutafé HB
Granda. Enn er óljóst hversu
margir hluthafar hyggjast
ganga að tilboðinu.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Enn liggur ekki ljóst fyrir hversu stór eignarhlutur Brims verður í HB Granda.
Úrvalsvísitalan
EUR/ISK
2.000
1.900
1.800
1.700
1.600
1.500
1.12.‘17
1.12.‘17
23.5.‘18
30.5.‘18
1.632,63
1.739,76
130
125
120
115
110
122,85
122,75
Forsvarsmenn Eimskipafélagsins
standa í ströngu þessa dagana en
Samkeppniseftirlitið hefur haft fyrir-
tækið og lykilstjórnendur þess til
rannsóknar í á fimmta ár vegna
meints samráðs við Samskip og dótt-
urfélög þeirra. Á sama tíma hefur
gengi bréfa félagsins gefið verulega
eftir og greiningaraðilar segja afkomu
þess hafa verið undir væntingum allt
frá því að það kom á markað.
Í liðinni viku upphófst allsérstök at-
burðarás þar sem fyrirtækinu var
gert, að kröfu Fjármálaeftirlitsins, að
senda ítrekun á afkomutilkynningu
sem kynnt hafði verið markaðnum
hinn 17. maí síðastliðinn, þar sem sér-
staklega var áréttað að forstjóri fé-
lagsins ásamt framkvæmdastjóra al-
þjóðasviðs hefði nú stöðu
sakbornings í rannsókn Samkeppn-
iseftirlitsins. ViðskiptaMogginn
skyggnist inn í málið á mið-
opnu í dag.
Gustar um óskabarn þjóðarinnar
Lárus Karl Ingason
Eimskipafélag Íslands hefur lækkað
mikið í Kauphöllinni að undanförnu.
Hlutabréf Eimskips hafa
ekki verið ódýrari frá skrán-
ingu 2012 og mörg spjót
standa á félaginu.
8
Ólíkt evrunni hefur banda-
ríkjadollarinn verið stór þátt-
ur í utanríkisstefnu Banda-
ríkjanna um
árabil.
Evran getur ekki
keppt við dollar
10
Mest má hagnast á því að
sinna efnuðustu viðskiptavin-
unum en peningar streyma til
svissneskra banka
frá Asíu.
Lex: Góðar horfur
fyrir einkabanka
11