Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 8
Eimskip í ólgusjó 16. NÓVEMBER 2012 Eimskip skráð á markað. Útboðs- gengið er 208. 14. OKTÓBER 2014 Kastljós fjallar ítarlega um innihald kæru Samkeppn- iseftirlitsins til ríkis- saksóknara vegna meints samráðs Eimskipafélagsins og Samskipa. 21. MARS 2014 Samkeppniseftirlitið beinir kæru til Embættis sérstaks saksóknara vegna ætlaðra brota gegn samkeppnislögum. 17. OKTÓBER 2014 Samkeppniseftirlitið beinir erindi til ríkis- saksóknara vegna lekans. 10. SEPTEMBER 2013 Húsleit í starfsstöðv- um Samskipa og Eimskips, Eimskips Ísland, TVG Zimsen, Landfl utninga og Jóna Transport. 16. OKTÓBER 2014 Eimskip kærir lekann til lögreglu. Sendir FME og Kauphöll ábendingu um mögulegt lögbrot. Sendir Samkeppnis- eftirlitinu og Sérstök- um saksóknara bréf og krefst þess að fá hin umræddu gögn afhent. 4. JÚNÍ 2014 Önnur húsleit gerð hjá félaginu. 18. OKTÓ Ríkissa segir í s Morgun vísbendin refsivert b um við ga f al ti í k bo 0. JANÚAR 2018 Félagið sendir frá sér afkomuviðvör- un. EBITDA-spá fyrir 2017 lækkuð um hálfan milljarð. 17. MAÍ 2017 Félagið nær hæsta gengi sínu í Kauphöll Íslands eða 338,5. 8. MARS 2017 Fjármálaeftirlitið sektar félagið um 50 milljónir vegna þess að félagið sat á innherjaupplýsingum um bætta afkomu í sex daga. 18. APRÍL 2018 Héraðsdómur Reykjavíkur staðfestir ákvörðun FME frá 8. mars 2017. 22. NÓVEMBER 2017 Yucaipa lýsir því yfi r að það skoði möguleikann á því að selja fjórðungs hlut sinn í félaginu. Stærstu hluthafar Yucaipa 25,3% Lífeyrissjóður verslunarmanna 13,89% LSR 8,39% Gildi lífeyrissjóður 9,65% Eimskipafélag Íslands hf. 6,68% Stapi lífeyrissjóður 4,62% Birta lífeyrissjóður 4,05% rekja til ýmissa þátta og að afkoman sé einn af þeim „Afkoman hefur ekki verið sú sem vænst var. Vonir stóðu til að afkoma myndi batna tals- vert með auknum innflutningi.“ Hann segir einn- ig að nú, á toppi hagsveiflunnar, sé afkoman hins vegar heldur lakari en væntingar stóðu til um. „Fjárfestingar félagsins, m.a. flutningsmiðlun erlendis virðast þó hafa lukkast vel. Fyrirtækið hefur vaxið talsvert erlendis og það hefur verið mjög vel fjármagnað, á tímabili jafnvel fullvel fjármagnið, en sú staða hefur auðvitað á sama tíma gert því kleift að ráðast í þessar fjárfest- ingar.“ Fleira hefur mögulega haft áhrif á stöðu fé- lagsins á markaði að undanförnu. Þannig lýsti stærsti hluthafi fyrirtækisins, Yucaipa, því yfir í lok síðasta árs að það kannaði möguleikann á því að losa um fjórðungshlut sinn í Eimskipafélag- inu. Heimildir ViðskiptaMoggans herma að hvorki hafi gengið né rekið í þreifingum í þá veru. Helst hafi verið leitað til innlendra fjárfesta sem ekki hafi stokkið til. Þá á félagið í deilu við skattayfirvöld um álagningu tekjuskatts sem fé- lagið hefur verið krafið um vegna umsvifa sinna í erlendum dótturfélögum sem halda utan um skipakost félagsins. Tapi félagið því máli fyrir yf- irskattanefnd mun það þurfa að gjaldfæra 5,4 milljónir evra, jafnvirði 662 milljóna króna, í bækur sínar. Gengið á ýmsu frá skráningu Líkt og átti við um mörg stórfyrirtæki hér á landi þurfti Eimskipafélagið að ganga í gegnum verulega endurskipulagningu í kjölfar banka- hrunsins 2008. Í kjölfar þeirrar hreingerningar áttu skilanefnd Landsbankans og fjárfesting- arsjóðurinn Yucaipa um 70% hlutafjár í félaginu. Þessir aðilar lýstu því yfir í árslok 2011 að þeir hygðust koma félaginu að nýju á markað. Var sú ákvörðun skýrt merki um að endurreisa ætti al- mennan hlutabréfamarkað í landinu. Tæpum 12 mánuðum síðar var félagið komið á markað en skráningarferlið gekk ekki þrauta- laust fyrir sig. Þegar skammt var í útboð, sem fylgdi skráningunni, var tilkynnt að stjórn Eim- skipafélagsins hefði aukið við kauprétti lykil- stjórnenda og í því fólst að þeir fengu rétt til að Á undanförnum vikum hefur gustað nokkuð um Eimskipafélagið. Það er ekki ný staða fyrir hið fornfræga félag sem lengi hefur haft sérstakan sess í íslensku viðskiptalífi, sökum mikilvægis þess fyrir flutninga til og frá landinu. En gust- urinn sem um það leikur nú er af nokkuð öðrum toga en oft áður. Birtingarmyndin er lækkandi verð á bréfum félagsins og þá virðist stjórn- endum þess hafa verið mislagðar hendur þegar kemur að upplýsingagjöf til markaðarins. Um það vitna tilkynningar til Kauphallar Íslands en einnig nýleg stjórnvaldssekt upp á 50 milljónir króna. Þá segja viðmælendur ViðskiptaMoggans að í þeim efnum kunni að heyra til nýrra tíðinda á næstunni. Gengi félagsins stendur nú í 188 og hefur aldr- ei reynst lægra frá því að félaginu var hleypt að nýju af stokkum Kauphallarinnar. Það er ríflega 9% lægra en þegar bréf félagsins voru skráð á markað í apríl 2012. En gengið hefur ekki staðið kyrrt á þessum tíma. Þannig reis gengið hæst 17. maí í fyrra og stóð þá í 338,5. Virði félagsins hef- ur því rýrnað um 44% frá því er best lét fyrir rúmu ári, til dagsins í dag. Félagið er í dag metið á 37,6 milljarða króna. Stefán Broddi Guð- jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir að lækkandi gengi félagsins megi kaupa 0,88% hlut í félaginu til viðbótar við 3,5% hlut sem þeir höfðu þá þegar samið um. Á þess- um tíma var heildarvirði kaupréttanna metið 1,9 milljarðar króna. Þegar þetta spurðist út fór nokkur skjálfti um markaðinn en þó einkum vegna þess að Harpa Ólafsdóttir, stjórnar- formaður Gildis, þriðja stærsta lífeyrissjóðs landsins, gekk fram fyrir skjöldu og gagrýndi ákvörðunina harkalega. Lét hún reyndar ekki þar við sitja heldur lýsti því einnig yfir að sjóð- urinn teldi gengið á bréfunum í útboðinu of hátt. En Gildi var ekki eitt um að gagnrýna ákvörð- unina. Þannig tóku Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Festi heldur ekki þátt af sömu ástæð- um. Hver sem ástæðan fyrir því var féllu for- svarsmenn Eimskipafélagsins frá öllum kaup- réttum til handa stjórnendum fyrirtækisins og má telja víst að það hafi verið gert til að friða hina umsvifamiklu fjárfesta. Það hefur gengið eftir enda Gildi, LSR og Festa í dag meðal stærstu hluthafa. Stormurinn skellur á skipafélögunum Í fyrrnefndu útboði var gengi bréfa félagsins 208. Þrátt fyrir hnútukast lífeyrissjóðanna í að- draganda skráningar fékk Eimskipafélagið byr í seglin á fyrri hluta árs 2013. Í byrjun apríl höfðu bréfin hækkað um 35% frá skráningu og hýrnaði þá mjög yfir þeim sem héldu á hlut í félaginu. En Adam var ekki lengi í Paradís og í ágúst og sept- ember lækkaði gengið skarpt. Þegar niðursveiflan var orðin veruleg dundi annað áfall á félaginu. Með úrskurði frá Héraðs- dómi Reykjavíkur réðist Samkeppniseftirlitið í umfangsmikla húsleit hjá Eimskipafélaginu og Samskipum. Náði húsleitin einnig til dótt- urfélaga þeirra, Eimskip Ísland ehf, TVG Zim- sen ehf., Landflutninga og Jóna Transport. Byggði heimildin á grun um að 10. og 11. grein Samkeppnislaga hefðu verið brotnar en þær varða bann við samstilltum aðgerðum sem hafa að markmiði eða að af þeim leiðir að komið sé í veg fyrir samkeppni og bann við misnotkun eins eða fleiri fyrirtækja á markaðsráðandi stöðu. Allt frá upphafi rannsóknarinnar og til dagsins í dag hafa stjórnendur Eimskips kvartað undan skorti á upplýsingum um húsleitina og grundvöll hennar. Þannig neitaði félagið að tjá sig við fjöl- miðla strax í kjölfar húsleitarinnar vegna þess að upplýsingar væru af skornum skammti. Sú af- staða hefur enn í dag verið lögð til grundvallar þegar félagið tjáir sig um málareksturinn. Hins vegar hefur félaginu orðið ágengt í upplýs- ingaöflun og þannig kvað áfrýjunarnefnd sam- keppnismála m.a. upp úrskurð í ársbyrjun 2014 þar sem ógilt var ákvörðun Samkeppniseftirlits- ins sjálfs um að synja félaginu um aðgang að gögnum sem lágu til grundvallar fyrrnefndri húsleit. Var stofnuninni gert að endurskoða þá niðurstöðu sína. Hefur reiptogið milli stofnunar- innar og Eimskips haldið áfram síðan og m.a. felldi áfrýjunarnefndin nýjan úrskurð 25. sept- ember 2014 þar sem Samkeppniseftirlitinu var gert að afhenda Eimskipafélaginu ákveðin gögn er vörðuðu húsleitarheimildina sem byggt var á 10. september 2013 og reifun málsatvika sem fylgdi þeirri kröfu sem lögð var fyrir héraðsdóm. Leki sem enn er til rannsóknar „Risarnir tveir á íslenskum flutningamarkaði hafa valdið almenningi og atvinnulífi miklum fjárhagslegum skaða með ólöglegu samráði að mati Samkeppniseftirlitsins sem kært hefur 11 starfsmenn Eimskips og Samskipa til sérstaks saksóknara fyrir þátt þeirra í meintum brotum.“ Með þessum orðum hófst Kastljósþáttur í Rík- issjónvarpinu að kvöldi 14. október 2014. Þátt- urinn átti eftir að draga dilk á eftir sér. Ljóst var af þeim gögnum sem þar voru birt að upplýs- ingum um kæru sem Samkeppniseftirlitið hafði beint til saksóknara hafði verið lekið og að hann hefði annaðhvort komið frá sérstökum saksókn- ara eða Samkeppniseftirlitinu. Kölluðu forsvarsmenn Eimskipafélagsins eftir því að rannsókn færi fram á þessum leka, enda vörðuðu þau gögn sem þeir hefðu ekki haft vitn- eskju um en vörðuðu málaferli gegn þeim og hefðu mikil áhrif á orðspor þeirra og fyrirtækis- ins sem þeir stýrðu. Þá kom einnig fram, þremur dögum síðar, að Samkeppniseftirlitið hefði beint erindi til ríkissaksóknara þar sem farið var fram á opinbera rannsókn á því hvaðan trúnaðar- upplýsingarnar hefðu komið. Hinn 18. október sendi svo Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Eimskipafélag Íslands siglir krappa báru í Kauphöll Íslands um þessar mundir. Þannig hafa bréf félagsins ekki verið jafn lágt skráð frá því að félagið kom á markað í apríl 2012. Á sama tíma og gengi félagsins hef- ur lækkað skarpt eru stjórnendur þess gagnrýndir fyrir upplýsingagjöf til markaðarins. Tengist sú gagnrýni m.a. rannsókn Samkeppniseftirlits- ins á meintu samráði Eimskipa- félagsins og Samskipa. Rann- sóknin hefur staðið frá árinu 2013. 8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018FRÉTTASKÝRING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.