Morgunblaðið - 31.05.2018, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 31.05.2018, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018SJÁVARÚTVEGUR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Á síðasta ári keyptu Frakkar ís- lenskar þorskafurðir fyrir um það bil 17 milljarða króna. Á sama tíma var heildarverðmæti þorsk- afurða sem seldar voru til Bret- lands um 16 milljarðar og er þetta í fyrsta skipti sem Bretland er ekki stærsti kaupandi ís- lensks þorsks. Friðrik Þór Gunnarsson, hagfræðingur hjá SFS, segir þetta vera merkilega þróun og er helsta skýringin sú að franskir viðskiptavinir íslenskra fiskútflytjenda hafa verið mjög duglegir við að kaupa ferskar af- urðir, sem þeir borga hærra kíló- verð fyrir. „Mælt í magni ferskra fisk- afurða fóru Frakkar fram úr Bret- um um mitt ár 2015 en samhliða því hefur vörusamsetningin verið að breytast og Frakkarnir keypt meira magn af verðmætustu þorskafurðunum,“ útskýrir hann. „Til að draga upp mynd af sér- stöðu Frakklands í þessu tilliti var Frakkland langstærsti markaður- inn fyrir roðflett þorskflök í bitum á síðasta ári, með 11,5 milljarða króna sölu, en næsta landið í röð- inni keypti roðfletta þorskbita fyr- ir 2,7 milljarða.“ Einnig hafa orðið breytingar á breska markaðinum á seinustu árum. Pundið veiktist eftir Brexit-kosninguna og segir Friðrik að í tölum Hagstofunnar, sem SFS hefur unnið úr, megi sjá vísbendingar um samdrátt á milli ára, sem megi kannski ekki skýra einungis með veikingu pundsins og/eða sjómannaverkfallinu. „Sam- drátturinn sem verður á milli ára í Bretlandi er meiri en sem nemur styrkingu krónunnar gagnvart pundinu og einnig meiri en sem nemur samdrætti í útflutningi til okkar helstu viðskiptaþjóða vegna sjómannaverkfallsins sem segir okkur að eitthvað meira búi mögu- lega að baki. Almennt má leiða að því líkum að markaðir með fisk séu næmir fyrir verðbreytingum og að neytendur skipti jafnvel yfir í aðrar fisktegundir, eða yfir í önnur matvæli, þegar verðið er hátt í þeirra eigin gjaldmiðli,“ seg- ir Friðrik en tekur þó fram að Bretland sé enn, heilt á litið, lang- stærsti markaðurinn fyrir íslensk- ar sjávarafurðir. Gátum gripið gæsina Friðrik segir líka hægt að líta á þróunina á Frakklandsmarkaði sem afrakstur tækniþróunar, vöruþróunar og góðrar markaðs- setningar. „Það hefur verið upp- gangur á franska markaðinum á undanförnum árum og vaxandi áhugi á fersku sjávarfangi. Ís- lenskir útflytjendur hafa verið í góðri aðstöðu til að nýta þetta tækifæri með samfellda keðju sem spannar allt frá fullkomnum tog- urum þar sem mannshöndin kem- ur varla nærri meðhöndlun aflans, yfir í fullkomnar vatnsskurð- arvélar sem snyrta fiskflökin af nákvæmni og flutninganet á landi, lofti og á sjó sem greiðir leið sjáv- arafurða inn á Frakklands- markað.“ Að mati Friðriks kallar árang- urinn í Frakklandi ekki endilega á áherslubreytingar í sölu íslensks fisks en sýnir frekar hvers greinin gæti verið megnug á öðrum mörk- uðum. „Umhverfið á markaðinum fyrir sjávarafurðir er í sífelldri breytingu. Mikil festa hefur verið á Bretlandsmarkaði í gegnum tíð- ina, en breyttar aðstæður og ný- sköpun hafa rutt braut inn á nýja og spennandi markaði, t.d. þann franska. Það eitt er víst að ís- lenskur sjávarútvegur mun ávallt leita leiða til þess að hámarka verðmætasköpunina sem verður í atvinnugreininni.“ Frakkar taka fram úr Bretum Útfl utningur á ferskum fi ski 1999-2017 Meðalverð eftir afurðategundum og löndum 2017 70.000 60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0 tonn kr/kg1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 Ferskt Fryst Saltað1999 2002 2005 2008 2011 2014 2017 Frakkland Bretland Þýskaland Frakkland Bretland Þýskaland 23.021 tonn 1.057 587 456 10.554 tonn 14.666 tonn H ei m ild ir: S FS o g H ag st of an Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Heildarverðmæti þorsk- afurða sem seldar voru til Frakklands á síðasta ári var hærra en verðmæti þorsk- afurða sem fóru til Bret- lands. Munar þar ekki síst um mikinn áhuga franskra kaupenda á ferskum þorski í bitum. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason „Það hefur verið uppgangur á franska markaðinum og vaxandi áhugi á fersku sjávarfangi,“ segir Friðrik. Friðrik Gunnarsson Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.