Morgunblaðið - 31.05.2018, Síða 10

Morgunblaðið - 31.05.2018, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018FRÉTTIR ©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim. Af síðum Á árum áður vandi ég komur mín- ar á árlega ráðstefnu á huggu- legum stað þar sem ráðstefnugest- ir ræddu um stjórnmál og efnahagsmál tveggja Evrópuþjóða. Yfirleitt var skipt í tvo hópa. Ann- ar fjallaði um utanríkisstefnu og þá aðallega samskipti Evrópu og Bandaríkjanna. Hinn einblíndi á hagfræði og þá sér í lagi evruna. Í lokin hlustuðu hóparnir tveir á niðurstöður hvor annars með kurteisislegum leiða. Evrópu- sambandið væri betur statt í dag ef utanríkisstefnufólkið, bæði innan ráðstefnunnar og utan hennar, hefði gert evruna að sínu máli. Ólíkt evrunni hefur bandaríkja- dollarinn verið stór þáttur í utanríkisstefnu Bandaríkjanna um árabil. Sú staðreynd að dollarinn skuli vera aðalgjaldmiðill alþjóða- viðskipta gerir Bandaríkjunum kleift að útiloka heilu löndin frá al- þjóðamörkuðum og hinu alþjóðlega fjármálakerfi, líkt og í tilviki Írans, eða útiloka tiltekna einstaklinga, eins og í tilviki Rússlands. Evran var ekki hönnuð til að vera tól til að brúka á vettvangi alþjóðastjórnmálanna. Ég minnist þess þegar málið var til umræðu í Þýskalandi á 10. áratugnum. Þýski seðlabankinn hafnaði, með vilja, þeirri hugmynd að láta evruna hafa sterkt alþjóðlegt hlutverk, af ótta við að það myndi stangast á við markmið um stöðugt verðlag. Glatað tækifæri fyrir evru Ég man líka þegar hagfræðingar um allan heim deildu um hvort evr- an gæti keppt við bandaríkjadoll- arann sem alþjóðleg forðamynt. Tækifærið var fyrir hendi. Vand- aðar fræðigreinar voru skrifaðar um þetta mál. Að það skyldi ekki gerast var afleiðing meðvitaðra póli- tískra ákvarðana. Og það er að hluta til vegna þess- ara ákvarðana sem Evrópusam- bandinu gengur svona brösuglega að eiga almennilega roð við Donald Trump. Stærsta vandamálið við þá ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga landið út úr kjarnorkusamn- ingnum við Íran eru þau áhrif sem það hefur á önnur ríki. Evrópsk fyrirtæki sem myndu hundsa við- skiptabann Bandaríkjanna myndu ekki lengur hafa aðgang að banda- rísku fjármagni og bandarískum viðskiptavinum. Sama myndi gilda um bankana sem fjármagna þessi fyrirtæki. Alþjóðleg fyrirtæki og bankar myndu ekki hafa efni á því. Trump getur hegðað sér eins og hann gerir af því að Bandaríkin hafa, þegar upp er staðið, stjórn á öllum fjármagnshreyfingum í bandaríkjadollurum, þar með talið þeim sem fara fram utan Bandaríkj- anna. Evrópusambandið getur ekki beitt bandarísk fyrirtæki sams kon- ar refsiaðgerðum ef þau brjóta gegn boðum ESB. Evran er ekki jafn ómissandi fyrir þau og doll- arinn er fyrir evrópskt atvinnulíf. Eftir að evran var kynnt til sög- unnar árið 1999 varð hún fljótlega næstmikilvægasti gjaldmiðill heims en hún er samt eftirbátur dollarans á flesta vegu. Árið 2016 myndaði evran að meðaltali minna en 20% af gjaldeyrisvaraforða þjóða heims, á meðan dollarinn myndar að jafnaði 64%, samkvæmt tölum Evrópska seðlabankans. Bilið á milli gjald- miðlanna er svipað þegar kemur að alþjóðlegri skuldabréfaútgáfu og lánveitingum. Dollarinn er þrefalt umsvifameiri en evran mælt í veltu á gjaldeyrismörkuðum. Eina sviðið þar sem evran hefur næstum því náð í skottið á dollaranum er sem alþjóðlegur greiðslugjaldmiðill. Á fyrsta áratug aldarinnar fór bilið minnkandi, en hefur farið vaxandi eftir fjármálahrun. ESB vantar fjármálatæki Eina svarið sem framkvæmda- stjórn ESB hafði við þeirri ákvörð- un Trumps að rifta samkomulaginu við Íran var að dusta rykið af gömlu bannreglunni (e. blocking statute), sem bannar evrópskum fyr- irtækjum að hlýða viðskiptahöftum Bandaríkjanna. Vandinn við það er að ESB hefur engin fjármálatæki til þess að vernda evrópsk fyrirtæki. Hvernig ætti t.d. að bæta evrópsk- um banka það upp að geta ekki lengur stundað viðskipti í dollurum? Það að ekki hafi tekist að gera evruna að gjaldmiðli sem stendur jafnfætis dollaranum gerir ESB líka berskjaldaðra fyrir verndartollum, og þá sér í lagi út af hagstæðum vöruskiptajöfnuði. Það kemur síðan aftur til af því hvernig evrusvæði hefur ákveðið að leysa úr skulda- vanda sínum: með því að þvinga lönd í skuldavanda til að viðhalda jákvæðum viðskiptajöfnuði. Það leiddi meðal annars til þess að lýð- skrums bakslag hefur orðið í stjórn- málunum, af því tagi sem við sjáum gerast í Ítalíu þessa dagana. Vernd- arstefna Bandaríkjanna er önnur birtingarmynd þessa sama fyr- irbæris. Áður en fjármálakreppan skall á var tiltölulega lítill afgangur í vöru- skiptum á evrusvæðinu. Í fyrra jafngilti afgangurinn 3,5% af þjóðarframleiðslu. Því meiri sem afgangurinn er því háðara verður evrusvæðið umheiminum. Engar augljósar lausnir Fremur en að taka andköf yfir Trump ættu Evrópubúar ef til vill að hugleiða hvað kom þeim í þessa erfiðu stöðu. Evrópusambandið væri öflugra í dag ef ekki hefði ver- ið tekið á kreppunni á evrusvæðinu með þeim hætti sem raun varð á og ef að stofnendur samstarfsins hefðu reynt að gera evruna sterkari strax í upphafi. Tæknilega séð getur Evrópusambandið ennþá lagað vandann en til þess myndi pólitísk- ur samruni ESB-ríkjanna þurfa að vera mun meiri en jafnvel Emm- anuel Macron Frakklandsforseti hefur lagt til. Slíkt myndi kalla á sameiginlegar evruskuldabréfaút- gáfur sem yrði kjölfestan fyrir stór- an ríkisskuldabréfamarkað. Einnig myndi þurfa að gefa Evrópska seðlabankanum mun rýmri vald- heimildir. Ég geri mér vitaskuld grein fyrir því að í Norður-Evrópu njóta svona hugmyndir ekki nokkurs pólitísks stuðnings. En bíðum bara þangað til Trump ákveður að leggja verndartolla á BMW, Mercedes Benz og önnur evrópsk fyrirtæki. Ytri aðstæður eru óðara að breytast. Efla þarf evruna til að halda í við dollarann Eftir Wolfgang Münchau Bandaríkjadollarinn hefur verið stór þáttur í utanrík- isstefnu Bandaríkjanna sem veitir stórveldinu afl á alþjóðavettvangi sem Evrópuríkin njóta ekki í krafti evrunnar. AFP Emmanuel Macron, Angela Merkel og Donald Trump bera saman bækur sínar á G20-fundi á síðasta ári. Sæbjúgu innihalda mikið kollagen og yfir 50 tegundir af næringarefnum sem hafa öll mjög jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLA: Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is . Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum og heilsubúðum og í Hagkaupum. Arctic Star Sæbjúgnahylki Sæbjúgu eru þekkt fyrir: • Hátt prótíninnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið og mótstöðu líkamans gegn ýmsum sjúkdómum • Að auka blóðflæði sem minnkar líkur á blóðtappa • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlíns

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.