Morgunblaðið - 31.05.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 31.05.2018, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018FÓLK Reikna má með að banka- og fjár- málaþjónusta muni taka miklum breytingum á komandi árum og ára- tugum. Framfarir í fjármálatækni (e. fintech) hafa þegar orðið til þess að auka samkeppni og vöruframboð, neytendum til hagsbóta, og smám saman hefur regluverkið greitt leið frumkvöðla inn á þennan markað og lækkað aðgangshindranir. Sprotafyrirtækið Ekki banka er ágætis dæmi um þessa þróun, og gefur nafnið vísbendingu um hvern- ig fjármálatækni kann að snúa hefð- bundinni bankastarfsemi á haus. „Við erum banki, en þó ekki banki, og munum veita fjármálaþjónustu með því að hjálpa fólki að velja bestu lausnirnar og þjónusturnar sem eru í boði á markaðinum, og á sem hag- stæðustum kjörum,“ útskýrir Brynj- ólfur Ægir Sævarsson, fram- kvæmdastjóri og stofnandi fyrirtækisins. Ekki banka (www.ekkibanka.is) tekur þátt í Startup Reykjavík við- skiptahraðlinum í sumar. Brynjólfur segir þjónustu Ekki banka m.a. ganga út á það sem hann kallar „nú- vitund í fjármálum“. „Við viljum hjálpa fólki að skilja hvernig það hagar fjármálum sínum, hvernig það getur stýrt neyslu sinni, og látið peningana vinna sem best fyrir sig.“ Sprotinn er enn á fyrstu stigum og verður sumarið notað til að fín- pússa þjónustuna, skipuleggja markaðsmál og vonandi fá fjárfesta að borðinu. Ætti fyrsta vara Ekki banka að vera tilbúin á næsta ári gangi allt samkvæmt áætlun. Lipur með litla yfirbyggingu Brynjólfur segir nýjar fjármála- tæknilausnir þýða að fyrirtæki eins og Ekki banka geta veitt við- skiptavinum afmarkaða og klæðskerasniðna bankaþjónustu, eða gegnt hlutverki milliliðs án þess að þurfa að hafa jafn stóra og dýra yfirbyggingu og hefðbundinn banki. „Þjónustan er einföld, örugg, en kostar ekki of mikið,“ segir hann og bendir á hvernig tiltölulega lítil fjár- málatæknifyrirtæki geta verið lipur og sveigjanleg og gripið tækifærin hraðar og betur en stóru bankarnir. „Það fylgir því verulegur kostnaður að reka hefðbundinn banka með fjölda starfsmanna, og uppfylla skil- yrði eins og eiginfjárkröfur. Gömul kerfi geta líka verið til trafala í stórum fjármálafyrirtækjum og gert þeim erfiðara um vik að þróa og bjóða upp á nýjungar. Erfitt er fyrir banka að halda mjög vel utan um viðskiptasambönd sín og besta bæði vöruþroún og kerfin sem reksturinn hvílir á. Aftur á móti geta fyrirtæki á borð við Ekki banka haldið betur utan um viðskiptasambandið og fundið þær vörur sem best falla að þörfum hvers og eins viðskiptavin- ar.“ Brynjólfur þekkir fjármálaheim- inn vel og hefur fengið til liðs við sig öflugan hóp af fólki. Sjálfur vann hann hjá Landsbankanum í tólf ár, fyrst sem útibússtjóri og síðar sem förstöðumaður viðskiptaþróunar. „Starfið kallaði m.a. á það að heim- sækja ráðstefnur víða um heim en þegar ég reyndi þar að komast að því hvernig hlutirnir myndu breyt- ast og hver framtíð banka- og fjár- málaþjónustu myndi verða þá hafði enginn svarið við því. Það sem menn voru einna hræddastir um, og er að koma í ljós að átti við rök að styðj- ast, var að tekjur bankanna myndu dragast saman í takt við aukna sam- keppni og lægri þjónustugjöld,“ seg- ir hann. „Við erum að sjá svipaða þróun eiga sér stað í bankageiranum og þegar hefur orðið í raforku, fjar- skipta og fjölmiðlageurm þar sem búið er að skilja í sundur bakenda og framenda, og gefa neytendum val að kaupa ólíka þjónustu og vörur frá mismunandi aðilum. Rétt eins og við getum í dag valið eigin sjónvarps- dagskrá og fengið ráðleggingar um sjónvarpsþætti sem falla að okkar smekk, munum við hafa aðgang að þeirri fjármálaþjónustu sem við þurfum, án þess að vera sérfræð- ingar í fjármálum. Þannig fáum við neytendur aukna valmöguleika, auk- ið vald og getum gert meira úr pen- ingunum okkar.“ Morgunblaðið/Valli Brynjólfur Ægir Sævarsson og Ásgeir Helgi Jóhannsson mynda hluta af Ekki banka-teyminu. Fyrirhugað er að þjónustan muni fara í loftið á næsta ári. Leggja drög að bankabyltingu Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Hjá sprotanum Ekki banka er verið að þróa nýja kyn- slóð bankaþjónustu sem aðlagar sig þörfum hvers viðskiptavinar. 86 ÁRA Starfsmannafatnaður fyrir hótel og veitingahús Hótelrúmföt og handklæði fyrir ferðaþjónustuna Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Vikapiltinn • Hótelstjórnandann Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | sími 525 8210 | eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is Allt lín fyrir: Hótelið • Gistiheimilið Bændagistinguna • Airbnb Veitingasalinn • Heilsulindina Þvottahúsið • Sérverslunina Samtök byggingar- og rekstr- araðila stúdentahúsnæðis á Norðurlöndunum, NSBO, ræddu lykilatriði sem nauðsynleg eru fyrir uppbyggingu stúdentasamfélags á tveggja daga ráðstefnu í vikunni. Deildu þekkingu um stúdentahúsnæði Fjölmargir hlustuðu á erindi í stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Morgunblaðið/Arnþór Gró Einarsdóttir var á meðal fyrir- lesara.Hjálmar Árnason, fram- kvæmdastjóri Keilis, var meðal fundargesta. RÁÐSTEFNA SPROTAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.