Morgunblaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018 ÍÞRÓTTIR Golf Morgunblaðið ræðir við Anniku Sörenstam frá Svíþjóð sem er á leið til Íslands. Sörenstam var valin íþróttakona ársins í heiminum þrjú ár í röð hjá AP-fréttastofunni fyrir afrek sín á golfvellinum. 2-3 Íþróttir mbl.is Morgunblaðið/Eggert Best Ester Óskarsdóttir var í lykilhlutverki hjá ÍBV sem féll út í undan- úrslitum í bæði Íslandsmótinu og bikarkeppninni. Selfyssingurinn Elvar Örn Jóns- son og Eyjakonan Ester Ósk- arsdóttir voru í gærkvöld útnefnd bestu leikmenn Íslandsmótsins í handknattleik 2017-2018 og heiðr- uð fyrir það á lokahófi HSÍ sem fram fór í Gullhömrum í Reykja- vík. Elvar varð efstur í kosningu á besta leikmanninum en Björgvin Páll Gústavsson markvörður Hauka varð annar og Einar Rafn Eiðsson úr FH þriðji. Ester vann kosninguna í kvennaflokki en Framararnir Þór- ey Rósa Stefánsdóttir og Guðrún Ósk Maríasdóttir urðu í öðru og þriðja sæti. Haukur Þrastarson frá Selfossi var valinn efnilegasti leikmaður Olísdeildar karla og Berta Rut Harðardóttir Haukum efnilegust í Olísdeild kvenna. Theodór Sigurbjörnsson úr ÍBV fékk Valdimarsbikarinn sem mikil- vægasti leikmaður Olísdeildar karla og Ester Óskarsdóttir úr ÍBV fékk Sigríðarbikarinn sem mikilvægust í Olísdeild kvenna en þar eru það þjálfararnir sem kjósa, ekki leikmennirnir eins og í kjörinu á þeim bestu og efnileg- ustu. Patrekur Jóhannesson frá Sel- fossi var valinn besti þjálfarinn í Olísdeild karla og Ágúst Þór Jó- hannsson úr Val var valinn besti þjálfarinn í Olísdeild kvenna. Í 1. deild karla var Kristófer Dagur Sigurðsson úr HK besti leikmaðurinn, Dagur Gautason úr KA sá efnilegasti og Sverre Jak- obsson úr Akureyri var valinn besti þjálfarinn. Í 1. deild kvenna var Martha Hermannsdóttir úr KA/Þór valin besti leikmaðurinn og Þóra María Sigurjónsdóttir úr Aftureldingu sú efnilegasta. Þjálfari ársins í 1. deild kvenna var valinn var valinn Jónatan Þór Magnússon úr KA/ Þór. vs@mbl.is Elvar og Ester best í vetur  Haukur og Berta Rut efnilegust  Patrekur og Ágúst bestu þjálfararnir Morgunblaðið/Hari Bestur Elvar Örn Jónsson var í lykilhlutverki hjá Selfyssingum sem féllu út í undanúrslitum í bæði Íslandsmótinu og bikarkeppninni. Valencia, lið Tryggva Snæs Hlinasonar, mun mæta Gran Can- aria í úr- slitakeppninni í spænsku ACB- deildinni í körfu- knattleik. Val- encia hafnaði í 4. sæti en GC í 5. sæti og á Val- encia því heimaleikjaréttinn í 8-liða úrslitunum. Fyrsti leikur liðanna verður á mánudagskvöld. Úrslitakeppnin er með sambæri- legu sniði og hér heima. Valencia varð spænskur meistari í fyrra býsna óvænt. Tryggvi er á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku og fet- ar í fótspor Jóns Arnórs Stef- ánssonar sem er eini Íslending- urinn sem leikið hefur í úrslitakeppninni á Spáni. Komst hann tvívegis í undanúrslit með Unicaja Málaga annars vegar og Valencia hins vegar. kris@mbl.is Úrslitakeppni framundan hjá Tryggva Tryggvi Snær Hlinason Nýliðarnir úr körfuboltabænum Njarðvík halda áfram að koma á óvart í upphafi Inkasso-deildar karla í knattspyrnu. Njarðvík náði í stig gegn ÍA á Akranesi í gær og er með 50% árangur eftir fjóra leiki. Liðin gerðu 2:2 jafntefli en Magnús Þór Magnússon gerði jöfnunarmark Njarðvíkur á 86. mínútu. Víkingur Ólafsvík sem féll úr efstu deild síðasta haust eins og ÍA náði í þrjú stig á Ásvelli með 1:0 sigri. Ingibergur Sigurðsson skoraði eina mark leiksins. ÍA er með 10 stig á toppnum eins og HK en Víkingur er með 7 stig, Njarðvík 5 stig og Haukar 4 stig. Nánar um leikina á mbl.is. Náðu í stig á Skaganum Morgunblaðið/Árni Sæberg Mættur Pape Mamadou Faye lék sinn fyrsta leik með Víkingi í sumar. yfir í Laugardalnum en þar eigast við 6 erlend lið, ásamt þeim ís- lensku. Úrslitaleikurinn á mótinu er á morgun klukkan 19.00 en þar á undan fer fram góðgerðarleikur Mjölnis og 101 Granda klukkan 18.15. johanningi@mbl.is Leikurinn um Íslandsmeistaratit- ilinn í sundknattleik fór fram í Laugardalslaug í gær. Lið SH og lið Ármanns kepptust um gullið en svo fór að Ármenningar stóðu uppi sem sigurvegarar eftir hörkuspennandi leik, 8:7. Leikurinn var hluti af alþjóðlegu sundknattleiksmóti sem stendur nú Ármann Íslandsmeistari Morgunblaðið/Árni Sæberg Barningur Frá úrslitaleiknum í Laugardalslauginni í gær. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, at- vinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, varð vafalaust fyrir miklum vonbrigðum í Michigan-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Hún var langt komin með annan hring- inn á Volvik-meistaramótinu á LPGA-mótaröðinni. Ólafía var undir parinu á fyrsta hringnum og lék þá á 71 höggi. Þegar hún hafði leikið 33 holur í mótinu í gær virtist hún í góðum málum. Var aftur á höggi undir pari eftir fimmtán holur á öðrum hringnum og samtals á tveimur undir pari í mótinu. Búist var við því að leika þyrfti á parinu samtals til að komast í gegn- um niðurskurð keppenda fyrir helgina. Þá kom skolli hjá Ólafíu og á næstsíðustu holunni fór eitthvað úr- skeiðis. Þar fékk Ólafía sjö högg á par 4 holu og var skyndilega komin tvö högg yfir parið samanlagt áður en hún fékk par á síðustu holuna. Ólafía Þórunn hóf leik á 10. teig í gær og holan sem fór svona illa með hana var því sú áttunda á vellinum. kris@mbl.is Ein hola breytti öllu AFP Súrt Sú næstsíðasta fór illa með Ólafíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.