Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.05.2018, Qupperneq 2
Hvernig tilfinning var að vinna
Söngkeppni framhaldsskólanna?
Mjög góð. Pínu skrítið eiginlega. Ég kann
varla að lýsa því.
Varstu sigurviss?
Nei, alls ekki. Ég var búinn að pakka niður
gítarnum. Þess vegna var ég svo lengi að
koma mér upp á sviðið þegar tilkynnt var að
ég hefði unnið.
Varstu búinn að sjá einhverja sem
þú hélst að myndu vinna?
Já, ég man ekki frá hvaða skólum en ég var búinn að
búa til topp-þrjú-lista og ég var ekki á honum. Þannig
að ég var mjög hissa á að vinna keppnina.
Ertu búinn að vera í tónlist frá blautu
barnsbeini?
Já, ég var að læra á píanó á yngsta stigi. Svo fékk ég
leiða á því og fór yfir í gítarinn. Svo varð ég leiður á því
og er kominn yfir í sönginn. Ég er samt ekki að læra
söng.
Er þá söngurinn núna í forgangi?
Já, klárlega.
Eru allir í fjölskyldunni í tónlist?
Já, eiginlega. Stjúppabbi minn er organisti hér á Akureyri
og er mjög mikill tónlistarmaður. Hann heitir Eyþór Ingi,
ekki með síða hárið. Mamma er söngkona og pabbi hlustar
mjög mikið á tónlist þannig að ég hef verið í kringum tónlist
alla tíð.
Hvaða tónlistarmaður er í uppáhaldi?
Ed Sheeran, allt við hann heillar mig. Hann er hógvær þótt
hann sé stórstjarna og svo gerir hann rosalega góð lög í
mínum tónlistarstíl.
Ætlarðu að leggja tónlistina fyrir þig?
Já, ég ætla að halda áfram endalaust vonandi.
Ljósmynd/Eyþór Ingi Jónsson
BIRKIR BLÆR ÓÐINSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Var búinn að
pakka niður
gítarnum
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.5. 2018
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Og það eru ekki margir kostir á því að heyra í lóunni þessa dagana.Georg Magnússon, tæknimeistari hér á útvarpinu, brá sér í gervilóunnar og flautaði lóusöng fyrir okkur,“ varð Brodda Brodda-
syni að orði í hádegisfréttum RÚV á föstudag, í lok fréttflutnings af tíð-
inni, þar sem lóunni hafði verið ætlað það hlutverk að kveða undir. Þetta
var vel leyst, Georg er ákjósan-
legur í þetta hlutverk lóunnar ef
það þarf áfram að grípa til þeirra
ráða að stæla söng hennar. Ef
Broddi hefði ekki fært þetta sér-
staklega í tal hefði enginn komið
því heim og saman að þarna söng
homo sapiens.
En þegar Ríkisútvarpið þarf að
láta leiklesa lóuna hlýtur lóan að
vera týnd, eða það sem verra er,
farin. Því hún kom vissulega.
Hún sást heldur þreytuleg eftir
langt flug fyrir um mánuði, 28.
mars, fyrir sunnan Selfoss. Hún
var þar á flugi sunnan við hús Haralds Ólasonar fuglaáhugamanns, en mér
er spurn; hefur einhver séð hana síðan? Og ef einhver telur sig hafa séð
hana, er viðkomandi alveg örugglega handviss um að um heiðlóu hafi verið
að ræða? Þekkja þessir, sem tilkynna lóurnar til fjölmiðla, þennan fugl
eitthvað eins og börnin sín?
Ég velti þessu bara svona fyrir mér. Hvort hér sé þöggun í gangi.
Getur verið að vorboðinn okkar, dauðþreyttur eftir langt flug hafi
ákveðið að athuga með Færeyjar í staðinn. Lóan er hraðfleyg og væri ekki
svo lengi að skjótast þangað. Í Þórshöfn er 9 stiga hiti og snjólaust. Já,
takk – myndi ég og pottþétt lóan líka segja og þiggja þann kaupauka.
Einhverjir segjast bara ekkert ætla að láta veðrið á sig fá, ætla að
kaupa kók og pylsu í Tryggvagötunni á stuttermabolnum og ís á Ingólfs-
torgi á eftir. Hlusta á falsaðan lóusöng og slá snjó. Ég sem er svo ofsalega
jákvæð og glöð að upplagi ætla að taka annan snúning og finna gleðina í
að byrja aftur að gefa í skóinn.
Morgunblaðið/Ómar
Lóan er farin
Pistill
Júlía Margrét Al-
exandersdóttir
julia@mbl.is
’Þegar Ríkisútvarpiðþarf að láta leiklesalóuna hlýtur lóan er aðvera týnd, eða það sem
verra er, farin. Því hún
kom vissulega.
Ingibjörg María Jónsdóttir
Ég hef alveg trú á því að lagið
komist áfram en ég held að það
verði tæpt.
SPURNING
DAGSINS
Heldurðu
að Ísland
komist
áfram í
undan-
úrslitum
Eurovision?
Ármann Örn Guðbjörnsson
Nei. Mér finnst lagið ekki nógu gott.
Gunnar Bjarki Baldvinsson
Já, ég hef trú á því. Góður söngvari,
góð rödd og nær örugglega til
margra.
Eydís Torshamar
Ég held ekki, þrátt fyrir að hann
syngi ægilega vel og lagið sé fínt.
Það eru svo mörg önnur lög sem
maður man betur eftir.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Eggert Jóhannesson
Birkir Blær Óðinsson, 18 ára nemandi Menntaskólans á
Akureyri, sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna um
síðustu helgi. Hann söng lagið I put a spell on you. Hann
hyggst leggja tónlist fyrir sig að loknu menntaskólanámi.