Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.05.2018, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.05.2018, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.5. 2018 Geta bragðlaukarnir lært? Ég er búin að ganga með þessahugmynd í maganum í tíu ár,“segir dr. Anna Sigríður Ólafs- dóttir, prófessor í næringarfræði, um doktorsverkefni í heilsueflingu sem Sigrún Þorsteinsdóttir vinnur nú að undir hennar handleiðslu um mat- vendni bara og lausnir við þeim vanda. Hluti af rannsókninni er að fá foreldra til að taka þátt í sérstökum námskeiðum með matvöndum börn- um sínum til að þjálfa bragðlaukana. „Þegar ég talaði um næringu barna á fyrirlestrum og í hópum fékk ég nær alltaf spurninguna: Hvað á ég að gera við matvanda barnið? Það var augljós þörf á að svara þessu. Annars vegar að athuga hvort það skipti ein- hverju máli að barnið væri matvant og hins vegar athuga hvort það væri eitthvað hægt að gera við því,“ segir Anna Sigga, en leitast er við því að svara hvorutveggja í rannsókninni. „Ein ástæða matvendni er nýfælni, sem er algeng, sem þýðir að þú forð- ast hið óþekkta. Svo er það í eðli okk- ar að borða allt sem er sætt. Móður- mjólkin er sæt. Beiska bragðið og annað bragð þarf að læra. Mjög mörg börn eru matvönd á aldrinum tveggja til sex ára en svo eiga þau að vaxa upp úr því. En við þekkjum að það gerist ekki alltaf. Og þá er gott að finna út hverjar ástæðurnar eru.“ Máltíðum getur fylgt kvíði Fyrsti hluti rannsóknarinnar er að fá foreldra til að svara spurningalista um matarvenjur barna sinna. „Við höfum sérstaklega áhuga á að skoða eðli matvendni og hvort eða hversu mikil áhrif hún hafi á fæðuvalið. Það er heldur ekki endilega allt mat- vendni sem foreldrar myndu flokka á þann veg. Við viljum átta okkur á hvort upplifunin sé eins á meðal barna almennt og hjá börnum með taugaþroskaraskanir, eins og ein- hverfu og ADHD sem við skoðum sérstaklega,“ segir Anna Sigga. „Það er mjög þekkt hjá einhverfum að tak- markanir í fæðuvali séu miklar og vaxi alls ekki af einstaklingunum og háir þeim þá líka félagslega, því mat- ur er svo stór hluti af lífi okkar. Mál- tíðum getur fylgt kvíði ef erfiðleikar eru í samskiptum í kringum þær. Þarna kemur Sigrún sterk inn.“ Sigrún Þorsteinsdóttir er barna- sálfræðingur að mennt og doktors- nemi í heilsueflingu. Báðar hafa þær reynslu af bragðlaukaþjálfun barna í gegnum störf sín fyrir offituteymi Barnaspítala Hringsins. „Við höfum prófað bragðlauka- þjálfun á hópanámskeiðum þar og það hefur verið ótrúlega skemmti- legt. Krakkarnir hafa sagt að þau ætli alls ekki að borða salatið, en svo end- ar með því að það er slegist um það,“ segir Sigrún. „Þetta snýst fyrst og fremst um vellíðan. Við viljum draga úr nýfælni og kvíða tengdum mat og gerum það með bragðlaukaþjálfun, sem er al- hliða skynþjálfun. Þetta snýst því líka um að snerta, þefa, horfa og hlusta á matinn. Bragðið sjálft er oft bara brot af upplifuninni. Áferðarfælni er til dæmis mjög algeng. Við erum að vinna í að nálgast matvælin með öll- um skynfærum,“ segir Anna Sigga. „Það sem er líka svo skemmtilegt við þetta verkefni er þverfaglega nálgunin og við finnum fyrir miklum áhuga bæði úr heilbrigðis- og menntageiranum. Mér finnst áhuga- verðast að skoða það sem snýr að vel- líðan og kvíða í tengslum við máltíðir, og streituna sem getur myndast í kringum máltíðir ef börn vilja ekki allan mat. Við vitum að það er gríð- arlega mikil streita við matborðið hjá mörgum fjölskyldum sem eiga barn með taugaþroskaraskanir,“ segir Sig- rún. „Þetta getur endað með látum eða tárum.“ Leikið með matinn Eftir að spurningalistar eru komnir í hús verður boðið upp á námskeið til þess að vinna með börnum og for- eldrum þeirra. Fyrstu námskeiðin verða í haust og standa yfir allan næsta vetur en hvert námskeið er í sex vikur, einu sinni í viku. Á námskeiðunum verður ekki ein- blínt á að smakka mat heldur er lögð áhersla á skynjun og eru leikir not- aðir til að kynnast matnum betur. Foreldrar sem svara spurninga- listum geta sótt um að komast á nám- skeið með börn sín eða tekið ein- göngu þátt í fyrsta hlutanum, þ.e. að svara spurningalista um eðli mat- vendni. Þær vonast að sjálfsögðu til að margir komi á námskeiðin en það skiptir ennfremur máli að sem flestir svari spurningalistum óháð því hvort þeir sæki námskeið eða ekki. „Við reiknum með að fara með 240 fjölskyldur í gegnum námskeiðin, en forsenda þess að geta verið með er að svara spurningalistunum,“ segir Anna Sigga. Bætt samskipti við matarborðið Skiptir máli hvort barn er matvant? „Það fer eftir hversu víðtæk mat- vendnin er. Barn sem borðar ekkert grænmeti og enga ávexti eða sleppir heilu fæðuflokkunum á á hættu að líða næringarskort. En líka er mikil- vægt að vinna að því að bæta sam- skiptin við matarborðið og minnka streituna. Það er ekki hægt að sneiða hjá því að borða í lífinu. Matur hefur áhrif á félagslega, andlega og líkam- lega heilsu. Við erum að tækla alla þessa þætti,“ segir Anna Sigga og út- skýrir að matvendni hafi í raun ekk- ert endilega með fæðuuppeldið að gera. „Hún kemur upp í alls konar fjölskyldum.“ Algengt er að börn á aldrinum 2-6 ára séu matvönd og oftast eldist það af þeim. Doktorsverkefni Sigrúnar Þorsteinsdóttur fjallar um matvendni íslenskra barna. Thinkstock Margir foreldrar eiga í basli með að koma mat eða ákveðnum tegundum matar ofan í börn sín. Matvönd börn geta farið á mis við nauðsynlega næringu auk þess sem matvendni getur skapað togstreitu á heimilinu. Prófessor í næringarfræði og barnasál- fræðingur leita nú að 240 fjölskyldum til að fara í gegnum sérstaka bragðlaukaþjálfun í því skyni að vinna gegn matvendni. Barnasálfræðingurinn Sigrún Þorsteinsdóttir og Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði, vinna að rannsókn um matvendni barna. Morgunblaðið/Ásdís ’ Mjög mörg börn eru matvönd á aldrinum tveggja til sex ára en svo eiga þau að vaxa upp úr því. En við þekkjum að það gerist ekki alltaf. Og þá er gott að finna út hverjar ástæðurnar eru. Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði. INNLENT ÁSDÍS ÁSGEIRSDÓTTIR asdis@mbl.is Rannsóknin nær til matar- venja barna og er athyglinni sérstaklega beint að þeim börnum þar sem foreldrar upplifa að matvendni komi niður á fæðuvali og/eða sam- skiptum í kringum máltíðir. Rannsóknin nær til 8-12 ára barna sem glíma við tauga- þroskaraskanir á borð við at- hyglisbrest með ofvirkni (ADHD) eða einhverfurófs- röskun, en einnig er leitað að börnum án þessara raskana. Börnin fá ásamt foreldrum þjálfun í að meðhöndla, mat- reiða og smakka mat og er það gert í formi leikja og ým- issa einfaldra verkefna sem unnin eru á námskeiði og heima. Rannsóknin er samþykkt af vísindasiðanefnd. Nánari upplýsingar má finna á vef- slóðinni www.bit.ly/bragdlauka- thjalfun. Einnig má senda fyr- irspurnir á netfangið bragd- laukathjalfun@hi.is. Leita að 8-12 ára börnum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.