Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.05.2018, Síða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.05.2018, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.5. 2018 Maðurinn minn er alvarlegaað íhuga að gerast mús-limi,“ trúði rammíslensk kona mér fyrir í vikunni. Einmitt það. Og hvers vegna? „Út af Moha- med Salah. Hann er nefnilega púl- ari,“ en það kallast hinir stoltu fylgj- endur hins fornfræga enska knattspyrnufélags Liverpool hér á landi. Eftir ellefu ára hlé mun „Rauði herinn“, með téðan Salah í broddi fylkingar, leika á ný til úrslita í Meistaradeild Evrópu í lok þessa mánaðar gegn ríkjandi meisturum í Real Madrid. Egyptinn Mohamed Salah hefur farið hamförum á sinni fyrstu leiktíð með Liverpool, þegar skorað 43 mörk í aðeins 47 leikjum. Það er sami fjöldi marka og sjálfur kon- ungur samtímasparksins, Börsung- urinn Lionel Messi, hefur skorað í vetur – en í 51 leik. Áhöld eru um að nokkur maður hafi leikið betur á einni leiktíð frá því enska úrvals- deildin var sett á laggirnar fyrir 26 árum; Thierry Henry, Luis Suárez, Cristiano Ronaldo og Eden Hazard meðtaldir. Egyptanum halda engin bönd. Að vísu er hann að ganga í gegnum ægilega þurrkatíð einmitt núna; hefur ekki komið tuðrunni í netið í tveimur leikjum í röð! Það er óborganlegt að færa kapp- ann í tal við púlara, sem eru á sveimi allt í kringum mann, þeir ljóma um leið eins og strákurinn sem farið hef- ur heim með sætustu stelpunni á ballinu. Og eiga það alveg skilið. Hinn nýi Ramses En Salah-áhrifin teygja anga sína víðar en til Íslands; í heimalandi hans heldur fólk ekki vatni og í leiknum gegn Róma í vikunni kallaði sparkþulur sjónvarpsstöðvarinnar beIN kappann „hinn nýja Ramses Egyptalands“. Lof af dýrari gerð- inni en fáir faróar eru hærra skrif- aðir en téður Ramses þar um slóðir. Og svo vildi hann ólmur breyta nafn- inu á liðinu í Salah-pool. Veit ekki hvað Dalglish og Rush segja um það. „Hann fyllir fólk stolti vegna þess að hann er múslimi sem hefur slegið í gegn í einni af bestu deildum í heimi. Hann fyllir alla araba stolti,“ sagði Mohammed Hassen, 23 ára gamall maður, fæddur í Súdan en al- inn upp í Egyptalandi, við blaða- mann breska blaðsins The Guardian, sem fylgdist með leik Liverpool og Róma í Kaíró í vikunni. „Hann hefur fallegan leikstíl og er alltaf að bæta sig.“ Hassen talar ugglaust fyrir munn flestra ef ekki allra landa sinna en Salah er vonarglætan á dimmum tímum í sögu Egyptalands, þar sem efnahagurinn er í ólestri og tjáning- arfrelsið stundum virt að vettugi. Á kaffihúsinu í Kairó, þar sem blaðamaður The Guardian fylgdist með leiknum, var mörkum Liverpool vel fagnað, en þau gerðu Sadio Mané og Georginio Wijnaldum, en þau hróp voru þó pervisið píp við hliðina á hljóðunum sem viðstaddir gáfu frá sér þegar Salah fékk knöttinn. „Það er auðvelt að tengja við hann. Hann lagði mikið á sig til að komast á þennan stað,“ sagði Ahmed Said, 21 árs gestur á kaffihúsinu. Sjálfur skrópaði hann í vinnunni til að sjá seinni hálfleikinn. Og það er einum manni að þakka að Said er byrjaður að horfa aftur á fótbolta eftir óeirðirnar miklu á Port Said- leikvanginum árið 2012, þar sem 74 sparkunnendur týndu lífi. Sá maður heitir vitaskuld Mohamed Salah. „Ég ætla að horfa á HM út af hon- um,“ bætti Said við en Salah skaut Egyptum þangað með marki úr víta- spyrnu í uppbótartíma í hreinum úr- slitaleik gegn Kongó. Skiptir um lið vegna Salah Í millitíðinni þarf að útkljá málin í Meistaradeild Evrópu og mörgum Egyptum – og íbúum Mið-Austur- landa yfir höfuð – er vandi á höndum enda hefur spænska deildin löngum verið vinsælli þar en sú enska. Mo- hammed Hassen, sem getið var hér í upphafi, lætur það þó ekki trufla sig. Enda þótt hann hafi fylgt Real Ma- drid að málum frá blautu barnsbeini mun hann snúast á sveif með Liver- pool í úrslitaleiknum í Kænugarði. Vegna Salah. „Real Madrid á ekki möguleika í leiknum,“ segir hann vígreifur með bros á vör. Já, það verður engin út-Salah. Fjallið kemur til Múhameðs Egyptinn Mohamed Salah hefur á undraskömm- um tíma skipað sér á bekk með fremstu spark- endum vorra tíma. Hann hefur ekki aðeins kveikt í fylgjendum félags síns, Liverpool, heldur líka löndum sínum og arabaheiminum öllum. AFP Mohamed Salah hefur stolið sviðsljósinu á leiktíðinni. Nær hann að fagna sigri í Meistaradeild Evrópu í lok mánaðarins? ’ Það sem hann hefur gert á þessari leiktíð er ekki eðlilegt og við munum reyna að hjálpa honum að halda uppteknum hætti. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. ERLENT ORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is BANDARÍKIN BOISE Málmbandið Metallica hefur gert samkomulag við útvarpsmanninn Big J um að takist honum að losa sig við 45 kg áður en hljómsveitin kemur fram á tónleikum í borginni 28. nóvember nk. fái hann einkaviðtal við alla fjóra meðlimi bandsins. Big J, sem veg- ur tæplega 200 kg, hefur lengi glímt við yfi rvigt og setti sig í samband við Metallica í þeim tilgangi að fá hvatningu til að grenna sig. BRETLAND LUNDÚNIR Leitinni að Madeleine McCann, sem hvarf sporlaust meðan hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal árið 2007, verður haldið áfram, a.m.k. næstu sex mánuðina eftir að stjórnvöld tryggðu lög- reglunni frekara fjármagn til verk- efnisins. Að sögn Scotland Yard þá eru enn nokkrir þræðir til að fylgja og meðan einhver von sé til að fi nna stúlkuna á lífi vilji menn halda leitinni áfram. KANADA TORONTO Vegfarendum brá í brún í vikunni þegar þeir sáu bifreið hanga lóð- rétta niður úr rafmagnslínum undir brú í borginni. Lögregla upplýsti í fyrstu að gjörningurinn tengdist gerð kvikmyndar en dró þá fullyrðingu síðar til baka; ekkert leyfi hefði verið gefi ð fyrir kvikmyndatök- um á staðnum. Bílnum var fl jótlega náð niður og heldur rannsókn lögreglu áfram. KÍNA BEIJING Liu Xia, ekkja aðgerða- sinnans Liu Xiaobo, sem hlaut frið- arverðlaun Nóbels árið 2010, hefur lýst því yfi r í símtali við vin sinn, Liao Yiwu, að hún vilji frekar deyja en lifa áfram í stofufangelsi, eins og síðustu sjö árin. „Komist ég ekki í burtu mun ég deyja á heimili mínu. Xiabo er dáinn og það er ekkert eftir fyrir mig í þessum heimi. Það er auðveldara að deyja en lifa,” sagði hún í símtali sem var hljóðritað og sett á netið. Mohamed Salah, sem verður 26 ára í næsta mánuði, hefur slegið í gegn innan vallar sem utan í bítlaborginni með hóg- værð sinni og prúðmennsku. Hann þykir bjóða af sér góð- an þokka og hefur ekki látið velgengni stíga sér til höfuðs. Skemmtilegt var þegar sjón- varpsstöð félagsins fékk nokkur börn til að lýsa mörk- um Salah, út frá upptökum, og um leið og knötturinn hafnaði í netinu spratt Salah sjálfur fram úr leyni, börn- unum til undrunar og gleði. Veggmynd af Salah fyrir utan kaffihús í Kaíró. Hógvær og prúður

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.