Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.05.2018, Síða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.05.2018, Síða 8
Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.5. 2018 Hulda B. Ágústsdóttir Margrét Guðnadóttir Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 GRÍNIÐ Wolf hefur framleitt og leikið í tveimur seríum, Now Hiring og Used People, fyrir sjónvarpsstöðina Comedy Cent- ral. Einnig skrifaði hún grín fyrir óskarsverðlaunahátíðina þegar Chris Rock var kynnir. Wolf hef- ur lent á topp-tíu-lista yfir fyndn- ustu konur New York-borgar, valið af TimeOut New York. Einnig er hún á lista hjá tímarit- inu Rolling Stone sem ein af 25 fyndnustu manneskjum á Twitter í dag. Hún hefur komið fram í grínklúbbum og háskólum víða um Bandaríkin og tekið þátt í fjölda grínhátíða. Wolf er talin ein af tíu fyndnustu konum New York-borgar og ein af 25 fyndnustu á Twitter. Ein fyndnasta kona New York-borgar MICHELLE WOLF er grínistinn sem gerði allt vitlaust vestanhafs í árlegum blaðamannakvöldverði Hvíta hússins á dögunum. Hún fæddist 21. júní 1985 og er þekkt fyrir að koma fram og skrifa fyrir þáttinn The Daily Show. Eftir útskrift úr háskóla árið 2007 vann hún hjá fjárfestingabankanum Bear Stearns og síðan um hríð hjá bankanum JP Morgan. Þaðan lá leiðin í vinnu á Wall Street. „Ég ætlaði annaðhvort að fara í doktorsnám eða í læknisfræði en ég hafði fengið nóg af skóla,“ sagði Wolf í viðtali við The Wrap. „Herbergisfélagar mínir höfðu öll fengið vinnu á Wall Street og þau stungu upp á að ég kæmi að vinna þar. Þá gætum við öll búið í New York í nokkur ár,“ segir hún. Þótt henni líkaði ekkert sérstaklega vinnan í fjármálageiranum gaf það henni tækifæri á að komast með tærnar inn um dyrnar í grínheiminum. Árið 2008 horfði hún á upptöku af grínþættinum Saturday Night Live sem veitti henni innblástur. „Ég hef alltaf elskað grín en í mínum huga hafði það ekki verið raunhæfur kostur að velja það sem atvinnu,“ segir hún. „Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Saturday Night Live og eftir þáttinn var ég staðráðin í að ég vildi gera eitthvað svipað,“ segir Wolf í viðtali við Splitsider. Stuttu síðar var hún komin í uppistand og vann við það í fjögur ár. Árið 2014 fékk hún vinnu sem textahöfundur hjá þættinum Late Night with Seth Meyers. Hún fékk einnig að koma fram þar sem persónan Grown Up An- nie. Eftir tvö ár í því starfi gekk hún til liðs við grínhöfunda hjá The Daily Show with Trevor Noah, þætti sem hún segist vera alin upp við. Stjarna hennar reis enn frekar þegar hún lék í vinsælum HBO-þætti að nafni Michelle Wolf: Nice Lady. Næst á dagskrá er Netflix-þátturinn The Break with Michelle Wolf, hálftíma langur grínþáttur, og verður hann frumsýndur 27. maí næstkomandi. Wolf hefur lengi gagnrýnt Trump og hans stjórn í gríni sínu. Hún var beðin að koma fram sem veislustjóri í kvöldverði Hvíta hússins og sagðist ekki ætla að draga úr gríninu þar. Það kom á daginn að það gerði hún alls ekki, en Trump sjálfur mætti ekki en sendi í sinn stað Söruh Huckabee Sanders, fjöl- miðlafulltrúa Hvíta hússins. Grínið vakti verðskuld- aða athygli og fékk bæði hrós og gagnrýni. ÍÞRÓTTIR Wolf ólst upp í Penn- sylvaniu-ríki og á hún tvo eldri bræður. Á unglingsárunum æfði hún frjálsar íþróttir, hástökk, þrí- stökk og 400 metra hlaup en meiðsli bundu enda á keppni á þeim vígstöðvum. Hún stundaði háskólanám í Col- lege of William & Mary þar sem hún lærði vöðva- og hreyfifræði (kinesiology). Wolf starfaði lengi í fjármálaheiminum áður en hún lagði grínið fyrir sig. Hún stundar langhlaup í frí- stundum. Hætti að keppa UMDEILD Mikið hefur verið rætt um ræðu Wolf á blaðamanna- kvöldverðinum. Þar kallaði hún forsetann rasista og gantaðist með framhjáhald hans með klám- myndastjörnu. Hún lét einnig fjöl- miðlafulltrúa hvíta hússins, Söruh Huckabee Sanders, finna vel fyrir gríninu. Skiptar skoðanir eru á því gríni en bæði íhaldsmenn og blaða- menn hafa gagnýnt það sem þeir kalla árásir á útlit Sanders. Vísa þeir til ummælanna um hversu „úrræðagóð“ Sanders væri en Wolf sagði hana „brenna stað- reyndir og nota öskuna fyrir augn- skugga“. Einnig líkti hún Sanders við harðstjórann Lydiu úr sjón- varpsþáttunum The Handmaid’s Tale. Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta húss- ins, fékk að finna fyrir gríninu. Hvað sagði Wolf? Gekk langt í gríninu Grínistinn Michelle Wolf fór á kostum í kvöldverð- arboði Hvíta hússins. Gettyimages Michelle sést hér í hlutverki Grown Up Annie í þætt- inum hjá Seth Meyers. ’ Ég hef alltaf verið mikillaðdáandi Saturday NightLife og var staðráðin í að égvildi gera eitthvað svipað. Wolf var mikil íþrótta- kona á yngri árum en nýtur sín nú á sviðinu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.