Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.05.2018, Side 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.05.2018, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.5. 2018 VETTVANGUR Ágætu ljósi var varpað á áskor-anir og tækifæri ferðaþjón-ustunnar á fróðlegum fundi Ferðamálastofu og Íslenska ferða- klasans í vikunni, þar sem sjónum var einkum beint að tækniþróun og upp- lýsingabyltingunni. Allmörg íslensk fyrirtæki hafa þróað tæknilausnir sem gefa möguleika á að auka bæði skilvirkni og gæði á ýmsum sviðum. Kynning frá Origo á sérhönnuðu upp- lýsinga- og leiðsögukerfi í bíla- leigubíla var til að mynda áhugavert enda ljóst að sérsniðnar lausnir á því sviði geta haft þýðingu fyrir hegðun, öryggi og upplifun stórs hluta ferða- manna. Skilgreinum burðarþolið Fjölmiðlar höfðu skiljanlega mestan áhuga á vangaveltum Dougs Lanskys um hvenær Ísland teldist vera upp- selt og gæti ekki tekið við fleiri gest- um. Rétt er að árétta að Lansky hélt því ekki fram á fundinum að sá dagur væri runninn upp. Hann hvetur okk- ur aftur á móti til að skilgreina flöskuhálsa og burðarþol landsins hvað varðar ferðamenn og ferðaþjón- ustu, út frá ýmsum mælikvörðum á borð við innviði, hámark æskilegs hlutfalls af landsframleiðslu, upplifun ferðamannanna sjálfra og fleira. Ná- kvæmlega þetta verkefni er einmitt hafið á vegum Stjórnstöðvar ferða- mála, þannig að hvatning Lanskys rímar vel við áherslur og verkefni stjórnvalda. Ófullkomin samlíking við skemmtigarð Ég leyfi mér hér með að gera dálitla athugasemd við samanburð Lanskys á Reykjavík og Disneyworld, sem er gamalkunnugt og vinsælt stef sem skýtur reglulega upp kollinum. Með tilvísuninni vakna hughrif um ægileg- an mannfjölda og þrengsli. En Lansky mælir þetta sem hlutfall ferðamanna (á tilteknum degi) á móti heimamönnum, og bendir á að þetta hlutfall sé hærra í Reykjavík en í Disneyworld (þar sem starfsmenn garðsins eru skilgreindir sem „heimamenn“). En hlutfallið eitt og sér segir nákvæmlega ekkert um mannmergðina eða þrengslin. Ef tíu manna gönguhópur á leið um hundr- að hektara jörð þar sem einn maður býr myndum við ekki segja að sú jörð hafi breyst í skemmtigarð af því að hlutfallið sé tíu á móti einum. Hlutfall Lanskys er vissulega áhugavert og mikilvægt, einkum með hliðsjón af samfélagslegum þolmörkum okkar sjálfra. En það segir bara lítinn hluta sögunnar og horfa þarf á fleiri þætti til að meta „Disney-væðingu“. Mann- mergðin í miðbæ Reykjavíkur kemst ekki nema á örfáum hátíðisdögum í námunda við klisjuna alræmdu um þéttsetinn skemmtigarð. Tímastýring lykilatriði Ég er sammála því mati Lanskys að fremur langsótt er að ferðamenn komi til landsins án þess að vilja heimsækja vinsælustu staðina hverju sinni, þó að með eflingu fluggátta á landsbyggðinni megi vissulega sækja ferðamenn sem mögulega heimsækja eingöngu þá landshluta. Hitt er ann- að mál að með betri stýringu á flæði gesta yfir tíma dags má auka afkasta- getu vinsælla svæða án þess að spilla upplifun ferðamanna. Á þetta hefur að sjálfsögðu oft verið bent en það er skiljanlegt að við höfum verið treg til að innleiða aðgangsstýringu á svæð- um sem við erum vön að geta valsað um að vild og lítum á það sem sjálf- sagðan og jafnvel helgan rétt. Vægari nálgun gæti falist í að gefa upplýs- ingar í rauntíma um álag á helstu stöðum, þannig að ferðafólk geti af sjálfsdáðum skipulagt ferðir sínar út frá því. (GoogleMaps gefur raunar vísi að þessum upplýsingum nú þegar með súluriti sem sýnir dæmigert álag áfangastaða brotið niður á klukku- stundir sólarhringsins.) Sú spurning er einnig eðlileg hvort í einhverjum tilvikum mætti beita tímastýringu gagnvart skipulögðum hópferðum en undanskilja einstaklinga sem ferðast á eigin vegum. Milliliðirnir Hlutfall þjónustu sem ferðaþjónustu- fyrirtækin selja sjálf beint til við- skiptavina sinna lækkar óðum. Nokkrir stórir milliliðir hafa tekið yf- ir að verulegu leyti. Að sumu leyti eykur það og auðveldar aðgang selj- enda að stórum hópi kaupenda og dregur um leið úr þörf fyrir dýrar auglýsingar og markaðsstarf. Tækni- byltingin hefur að því leyti haft já- kvæð áhrif. Góðar umsagnir á bók- unarvef eru dýrmætari en milljónaauglýsingar. En Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Arctic Advent- ures, benti á það í erindi sínu á fund- inum að þóknun milliliðanna væri í einhverjum tilvikum orðin það há að hún fæli í sér verulega áskorun fyrir greinina og gæti raunar ekki staðist til lengdar. Mögulega eru hér í upp- siglingu átök á markaði sem gætu haft töluverða þýðingu. Það er einkum á markaði fyrir gistiþjónustu sem horft hefur verið til stjórnvalda vegna umfangs milliliða á borð við Airbnb. Og það með réttu, enda er það okkar hlutverk að skil- greina landamæri á milli deili- hagkerfisins og atvinnustarfsemi, setja sanngjarnar leikreglur og fylgja þeim eftir. Það er hlutverk sem við tökum alvarlega. Þolmörk, tækni og tækifæri í ferðaþjónustu Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is Morgunblaðið/Eggert ’Það er skiljanlegt aðvið höfum verið tregtil að innleiða aðgangs-stýringu á svæðum sem við erum vön að geta valsað um að vild og lít- um á það sem sjálfsagðan og jafnvel helgan rétt. Hópur íslenskra afreksíþrótta- manna sem nú hafa tekið stefnuna á Ólympíumótið í Japan 2020 hefur tekið samfélagsmiðla í sína þjónustu og opnað sérstakar síður á Face- book fyrir fréttir af sinni framgöngu á íþróttasviðinu. Á þessum opnu síðum bjóða þau fylgjendum og íþróttaáhugafólki að fylgjast með undirbúningi fyrir stóra mótið, æf- ingum sínum, keppnum og lífinu al- mennt. Arna Sigríður Albertsdóttir keppir í handahjólreiðum. „Ég hlaut mænuskaða í skíðaslysi þegar ég var 16 ára og notast því við hjólastól í dag. Mitt helsta áhugamál er handahjólreiðar og ég hafnaði í 1. sæti í mínum flokki í handahjólreiða- keppni í Abú Dabí. Ásamt því er ég virk í SEM (samtökum endurhæfðra mænuskaddaðra) og stefni á Ól- ympíumót fatlaðra 2020.“ Stefanía Daney Guðmunds- dóttir er tvítugur Akureyringur sem æfir frjálsar íþróttir. „Ég náði bronsinu í 400 m hlaupi á Grand Prix-mótinu í Berlín í fyrra, auk þess að vinna gullverðlaun í langstökki þar sem ég setti Íslandsmet. Keppi á EM fatlaðra í frjálsum í sumar en undirbúning- urinn fyrir Ólympíumótið er þegar hafinn.“ Már Gunnarsson „Ég er 18 ára Suðurnesjamaður og náttúruunnandi með margvísleg áhugamál. Ég tefli, spila á píanó, syng og ætla að taka upp plötu í Pól- landi í sumar. Ég byrjaði að æfa sund fyrir fjórum árum, keppti á EM fatlaðra 2016, NM 2017, HM fatlaðra í sundi í fyrra og mun keppa á EM í sumar. Stóra markmiðið er svo Ólympíumót fatl- aðra í Tokyo 2020.“ Patrekur Andrés Axelsson er 24 ára frjálsíþróttamaður og sprett- hlaupari. „Íþróttir eru mínar ær og kýr og hafa alltaf verið. Fótbolti, snjóbretti og frjálsar. Ég byrjaði að missa sjónina fyrir fimm árum og í dag er ég með um 5% sjón. Byrjaði að æfa frjálsar íþróttir fyrir þremur árum og mun keppa á Evrópumóti fatlaðra í frjáls- um í sumar. Ég stefni á að keppa á Ólympíumóti fatlaðra 2020 og er ég byrjaður að undirbúa mig fyrir það.“ AF NETINU Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is SÍGILDIR SUNNUDAGAR Fyrsta flokks kammertónlist Sígildir sunnudagar eru klassísk tónleikaröð þar sem boðið er upp á fjölbreytt úrval kammertónleika. Sunnudaga kl. 17:00 í Hörpu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.