Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.05.2018, Blaðsíða 12
Ekkert vantraust
„Það er engin ástæða til að van-
treysta mér. Þetta framboð snýst um
hæfni mína og getu til starfa á alþjóð-
legum vettvangi.“
Bragi Guðbrandsson um framboð
sitt til setu í Barnaréttarnefnd
Sameinuðu þjóðanna.
Út fyrir boxið
„Þegar hnúturinn er orðinn svo harður eins
og raun ber vitni hér þá þarf að hugsa út
fyrir boxið.“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
um kjaradeilu ljósmæðra.
Hæstánægður
„Ég er hæstánægður með Hæstarétt.“
Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri
Hringbrautar, eftir að hann var sýknaður í
meiðyrðamáli sem Guðmundur Spartakus
Ómarsson höfðaði gegn honum.
Gleymi ekki töffaraskapnum
„Mér þykir svo vænt um þessar stelpur og maður er
búinn að þekkja þær síðan þær voru pínulitlar. Ég
hef þjálfað þær og spilað með þeim og ég mun ekki
gleyma töffaraskapnum sem þær sýndu í seinni
hálfleik í dag.“
Helena Sverrisdóttir um samherja sína í nýbökuðu
Íslandsmeistaraliði Hauka í körfubolta.
Farvegur hótana
„Það er fyrst til að taka að ég lít ekki á verkalýðshreyf-
inguna sem andstæðing, heldur samherja í því að vinna
að félagslegum umbótum. Mér finnst mjög slæmt ef
samskipti stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins
eru að fara í einhvern farveg hótana.“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Morgunblaðið/Valli
VIKAN SEM LEIÐ
VETTVANGUR
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.5. 2018
Okkur Íslendingum hefur alltaf fundist gam-an að bera okkur saman við aðrar þjóðir. Ííþróttum, Eurovision, lífslíkum og bara
hverju sem er. Stundum þurfum við að nota höfða-
töluna til að sýna fram á hvað við erum meiriháttar
en stundum erum við bara býsna góð. Þá erum við
stolt og flöggum því að við Íslendingar séum nú
ekkert venjuleg þjóð.
Stundum erum við samt ekki alveg eins og við
hefðum óskað okkur. Til dæmis þegar við vorum
feitasta þjóð í Evrópu sem bruddi þunglyndislyf í
gríð og erg, með drengi sem ómögulega gátu lesið
sér til gagns. Einu sinni var líka enginn maður með
mönnum nema hann væri með kröftugt bakflæði og
á að minnsta kosti tveimur tegundum af magalyfj-
um.
Við höfum ekki verið montin af þessu öllu en við
höfum alltaf sætt okkur við þessar niðurstöður og
tekið mark á þeim. Alþjóðlegur samanburður er
nefnilega einmitt það – samanburður.
Í vikunni ræddi ég við hagfræðing sem skrifaði
grein sem sagði að á Íslandi væru einhver hæstu
meðallaun í heimi, meira að segja borið saman við
vinnustundir, og jöfnuður töluvert meiri en á annars
staðar á Norðurlöndum. Þetta voru tölur frá Euro-
stat, Hagstofunni og OECD. Allt fyrirbæri sem taka
svona hluti alvarlega. Stofnanir sem vinna með
staðlaðar tölur og ná þannig að reikna út ástandið
um allan heim.
Í kommentakerfi var bent á að best væri senni-
lega að draga hagfræðinginn út á Austurvöll og
skjóta hann. Annar fór aðeins yfir það hvernig
byssukúlu væri best að nota við verkið. Ekki mjög
málefnaleg viðbrögð en frekar afgerandi.
Meira að segja formaður stærsta stéttarfélags
landsins hafnaði þessu og sagði að það væri ekkert
að marka þetta. Félagið hefði gert sínar eigin rann-
sóknir sem sýndu allt aðra niðurstöðu.
Þannig hefur reyndar umræðan verið. Upplifun
einhvers passar ekki við það sem tölurnar segja. Og
hverju ætlum við þá að trúa? Einhverju ókunnugu
fólki, jafnvel í útlöndum, eða okkur sjálfum?
Og þá komum við að vandamálinu – okkar eigin
mati og tilfinningu fyrir ástandinu. Á sama tíma og
við töluðum um hvernig allt væri að fara til helvítis í
heilbrigðiskerfinu þá sýndu alþjóðlegar rannsóknir
að Íslendingar voru með eitt besta kerfi í heimi. Við
vorum hreint ekki tilbúin til að trúa því. En á sama
tíma vorum við alveg til í að við værum hamingju-
samasta þjóð í heimi. Og við erum heldur betur til í
að taka mark á tölum sem segja að vextir séu of há-
ir og sumardagurinn fyrsti sé bara eitthvert heima-
tilbúið rugl. En er það eðlilegt að við ætlum bara að
velja hverju við trúum af þessu?
Það er enginn að segja að hér sé allt í himnalagi.
Það væri kjánalegt. En er ekki pæling, að þegar al-
þjóðlegar stofnanir segja að ástandið á Íslandi sé
betra en víðast hvar í heiminum, þá sé það ekki bara
eitthvað sem þær hafi á tilfinningunni?
Á valdi tilfinninganna
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
’Og hverju ætlum við þá að trúa? Einhverju ókunnugu fólki,jafnvel í útlöndum, eða okkur sjálfum?
UMMÆLI VIKUNNAR
’Við verðum að fara að slá íhann Skjóna okkar.Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverf-
isráðherra um loftslagsmál.
Keyrir sjálfur
Fyrsta sjálfstýrða bif-
reiðin á Íslandi af fjórða
stigi sjálfkeyrandi bif-
reiða var til sýnis við
Hörpu í vikunni.
Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is
Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum
Svansvottuð
betra fyrir umhverfið, betra fyrir þig
Almött veggjamálning
Dýpri litir - dásamleg áferð
Pressed Petal
Heart Wood
ColourFutures2018
BRÚÐARGJAFA
LISTINN Á
WWW.FAKO.IS
Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is
SPENNANDI
BRÚÐAR
GJAFIR
Matur