Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.05.2018, Blaðsíða 15
6.5. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
af sjálfum sér sem hann yrði að viðhalda.“
Bjarni og móðir Brynju, Lára Valgerður Al-
bertsdóttir, voru í daglegu sambandi eftir að
þau skildu. Brynja segir að í sínum huga hafi
þau næstum ekki verið skilin. Jólunum eyddi
fjölskyldan saman en Brynja og faðir hennar
voru í minna sambandi þar sem kastast hafði í
kekki milli þeirra og Brynja upplifði reiði í garð
föður síns.
„Þegar hann flutti út frá mömmu tók hann
ekkert með sér. Ég og afi vorum þau einu sem
komum heim til hans í nýju íbúðina og þar var
nánast bara rúm. Pabbi hafði alltaf viljað hafa
fallegt í kringum sig svo þetta var ólíkt honum.
Mamma og pabbi áttu mörg málverk og hún
spurði hvort hann vildi ekki fá málverkin en
hann sagðist bara myndu fá þau seinna. Hann
var á óskoðuðum bíl og sinnti ekki hlutum sem
hann var alltaf vanur að sinna. Tilfinningin eftir
á er sú að hann þarna, löngu áður en það svo
gerist, hafi verið búinn að ákveða að enda líf sitt
og hafi bara verið að bíða eftir að húsið yrði selt
og við mamma búnar að koma okkur fyrir á nýj-
um stað. Það var eins og hann sæi enga leið til
að líða betur í lífi sínu, með ónýtan skrokk og
fannst lögfræðin leiðinleg. Í bréfi sem hann
skildi eftir handa mér sagði hann að lögfræðin
hefði étið sig að innan.“
Brynja upplifði í fyrsta skipti hræðslu yfir því
að hann gæti unnið sjálfum sér skaða ári áður
en hann lést, 2016. Vinur Bjarna bankaði upp á
að morgni heima hjá Brynju og móður hennar
og var að leita að honum. Bjarni svaraði ekki
síma og hafði haldið sér sérstaklega einangr-
uðum. Mæðgurnar reyndu að ná sambandi við
hann án árangurs.
„Ég var á leiðinni í próf eftir smástund þegar
þetta var en ég var á fyrsta ári í iðnaðar-
verkfræði í Háskóla Íslands. Ég var á leið í próf
í áfanga sem mér hafði gengið mjög vel í um vet-
urinn og hafði því litlar áhyggjur af prófinu. Ég
fór í prófið, vitandi það að strax eftir það færi ég
að athuga hvort pabbi væri á lífi.
Eftir prófið fór ég í íbúðina hans, sem ég var
með lykla að, en hann var ekki þar og við náðum
loks sambandi við hann og það var í lagi með
hann, hann var þá staddur í London. Útskýr-
ingin sem við fengum væri að hann hefði þurft
að komast í burtu í smá tíma. Ég féll í prófinu,
var ein fjögurra nemenda sem féllu, enda var
prófið allt í móðu, ég var með hugann við pabba.
Eftir þetta töluðum við alvarlega við pabba,
hann yrði að láta okkur vita af sér, hann mætti
ekki gera okkur svona hrædd. Hann lofaði okk-
ur því að hann myndi aldrei fremja sjálfsvíg.
Hann lét mig líka lofa sér að gefa verkfræðinni
áfram séns og prófa HR því þarna eftir þetta
próf höfðu mér fallist hendur í náminu. Eftir
þetta náðum við pabbi aftur saman og urðum
miklir félagar. Ég bjó um tíma hjá afa meðan
við mamma vorum að bíða eftir að fá afhenta
nýja íbúð og var því í enn meiri samskiptum við
hann.“
Notaleg kvöldstund
tveimur dögum áður
12. júní 2017 svipti Bjarni sig lífi.
„Hefði þetta gerst einu til tveimur árum fyrr
hefði ég frekar búist við þessu. Tímasetningin
gerði það að verkum að þetta var meira sjokk
því ég og allir héldu að hann væri kominn á
miklu betri stað andlega. Laugardaginn 10. júní
fór öll fjölskyldan saman út að borða. Afi bauð
okkur, systur ömmu, pabba, mömmu og
frænku minni, á Grillið því amma hefði orðið 85
ára þá helgi. Við byrjuðum heima hjá afa, skál-
uðum í kampavíni og það var svo æðislega
huggulegt og gaman hjá okkur, allir glaðir og
eðlilegir. Daginn eftir heyrði ég í honum og
hann hljómaði vel. Á mánudagsmorgninum
fékk mamma tölvupóst þar sem hann baðst af-
sökunar á öllu og segir henni að hann sé búinn
að taka þessa ákvörðun og kveður. Sendi hann
þetta rétt áður en hann svipti sig lífi.
Mamma hringir þá í mig, ég skildi varla hvað
hún sagði en þá var hún á leiðinni úr vinnunni
og brunaði vestur í bæ. Ég hringdi á leigubíl og
þegar ég kom voru mamma, lögreglan og
sjúkraliðarnir komnir. Hann var látinn.“
Brynju biðu bréf, nokkur, sem skrifuð voru
yfir lengri tíma.
„Það var greinilegt að honum fannst eins og
honum hefði misheppnast í lífinu. Hann skrifaði
að það hefðu verið mistök að fara í lögfræði,
mistök að skilja við mömmu, mistök að rækta
ekki vini sína, skrifaði eins og hann hefði brugð-
ist plönum sínum. Mér fannst svo sárt að lesa
þetta því sjálf sá ég ekkert nema lausnir. Þessi
vandamál sem honum fannst svo stór; að hann
skyldi ekki sjá að hann gæti farið að gera eitt-
hvað annað en sinna lögfræði. Hann var líka
alltaf velkominn heim, ég veit að hann hefði
komið að opnum dyrum hjá mömmu. Hann átti
fullt af vinum sem létu sér annt um hann, eins
og við sáum í kringum jarðarförina þegar vina-
fólk okkar tók sig saman og sá um erfidrykkj-
una og á skrifum allra í minningargreinunum.
Ég sá ekkert nema lausnir sem hann hefði
fengið hefði hann bara fært hlutina í tal, deilt
með okkur áhyggjum sínum og hugsunum.
Ég held að það sé ákveðinn misskilningur hjá
karlmönnum sem eiga uppkomin eða eldri börn
að halda að börnin þurfi ekki á þeim að halda
lengur. Þótt þau séu orðin sjálfstæðari þýðir
það ekki að þau vilji ekki hafa föður sinn í lífi
sínu. Ég vildi vera þátttakandi í lífi pabba, sama
hvernig líf hans yrði. Börnum er alveg sama;
þau vilja bara foreldra sína.
Þegar talað er um þá skilyrðislausu ást sem
foreldrar hafa á börnum sínum gleymist oft að
það er gagnkvæmt. Börnin hafa líka sömu skil-
yrðislausu ást á foreldrum sínum.“
Svona á ekki að vera leyndarmál
Brynja segir dagana misgóða eftir að faðir
hennar lést, suma daga finnist henni auðveld-
ara að hugsa eins og faðir hennar hafi farið í frí.
En hún hafi aldrei viljað fara í felur með þetta;
ef fólk spyrji segi hún frá. Hún vilji ekki að
svona sé leyndarmál, það ýti undir að þeim sem
líði illa finnist þeir hafa eitthvað til að skamm-
ast sín fyrir.
„Ég ræði mikið við karlkyns vini mína að það
sé mikilvægt að tala um hlutina. Ekki hætta
með kærustunni sinni og segja bara að allt sé
frábært. Að tala um litlu vandamálin, eins og
við stelpurnar erum held ég vanari að gera,
þjálfar fólk í að takast svo á við að ræða stóru
vandamálin líka. Bara að geta komið hlutunum
í orð er svo mikill léttir og öxl til að halla sér að
er alltaf í boði. Það er engin ástæða til að fara
eitthvað á hnefanum af því bara, það fylgir því
léttir að færa tilfinningar sínar í orð.
Hjá pabba voru ekki merki um grafalvarlegt
þunglyndi þegar hann dó. Ég held að fólk þurfi
líka að vera vakandi fyrir því að svona getur
gerst þótt fólk virðist ekki vera fárveikt.
Kannski les einhver þetta og hugsar: já, þetta
er eins og vinur minn hagar sér, best að hringja
í hann. Eða þekkir sjálft sig í þessari sögu. Þá
finnst mér þess virði að tala um þetta.
Að svipta sig lífi er ekki gert af sjálfselsku.
Fólk heldur í alvörunni að fólkinu sínu líði betur
að losna við sig. Vandamál þeirra séu meiri
byrði en dauði þeirra yrði. Ég vildi að pabbi
hefði skilið að ég vildi frekar öll hans heimsins
vandamál en missa hann.“
Hvernig gengur þér að vinna úr áfallinu?
„Ég hef farið til sálfræðings, unnið í sjálfri
mér og reynt að horfa til 19 ára Brynju og fyr-
irgefa henni að vera svona reið út í pabba sinn
þegar hann skildi við mömmu. Stundum hellist
samviskubit yfir mann að maður hafi ekki sagt
nóg, hvað mér þótti vænt um hann og reynt að
fá hann til að tala meira við mann. Þetta kemur
þótt maður viti innst inni að þetta er aldrei
neinum einum að kenna. Ég á frábæra vini og
vinkonur sem ég get leitað til.
Ég finn að það að fara í gönguna með Pieta
og sjá annað fólk sem hefur gengið í gegnum
það sama eða líður illa er mikils virði. Fólk
heldur oft að það sé svo eitt með sínar hugsanir.
En eins og í stærðfræðitíma; ef þú ert með
spurningar, þá eru aðrir bekkjarfélagar líka að
pæla í því sama. Sama gildir um tilfinningar.
Líðan er ekki einstaklingsbundin, það ganga
allir í gegnum allar tilfinningar í heiminum.“
Brynja segist taka eigin lífi með meiri ró en
hún gerði. Hún hafi lært að til að koma vel fram
við fjölskyldu sína og vini þurfi hún fyrst að
koma vel fram við sjálfa sig og hlúa að sér, þá sé
hægt að gefa. „Lífið snýst ekki um veraldlegu
hlutina, einkunnir, vinnu. Ég reyni að gera það
sem ég get til að mér líði vel, hita mér uppá-
haldskaffið mitt á sunnudögum og legg mig á
eftir ef svo ber undir. Fer í sund og sleppi frek-
ar einhverju úr dagskránni ef ég finn að það
mun gera eitthvað fyrir mig. Ég set ekki óþarfa
pressu á mig og reyni að njóta líðandi stundar.“
„Hefði þetta gerst einu til tveimur
árum fyrr hefði ég frekar búist við þessu.
Tímasetningin gerði það að verkum
að þetta var meira sjokk því ég og allir
héldu að hann væri kominn á miklu betri
stað andlega,“ segir Brynja Bjarnadóttir.
Morgunblaðið/Eggert
’Hann vildi fela hvernig komið var í lífi hans, hannvar fastur í einhverri myndaf sjálfum sér sem hann yrði
að viðhalda.