Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.05.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.05.2018, Blaðsíða 19
irnar og tekið þátt í að móta jörðina sem við lif- um á.“ Þessi misserin vinnur Børge ásamt öðrum að því að þvera tuttugu stærstu jökla í heimi. Leikurinn hefur borist til Alaska, Grænlands, Svalbarða, Íslands og víðar. „Ég er í öðrum verkefnum á þessu ári en Kanada er næst á dagskrá á næsta ári. Við stefnum að því að ljúka þessu verkefni sem fyrst. Þurfum að fara að herða okkur!“ Hann brosir. Á og rekur hótel í Noregi Jökla- og pólferðirnar taka sinn tíma, þannig að ekki kemur á óvart að Børge er ekki í venju- legu 9-5 starfi. Fyrir þremur árum opnaði hann hótel heima í Noregi, Manshausen, á sam- nefndri eyju, og hefur helgað því mikinn tíma síðan. „Ég byggði hótelið upp frá grunni og er að stækka það núna. Það er tímafrekt verkefni sem þýðir til dæmis að ég kemst ekki í neina jöklaleiðangra á þessu ári. En þetta hefur verið mjög skemmtilegt, þannig að ég sé ekki eftir þeim tíma sem fer í hótelið.“ Það er ekki fyrir hvern sem er að þvera stóra jökla og ganga á norður- og suðurpólinn. Børge gerir þó ekki mikið úr líkamlega þættinum. Hreyfing og líkamsrækt hafi alla tíð verið snar þáttur í hans lífsstíl og hann geti ekki ímyndað sér lífið öðruvísi. Hann verður 53 ára seinna í þessum mánuði en hefur engin áform um að hægja ferðina. „Ég hugsa ekki mikið um þetta og hef sannarlega ekki neglt niður daginn þegar ég kem til með að setjast í helgan stein. Það er hægt að gera allskonar hluti jafnvel þó að maður eldist. Mað- ur gengur bara aðeins hægar. Ég mun halda áfram útivist og að njóta náttúrunnar meðan ég mögulega get. Ævintýramennska er lykilhug- takið í þessu öllu saman; á þeim grunni byggi ég alla mína leiðangra. Á ævintýraþrá, forvitni og ástríðu. Ég er mjög ástríðufullur þegar náttúran er annars vegar.“ Vandamálin hlaðast upp Spurður hvort mannkynið sé að hugsa með sómasamlegum hætti um náttúruna svarar Børge ákveðinn: „Alls ekki. Það er stórt vanda- mál. Líklega það stærsta sem mannkynið glím- ir við nú um stundir. Vandamálin hlaðast upp; loftslagsbreytingar er eitt, plastmengun í höf- unum annað. Við getum ekki leyft okkur að halda áfram að ganga um náttúruna með þess- um hætti. Svo einfalt er það.“ Og hvað er til ráða? „Lausnin liggur hjá okk- ur sjálfum, hverju og einu. Við verðum að spyrja okkur: Hvað get ég gert? Enginn einn getur leyst þennan risavaxna vanda en margt smátt gerir eitt stórt. Við þurfum að hjálpast að; axla okkar persónulegu ábyrgð. Byrjum þar og sjáum hvert það skilar okkur. Það er borin von að varpa ábyrgðinni yfir á atvinnu- lífið og stjórnmálamennina.“ Talandi um stjórnmálamenn þá segir Børge erfitt að átta sig á því hversu skaðleg afstaða valdamesta manns í heimi, Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, til loftslagsmála geti orðið en hann vill sem kunnugt er hætta við þær skuldbindingar sem Bandaríkin tókust á hend- ur í Parísarsamkomulaginu. Augu og eyru lokuð „Sem betur fer eru til öfl sem munu vinna gegn honum og hans sjónarmiðum, til dæmis innan Bandaríkjanna sjálfra. Sum ríkin hafa þegar tekið sjálfstæða afstöðu í þessum málum og hyggjast vinna áfram gegn loftslagsbreyt- ingum óháð vilja Hvíta hússins. Staðan er eigi að síður grafalvarleg og maður skilur ekki hvernig menntað og vel upplýst fólk getur dregið í efa að loftslagsbreytingarnar sem við erum þegar að reyna á eigin skinni séu af mannavöldum. Hvers vegna kjósa menn að loka augum og eyrum?“ Partur af vandanum, að dómi Børge, er að lífshlaup okkar mannanna er svo stutt. Þess vegna höfum við tilhneigingu til að horfa bara á það sem er að gerast hér og nú, hjá okkur sjálf- um, í stað þess að horfa til framtíðarinnar, barnanna okkar og barnabarnanna. „Mér ligg- ur við að segja að þetta sé genatískur vandi. Svona hefur þetta alltaf verið. Mannkynið hef- ur aldrei verið þess umkomið að horfa að neinu gagni fram í tímann. En núna getum við ekki leyft okkur að hugsa svona lengur; við verðum að spyrja okkur: Er það sem við erum að gera núna sjálfbært fyrir komandi kynslóðir? Það er stóra myndin.“ Í pólferðum þarf stundum að tjalda við erfiðar aðstæður. Børge Ousland eins og hann kann best við sig; gangandi á ísbreiðunni. Ljósmynd/Mike Horn Børge er með ævintýraþrána í blóðinu og lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Í ævintýraferðum er óhætt að gera ráð fyrir óvæntum gestum. Børge gengur í heilagt hjónaband á uppáhaldsstaðnum sínum í heiminum, norðurpólnum. 6.5. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.