Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.05.2018, Qupperneq 22
Fyrir 4
Þessi drykkur heitir ayran og er
algengur í Tyrklandi.
500 ml hrein jógúrt
500 ml kalt vatn
salt eftir smekk
2 teskeiðar mulin, þurrkuð mynta
(má sleppa)
Helltu jógúrti í skál og hrærðu
þangað til það er mjúkt. Bættu
við vatni þangað til blandast vel.
Það má líka nota blandara.
Bragðbætt eftir smekk með salti
og myntu. Kælt vel og borið
fram með klaka í háum glösum.
Tyrkneskur
jógúrtdrykkur
Fyrir 4-6
8 bollar vatnsmelóna í teningum,
án steina
1 bolli nýkreistur límónusafi
½ bolli sykur, eða meira eftir
smekk
límónusneiðar eða myntugreinar
til skreytingar
Settu helminginn af vatns-
melónuteningunum í blandara
og blandaðu vel saman. Sigtaðu
í gegnum fíngert sigti yfir stórri
skál. Endurtaktu þangað til búið
er að blanda og sigta allt saman.
Losaðu þig við hratið.
Bættu límónunni og sykrinum
við vatnsmelónusafann og
hrærðu þangað til sykurinn er
búinn að leysast upp. Bættu við
sykri ef þarf. Helltu límonaðinu
í karöflu og kældu vel. Gott að
bera fram með klökum.
Vatnsmelónulímonaði
Sumarið er formlega gengið í garð og ekki seinna vænna að draga
grillið fram úr skúmaskotum geymslanna. Nú, eða sækja það út í
garð hafi það fokið fram af svölum í einni vorlægðinni
Haraldur Jónasson hari@mbl.is
Grillvöðvinn rýrnar eins og aðrir vöðvar semekki eru notaðir yfir lengri tíma. Því geturverið gott að geyma stórverkefni eins og
nauta T-bein og heilgrillað mjólkurlamb þangað sól-
in fer í alvörunni að verma upphandleggina. Því er
gott að rifja upp ryðgaða grilltaktana. Byrjum á
undirstöðufæðu áhugagrillarans — hamborgaranum
og reglunum sem um hann gilda.
Hamborgarareglur
ríkisins
MATUR Með því að búa til eigin drykki er hægt að stjórna sykurmagn-inu eða sleppa alveg viðbættum sykri. Til samanburðar eru 29
sykurmolar í hálfum lítra af appelsíni.
Ekki kaupa tilbúið
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.5. 2018
Nei, eigi borgarinn að bragðast rétt er hann háþróuð formúla fitu og
próteins frá réttum hlutum nautgripa – og bara nautgripa. Rík-
isformúlan er kjöt af hálsi, bringu eða öxlinni eða blanda af þessu
þrennu og 20% fita. Já, svona mikil fita er góð á bragðið og kemur í
veg fyrir að hamborgarinn breytist í skósóla. Sér í lagi þegar hann er
grillaður og nokkuð stór fituprósenta verður eldinum að bráð. Það
þarf svo ekki að taka fram hér að kartöflutrefjar (hvað svo sem það
er) og hvers konar sojaprótein á ekki heima í hamborgara.
FYRSTA REGLA
Hamborgari er ekki bara platti úr
hvaða kjötafgöngum sem er
Hamborgari sem vegur meira
en 120 grömm er alls ekki borgari
heldur kjöthleifur. Ákjósanlegur
grammafjöldi er 90-100 per platta. Þeir
stóru og yfirleitt sjálfskipuðu grillmeist-
arar sem segja það varla taka að hita
grillið fyrir minna en 200 grömm
skulu notast við tvo 100 gramma
platta per eina brauðbollu og
hananú!
ÖNNUR REGLA
Hamborgari skal ekki vera
þyngri en 120 grömm
Það þarf enga sérlagaða
kryddblöndu á grillaðan
gæðaborgara. Gott
kjöt, salt og pipar, ásamt
hóflegum skammti af
reyk, er það eina sem
vel formaður sæmi-
lega þunnur grillborgari
þarf. Undantekningin á þeirri reglu er álklæddir
sjoppuborgarar við Eyjafjörð, en þeir eru
reyndar hvorki grillaðir né eru þeir ætlaðir til
manneldis án verulegs fjölda áfengisprómilla í
blóði, nú eða eftirkasta téðra prómilla.
ÞRIÐJA REGLA
Kjötbragð er gott
Borgari verður aldrei annað
en laukbuff með eggi ef ekk-
ert er brauðið og það skal
vera mjúkt eins og ský. Glú-
tenóþolendur og aðrir hveitihatarar fá því miður
aldrei upplifað sannan hamborgara. Síðustu miss-
erin höfum við, hér á landi, loksins fengið fjöl-
breyttara val um sæmileg hamborgarabrauð en
þau eru þó, enn sem komið er, ekki nógu mjúk og
svolítið í stærri kantinum. XL-hamborgarabrauð
eru síðan óskapnaður sem þarf bara að útrýma
hið snarasta. Lítil og mjúk er málið. Frjálst val er
hins vegar um sesamfræ eða sköllóttar bollur.
FJÓRÐA REGLA
Hamborgarabrauðið
skal ekki vera of stórt
Þegar kemur svo að grillinu sjálfu skal það vera orðið rjúkandi heitt áður en nokkurt kjöt-
stykki kemur þar nærri. Borgarinn er svo grillaður hratt og örugglega. Passa að botninn sé
karamelíseraður án verulegra brunabletta. Vilji fólk breyta hamborgaranum í ostborg-
ara, sem allir ættu nú að kjósa, skal leggja vel valda ostsneið ofan á plattann eftir að
búið er að snúa honum við og krydda suðurhliðina. Mikilvægt er að brúka lokið svo
að osturinn bráðni áður en kalla þarf eftir slökkviliðinu. Já og eitt einn, þeir eiga að
vera gegnsteiktir. Hrátt hakk er ekki gott á bragðið og getur beinlínis verið hættulegt.
FIMMTA REGLA
Ef enginn er hitinn er enginn hamborgarinn
Svalandi
sumar-
drykkir
Heimatilbúnir svala-
drykkir eru góðir með
grillmatnum eða til að
bjóða upp á sem fordrykk
fyrir veisluna. Þeir eru líka
fallegir og setja punktinn
yfir i-ið í partíinu. Hér
fylgja fjórar ólíkar upp-
skriftir að heimalöguðum
drykkjum sem gleðja bæði
bragðlauka og augu.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is