Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.05.2018, Blaðsíða 23
Morgunblaðið/Hari
Jarðarberja-
límonaði
Fyrir 4
1 bolli fersk jarðarber, skoluð
og græni hlutinn skorinn frá
½ bolli sítrónusafi
1⁄4 bolli agave-síróp eða hun-
ang
2 bollar vatn
klaki
Blandaðu vel saman jarð-
arberjunum og hunanginu í
blandara eða matvinnsluvél
og helltu í karöflu. Helltu
vatninu og sítrónusafanum
ofan í og hrærðu saman.
Kælt og borið fram með
klaka.
Hægt að skreyta með
jarðarberja- og sítrónu-
sneiðum.
Allir sem hafa prófað að gera borgara
frá grunni vita að það er auðvelt að
hnoða hakkbollu saman og fletja. Það
vita líka flestir sem hafa reynt að grilla illa
pressaðan „mömmuborgara“ að neytandinn fer
fljótt úr heilu fæði í hálft þegar meirihluti borgarans fellur ofan í
eldinn. Gott er því bara að kaupa gæðaborgara eða fjárfesta í góðri ham-
borgarapressu. Áhugamenn ættu að halda síg frá handgerðum plöttum.
ÁTTUNDA REGLA
Tilbúinn platti er betri en
mislukkaður heimaborgari
6.5. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
Ber borgari í brauði er ágætur uppi á
fjallstindi langt frá grænmetis-
salanum hitaður á einnota kola-
grilli. En hamborgari í byggð ber
sig betur í samvistum við smá af
ljóstillífandi grænmeti. Kálblað,
tómatar (sem tæknilega er ávöxt-
ur en skiptir ekki máli fyrir þessar
reglur), laukur og góð súr gúrka (tæknilega líka ávöxtur) er hin
heilaga ferna, klassíkin. Passa bara að of mikill laukur er aldrei til
bóta og því gott að saxa hann og súru gúrkurnar smátt og strá yfir
botnbrauðið og setja heitan pökkinn yfir.
SJÖUNDA REGLA
Talandi um þetta græna
Hamborgari þarf tæknilega séð ekki að hvíla eins og nautasteik en borgari
sem kemur brennandi heitur af grillinu mun tapa vökva þurfi hann að bíða.
Þess vegna er best að vera með brauðið tilbúið, glóðað fyrir þá sem það
kjósa, og setja kjötið til geymslu ofan á brauðið. Þá fer safinn ekki til spillis
heldur færir bragðupplifunina upp á næsta plan. Passið bara brauðlokið. Það
er gott að hafa það aðeins á hlið svo það festist ekki í ostinum. Þeir sem svo
vilja færa borgaraátið upp á næsta plan pakka borgaranum, þegar hann er
tilbúinn með öllu havaríinu, inn í smjörpappír og láta hann „þroskast“ í mín-
útu eða þrjár. Skiptir sköpum.
SJÖTTA REGLA
Hamborgari þarf stundum smá slökun
Það er tæknilega hægt að grilla forsteiktar fransk-
ar kartöflur. En það er þó ekki vænlegt til árang-
urs og ofninn er ekki brúkaður á grilltímabilinu.
Þannig að ef kartöfluhungrið er ærandi er betra
að grilla heilar kartöflur og löðra þær svo í smjöri,
mæjónesi, osti eða hverju því sem hugurinn girn-
ist – en það er önnur saga og um jarðeplin gilda
líka auðvitað allt aðrar grillreglur.
TÍUNDA REGLA
Franskar eru góðar en...
Mæjónes er gjöf frá guðunum og á einkar vel við
undir hamborgaraplattanum, sem rakavörn fyrir
brauðið. Gott sinnep fer svo efst, alveg eins og á
pylsu. Undir efra lokið til að vera nákvæmari.
Tómatsósa er betri með frönskum (sjá reglu 10).
Béarnaise-sósa á hamborgara er svo annar handleggur og um
hana eru aðrar reglur og ein af þeim er að hún á ekki heima á
klassískum ostborgara.
NÍUNDA REGLA
Það þarf alltaf að
vera mæjónes
Hunangsmelónudrykkur
Fyrir 4
1 hunangsmelóna, skorin í litla bita
(um 6 bollar)
1 agúrka, skræld og skorin í grófa bita
1⁄3 bolli myntulauf (þéttpökkuð) og
meira til skreytingar
klípa af salti
3 matskeiðar nýkreistur límónusafi
sódavatn
Blandaðu vel saman í blandara mel-
ónunni, myntunni og saltinu. Sigt-
aðu í gegnum fíngert sigti, ekki
pressa á ávextina, þá verður bland-
an skýjuð. Hrærðu límónusafanum
saman við og kældu í klukkustund.
Skipt niður í fjögur glös með klök-
um, toppað upp með sódavatni og
skreytt með myntu ef vill.
Melónublönduna er hægt að und-
irbúa daginn áður.